Þjóðviljinn - 17.07.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.07.1982, Qupperneq 10
10 SÍÐA — 1>JÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júli 1982 ÖRUGG ENDURSALA ^VÍUDEILD Ármúla3 S.38900 Tilkynning frá ríkisskattanefnd Rikisskattanefnd hefur flutt aðsetur sitt að Laugavegi 118, Reykjavik. Inngangur frá Rauðarárstig. Simanúmer er óbreytt. Rikisska ttanef nd RIKISSPiTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNAR óskast á Hand- lækningadeild frá 15. ágúst og á Barna- spitala Hringsins frá 1. september nk. i ársstöður. Umsóknir, er greini námsferil og fyrri störf sendist Skrifstofu Rikisspitalanna fyrir 3. ágúst nk. Upplýsingar veita yfir- læknir handlækningadeildar og Barna- spitalans. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á göngudeild öldrunarlækningadeildar hið fyrsta eða eftir samkomulagi. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á öldr- unarlækningadeild. Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarforstjóri, simi 29000. FÓSTRA óskast til starfa á Sólhlið, dag- heimili spitalans, frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður- inn, simi 29000. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR, SJÚKRA- LIÐAR OG STARFSMENN óskast til starfa á hjúkrunardeild spitalans við Flókagötusvo og á aðrar deildir spitalans. BORÐSTOFURÁÐSKONA óskast til starfa á hjúkrunardeild spitalans við Flókagötu. Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarforstjóri, simi 38160. Reykjavík, 16. júli 1982. RÍKISSPÍTALARNIR Þriðjudagur til þrautar Þetta er skrifaö á þriðjudegi. Þaö er tiðindalitið á blaðinu i dag. Ég er syfjaður, vaknaði i morgun með hálsbólgu og kvef. Úti streymir regnið úr gráum himni. Ég drekk kaffi án afláts og stari tómlátlega á safarikt gras og gráa möl sem glampar á i rign- ingunni fyrir utan gluggann. Sól- eyjabrúskur og hundasúrur skýla sér bak við stóran stein sem jarð- ýtan er ekki búin að taka. Þriðjudagur til þrautar. Hvaðskyldu margir blaðamenn sitja við ritvélina sina á þessu augnabliki með skinandi lifsleiða i hverjum andlitsdrætti og stara út i bláinn. Ef ekki fimmtiu og fimm þúsund, þá að minnsta kosti fimm þúsund. Ó, hve ég vildi vera kominn norður á Hornstrandir eða austur i Skaftafellssýslur. Þá skyldi ég arka aleinn upp með á og setjast á stóran stein undir fossi og láta regnið blessa mig og signa. Malbikið er fóstra min en rætur minar teygja sig ofan i svörðinn, ofan i grasið og þangið, blessaða störina og sölin. Þetta er nú meira þunglyndið sem veltur út úr ritvélinni. Það mætti halda að ég væri að fara yfrum. Þetta er þó bara kvef og smávegis hálsbólga og rigning úti. Þetta, þetta. Ég er andlaus. Tæpast eru það þó tiðindi. Ég held að ég ætti að fara heim og leggja mig. Nei, hér skal ég sitja og skrifa einhverja vitleysu. Þetta er þó ekki verri vitleysa en hver önnur og i rauninni er miklu skemmti- legra að skrifa vitleysu en eitt- hvað alvöruþrungið sem er þegar öllu er á botninn hvolft kannski hálfu vitlausara en hitt. Ó, Hornstrandir. Þær lokka og seiða. Ég heyri brimið svarra við Fjalir og fuglagargið yfir. Renn- vott iimandi blágresi og þangið, þangið... Svo ligg ég flatur i litl- um bát á rjómatærum sjó og heyri hvernig árin dregst við keipstokkinn en yfir sigla bólstrar hraðbyri um himininn. Milt kjal- sog. Svo hrekk ég upp við ritvélina mina, lit á klukkuna og tel tim- ann. Þriðjudagur til þrautar. Það er tiðindalitið á blaðinu i dag. Ég er syfjaður, vaknaði i morgun með hálsbólgu og kvef. Úti streymir regnið úr gráum himni. —Guðjón Athugasemd frá setjara: Hana, þar kom skýringin á þvi hvers vegna handritum er svona illa skilað inn á morgnana! Margrét á Stéttum