Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 9
Miövikudagur 23. júni 1982 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 Ómar Þröstur Björgólfsson, skipar 5. sætiö á lista Alþýöubandalagsins á Vopnafirði. Hann stendur hér ofan Vigdisarklettar, en þar hefur verið skipulagt framtiöar ibúðabyggingasvæöi Vopnfiröinga til næstu 10—15 ára. Ljósm.: -jsj gætu ekki lifað af minni búum en nú væru miðaö við aðstæður. Ylrækt „Spurningin er ekki svo ein- föld”, sagði Haraldur, ,,að það sé nóg að fjölga úrvinnslugreinum i landbúnaði. Við höfum hér nokkra slátrun og svo er hér einnig saumastofa sem vinnur m.a. úr ull, og sem við Alþýðu- bandalagsmenn viljum auðvitað efla sem mest. Spurningin stendur auðvitað um nýjar greinar landbúnaðar og svo lika um það, hvar á landinu sauðfjárbændur eigi að draga saman seglin. Ef við komum fyrst að nýjum greinum landbúnaðar, þá tel ég að sveitarstjórnarmennn og yfir- völd hafi sinnt þvi litið að hér er heitt vatn að finna, sem nægir að visu varla til húsahitunar — en það ætti að gefa möguleika á þvi að a.m.k. eitt stórt ylræktarbú geti risið i Vopnafirði. Ég tel það afar mikilvægt mál, að hér risi garðyrkjubú, þvi að hér er mikið keypt af grænmeti, sem flutt er hingað með miklum tilkostnaði. Það er gifurlegur flutningskostn- aður, sem vopnfirskir neytendur þurfa að borga. Þetta er þvi hik- laust liður i þvi að bæta lifskjörin að fá hingað grænmetisfram- leiðslu”. Brú yfir Straumseyri Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á heita vatninu i Vopnafirði og stóð rikið að þeim. Hins vegar hefur ekki fengist fé til að ljúka þeim rannsóknum og sagði Har- aldur að ekki aðeins það væri bagalegt, heldur einnig sú stað- reynd, að ekki hefði enn verið lögð fyrirhuguð brú yfir Straums- eyri, sem er norður af þorpinu en sú brú mun stytta leiðina að heita vatninu til muna. ,,En ef við vikjum þá að of- framleiðslu á sauðfjárafurðum”, sagði Haraldur, ,,þá má nefna það fyrst, að þeir eru margir, sem segja að ekki megi skera niður sauðfé vegna þess að það gefur af sér mikilvæg hráefni til iðnaðar, þ.e. ull og gærur”. Niðurgreitt kinda- kjöt í illseljanlegum gærum ,,En nú hefur oröið verðfall á gærum á heimsmarkaði og t.d. Gotlandsgærurnar kosta nú orðið jafnmikið og venjuleg, islensk gæra. Feldfjárræktin, sem átti að bjarga mörgum bóndanum sem hliðarbúgrein, er þvi fyrir bi. Að minnsta kosti i bili. Og það er augljóst að það þýðir ekki að framleiða niðurgreitt kindakjöt i illseljanlegum gærum. Eg vil hins vegar benda á, að i ágústblaði Freys frá fyrra ári, er viðtal við einn ágætan bónda, sem segir að hann hafi 40 mjólkandi kýr en um 100 hausa nautgripa alls, setji alla kálfa á og ali gripi til kjötframleiðslu til 20—22 mán- aða aldurs. Jafnframt hefur þessi bóndi 230 fjár og 20 hross”. Að leika sér með fjárbúskap „Ég leyfi mér aö halda þvi fram, að þessi bóndi sé aöeins að leika sér með þvi að hafa þetta fjárbú til viðbótar við 100 naut- gripi. Hér i Vopnafiröi eru fjöl- skyldur að baksa við aö lifa af 230—250 kinda búi, og það segir sig sjálft, að þegar margir stórir kúabændur eru meö þetta margt sauðfé, og framleiöa þ.a.l. kinda- kjöt sem aukaafurð, þá sé þar aö finna offramleiðsluvandann” Ekki kvóta á litlu búin „Ég tel langeðlilegast, að þeir sem hafa fjörutiu mjólkandi kýr og nautakjötsframleiðslu i ofan- álag, skeri niður sitt sauðfé. Það á ekki að setja kvóta á litlu sauð- fjárbúin, sem eru á strjálbýlu landsvæöunum, þar sem engin of- beit er, eins og hér i Vopnafirði. Hins vegar eru t.d. svæðin kring- um Eyjafjörð ofbeitt. Þar væri nær að fækka sauðfé”. Hins vegar gat Haraldur þess, að óliklegt væri aö bændasam- tökin samþykktu neitt i þessa átt, þvi að stóru bændurnir væru i for- svari i Stéttarsambandi bænda sem og á Búnaðarþingi. „En það er gagnrýnisvert, að stórir kúabændur framleiði kindakjöt inn á yfirfullan markað. Það er málið”, sagði Haraldur, og gat þess að lokum, að brýna nauðsyn bæri til að