Þjóðviljinn - 09.06.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.06.1982, Blaðsíða 1
Kjaraxnálaályktun BSRB: 8000 króna lágmarkslaun UOBVIUINN Miðvikudagur9. júni —128. tbl. 47. árg. { \ Svavar Gestsson um Tímaviðtal Steingríms: Kjör láglaunafólks verður að bæta Mæta þarf efnahagsvandanum með tekjutilfærslu en ekki árásum á kjör láglaunafólks i gær fengu krakkar á gæslu- völlum i Vesturbænum skemmti- lega heimsókn, þvi þá hófust sýn- ingar Brúöubilsins sjötta áriö i röð. Allir gæsluvellir borgarinnar veröa heimsóttir tvisvar á tima- bilinu fram til 8. júli. Hver sýning tekur hálfa klukkustund og fyrri þátturinn, sem krakkarnir á Hringbrautarveliinum voru aö horfa á i gær heitir „Gula eyjan”. Þaö eru þær Helga Steffensen og Sigriður Hannesdóttir sem sjá um sýningarnar, semja handrit og stjórna brúöunum en þær hefur Helga gert. Nikulás Ró- bertsson sér um tónlist. Sýning- arnar eru miöaöar viö börn á aldrinum 2—6 ára og eru allir vel- komnir á þær. Viökomustaöir hans meö „Guiu eyjuna” eru skráöir á bis. 14. — Ljósm eik Munið félagsfund ABR í kvöld — Sjá auglýsingu á bls. 14 Ég kysi nú fremur að eiga orðastað við Stein- grím hér við Arnarhólinn en í Moskvu/ þar sem hann er staddur nú, sagði Svav- ar Gestsson/ formaður Alþýðubandalagsins i gær þegar hann var inntur álits á ummælum Steingrims Hermannssonar í Tíman- um i gær um lausn efna- hagsvandans og kaup- gjaldsmál. En vegna viötalsins sem birtist I Timanum i gær er nauösynlegt aö taka fram eftirfarandi, sagöi Svavar Gestsson: Viö Alþýöu- bandalagsmenn erum ekki til- búnir til aö leysa efnahagsvand- ann meö árásum á kjör láglauna- fólksins. Alþýöubandalagiö vill taka þátt I aö vernda þau kjör meö tekjutil- færslu i þjóöfélaginu þannig aö þeir sem meira hafa gefi eftir af sinum hlut i þágu þeirra sem minna hafa handa i milli, sagö Svavar. Þaö er ljóst aö verulegur efna- hagsvandi er framundan. Viö viljum taka á þeim efnahags- vanda á þeim forsendum sem fyrir liggja i stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar. Þar er lögö áhersla á samráö og sam- starf viö verkalýöshreyfinguna og bætt kjör tekjulægsta fólksins. . Greinilegt er, sagöi Svavar ennfremur, aö á næstu mánuöum hljóta aö ráöast úrslit þess hvern- ig tekiö veröur á efnahagsvand- anum til frambúöar. 1 þvi upp- gjöri veröa flokkar og kjósendur aö gera þaö upp viö sig hvort þeir skipa sér meö eöa á móti leiftur- sókn og kreppuúrræöum. Enginn kemst undan þvi uppgjöri, heldur ekki Framsóknarflokkurinn, sagöi hann aö lokum. — AI 32. þingi Bandalags starfs- manna rikis og bæja lauk i gær siödegis og haföi staðið frá þvi á föstudag. Aö sögn fjölmargra þingfulltrúa var þetta gott þing og starfsamt og margar ályktanir gerðar um hin margvislegustu mál. Þingiö samþykkti ályktun um kjaramálin og gaf þar ákveöna linu til samninganefndar og stjórnar varöandi fyrirhugaöa samningagerö. Lögö var áhersla á eftirfarandi meginkröfur: 1. „Laun opinberra starfs- manna hækki verulega og lág- markslaun veröi eigi lægri en kr. 8000,- miöaö viö núverandi verö- bólgustig. Laun allra opinberra starfs- manna veröi samræmd þvi sem raunverulega er greitt á almenn- um vinnumarkaöi og þvi sem riki og sveitarfélög greiöa aöilum annarra launþegasamtaka fyrir sömu störf. 