Þjóðviljinn - 17.07.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 17.07.1982, Side 9
Helgin 17,—18. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Vörusýning í Laugardalshöll 20. ágúst — 5. september Heimilið og fjölskyldan ’82 Ileimilið og fjölskyldan ’82, er yfirskriftin á vörusýningu sem Kaupstefnan h/f stendur fyrir í Laugardalshöll i næsta mánuði. Sýningin hefst með setningará- varpi viöskiptaráðherra, Tómas- ar Arnasonar, og mun hún siðan standa óslitið til 5. september. Þetta er i fjórða sinn sem stik vörusýning er haldin i Laugar- dalshöllinni af innlendum aðilum, en einnig hafa verið settar upp 3 vörusýningar af erlendum aðil- um. Forráðamenn vörusýningar- innar i ár, þeir Pétur Sveinbjarn- arson sem er formaður stjórnar Kaupstefnunnar, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri og Halldór Guðmundsson blaðafull- trúi efndu til fundar með blaða- mönnum i gær og kynntu þar efn- isatriði á sýningunni. Sem endra- nær kennir þar margra grasa og má nefna að allmargir erlendir skemmtikraftar eru kallaðir til leiks, s.s. einn frægasti sirkus heims, Moskvusirkusinn; töfra- menn verða þar á stjái auk þess sem i bigerð er að setja upp tivoli og þarf til þess umtalsverða flutninga alla leið frá Danmörku. Þá mun frægur ofurhugi stofna lifi sinu og limum i hættu, gestum væntanlega til mikillar ánægju. Hvað snertir sýningaratriðin sjálf, þá ber fyrst að nefna tvær sérsýmngar, matvælasýningu i anddyri Laugardalshallar þar sem innlendir og erlendir aðilar sýna og kynna vöru sina, svo og synmgu sem rikísstjórn Banda- rikjanna hefur komið upp. Þar er um að ræða kynningu á öllu þvi nýjasta á sviði orkusparnaðar og nýjum viðhorfum i orkumálum. Auk þessara tveggja atriða verður komið upp ótal básum inni i Laugardalshöllinni þar sem kaupmenn og aðrir kynna vöru sina. Það kom fram á fundinum i gær að þessi vörusýning, sem auk yfirskriftarinnar, Heimilið og fjölskyldan ’82, ber skilgreining- una sýning, hátfð, kátlna, verður með svipuðum hætti og fyrri sýn- ingar. Búist er við á milli 60-80 þúsund gestum, en þegar best lét árið 1977, komu u.þ.b. 80 þús. manns. Nokkrar umræður spunnust um aðgöngumiðaverð, en það verður 80 kr. fyrir fullorðna, 25 kr. fyrir börn og 50 kr. fyrir ellilifeyris- þega. Vildu aðstandendur sýning- arinnar meina að verði væri stillt i hóf og i raun lægra en á sam- bærilegum vörusýningum erlend- is. Eins og áður sagði hefst sýning- in i ágúst, nánar tiltekið 20. ágúst og lýkur 5. september. Virka daga er hún opin frá kl. 15-22, en um helgar frá kl. 13-22. —hól. Doktorsritgerð um viðhorf sjóm. til fiskveiða Nýlega varði Gisli Pálsson doktorsritgerð sina við Mannfræðideild Manchester Háskóla i Englandi. Ritgerðin ber heitið „Reprensentati- ons and Reality: Cogni- tive Models and Social Relations among the Fishermenof Sandgerði, Iceland”. Hún byggir á vettvangsathugun i Sandgerði, auk þess sem stuðst er við ritaðar heimildir um sjósókn og sjávarhætti suðurnesja- manna. Ritgerðin fjallar um ákvarð- anatöku skipstjórnarmanna, hug- myndir sjómanna um fiskveiðar — einkum um aflasæld, fiski- gengd og aðgang að miðum — og þær breytingar, sem hugmynda- heimur sjómanna hefur tekið i kjölfar félagslegra, tæknilegra og vistfræðilegra breytinga. And- mælendur við doktorsvörnina voru John Barnes við Háskólann i Cambridge og David Rheubott- om við Manchester Háskóla. Gisli Pálsson er fæddur árið 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans að Laugarvatni 1969. Árið 1972 lauk hann B.A. prófi i þjóðfélags- fræðum frá Háskóla Islands og tveimur árum siðan M.A. prófi i mannfræði frá Manchester Há- skóla. Hann hefur kennt við Menntaskólann i Hamrahlið og Háskóla