taka þessi mál upp af fullri alvöru i sveitarstjðrn. — jsj Sigurbjörn Björnsson, formaður Verkalýðsfélags Vopnafjarðar Næg atvinna Sigurbjörn Björnsson er formaður Verkalýðsfélags Vopnafjarðar og skipar hann jafnframt fjórða sætið á lista AB i kosning- unum á Vopnafirði. í sam- tali við Þjóðviljann var Sigurbjörn fyrst spurður, hver staða verkalýðsmála væri um þessar mundir á Vopnafirði. „Verkalýðsmálin eru nú i svip- uðu horfi hér og viðast hvar ann- Sigurbjörn Björnsson, formaður Verkalýðsfélags Vopnafjarðar skipar 4. sætið á lista AB á Vopnafirði: „Afborgunarkerfið neglir fólk niður peningalega, þannig að það hefur ekki efni á að standa i verkföllum til aö bæta kjör sin”. Ljósm.: — jsj. ars staðar. Hinn almenni félagi tekur litinn þátt i starfi félagsins og mætir ekki á fundi. Hvort það stafi af þvi að fólk sé orðið ófé- lagslynt eða eitthvað i þeim dúr, skal ég nú ekki segja. Meiri áhugi áður fyrr Þó má vera að þetta stafi af þvi að öll kjarasamningsgerð fer núna fram suður i Reykjavik”, sagði Sigurbjörn. — Viitu þá meina, að verka- lýðsmáiin hafi verið i betra horfi áöur, þegar samið var heima i héraði? „Já, ég hugsa nú, að þá hafi hinn almenni félagsmaður haft meiri áhuga á t.d. kjarasamn- ingsgerö en nú er. Hins vegar er nú ekki gott aö segja hvernig yröi tekið i þaö, ef samningsgérðin yröi aftur færö heim i hérað. Það er svo margt, sem spilar inn i það mál, eins og t.d. bara sjónvarpið og fleira þess háttar. Menn hafa i ýmsu öðru að snúast.” — Hafa Vopnfiröingar haft næga atvinnu, Sigurbjörn? „Það voru um tima margir á atvinnuleysisskrá i vetur, þegar Brettingur bilaöi. Brýnt að auka fjölbreytni Atvinnulifiö hér er.það einhæft, að það má litið út af bregða, eins og þetta dæmi sannar, þegar ljósavélin fer i togaranum, og fólk neyddist til að skrá sig atvinnu- laust. Eins og er virðist þó vera næg atvinna, og enginn skráður at- vinnulaus, en það er brýnt, að eitthvað veröi gert til að auka fjölbreytni atvinnuiifsins.” — Nú er nær eingöngu unnið i dagvinnu á Vopnafirði. Hvernig gengur fólki að lifa af henni einni saman? „Það er alveg vonlaust að ætla sér að lifa af dagvinnunni einni og sér. Þetta hefst aðeins með þvi að bónusgreiðslur og yfirborganir koma til. Yfirborganir tiðkast hér, eins og annars staðar á land- inu. Svo taka menn auðvitað yfir- vinnu, þegar hún býðst.” Yfirborgunarkerfið er baráttutœki — En ef fólk er yfirborgað i stórum stil, eins og sumir hafa viljað vera láta — hvers vegna höfum við þá verkalýðsfélög, sem semja þá um mun lægri laun en fólk i rauninni fær? „Sko, þetta er nú ekki svona einfalt. Yfirborgunarkerfið er einfaldlega baráttutæki, sem at- vinnurekendur alls staðar á land- inu hafa orðið sér úti um og not- færa sér og vilja fyrir hvern mun halda i. Þeir sitja kannski á ströngum fundum og rifast um fáein prósent til eða frá, en á sama tima fá kannski allir þau laun, sem fela þegar i sér þá pró- sentu, sem þeir eru að þrátta um. Afborgunarkerfið neglir fólk Þetta baráttutæki hafa at- vinnurekendur orðið sér úti um til að tvistra verkalýöshreyfingunni. Ég vil meina það, aö þetta sé bara aðferð, sem atvinnurekendur hafa, m.a. i þvi skyni, að gera hinn almenna félagsmann minna virkan i verkalýðsbaráttunni en ella. Og það er annað, sem má nefna i sama vetfangi, en það er afborg- unarkerfiö, sem auðvaldið i þessu landi hefur komiö á fót. Nú er allt selt á afborgunum og með litilli útborgun, og fólk er neglt niður peningalega á þann hátt. Ekki efni á að fara Í verkfall Sko, þetta verður einfaldlega til þess, aö verkafólk veigrar sér viö aðgripa til sins aöalbaráttutækis, sem eru verkföllin, af þvi aö það er búið að rigbinda sig fjárhags- lega.” — Veröurðu var viö, aö afborg- unarkerfið hafi þessi áhrif? „Já,ég verö var við það, aö fólk telur sig ekki hafa efni á þvi aö sleppa úr dögum og fara i verkfall — sem yrði þó til að bæta kjörin, þegar til lengdar léti — vegna þeirra afborgunarskilmála, sem það þarf aö standa