Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 16
NOÐVIUINN
Miövikudagur 23. júni 1982
AbaUhni Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af greiðslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Selveiðar úr sögunni?
Engínn markaður
fyrir kópaskínn
„Til marks um það hve
verð á kópaskinnum hefur
hrapað má geta þess að nú
þarf 12-15 kópaskinn til að
ná sama verði og er á einu
kílói af æðardún. Þegar
best lét hjá okkur selveiði-
mönnum, var svipað verð á
einu skinni og kílóinu af
æðardún," sagði Eysteinn
Gíslason bóndi á Skáleyj-
um á Breiðafirði. Selveiði,
þá einkum veiði á kópum,
taidist til meiriháttar
hlunninda jafnt á Breiða-
firði sem og á Húnaflóa-
svæði, Héraðsflóa á Aust-
fjörðum, á Hornafirði og
Söndum i Skaftafellssýslu
og víðar.
„Nú er svo komið,” sagði
Eysteinn, ,,að við höfum fengið
tilmæli um hafa þessar veiðar i
lágmarki. StS hefur séð um sölu á
kópaskinnum, en nú er
markaðurinn nær enginn og
birgðir hlaðast upp. Þvi hafa
menn lagt litla vinnu i þetta bér
og sumir sem fóru til selveiða ár-
A hrif skipulagsbreytinga í Sogamýri:
r
í hættu
Fulltrúi Alþýðubandalags-
ins i fræösiuráði, Þorbjörn
Broddason, hefur óskað eftir
skýrslu frá fræðslustjóra um
það, hvaða áhrif sú ákvörðun
Sjálfstæðisflokksins að falla
frá byggö i Sogamýri, muni
hafa á framtið Vogaskólans.
borbjörn sagði I samtali við
Þjóöviljann i gær að skýrsla
fræöslustjóra myndi væntan-
lega verða lögð fyrir næsta
fund fræðsluráðs. Þötting
byggðar i Sogamýri var helsti
rökstuðningur þess á siðasta
vetri að viöhalda skólahaldi i
Vogaskóla, sagöi Þorbjörn og
ég óttast að þessi ákvörðun
Sjálfstæðisflokksins kippi fót-
unum undan þvi.
Ibúum Vogahverfis hefur
fækkað mjög á undanförnum
árum, eða úr 7.500 árið 1965 I
rúmlega 4000 árið 1980. Nem-
endum i Vogaskóla hefur
fækkað að sama skapí. Skóla-
árið 1966—1967 voru i skólan-
um 1623 nemendur i 59 bekkj-
ardeildum en á siðasta kkóia-
ári voru þeir aðeins 320 i 18
bekkjardeildum.
Þorbjörn sagði aö þessar
staðreyndir og þaö að fyrir-
sjáanleg hefði verið áfram-
haidandi fækkun ibúa i hverf-
inu hefði orðið tii þess á sið-
asta ári að tillaga kom fram
um aö leggja skólahald af i
Vogaskóla. Ný byggð með 120
ibúðum i Sogamýri hefði þó
gerbreytt þeirri mynd, og
óneitanlega væri það ólikt
hagkvæmara aö nýta það
skólahúsnæði sem fyrir er
heldur en að stefna byggðinni
út fyrir bæinn og reisa þar
nýja skóla.
Þess má geta að umhverfis-
málaráð borgarinnar hefur
samþykkt að fela borgarverk-
fræðingi og garðyrkjustjóra
að gera tillögur að útivistar-
svæði i Sogamýri. Fulltrúi
Alþýðubandalagsins i ráðinu
óskaði eftir þvi aö byrjað væri
á þvi að sýna hvernig komast
mætti að þessu svæði, þvert
yfir tvær mjög þungar
umferðargötur, Miklubraut og
Suðurlandsbraut, áður en far-
ið yrði að hanna svæðið. Sú til-
laga hlaut ekki stuðning.
—AI
vissteru hættir. Verðið á 1. flokks
kópaskinni er nú i kringum 350
kr.”, sagði Eysteinn.
Þess má geta að verð á kópa-
skinnum tók að hrapa mjög
fyrir nokkrum árum, og
sagði Eysteinn helst um að kenna
gifurlegri áróðursherferð sem
skipulögð var viða um heim og
var franska leikkonan Brigitte
Bardot þar i fararbroddi. Þar var
þó helst verið að mótmæla sela-
drápi á norðurishafssvæðinu, en
Eysteinn sagði að þótt selveiðar
hefðu dregist allmikiö saman, frá
þvi sem var, sýndist honum stofn-
inn ekkert hafa stækkað. Sagði
hann að grásleppukarlar fengju
talsvert af kópum I net sin, jafn-
vel það magn sem næmi veiði-
minnkun annarra.
Jóhann Steinsson deildarstjóri i
búvörudeild SIS sagði það sýnt að
búið væri að eyðileggja markað-
inn fyrir islenskum bændum. bó
væri staðan þannig að selastofn-
inn væri' i engri hættu, selurinn
tæki til sin of mikið æti, breiddi út
hringorm og útlit væri fyrir að
stofninn væri að verða of stór.
