Þjóðviljinn - 12.05.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Síða 3
Miðvikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Það er ætlunin að spjalla við Guðmund um Nesplast, einu plastverksmiðjuna á Aust- fjörðum, horfur i plastfram- leiðslumálum og fleira i þeim dúrnum, og þvi hefur blm. nú tekið hus á Guðmundi og reynir aöknýja hann sagna. En það er vonlaust að hafa venjulegt viðtal við Guðmund; hann segir frá i þeirri röð sem honum þóknast, og skýtur inn i milli sinum skoðunum á lifinu og tilverunni, Guðmundur stendur hér við vél þá, sem tekur við plastböndunum og rúllar þeim upp á hólka. Hólkana framlciðir Guðmundur sjálfur i sérstakri vél sem hann hefur sjálfur hannað og látið smiða. Ljósm.: — 10.000.000 METRAR samskiptum kynjanna, atvinnu- uppbyggingunni i landinu og samgöngumálunum. bað er þvi hann, sem ræður ferðinni, þrátt fyrir allar tilraunir blaða- manns. Og Guðmundur segir skemmtilega frá. Ekkert áhlaupsverk „Það var ekkert áhlaupsverk að koma þessari verksmiðju á fót. Það kostaði auðvitað mikið fé, og það bætti ekki úr, að það fyrirtæki, sem hafði i upphafi lofað að útvega hráefnið til plastframleiðslunnar stóð ekki við sin orð. Þetta varö til að tefja allan undirbúning, og hann stóð i tvö ár, þannig að við kom- umst ekki i gang fyrr en 1980. Þú getur rétt imyndað þér, að það var ekki gott. Þar við bættist, að það átti að krefja okkur um 20 miljónir gamlar fyrir framleiðsluleyfi á útlendri plastblöndu, þá munaði nú minnstu, að maður hætti við þetta allt saman. Gæfist bara hreinlega upp”. Las allt um plast Guðmundur þagnar. Rifjar upp i huganum. Heldur svo áfram, hægtog sigandi, og gætir þess að segja þannig frá að spennan i frásögninni haldist. ,,Ég hafði náttúrlega engar tuttugu miljónir i vasanum. Samt vantaði okkur efni i plast- bönd, sem þyldu islenska veðr- ,,Ég skal segja þér það, að það var hann Lúð- vík, sem skirði þessa verksmiðju”, segir Guð- mundur Magnússon i Nesplasti á Neskaupstað. Lúðvik er auðvitað Lúðvik Jósepsson, og að þvi er Guðmundur segir, var hann ekki lengi að finna verksmiðjunni nafn. ,,Og ég get lika sagt þér það, að þessi verksmiðja væri ekki hér, ef Lúðvik hefði ekki hjálpað mér á alla lund og stutt mig með ráðum og dáð við uppbyggingu hennar”. áttu, plastbönd, sem þyldu fyrst og fremst kulda. Og ég þurfti þvi að leggja i tilraunastarf- semi, til aö finna upp nýja plast- blöndu, sem hefði þessa eigin- leika. Það var nú ekki beinlinis auðvelt fyrir bara héraðsskóla- genginn mann. En ég las allt, sem ég komst yfir um plast og plastfram- leiðslu, hafði samband við út- lenda plastframleiðendur — og hlustaði. Hlustaði á það, sem þeir höfðu að segja. Úr varð leyndarmál... Guðmundur sýnir mér olan i hráefnisdunka, sem standa á gólfinu, rétt við plastbræðinn. „Þetta er verksmiöjuleyndar- mál”, segir Guömundur, „og hráefnið er samsett aðeins fyrir okkur hér”. Þegar Guðmundur hand- fjatlar hráel'nið, litlar plast- agnir, sem eru með mismunadi hvitum blæ, minnir hann á seiö- karl, sem er i þann veginn að fara að brugga dularlullan seið... Reksturinn „Það er aftur á móti ekkert grin aö halda rekstrinum gang- andi, og það er lyrst og fremst tvennt, sem gerir manni kleift að standa i þessu, þrátt lyrir allt. Vörubifreiðastjórarnir hafa verið mér ákaflega liðlegir og flytja plastböndin gegn vægu gjaldi — ja, ef ég þyrfti að greiða fullt flutningsgjald með Rikisskip, þá gæti ég bara stein- hætt með öllu, þvi innílutt bönd frá Bretlandi yrðu þá miklu ódýrari — en svo hefur það ekki siður bjargað málunum, að konan min hefur unniö þér til jafns við mig. Það helur hal't ekki litið að segja, þegar þess er Svo kom hann Ingi frá Fá- skrúðsfirði að sækja plastbönd I nýju hcildverslunina... gætt, aö