Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN
Miðvikudagur 23. júni —139. tbl. 47. árg.
Viðræður aftur í gang:
Gagnlegur fundur
Boðaður hefur verið nýr sáttafundur i kjaradeilu ASÍ og VSl eftir
hádegi i dag. Fundur stóð i allan gærdag og að sögn Guðlaugs Þor-
valdssonar sáttasemjara var hann gagnlegur. Sáttanefnd óskaði
eftir þvi að viðræðuaöilar færu aftur yfir tilboð VSI og könnuöu áhrif
þess á kaupmátt launa, fyrir fundinn i dag.
Bullandi tap útgeröarinnar?
Fimm nýir togarar eru
á leiðinni til iandsins
— togaraflotinn stækkar um 1.450 tonn á þessu og næsta ári
Kiskiskipafloti okkar isiend-
inga stækkar stöðugt þrátt fyrir
aflalcysi og fjárhagsvanda út-
gerðarinnar. A þessu ári og næsta
bætast 5 togarar við i fiotann en á
inóti verða tekin úr umferð 2 skip,
um 300 brúttólestir að stærð hvort
um sig. Þetta kemur fram i
skýrsiu frá sjávarútvegsráðu-
neytinu, sem út kom ekki alls
fyrir löngu.
Togaraflotinn telur nú i dag 93
skip en þegar heíur verið gengið
frá leyfum fyrir 5 togara til við-
bótar á þessu og næsta ári. I
Noregi er nýlokiö smiði á hinum
fræga Þórshafnartogara, 400 tonn
að stærð. Þaðan kemur einnig 380
tonna togari til Seyðisfjarðar en
Gullver, 331 tonn að stærð, verður
tekið af skrá i staöinn. Til Sauð-
árkróks kemur lra Noregi 400
tonna togari en al' skrá fer Skaíti,
299 tonn. Þá er Stálvik h.í. að
smiða 450 torina togara fyrir
Hólmvikinga og Slippstöðin h.f.
er meb 450 tonna skip i smiðum
fyrir Þingeyringa.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
þvi gefið vilyrði fyrir aukningu
upp á 2.080 brúttólestir á togara-
flotanum en i staöinn fara al
skránni 630 brúttólestir. Hrein
aukning verður þvi upp á 1.450
brúttólestir.
Breytist þessar tölur ekki verða
þvi i landinu 96 logarar i lok
næsta árs en auk þess eru nokkur
skip með allan búnað venjulegs
togara en teljast til báta i skipa-
skrám þar sem þau ná ekki 39
metrum að lengd, en þaö eru þau
mörk sem dregin eru milli báta
og togara.
Útgerðarmenn á lslandi viröast
þvi hvergi bangnir enda þótt að
þeim steðji minnkandi fiskgengd,
versnandi íjárhagsstaða útgerð-
arinnar og skal þar helst nefna
ört hækkandi oliuverð. —v.
Erfitt
að vega
upp afla-
brestinn
segir forstjóri
Þjóðhagsstofnunar
Verulegur afiabrestur hefur
orðið i sjávaútvegi það sem af cr
þessu ári og hefur verið skýrt frá
þvi að aflabresturinn geti leitt til
3—6% samdráttar þjóðartekna á
þessu ári. Hcfur Þjóðhagsstofnun
tekiðsaman yfirlit um þróunina i
veiðunum það sem af er þessu ári
og þar kcinur einnig fram að
horfur eru á að framleiösla
sjávarafurða dragist saman um
12—20%. Spá Þjóðhagsstofnunar
frá þvf i mars kvað á um 1% sam-
drátt i þjóðarframleiðslunni en nú
stefnir i 3—6% samdrátt ef áfram
heldur sem horfir. En hvað þarf
að breytast til að þessi uggvæn-
lega þróun stöðvist?Við spurðum
Ólaf Davíðsson forstjóra Þjóö-
hagsstofnunar þeirrar
spurningar:
& ' *■
Staldrað
við a
Vopnafirði j
Sjá bls. 8—11
Hjólin farín að snúast á ný:
Flestir togarar
farnir til veiða
Togarar sein gerðir liafa vcrið
út frá Heykjavik eru nú allir
komnir til veiða og nokkrir
togarar eru i söluferðum til út-
landa.
Á Togaraaígreiðslunni i
Heykjavik fengust þær upplýs-
ingar að báðir togarar Hrað-
frystistöðvarinnar i Reykjavik
væru á sjó. Viðey íór til veiða i
gær og Engey er i sölutúr til út-
landa.
Togarinn Karlselni sem Karls-
efni h.f. gerir út, kom til halnar i
gærmorgun en hann lór til veiða
9. júni sl. Karlselnið var meö 220
tonn af þorski, sem hann veiddi
vestur af Vestfjörðum.
ögurvikurtogararnir ögri og
Vigri eru báðir á sjó. Vigri fór til
veiða 16. júni og ögri er i söluíerð.
tsbjarnartogararnir Ásgeir og
Asbjörn lórutil veiða i iyrrakvöld
en 3ji togari fyrirtækisins, Asþór
er i slipp og kemst væntanlega til
veiða um næstu helgi. Að sögn
talsmanns isbjarnarins koma
þessi skip sem nú eru larin til
veiða inn al'lur i fyrsla lagi eftir 7-
8 daga og þangað til sitja um 250
starísmenn lyrirtækisins heima i
kaupleysi.
