Þjóðviljinn - 09.06.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.06.1982, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. júni 1982 Unniö við prentform. Iðnskólinn í Reykjavík: r Utskrifaði 412 nema Iðnskólanum i Reykjavik var slitið laugardaginn 29. mai sl. Að þessu sinni útskrifuðust alls 412 nemar. Á fyrri önn voru 909 nem- ar við Iðnskólann og á hinni siðari 847 nemar. Þá voru haldin nám- skeið með 550 nemum á skólaár- inu. Skólastjóri skýrði frá þvi við skólaslitin, að ákveðið hefði veriö að setja á fót áfangakerfi i skól- anum næsta haust og næði það til grunndeildarnemenda næsta vet- ur. Þá hefur einnig verið ákveðið aö Iönskólinn og Vörðuskólinn verði reknir saman i tilrauna- skyni næsta vetur. Þá ræddi skólastjóri húsnæðis- mál skólans og gerði grein fyrir brýnni þörf hans fyrir aukið jarö- húsnæði þegar i stað. Þá skýrði hann frá þvi, að skólanefndin og bygginganefndin væru sammála um, að besti kosturinn væri að fá nýja lóð fyrir framtiöarhúsnæði skólans og byrja þar strax að byggja i áföngum. Þá kvaddi skólastjóri þá Helga Hallgrimsson, yfirkennara i bygginga- og þjónustugreinum, sem nú lætur af störfum eftir rúmlega 40 ára kennarastarf við skólann og rúmlega 20 ára starf sem yfirkennari, og Halldór Guð- jónsson, smiðakennara i tréiðna- deild. Báðir þessir menn láta nú af störfum vegna aldurs. Þeir nemendur, sem útskrifuð- ust fyrir 50 árum heimsóttu skól- ann. Karl Sæmundsson, fyrrver- andi kennari viö skólann, talaði fyrir þeirra hönd og afhenti mál- verk eftir Pétur Friðrik. Staða sveitarstjóra iEyrarsveit (Grundarfirði) er laus til um- sóknar. Upplýsingar um starfið gefur odd- viti Eyrarsveitar, Guðni E. Hallgrímsson, Eyrarvegi 5, simi 93—8722 og 93—8788 og Ragnar Elbergsson Fagurhólstúni 10, simi 93—8715 og 93—8740. Umsóknir ásamt upplýsingu um menntun, fyrri störf og launakröfur sendist oddvita Eyrarsveitar fyrir 25. júni n.k. Hreppsnefnd Eyrarsveitar ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum isskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. 'OSlfflMt REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði simi 50473 Vershinarkömuin í Reyk j avík 1981 60-100 þúsund versla á sex stöðum í viku hverri Siðastliðinn fimmtudag var kynnt hjá Borgarskipulagi Reykjavikur nýútkomin skýrsla unnin af landfræðingunum dr. Bjarna Reimarssyni og Valtý Sigurbjörnssyni og ber hún yfir- skriftina Verslunarkönnun i Reykjavik 1981. í skýrslunni sem er mikil að vöxtum er leitast við að safna flestum þeim upplýsing- um sem að gagni geta komið i uppbyggingu á verslun I Reykja- vfk. Þá eru einnig raktar helstu ástæður þess að áætlanir frá 1967 um nýjan miðbæ kollvörpuðust. 1 skýrslunni er gerð grein fyrir fjöldamörgum könnunum sem geröar hafa verið á verslunum og staösetningu þeirra i Reykjavik. Þar kemur t.d. i ljós að Ármúla og Skeifuhverfið hefur að mestu leyti tekið við rúmfrekum valbúö- um. Má þar nefna húsgagna- verslanir, bilaverslanir, gólf- teppaverslanir o.s.frv.. I gamla bænum á hinn bóginn hefur þró- unin orðið sú aö á meðan slikar verslanir hafa horfið hefur fata- og skóverslunum, svo dæmi séu tekin, fjölgað gifurlega. Ýmsar athyglisverðar upplýsingar er þarna að finna svo sem þær, að á bilinu 60—100 þús. manns sækja i stærstu verslanir i Reykjavlk yfir vikuna. Einnig það, aö leið ibúa i Efra Breiðholti til að sækja hinar ýmsu vörutegundir getur orðið löng mest tæpir 20 km. miðaö viö aö farið sé báðar leiðir. Skýrslan er ráðgefandi um upp- byggingu verslunarhúsnæðis. Hvatt er til þess að uppbyggingu verslunarmiðstöðvar i Mjóddinni verði hraðað. Tillögur varðandi hinn „nýja miðbæ” ganga út á að skipulagstillögum verði breytt og fýrsti áfangi verði að tengjast þeim stakstæðu verslunum, sem þegar eru að risa, húsi verslunar- innar og Borgarleikhúsinu. Hlut- ur ibúðarbyggðar verði aukinn verulega og ætti sú byggð best heima i námunda við Hvassaleiti. Hlutverk „nýja miðbæjarins” yrði