við”, sagöi Sigurbjörn Björnsson að lokum. —jsj Slæmar götur — rætt við Þröst Björgólfsson, sem skipar 5. sætið á lista Alþýðubanda lagsins í Vopnafirði //Samkvæmt aöalskipu- lagi Vopnafjaröar/ sem var samþykkt fyrir um þremur árum> er gert ráð fyrir þvi> aö hér veröi byggðar árlega um 5—6 ibúöir eöa hús> og þannig hefur þaö verið siðast- liðin 4—5 ár", sagöi ómar Þröstur Björgólf sson, byggingarf ulltrúi á Vopnafirði í samtali viö Þjóöviljann, sem var á ferð um Vopnaf jörð fyrir skemmstu. Þröstur skipar jafnframt fimmta sæti á lista Alþýöubanda- lagsins i komandi sveitarstjórnarkosning- um. Að sögn Þrastar hefur verið skipulagt svæði til ibúðar- byggöar fyrir um þrjátiu meðalstór einbýlishús, og er það ofan Vigdisarklettar, sem Vopnfirðingar kalla, en það er norövestan við þorpið eins og það er nú. „Við reiknum með að það svæöi endist okkur i ein tiu til fimmtán ár”, sagði Þröstur, „en þá verður trúlega farið norðaustur fyrir þorpið og þar skipulagt ibúðarsvæði”. Blönduð byggð Aðkomumaður á Vopnafirði verður fljótt var við, að þar eru bæði gömul hús af smærra snið- inu og stór einbýlishus nú- timans, og byggöin ber þess merki, að þar hefur ekki verið hugsað fyrir heildarskipulagi fyrr en á allra siöustu timum, eða meö tilkomu laga um skipu- lag þéttbýlis á öllu landinu og skipulagsstofu Austurlands, sem hefur unniö upp aðalskipu- lag fyrir Vopnafjörö og aðra þéttbýlisstaði á Austurlandi. Þröstur var spurður að þvi, hvert hans álit væri á þessari blönduðu byggð, og hvort bæri að stuöla að auknu samræmi gamalla húsa og nýrra, eða láta gömlu húsin vikja fyrir nýtisku húsageröarlist. Nýja skipulagið taki mið af gömlu húsunum „Ég heid, að það sé rétt að láta þessa blönduðu byggð halda sér”, svaraði Þröstur. „Það var yfirleitt um dreifða byggð að ræða i þessum smærri þorpum eins og Vopnafirði, og sjálfsagt að halda þeirri byggð til haga. Það hefur ekki verið hugsað mikið um það að nýju húsin féllu vel að þvi umhverfi sem fyrir var, og þau látin sam- svara gömlu húsunum. Það er nú, held ég, ekkert hægt að gera i þvi, úr þvi sem komið er, og ég held, að það væri þá rétt að miða að þvi að nýja skipulagið verði i lagi að þvi leytinu. Og það er sjálfsagt að halda i þau gömlu hús sem eru, meðan þau eru i góðu lagi og þeim haldið sómasamlega við”. Frágangur gatna Hins vegar kvað Þröstur frekar vera ama af mörgum þeim kofum sem væri að finna á Vopnafirði, „og það er á stefnu- skrá Alþýðubandalagsins að reyna að losna við þessa kofa, fjárhúskofa og gamla hjalla, úr byggðinni,” enda væri að þeim óprýði auk þess sem þeir væru litið og nánast ekkert notaðir. „Það er nú reyndar annað mál”, sagði Þröstur „sem hefur lengi verið okkur Alþýðubanda- lagsmönnum kappsmál, og sem horfir lika i þá átt að fegra þorpið og reyndar auka um- ferðaröryggi lika, en þaö er frá- gangur gatna og lagning kant- steina. Asigkomulag gatna hér er frekar slæmt. Það er komið að þvi að endurnýja þarf slitlag á elstu götunum og reyndar hefur ekki verið lagt slitlag á allar gömlu göturnar ennþá. Ég tel nauðsynlegt að lögð sé áhersla á að lokið sé viö það að leggja slit- lag á elsta hluta gatnakerfisins, svo hægt sé siöan að snúa sér af fullum krafti að nýiagningu gatna, sem einnig er brýnt verkefni”. Gangandi fólk Eins og Þröstur benti rétti- lega á, er gatnagerö dýr fram- kvæmd, og hann taldi nauðsyn- legt aö hafa þessa framkvæmda- röð á. „Ég tel aö það sé ekki hægt að gera þetta öðruvisi, enda væri varla hægt aö ganga frá götunum i nýju hverfin af neinu viti, ef ætti aö skipta fénu i þetta dýrar framkvæmdir”, sagði Þröstur — en þetta er i samræmi við þá stefnuskrá, sem Alþýðubandalagiö hefur lagt fram fyrir þessar kosn- ingar. „Þetta er brýnt mál”, sagði Þröstur, „og það skiptir ekki siður máli þegar um er að ræða gangandi fólk og svo snjóruðn- ing aö vetrum, sem hefur verið vandamál hér með tilliti til gangandi vegfarenda”. — jsj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.