— hól
A laugardag veröa kosnar 771 hreppsnefndarmenn
Listakosningar
í átján hreppum
Alþýðubandalagið býður fram flokkslista íLaxárdal og í Vopnafirði
Á laugardaginn kemur fara
fram hreppsnefndarkosningar i
landinu. Alls verður kosið i 165
hreppum um 771, hreppsnefndar-
fulltrúa. Vitað er um hreinar
listakosningar f 18 hreppum þar
af býður Alþýðubandalagið fram
flokkslista i tveimur, Vopnafirði
og Laxárdalshreppi.
Sjálfkjörið er i tveimur hrepp-
um, Bessastaðarhreppi og i Stað-
arsveit á Snæfellsnesi.
1 Kjalarneshreppi eru 4 listar i
kjöri, I Laxárdalshreppi þrir list-
ar: B, D, og G listar, fjórir i
Barðastrandahreppi og tveir i
Mývatnshreppi. I Ytri Torfu-
staðahreppi eru tveir listar, einn-
ig i Sveinsstaðahreppi, Svina-
vatnshreppi, Lýtingsstaðahreppi,
Akrahreppi og Skútustaðahreppi.
1 Vopnafirði eru þrir listar i kjöri
B, D og G. 1 Eiðahreppi einnig
þrir listar. Tveir i Norðfjarðar-
hreppi, Fáskrúðskjarðarhreppi,
Dyrhólahreppi, Vestur-Landeyj-
arhreppi, Rangárvallahreppi, og
Hraungerðishreppi. 1 Grimsnes-
hreppi eru þrir listar i kjöri.
A öðrum stöðum verður óhlut-
bundin kosning, eða i 145 hrepp-
um. Hreppsnefndarkosningar i
júni, fara einungis fram á þeim
stöðum þar sem minna en 1/3
ibúa viðkomandi hrepps búa i
þéttbýli.
Aðeins ein hreppsnefndanna
sem kosið verður i er 7 manna,
136 þeirra eru skipaðir 5 mönnum
og 28eru þriggja manna.
-lg-
! AB í Reykjavík:
Hugmyndir bændasamtakanna kynntar rikisstjórn
I Jónsmessu- \
Sauðfé fækkað um
50 þúsund í haust
Stéttarsamband bænda hefur
lagt fram hugmyndir fyrir land-
búnaðarráðherra, um verulega
fækkun á sauðfjárstofni lands-
manna. „Við höfum rætt um að
fækka um 50 þús. i haust ef hægt
verður að fá sérstaka aðstoð við
það, en það er eitthvað nálægt
20% stofnsins. Ennþá hafa ekki
veriö gerðar neinar formlegar til-
lögur um þetta, menn hafa aðeins
rætt þennan möguleika við ráð-
herra, að semja við einhverja aö
fækka, en við teljum að það sé
ekki hægt ncma með einhverri
aöstoð frá hinu opinbera”, sagði
Gunnar Guðbjartsson
framkvæmdastjóri framlciðslu-
ráðs landbúnaðarins i samtali við
Þjóðviljann i gær.
Að sögn Gunnars yrði fyrst og
fremst reynt að semja við þá sem
eru með sauðfjárrækt en hafa
fullar atvinnutekjur af öðrum að
hætta f járbúskap, en þó nokkuð er
um slik búhérlendis.
Þessar hugmyndir stéttarsam-
bandsins hafa legið á borði land-
búnaðarráðherra i rúman mánuð
en hann hyggst kynna þær fyrir
rikisstjórninni.
„Þessar hugmyndir um fækkun
á 50 þús. fjár er áfangi sem hægt
er að una við i bili, og gerir að
verkum að ekki myndu halda
áfram að hlaöast upp birgðir, en
þetta yrði ekki varanleg lausn ef
verðbólgan verður sú sama hér
og illa gengur þarafleiðandi að
selja okkar afurðir erlendis.
Við höfum viljað gefa stjórn-
völdum góðan tima til að hugsa
um þessar hugmyndir okkar,
en við hefðum talið að það þyrfti
að taka ákvarðanir nú um mán-
aðarmótin svo hægt sé að nota
sumarið til að taka upp viðræður
við menn, um fækkun kvikfjár, en
eins og málin standa nú þá getum
við ekkert frekar aðhafst i þess-
um efnum”, sagði Gunnar.
-lg
Ilagið I Reykjavik til Jóns-
messugöngu. Lagt verður
upp frá Skiðaskálanum i
, Hveradölum kl. 20.30 en
Iþangað er ætlunin að þátt-
takendur i göngunni komi
sér sjálfir á eigin vegum eða
, meðöðrum.
Gengið verður umhverfis
Stóra-Reykjafell, og áð i
Hellisskarði hvar snætt
verður nesti og notið útsýnis.
• Gert er ráð fyrir að Jóns-
messunæturgöngunni ljúki
• við Skiðaskálann i Hveradöl-
I um um kl. 1 um nóttina.
IAllir vinstri menn eru
hjartanlega velkomnir.
■ Bjóðið vinum ykkar far ef
I þið hafið ráð á bil. Fjölmenn-
| Stjórn Alþýðubandalaes- 1
■ ins^ IReykjavfk.