Þjóðviljinn - 17.07.1982, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 17,—18. júli 1982
DJOÐVIUINN
Málgagn sóslalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóöfrelsis
btgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
ritstjórnargrcin
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Magnús H.
Gislason, Olafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sig-
urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson
Otlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristln Pétursdóttir.
Slmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk,
slmi: 8 13 33
Prentun: Blaöaprent hf.
úr almanakinu
Samstaða gegn
atvinnuleysi
• Allt er betra en atvinnuleysi. Það er grundvallar-
atriði sem hafa verður í huga nú þegar efnahagsörð-
ugleikar steðja að.
• ( stjórnarsáttmála rikisstjórnar Gunnars Thor-
oddsen var lögð höf uðáhersla á að haldið skyldi f ullri
atvinnu í landinu. Það kann mörgum að virðast sjálf-
sagt mál, aðallir haf i atvinnu, en ef litið er til nálægra
landa sést að svo er alls ekki.
• Það skal enn einu sinni rif jað upp, að ef atvinnu-
leysistölur úr vestrænum iðnríkjum, eins og Bretlandi
eða Bandaríkjunum væru yfirfærðar á íslenskt. þjóð-
félag þá jafngiltu þær því, að hér á landi væru um tíu
þúsund manns á atvinnuleysisskrá, og ekki aðeins um
skamman tíma, heldur mánuðum, árum og jafnvel
kynslóðum saman.
• Það má ekki gerast að á (slandi verði atvinnuleysi
af því tagi sem nágrannaþjóðir okkar búa við. At-
vinnuleysið er slíkur bölvaldur að orð fá því vart lýst.
En sem dæmi má nefna að danskar athuganir benda
til þess að hartnær 1000 sjálfsmorð á ári megi rekja
beint til atvinnuleysis. Og ef við yfirfærum enn er-
lendar tölur yfir á íslenskt samfélag þá jafngildir
slíkt nálægt40 mannslífum á.rlega á þessu altari upp-
gjafarinnar. /
• Nú steðja miklir efnahagsörðugleikar að í ís-
lensku efnahagslífi. Aflabrestur, sölutregða og lök
þróun verðs á erlendum mörkuðum ásamt háum f jár-
magnskostnaði er að stöðva togaraf lotann. Nú þegar
hafa togarar stöðvast og þá blasir stöðvun annars at-
vinnulífs við. Vandinn sem nú er við að etja er stærri
en svo, að frá honum verði komist með minniháttar
tilfæringum.
• Það þarf vaf alaust að f æra þær f órnir og það þarf
að færa til f jármuni í þjóðfélaginu. En jafnf ramt þarf
að skera upp með róttækum hætti í þeim greinum
efnahagslífsins sem ekki eru reknar með hagkvæm-
um hætti.
• Til þess að lausn efnahagsvandans geti orðið með
farsælum hætti þarf um hana að myndast sem breið-
ust samstaða hjá þjóðinni. Verkalýðshreyf ingin hef ur
þegar lagt f ram verulegan skerf til þess að létta átök-
in við efnahagsvandann með hófsömum og skynsam-
legum samningum, og þar með skapað forsendur fyr-
ir því að tekist sé á við vandann án þess að höggvið sé
frekar í launakjör meðal- og lágtekjufólks.
• En það þurfa f leiri til að koma í lausn vandans en
verkafólk og samtök þess. Tryggja þarf að þær að-
gerðir sem gripið verður til njóti meirihluta á þingi.
Og sá meirihluti þarf að vera tryggður fyrirfram.
Þær efnahagsaðgerðir sem grípa þarf til verða að
vera mjög f jölþættar. Þar verða sumpart lagðar byrð-
ará þjóðina, en væntanlega samhliða gerðar ráðstaf-
anir sem tryggja, að þeir sem standa höllustum fæti
þurfi sem minnst að taka á sig. Ef ekki er tryggður
stuðningur við ráðstafanirnar í heild/þá er veruleg
hætta á því, að hinir ótryggari stuðningsmenn stjórn-
arinnar vinsi úr þær tillögur, sem þeim eru þóknan-
legar og styðji þær, en felli hinar. Úr slíku gæti auð-
veldlega komið lagasetning sem væri andfélagslegur
óskapnaður og gerði efnahagsvandann jafnvel enn
meiri. Því er mjög eðlilegt að eftir því sé gengið að
ríkisstjórnin hafi Alþingi á bak við sig í glímunni við
efnahagsvandann.
• En á meðan leitað er leiða og stuðnings við þær
stöðvast togararnir og atvinnuöryggið dvín. Því mega
ráðstafanir ekki dragastof lengi.
