Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 23. júni 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIO Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Jónsmessuvaka Aðgömlum og góöum sið ætlar Alþýðubandalagsfólk i Hafnarfirðiað vaka framúr og skemmta sér við söng og gleði á Jónsmessunótt. Undirbúningsnefnd hefur fjallað um málið siðustu vikur og ákveðið að vakað veröi viö Urriðakotsvatn rétt fyrir norðan Setberg.Þar er öll aðstaða hin ákjósanlegasta, fallegar lautir i fallegu umhverfi. Safnast verður saman á planinu við Sólvang, noröanmegin, kl. 21.30 miðvikudagskvöidið 23. júni. Þaðan verður gengið upp að Urriðakotsvatni, ca. 20 min ganga. Við vatnið verður tendraður varðeldur og útbúið grili, söngur og önnur skemmtan fram eftir nóttu. Þátttakendum er bent á að taka með sér viðbit á grillið og drykk, og ekki er verra að taka mér sér teppi. Menn eru beðnir að tilkynna helst þátttöku til einhvers eftirtalinna: Páll Arnason: 54065 Margrét Friðbergsdóttir: 53172, Lúðvik Geirsson: 50004 Ofangreind gefa einnig frekari upplýsingar um tilhögun Jónsmessu- vökunnar. Muniö viðbit, drykk og teppi. Annað sér nefndin um. Allir Alþýðu- bandalagsmenn i Hafnarfirði og aðrir stuðningsmenn meira en vel- komnir. Munið að við ætlum að hittast við Sólvang kl. 21.30 á miðviku- daginn. Nefndin Alþýðubandalagið Akureyri Opið hús Við komum saman að loknum kosningum og höldum Jónsmessuvöku fimmtudaginn 24. júni kl. 20.30 i Lárusarhúsi. Avörp. Skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Félagar fjölmenniö og takið með ykkur gesti. Stjórn ABA Suðumesjamenn athugið Jón Böövarsson Alþýðubandalagið mun efna til fjöl- skylduferðar um Hvalfjörö laugardag- inn 26, júni. Boöið verður upp á styttri sem lengri gönguferð- ir. Gengið veröur upp að Glym og farin verð- ur Sildarmannagata fyrir þá sem vilja lengri gönguferö. Glymur Fjörðurinn verður skoðaður beggja handa undir öruggri leiðsögn Jóns Böðvarssonar, skólameistara. Sameiginleg grillveisla verður ef veður leyfir um miðjan dag i Brynjudal, þar sem tóm gefst til leikja og almennrar útiveru. Lagt verður upp frá bið- stöövum S.B.K. kl. 8.00. Nánari upplýsingar og skráning eru I sima 92-1948 (Sólveig) sima 92-3096 (Bjargey) og 92-3191 (Alma). Pantið timanlega, það auðveldar allan undirbúning. Alþýðubandalagsfélag Keflavikur. Söluskattur Viðurlög í'alla á söluskatt fyrir mai-mánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur i sið- asta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti íyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júli. Fjármálaráðuneytið, 18. júni 1982 Ptpulagningamenn Vantar pipulagningamenn. Upplýsingar i sima 85955 og á kvöldin i sima 76631 eða 53892. Stálafl Laus staða Umsóknarfrestur um lausa stöðu kennara i stærðfræði viö Menntaskólann á Isafirði, sem auglýst var i Lögbirtinga- blaði nr. 47/1982, er hér meö framlengdur til 5. júli n.k Upplýsingar veitir skólameistari i simum (94)-3599 eða (94) -4119. Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytiö 21.júni1982 Norræn hátíð í kvöld Samtök vinafélaga Norður- landa á islandi efna til norrænnar hátfðar i kvöld miðvikudagskvöld þ.e. daginn fyrir Jónsmessu. Hátiðin hefst i Norræna húsinu i kvöld kl. 20 með þjóðdönsum þ.