Hjá Bæjarútgerö Heykjavikur
fengust þær upplýsingar að Ottó
N. Þorláksson helöi komið inn
með fullíermi i lyrradag og var
áætlað að hann 1 æri aflur til veiða
i gærkvöldi. Ottó N. var á veiöum
i rúma 4 sólarhringa og kom inn
með 250 tonn al' karla. Jón Bald-
vinsson kom frá Hull i sölutúr sl.
sunnudag og fór til veiða um
miðjan dag i gær. Hjörleiíur lór
til veiða 16. júni, Bjarni
Benediktsson einnig og Snorri
Sturluson hélt á veiöar 19. júni.
Hann halði þá verið nýbúinn að
landa 140 lonnum aí íiski, þar af
120 tonnum aí þorski. 6. skip
Bæjarútgerðarinnar Ingólíur
Arnarson landaöi i gær i Cux-
haven i Þýskalandi yíir 300
tonnum af karla og uisa.
Skrifstolustjóri Bæjarútgerðar-
innar i' Hafnariirði gaf okkur þær
upplýsingar að einn togara fyrir-
tækisins, Júni, heföi haldiö til
veiða s.l. föstudag og kæmi
væntanlega inn eftir um þaö bil
viku. Togarinn April lór til veiöa i
gær og Mai ier væntanlega á sjó i
kvöld. Þessi skip hala öll verið
bundin við bryggju i nokkra daga
og rúmlega 100 manns fóru út af
launaskrá Bæjarútgeröarinnar i
Halnarlirði al' þeim sökum þann
18. júni s.l. Vinnsla i lrystihúsinu
hefst hins vegar eins og áður
sagði eltir vikutima. —v.
Aflinn á vertíðinni:
Þorskur frá ’73 og ’76
lang mest áberandi
„Hér er ekki um eiginlega spá
að ræða, en með tilliti til afía-
brestsins fyrri helming þessa árs,
þótti okkur rétt að kortleggja
ástandið eins og þaö er i dag og
gefa til kynna hvert steínir. Afla-
bresturinn undanfarna mánuði er
það mikill að veiðiskip okkar
þyrftu að afla mun meira á seinni
hluta ársins nú en undanfarin ár,
til að fiskaflinn allt árið nái þvi
sem að var stefnt. Við íslendingar
erum nú i fyrsta skipti i langan
tima að sjá fram á samdrátt i
aflamagninu, i staö stöðugrar
aukningar undanfarin ár. Það er
komin sú tið þessar vikurnar að
það telst til tiðinda i f jölmiðlum ef
fiskiskip okkar koma með ein-
hvern afla að landi”.
En hafið þið i Þjóðhagsstofnun
athugað sérstaklega þann vanda
scm sagður er steðja að togaraút-
gcrðinni?
„Þau mál eru fyrst og fremst á
borði sjávarútvegsráðherra en
við erum litillega að komast inn i
þá mynd nú. A þessu stigi er of
snemmt að segja nokkuð til um
þá stöðu af okkar hálfu”.
— v
Nýlokið er þriggja vikna vor-
ieiðangri rannsóknarskipsins
Bjarna Sæmundssonar og þar
kom i Ijós m.a. að mjög litii áta er
i sjónum vestan, norðan og aust-
anlands en við suðurströndina
var hinsvegar talsverð áta og þvi
, meiri sem vestar dró og var mest
á Selvogsgrunni, sem er eins og
kunnugt er aðalhrygningarstöð
þorsksins. Meginniðurstöður
þessa leiðangurs voru þær að is-
lenska hafsvæðið væri mjög átu-
snautt og kalt á þessu vori og átu-
magnið langt undir meðaltali.
Jón Jónsson forstjóri Hafrann-
sóknarstolnunarinnar var i gær
spurður hvort hér væri fundin
meginskýringin á aflaleysi fisk-
veiðiflotans undanfarna mánuöi:
„Þaö er auðvitað alveg ljóst að
þegar svo litið er um átu i sjónum
er fiskurinn meira á dreifingu um
allt hafsvæðið og þess vegna eru
togveiðar við slikar aðstæður
mjög erfiðar. Forsendan fyrir
slikum veiðum er að fiskurinn
safnist i torfur svo hann liggi við
kasti”.
— En varð vertiöin eins rýr og
fiskifræðingar höfðu reiknað
méð?
„Ekki höfum við spáð slikri út-
komu og lögðum i ársbyrjun að-
eins til að veidd yrðu 450.000 tonn
af þorski i ár. Vorum við raunar
sammála útgeröarmönnum um
þessa tölu aldrei þessu vant. Það
sem er hins vegar einkennandi
fyrir þessa vertið, sem jú var i
rýrara lagi, er aldursskipting
þorksins. Argangarnir frá 1976 og
1973 voru lang mest rikjandi,
þ.e.a.s. 9 ára og 6 ára fiskurinn.
Þetta gildir um aöalveiðisvæði
þorsksins frá Hornafiröi vestur
um til Snæfellsness”.
— En fer veiðin nú að glæðast?
„Ekki vil ég neinu spá þar um
en hins vegar er ljóst aö þessa
dagana virðist vera bjartara yfir
þorskveiðinni en áöur. Til dæmis
kom leiguskip Hafrannsóknar-
stofnunar, Hafþór, til Siglufjarð-
ar I gær með 160—170 tonn af
þorski og togarar á nokkrum öðr-
um stööum hafa veriö að fá þorsk
i auknum mæli. En jafnvel þó vel
veiöist nú bendir fátt til þess að
veiöiskipunum takist aö vinna
upp þann rýra afla sem veriö hef-
ur á vetrarvertiðinni og þvi eru
likur á að afli veröi talsvert undir
meðaltali i ár”, sagöi Jón Jónsson
aö lokum.
—v