Islands. Gisli er sonur hjónanna Báru Sigurðardóttir og Páls Ó. Gíslasonar. Kona hans er Guðný Guðbjörnsdóttir. Hestamannamótiö úti og Skagfirðingar farnir að slá Eins og vænta mátti varð hestamannamótið á Vindheima- melunum ekki til þess að flýta ncitt fyrir þvi að bændur i Skaga- firði byrjuðu að slá. Hefur reynd- ar ekki þurft til þess svo um- fangsmikil mót sem þetta. Kannski skipti það lika litlu máli i þetta sinn þvi heyþurrkur var enginn mótsdagan^ fyrr en þá á sunnudaginn. Þeir, sem byrjaðir voru áður að bera ljá i gras, standa þvi i svipuðum sporum og hinir, sm ekki hófu sláttinn fyrr en um siðustu helgi. En nú er sláttur lfka almennt byrjaöur i héraðinu, sagði Egill Bjarnason, ráöunautur á Sauðár- króki er blaðamaður átti tal við hann i gær (fimmtudag). Spretta er misjöfn, sumsstaðar góð, ann- arsstaðar, — i útsveitum — i rýr- ara lagi ennþá. Þurrkur hefur enginn verið og sagðist Egill ekki vita til þess að aðrir væru búnir að ná inn heyjum en þeir sem eitt- hvað verkuðu vothey. Nokkuö vottar fyrir nýju kali, einkum i Óslandshlfö, neðanverö- um Hjaltadal og Flókadal en fjarri fer þvi að tún hafi náð sér af eldra kali. Nokkuð er um jaröabætur hjá bændum og er þar bæöi um aö ræða endurvinnslu á túnum og nýrækt. — mhg. Andrés Gunnlaugsson, afgreiðslumaður i eldhúsdeildinni sýnir viðskiptavini eldhús úr hvitu plasti. Það kostar 18.721.00 krónur. Ljósm.: — gel — Núna eru komin eldhús frá IKEA Ikeafyrirtækið, sem fyrir nokkrufærðiút kviarnar alla leið hingað til islands, ætlar nú að selja landsmönnum eldhús, auk annarra góðra hluta frá fyrirtæk- inu sem eru á boðstólum i Hag- kaup. Ikeavörurnar eru flestum kunn- ugar, en þær eru gæðavörur, sem framleiddar eru i fjöldafram- leiðslu. Tiltölulega auðvelt er að kaupa inn i þær eftir þvi sem hag- ur manna vænkast og þeir bæta við sig i búslóðina. Sama er að segja um hinar nýju eldhúsinn- réttingar, hægt er að bæta við þær einingum og breyta, þvi ekki er stöðugt skipt um tegundir heldur byggt á sömu grundvallar^eining- unum. Hér eru til sölu þrjár teg- undir eldhúsinnréttinga, en einn- ig er hægt að nýta þessar innrétt- ingar i t.d. baðherbergi, forstofu og fá fataskápa i sömu gerð. Beyki, fura og hvitt plast er i inn- réttingunum, en höldur eru i mörgum litum oggerðum. ólafur Hjaltason verslunarstjóri sagði i viðtali við blaðið að hægt væri að fá þessar innréttingar með 1/3 út- borgun, og eftirstöðvar eru iánað- ar tii 4rra mánaða. Það sem þó er kannski helsti kosturinn við þessa Verkfræðingafélag tsiands I samvinnu við Lifeyrissjóð verk- fræðinga og liklega Stjórnunarfé- lag tslands, áætla að hefja bygg- ingu húsnæðis fyrir starfsemi sina á þessu ári eða næsta. Verkfræðingafélagið hefur fengið úthlutað lóð gegnt Hótel Esju og verður verkinu lokið á tveimur árum. Húsið verður byggt i tveimur áföngum og er þaö fyrri áfanginn sem verður byggður fyrst. Þungamiðjan i skilmála er að þegar 1/3 er borg- aður, þarf ekki að biða i 1-2 mán- uði eftir að fá innréttinguna heim heldur eru þær til á lager og af- j greiddar strax. Þá eru heimilis- tæki frá Rafha og Zanussi seld I eldhúsdeildinni. starfsemi hússins verða ráðstefn- ur og námskeið auk annarrar starfsemi félaganna. Verkfræð- ingafélagið hefur nú efnt til sam- keppni um tillögur að húsinu og rétt til þátttöku I samkeppninni hafa allir félagar I Arkitektafé- lagi islands og aðrir þeir sem Jleyfi hafa til að leggja aðalteikn- ingar fyrir Byggingarnefnd Reykjavikur og uppfylla ákvæöi byggingarlaga. Skilafrestur er til 15. nóvember 1982. —kjv. V erkfræðingar byggj a HRAUN I utanhússmálning meiraen I5ára ending eru bestu meðmælin málninglf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.