á.m. færeyskum og er öllum heimil þátttaka. Félagar i sænsk-islenska félag- inu skrýða og reisa jónsmessu- stöng aö sænskum sið. Um sól- stöður er það háttur viða á Norð- urlöndum að kveikja jónsmessu- eld og verður hann tendraður viö Norræna húsið ef veðurguðirnir leyfa. Þá verða hringdansar og al- mennur söngur og verður söngva- textum á öllum norðurlandamál- unum dreift til þá tttakenda. Óbreytt lágmarks- verð á rækju Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið aö lágmarksverð á rækiu frá 1. júni til 31. ágúst 1982 skuli vera það sama og gilti til mafloka. Verðákvörðunin var tekin af oddamanni og fulltrúum kaup- enda, en fulltrúar seljenda sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Orlof húsmæðra Orlofsheimili reykviskra hús- mæðra sumarið 1982 verður að Hrafnagilsskóla i Eyjafirði og verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu Orlofsnefndar að Trað- arkotssundi 6 i Reykjavik kl.' 15—18 mánudaga til föstudaga. Rétt til að sækja um dvöl á heimilinu hafa húsmæður i Reykjavik, sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu. Hver hópur mun dvelja að Hrafnagilsskóla i eina viku. Fyrsti hópurinn fer laugardaginn 3. júli. Flogið verður með Flugleiðum til Akur- eyrar. Kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins 1982 Vinnings- númerin Vinningsnúmer i kosninga- happdrætti Alþýðubandalagsins 1982 eru sem hér segir: Aðalvinn- ingurinn, Suzuki-bifreið, kom á miða númer 105. Aðrir vinningar voru ferða- vinningar frá Samvinnuferðum- Landsýn, — 2 á nr. 1539, 3 á nr. 3616, 4. á nr. 11412, 5. á nr. 4621, 6. á nr. 13399, 7. á nr. 13579, 8. á nr. 814, 9. á nr. 1518. Vinninga skal vitjað á skrif- stofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3, Reykjavik simi 17500. Auglýsið í Þjóð- viljanum # Húsnæðisstofnun ríkisins y LAUGAVEGI 77 • 101 REYKJAVÍK Abending til launagreiðenda Skv. lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofn- un rikisins er öllum einstaklingum á aldr- inum 16-25 ára skylt að leggja til hliðar 15% af launum sinum, enda hafi þeir ekki formlega undanþágu. Atvinnurekendur og öðrum launagreið- endum er skylt að halda þessum skyldu- sparnaði eftir af laúnum starfsmanna sinna. Skv. 76. gr. þessara laga getur skattyfir- valdákveðið sérstakt gjald á hendur þeim atvinnurekanda, sem vanrækir skyldu sina i þessu efni. Húsnæðisstofnun rikisins beinir þeirri á- skorun til atvinnurekenda og annarra launagreiðenda að gæta þessara lagaá- kvæða. Húsnæðisstofnun rikisins. Halnarljörflur Skrifstofustarf Skrifstofustarf IV. hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Grunnlaun samkvæmt 9. launaflokki. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum fyrir 1. júli n.k. til rafveitustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarf jarðar. Bæjarritari Dalvík Starf bæjarritara á Dalvik er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 6. júli n.k. og skulu umsóknir sendar undir- rituðum. Upplýsingar veitir bæjarritari eða undir- ritaður i sima 96-61370. Dalvik 22/6 1982 Bæjarstjóri • Blikkiðjan ^ - Asgaröi 1, Garöabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468 Tónleikar Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur heldur vortónleika sina i Gamla biói laug- ardaginn26. júnikl. 14.00. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang- inn. Tónleikamir verða ekki endurteknir. Bestu þakkir fyrir hlýhug og vinsemd við andlát Láru Bjarnadóttur iljarðarholti, ólafsvik Sérstakar þakkir færum við Kvenfélagi Ólafsvikur sem heiðraði minningu hennar á rausnarlegan hátt. Birna Jónsdóttir Sigurður Reynir Pétursson Úlfljótur Jónsson Ingibjörg Pétursdóttir GIsli Jónsson Jóna Birta óskarsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.