viö erum enn að vinna verksmiðjunni sess. Sko, viö lramleiddum næstum tiu miljón metra af plast- böndum á siðasta ári, en getum hæglega framleitt fjórum sinnum meira magn, eöa ljöru- tiu miljón metra. Og við fram- leiðum lika einangrunarplast hérna, en hölum haít alltof liliö að gera i þvi, þar til nú, aö okkur er lalið að framleiöa allt einangrunarplast i lrysti,- geymsluna, sem á aö risa hér á nýja hafnarbakk- anum i Neskaupstað. Sú pimtuii ein þrelaldar einangrun- arplastlramleiösluna hjá okkur. Þaö er ekki liliö, lasm.” Engir Sunnlendingar Nú er snöggur endir bundinn á samlal okkar Guðmundar, Hann Ingi frá Káskrdðsliröi er kominn til aö sækja nokkra kassa af plaslböndum, sem eiga að fara á Búöir. Mér heyrisl hann segjast ætla aö stofna þar heildsölu, sem eigi að versla við útlönd beint, án þess aö ein- hverjir Sunnlendingar komi þar nærri. Og þá er eins gott að eiga visa marga metra af plastböndum... — JSJ. Litið inn í Saltfiskverkun Síldarvinnslunnar í Neskaupstað „Gætum fullunnið aflann” Einn af meiri háttar vinnustöð- um i Neskaupstað er saltfisk- verkun Sfldarvinnslunnar hf. Þar cr vcrkaður fiskur, sem siöan er scldur til Grikklands, italiu, Portúgals og viðar, og má nærri geta, hvort ekki muni um þær gjaideyrisetekjur, sem fást mcö þessum rekstri, en Sildar-' vinnslan i Ncskaupstað er þriðja mesta gjaldeyrisaflandi fyrirtæki á landinu. 1 saltfiskverkuninni ræður rikjum Guöjón Marteinsson verk- stjóri og hann fylgdi blm. um húsakynnin og utskyrði starfsem- ina. Hann var fyrst spuröur hve margir ynnu til saltfiskverkun- ina. „Þaö er árstíðabundið. Við förum allt upp i 140 manns yfir sumartimann, en yfir veturinn vinna hér á bilinu 30—50 manns. Það berst mestur afli að um sum- arið. Við fengum t.d. i júli og ágúst i fyrra um 400 tonn, bara frá smábátunum, til viðbótar við það sem við fengum frá tog- urunum. Júli og ágúst eru yfir- leitt okkar bestu mánuðir.” — Hvað eru verkuð mörg tonn af saltfiski hér á ári? „Það er nú misjafnt. Siðasta ár verkuðum við hátt i 1.400 tonn af saltfiski og mikið af skreið. En árið i fyrra var að visu metár.” — Er saltfiskurinn fullunninn hér á staönum? „Þvi er nú verr og miður, að við sendum bara frá okkur hráefni. I fyrra fluttum við út yfir 64.000 tonn og þaö var litið hlutfall af þvi, sem var íullverkað, hitt var allt blautverkaður saltfiskur, sem eftir er að þurrka. Þetta er náttúrlega ekki gott, þvi það fæst mun hærra verð fyrir fullunninn saltfisk, eins og gefur að skilja”. — Er ckki hægt aö fullvinna fiskinn hér? „Það væri hægt, jú, en það er kostnaðarsamt að byggja upp það, sem þarf, að nýju. Þetta er allt gert i þurrkkiefum núorðiö, en þeir eru ekki fyrir hendi eins og er. En við erum að fá orku núna, og þá verður væntanlega hægt að þurrka stóran hluta af saltfiskinum innan skamms. Með þvi myndum við auövitað býggja upp nýja iðngrein og skapa mörgum atvinnu og þá ekki siöur stöðugri atvinnu við salt- fiskverkunina. Við gætum þá lika þurrkað allan ársins hring, og þannig yrði ekki eins mikill munur á starfsmannafjöldanum sumar og vetur”. — Má treysta á það, að nægi- legt hráefni fáist úr sjó til að halda verkuninni gangandi? „Við vitum náttúnlega aldrei, hvað við fáum úr sjónum. Siðast- liðið ár var ákaflega gjöfult, og allt er þetta sveiflukennt, eins og við vitum. En sem betur fer fjölgar nú alltaf þorskunum sem berast á land, andstætt við það sem margir segja, að þorskstofn- inn fari minnkandi. Það er farið að birta yfir öllu, og minni ástæða til svartsýni heldur en sumir vilja vera láta”. — jsj. Guðjón Marteinsson, verkstjóri: Við gætum stóraukið útflutnings- verðmæti aflans með því að full- vinna saltfiskinn hér heima.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.