Á siðustu öld bjó kona nokkur á Stéttum i Hraunshverfi á Eyrar- bakka er Margrét hét og var Jónsdóttir. Hún þótti sérkennileg á suma lund, einkum i frásögn og málfari. Heldur var hún léttlif á yngri árum sinum áður en hún lagðist við fast. Sagði hún stund- um frá ævintýrum þeim er hún hafðikomist i á sokkabandsárum sinum. Frá fyrsta ástarævintýri sinu sagðist Margréti á þessa leið: „Einu sinni fór ég i Skaftholts- réttir, og þá hittist svo á, að það var mikil rigning. Hreiðraði ég þá um mig einsömul i hrútakofa þar á túninu. Þar var inni svarta- myrkur, en ekki var nú hún Mar- grétmin smeyk við það. Þá sé ég, að það kemur einhver gufa. Svo fer að lárdúna i þessu. Þá fer ég að láta skrjáfnilera i mér. Svo er þetta hjá manni um nóttina, og svo lefruðumst við þarna. Svo sá maður þetta ekki fyrr en haustið eftir, þá i réttunum. Þá kvaðst ég ekki geta haldið lengur þessa lefrun okkar og þá gaf ég þvi út- flúruð axlabönd i sárabætur, en það grét ósköp, tuskan svarna.” Þessi fyrsti ástmaður Margrét- ar var Guðmundur Guðmundsson frá Stúfholti i Holtum, þá ungur maður. Þess skal getið að lárdúna merkir að æmta eða umla, skrjáfnilera að skrjáfa, lefrastað trúlofast. Þvi næst trúlofaðist Margrét Guömundi Bessasyni frá Leið- ólfsstöðum en sú trúlofun varð ekki löng þvi að hann dó eftir stuttan tima, þá á besta aldri. Eftir þetta bjó Margrét i eitt misseri eða ár i mesta lagi með Gisla Guttormssyni i Hafliöakoti. Þótti Margréti Gisli vera full- daufur og aðfaralitill og undi þvi heldur illa. Um það fórust henni orð á þessa leið: „Ef maður hugsaði, að þetta ' ætlaði eitthvað að fara að gjóa til manns, þá gaut það upp á mann kolmórauöu auganu. En maður þoldi það nú illa i þá daga.” Svo lofaðist Margrét þar á eftir um litinn tima Friðriki Guð- mundssyni á Hól á Stokkseyri en hann sveik hana. Maður Margrétar varð svo Jó- hannes Árnason skipasmiður á Stéttum. Þegar þau giftu sig ætl- aði hann að leiða hana þegar þau fóru frá kirkjunni. Þá sagði Mar- grét: „Þess þarf ekki, Jóhannes, ég hef oft gengið ein i hvassara.” Oft voru tilsvör Margrétar ein- kennileg enda virtist hún kunna mikið af sjaldgæfum orðum úr ýmsum áttum. Einu sinni var maður nokkur, sem hlóð niður börnum að fjargviðrast yfir þvi i áheyrn Margrétar og sagði, að þetta hlytist af þvi að vera að binda sig kvenfólki. Þá sagði hún: „Þú hefðir þurft að búa þér til leðurpallak með skóvörpum” Einhver spurði Margréti að þvi hvort hún hefði ekki liðið ógnar- kvalir, þegar hún ól sitt eina barn. „Læt ég það vera”, sagði hún, ,,en skeð getur, að fissúran hafi kámast.” Þegar þau Guðjón Guðmunds- son, sem siðar bjó á Gamla- Hrauni, og Katrin Jónsdóttir frá Stokkseyrarseli voru trúlofuð, lét Katrin kaupa sér nýjan hatt i Reykjavik. Þegar Margrét frétti af þvi sagði hún: „Hún Katrin átti gamlan reið- hattsstromp, en hann þótti þá ekki fullkominn, þegar þau voru búin að halda þessa lefrun sina, heldur varðað sækja annan suður i Reykjavik, sem allur var útsett- ur með tómum granattoppum og nardushnöppum. ” Margréti var þannig lýst að hún væri prýðisvel greind, hagmælt vel og orðhög, trygglunduð og vinföst. Hún var forkur dugleg til allrar vinnu og þar eftir vel verki farin til handanna, eftir þvi sem þá tiðkaðist. Hún var i meðallagi frið, með móleit augu og vel skyggn á huldar verur. Hún lést á gamlaársdag rúmlega áttræð að aldri. Einkasonur þeirra Jóhann- esar var Sigurjón og er margt af- komenda frá honum komið. (Tekið úr Sögu Hraunshverfis á Eyrarbakka eftir Guðna Jónsson en hann hafði eftir Sigurði Guð- mundssyni á Gamla-Hrauni. Frá- sögnin er hér endursögð að nokkru leyti og stytt.— GFr)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.