aðallega á sviði heildsölu, skrifstofu, stofnana og menning- ar. Það kom fram i máli þbirra sem að kynningunni á skýrslunni stóðu að ástæðurnar fyrir þvi að áætlanir um nýjan miðbæ hefðu ekki staðist væru bæði féleysi og skipulagsleysi. Verslunarhúsnæði hefði sprottið upp á nokkurs sam- ræmis við hugmyndir um nýjan miðbæ. Upp hefði risið karakter- laus verslunarþyrping, eins og Guðrún Jónsdóttir hjá Borgar- skipulagi Reykjavikur orðaði það. —hól. Kakómalt 200-250 gr. 375-500 gr. 800-950 gr. Benco 52.53 47.78 43.88 Borden 48.70 Edelfix 38.13 Freia 74.60 Happy-quick 35.75 Hershey's 48.57 44.54 Kaba 42.00 Lidano 36.56 Lipton 55.38 Nesquik 60.58 52.59 Nocilla 39.87 Nueva 42.07 Quick 49.16 49.74 48.70 TopKvikk 52.25 Van Houten 55.58 48.89 Ökter 56.13 Meðalverð 58.76 48.86 ' 44.64 Appelsínusafi 600 ml. og undlr 600ml.ogyfir Ann-Page (dós) 19.93 Floridana (pappi) 23.28 JaffGold (dós) 38.48 JustJuice (pappi) 35.05 22.34 Kraft (dós) 25.18 Kraft (flaska) 31.62 Libby’s (dós) 20.25 Libby’s (flaska 20.50 Lindavia (pappi) 25.91 Minute Maid (pappi) 34.10 RedandWhite (dós) 25.55 Tropicana (pappi) 24.92 24.15’1 Meðalverð 29.34 25.39 1) 24.% kr. pr. líter í 0.94 Itr. pakkningu 23.33 kr. pr. líter f 1.89 Itr. pakkningu Við birtum hér niðurstöður úr könnun Verölagsstofnunar hvað varöar tvo vöruflokka, þ.e. appelsinu safa og kakómalt. t töflunum er verðið umreiknað til verðs á kg. eða lítra. Könnun Verðlagsstofnunar: 100-200% verðmumir Dagana 10.-14. mai heimsóttu starfsmenn Verðlagsstofnunar 17 ný len d u v öru v er sla nir á Kaup- j félög sam- ! einast I ■ Til stendur að Kaupfélag I | Raufarhafnar sameinist I I Kaupfélagi N-Þingeyinga á | I Kópaskeri og hefur það þeg- • • ar verið samþykkt i báðum félögunum. En samkvæmt lögum þarf að samþykkja slik mál á aðalfundum 2 ár i röð og þvi getur ekki orðið af endanlegri sameiningu fyrr • . enaðári. IKf. Raufarhafnar var stofnað 1960 en áöur höföu • ibúar þar verið innan Kf. IN-Þingeyinga, sem rak verslun á Raufarhöfn. Fé- lagið rak verslun til 1968 en ■ hætti þá vegna erfiðleika. ISama ár opnaði Kf. N-Þing- eyinga verslun á Raufarhöfn og hefur rekiö hana siöan. • —mhg Stór-Reykjavikursvæðinu. Tekiö var upp verð á öllum vörumerkj- um og þyngdareiningum innan nokkurra algengra vörutegunda. 1 könnuninni kemur fram, að greinilegur verömunur er milli hinna ýmsu vörumerkja og er munurinn allt að 100-200% á kiló- verði ódýrasta og dýrasta vöru- merkisins innan hvers vöru- flokks. Könnunin sýnir einnig verulegan verðmismun milli ein- stakra þyngdarflokka innan sama vörumerkis og er 10—30% munur algengur, en getur þó i einstaka tilvikum farið upp i 50%. Niðurstöður könnunarinnar sýna ótvirrætt aö mikill sparnað- ur getur verið fólginn i þvi aö gefa sér góðan tima til verösaman- burðar á milli einstakra vöru- merkja og þyngdareininga. Opinber innkaupastefna: Islenskar vörur til opinberra nota Rikisstjórnin hefur að tillögu iðnaðarráðherra gert samþykkt um opinbera innkaupastefnu og ákveðið að setja á fót sérstaka samstarfsnefnd um opinber inn- kaup, er starfi á vegum iðnaðar- ráðuneytisins. Gert er ráö fyrir tilnefningu i þessa samstarfs- nefnd frá samtökum iönaðarins og Alþýðusambandi íslands, og á hún að tryggja eftir þvl sem föng eru á og í samræmi við alþjóöleg- ar skuldbindingar að fslenskur iðnaður njóti fyllsta jafnréttis við innkaup á vegum rikisins. Fyrirmælum veröur beint til allra stofnana og fyrirtækja rikis- ins að þeir leitist viö að kaupa is- lenskar vörur til opinberra nota. Þá er þeim faliö að haga útboðum hönnunarsamningum og verk- samningum þannig að þeir miöist viö islenskar vörur og aöstæður. Hverju ráðuneyti er ætlað aö sjá um framkvæmd þessara fyrir- mæla á sinum sviði i samráði við Innkaupastofnun rfkisins, sem einnig er ætlað aö safna upplýs- ingum um innkaup rikisins á vör- um, þjónustu og verklegum fram- kvæmdum. — ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.