— eng
Maðurinn sem skrifar helgar-
syrpuna f Þjóðviljann og fær
mann til að lesa 200 orö á min-
útu aðeins til þess aö maður
byrji aftur á setningunni, lesa
hana annað hvort afturábak eða
áfram þangað til maöur leggur
frá sér blaöiö, reynir jafnvel að
hugsa eilitiö, sem er lúxus á
þessum erfiðu tímum, og kemst
siöan að niðurstöðu: mikið var
þetta nú skemmtilega saman-
settur texti. Dæmi: „... Þaö
dregst að biða eftir þvi. Þeir
sitja enn báðir ljósi baðaðir á
háa pallinum svo ég fæ léðan
sjónauka. Þarna sitja þeir og
reyna aö mala hvern annan. í
hugann kemur mynd af tveim
öðrum mönnum sem dönsuðu
bróöurlega á tunglinu og virtust
þurfa að beita átaki til þess að
ná aftur niður á jöröina undir
fótum sér, mánagrund. Er
nokkuð dularfullt á sveimi i
þessum skákvirkjum hugans.
Aö tefla eins og Mozart, sagði
einhver. Háleit list sagði annar.
Fegurðin.
List eöa iþrótt. Enginn er al-
gildur borgari sem ekki gerir
eitthvaö fyrir hið ósannanlega, ■
sagði Jóhannes Kjarval. Hvar
er hiö ósannanlega i skák. Hvar
er hið sannanlega i list..List
verður ekki mæld. Arangur i
skák má mæla og sanna.
En þetta er göfug iþrótt háð af
sönnum iþróttaanda.
Vonandi.”
(Thor i einvigisútgafu Skákar
1972)
,,... og ekki virtist Poulenc á
þessum vöruskálakonsert mjög
franskur, enda vandséð hvaða
erindi létt samkvæmnishnittni i
tónum átti viö þetta tækifæri, og
minnti meira á vörusýningu eða
skákmót sem hæfir reyndar höll
þessari betur en tónlist...”
(helgarsyrpa Þjóöv. 26.-27.
júni)
Þessar yfirlætislegu setning-
ar hef ég verið að reka augun i
i siðustu 10 árin. Aratugur er lið-
inn siðan einvigiö um heims-
meistaratitilinn var háð hér á
landi, og þvi fannst mér ástæða
til að rifja upp þessi orö. t hinu
tilvikinu er um aö ræöa tilvitnun
úr umræðunni um Listahátið,
hátiðina sem gleymdiað koma
Helgi
Ólafsson
skrifar
til fólksins. Varla nema von. þvi
skipuleggjendur hennar virtust
á afdrifariku augnabliki einnig
gleyma þvi að stundum rignir á
tslandi, sbr. þegar setja átti há-
tlöina með tónum Sinfóniunnar.
A Iistin að koma til fólksins
eða er listin fyrir nokkra út-
valda fagurkera?
Leikmaöur eins og undirritaö-
ur tók ekki eftir nema einu
atriði. Júgóslavneskur pianisti
greip I neyöarhemilinn og hróp-
aði: Ég er snillingur.
Laugardalshöllin fylltist. Þar
fór maöur sem kunni að auglýsa
sig. Enda leið ekki á löngu þar
til Islenskir listamenn fóru eftir
fordæmi hans, sami maöurinn
setti upp fjórar málverkasýn-
ingar, gaf út ljóðabók, tók að
spila I rokkhljómsveit og sagöist
vera snillingur.
Vörusýning = skákmót. Gott
og vel.
Hvar er hið ósannanlega I
skák? Hvar er hið sannanlega i
list. List verður ekki mæld. Ár-
angur i skák má mæla og sanna .
Niðurstöður Thors i greininni
sem bar yfirskriftina List eða
iþrótt.
Þegar tveir skáksnillingar
leggja i eitt, kreista úr hugar-
fylgsnum sinum alla sina þekk-
ingu. Sanna og afsanna kenn-
ingar. Taugar likamans eru
strekktar i segjum 9 klst, eins og
t.d. i 13. einvigisskák Fischers
og Spasski i Laugardalshöllinni
1972. Samhljómur þeirra gaf að
sönnu Fischer einn vinning, rétt
eins og rithöfundurinn fær seld-
ar frá 2 þús. uppi io þús. bækur.
Innihald skákarinnar verður
siöan fært i letur, lesendum til
augnayndis um ókomin ár.
Hvar er hið ósannanlega i
skák? I 4 ár hafa skákmenn
reynt aö sann Vitolins-afbrigðiö
i Sikileyjarvörn. Þaö hefur
heldur ekki veriö sannað, hvort
Thor kunni mannganginn.
Þú setur plötu á fóninn, lest
bók, ferð i leikhús, teflir yfir
góða skák. Hughrifin eru I
grundvallaratriöum þau sömu.
Að lokum vil ég þakka Thor
fy rir greinarnar sem hann hefur
skrifað i sunnudagsblöö Þjóö-
viljans. Þær eru áreiðanlega
eitt hið besta sem Þjóðviljinn
hefur boðiö lesendum sinum og
eiga stóran þátt I þvi að marka
sunnudagsblaðinu þá sérstöðu
sem hefur i islenskum blaða-
heimi.
PS. Laugardalshöllin var
raunar aldrei heppilegur staður
fyrir einvigið 1972, ekkert frek-
ar en hún er heppileg fyrir sam-
kvæmishnyttni Poulenc. Þau
einföldu sannindi liggja nefni-
lega á borðinu, aö mönnum
hentar best aö hugsa i hljóði og
Laugardalshöllin hefur þann
miöur góða kost aö magna upp
minnsta hávaða. Þar má heyra
saumnál detta.