2. Launakerfiö veröi tekiö til gagngerrar endurskoöunar, greidd sambærileg laun fyrir hliöstæö störf og virt veröi jafn- rétti milli kynja. Viö þessa endurskoöun veröi lögö áhersla á launahækkanir vegna starfsaldurs, starfsþjálf- unar, endurhæfingar og sér- hæföra starfa I rikari mæli en nú ergert. 3. Staöfestur verði nýr visitölu- grundvöllur sem gefi sem rétt- asta mynd af neyslu launafólks. Veröbótavisitalan miðist viö framfærsluvisitölu, hún mæli aö fullu þær veröhækkanir sem eiga sér stað og afnumdar veröi allar skeröingar á henni. Veröbótavisitala reiknist út á sama hátt og gert var meö samn- ingum 1977. 4. Fylgt veröi ákvæöum laga um lágmarkshvild, fjölgaö verði orlofsdögum og réttur til fjar- vista vegna veikinda barna veröi tryggöur. 5. Kjarasamningar veröi geröir skýrari og ótviræöari en nú er og tekiö aukiö tillit til aöstæöna á vinnustað hvaö varöar feröir, mötuneytisaðstööu, langvarandi dvöl fjarri heimilum o.fl.” 1 ályktuninni er itrekuö sú skoð- un aö kaupmáttur launa opin- berra starfsmanna hafi minnkaö stórlega á s.l. 3 árum. Bent er á að samkvæmt upplýsingum Þjóö- hagsstofnunar hafi framfærslu- visitala hækkaö um 28% meira en veröbótavisitalan á sama tima og að grunnkaupshækkanir opin- berra starfsmanna á þeim tima hafi aðeins oröiö 14.3%. Aðeinsein leið fær 1 þessari ályktun 32. þings BSRB segir aö þingiö geti ekki lengur unað þessari kjaraskerö- ingu og skori þvi á alla félaga sina aö standa einhuga aö þeirri kjarabaráttu sem framundan sé. Nýgeröur kjarasamningur og úrskuröir Kjaranefndar bendi til þess aö opinberum starfsmönn- um séaöeinseinleið fær: aö beita verkfallsvopninu i samræmi viö styrk samtakanna. —v- Sjá viðtal við Kristján Thorlacius, á bls. 3 Næturfundur rwi / / x / • | í Karphúsinu Tvisynt 1 samnmgum | , Stöðugir fundir voru Ihjá rfkissáttasemjara í gær og var boðaður f ram- haldsfundur í gærkvöldi kl. 21 sem búist var við að Istæði fram á nótt. 1 fyrrakvöld skapaöist nokkur ■ órói i Karphúsinu þegar for- ystumenn Vinnuveitendasam- bandsins itrekuðu þá kröfu sina aö ekki yröi samiö nema samn- ingarnir giltu einnig um þá hópa sem ekki eru meö i samfloti! Var þar átt viö menn innan Raf- iönaöarsambandsins, sem kaus að standa utan viö samflot meö heildarsamtökunum og þá byggingaiðnaöarmenn sem vinna hjá félögum i Meistara- sambandi byggingamanna. Talsmenn Alþýöusambandsins töldu sig alls ekki geta tryggt slikt heildarsamkomulag enda heföu þeir enga möguleika á aö hafa áhrif á samningagerö þessara hópa. Á fundinum með sáttasemj- ara i fyrrakvöld komu fram hugmyndir frá forystumönnum Meistarasambandsins til lausn- ar deilunni en sambandiö á ekki aðild aö VSl. Þar var ekki um ákveöinn samning né fastmótað tilboö aö ræöa, heldur aöeins innlegg i umræöu manna á meö- al til lausnar þeim vanda sem allt stefnir I. Vildu samninga- nefndarmenn ekkert tjá sig um þessar hugmyndir i gær, en I samkvæmt upplýsingum Þjóð- • viljans kveöa þær á um nokkra hækkun til handa iðnaðarmönn- um umfram þaö sem aörir hóp- J ar kynnu að ná fram i heildar- samningunum. Búist var viö aö samninga- fundir stæöu fram á nótt. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.