Þjóðviljinn - 17.07.1982, Side 18

Þjóðviljinn - 17.07.1982, Side 18
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. júlí 1982 Veðurguðirnir heilsuðu ibúum höfuðborgarinnar og nágrennis með ofsafenginni suðaustan átt og rigningu. A Reykjavikurflugvelli horfði á timabili til vandræða I gærmorgun þegar flugvélar voru farnar að hefja sig til lofts óbeönar. Voru flugvélaeigendur beðnir um að koma vélum sinum i skjól og brugðust menn hart við. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að veðrið um helgina myndi tæplega flokkast undir það sem kallast útivistarveður, a.m.k. ekki á suður- og vesturlandi. Fyrir norðan var á hinn bóginn bliðskaparveður, sól og allt að 20 stiga hiti. Austanlands var svipaða sögu að segja. Meðfylgjandi myndir tók ljós- myndari Þjóðviljans, — gel, í gær þar sem flugvélar börðust við veðrið á Heykjavikurflugvelli. 459 atvínmi- lausír í júní Atvinnuleysi var meö mesta móti i júni, og nam atvinnuleysi 0.4% af mannafla á vinnumarkaöi i þeim mánuði. Alls voru skráðir 9.936 atvinnu- leysisdagar á landinu i júnimán- uði, sem samsvarar þvi að 456 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Þetta kemur fram i yfirliti sem vinnumáladeild félagsmálaráðu- neytisins hefur sent frá sér Um at- vinnuástand á landinu i júnimán- uöi. Atvinnuleysisdagar voru 2.480 fleiri i júni en i mai. Sé hinsvegar miðað við júni i fyrra hefur at- vinnuleysisdögum fjölgað um 5.500. Skýringin á þessu atvinnuleysi erm.a. stöðvun togara sem varö I þeim mánuði og kom einkum nið- ur á fiskvinnslu I Reykjavik og á Reykjanesi. Frá þvi að skráning atvinnu- Minnkandi atvinna bitnar einkum á konunum. leysisdaga hófst árið 1975 hafa fleiri atvinnuleysisdagar I júni en aðeins einu sinni verið skráðir nú. i Bókagerðarmenn samþykktu í gærkvöldi: ! j Hagstæðara samkomulag j | en hjá ASÍ, segir Magnús Sigurðsson, formaður. j „Samkomulagið var samþykkt meö 37 atkvæð- um gegn 12, en ég held að það hafi verið nálægt 60 manns á fundinum,í, sagði Magnús Sigurðsson, formaður Félags bóka- gerðarmanna í viðtali við Þjóðviljann um sam- komulag það milli bóka- gerðarmanna og útgef- enda, sem undirritað var i gærmorgun með venju- legum fyrirvara, og síðan teknir fyrir á fundi hjá bókagerðarmönnum und- ir kvöldmat í gær. „Þetta samkomulag er i meg- inatriðum eins og kaupin hafa gerst á markaðnum, en við náö- um þó I gegn ýmsum kröfum, sem við höfum lengi lagt á- herslu á og sem snerta okkar starf”, sagði Magnús ennfrem- ur. Samkvæmt samkomulaginu fá bókagerðarmenn að meðal- tali 5-7% launahækkun þegar I stað, en þó kemur það þannig út, að ófaglærðir innanfélagsmenn fá nokkru hærri hlutfallseink- unn en sem þvi nemur. Launin hækka svo aftur 1. janúar um 2,3%, auk þess sem nokkrar til- færslur voru geröar á starfsald- ursþrepum. — I hverju felast þær kröfur, sem þið náöuð nú i gegn i þess- ari samningsgerð? „Það er m.a. kveðið á um auknar greiðslur I fræðslusjóð félagsins og i samningunum er einnig kveðið á um það, að það verði látin fara fram könnun á kjörum okkar bókagerðar- manna”, sagöi Magnús. „Þá eru ákvæði sem segja til um mannafla við vélar og ör- yggismál i þvi sambandi, en það er atriði, sem snertir m.a. það, hvort við getum haft áhrif á breytingar á tækni i prentiðnaði og breytingar á starfsháttum i prentsmiðjum. Við viljum geta haft áhrif á það.” — Hvað með þá visitöluskerö- ingu, sem ASI samdi um I sínum samningum og áframhaldandi verkun Ólafslaganna? „Þetta er hvort tveggja inni i okkar samningum, og virtist vera algert skilyrði fyrir samn- ingum af hálfu útgefenda, nema þá ef til átaka hefði komið. Þannig að það er kveðið á um 2,9% skerðingu visitölunnar 1. september n.k. og eins það, að ólafslögin gilda áfram.” — Þið hafið ekki verið reiðu- búnir til átaka til að fá þetta nið- ur fellt? „Nei, ekki núna, hvað sem öðru liður. Við töldum þetta vænlegra”. — Hvernig var samkomulag- inu tekið á fundinum? „Það voru miklar umræður og menn töluðu bæði með og I móti þessu samkomulagi. Þeir, sem voru fylgjandi samkomu- laginu töldu, að lengra yrði ekki * komist átakalaust. Vígstaða okkar er nú ekkert sérstök, I svona á miöju sumri. Þeir sem voru á móti samkomulaginu J voru það helst vegna skerðing- arákvæðanna.” Samkomulag bókagerðar- manna og útgefenda gildir til 1. ágúst 1983, og hefur að geyma á- kvæði um endurskoðun áþekk þeim, sem er að finna I ASl - samningunum. — Að lokum, Magnús: Ertu á- nægður með þetta samkomu- I lag? „Ég get nú ekki sagt að ég sé ánægður með þessa samninga. Þetta var svona þrautalending- in. En þó er þetta samkomulag mun hagstæöara en það sam- komulag, sem ASl gerði um daginn”, sagði Magnús að lok- I um. —jsj. J Gamla Akraborgln föst í slippnum Seinkun verður á þvi að gamla Akraborgin hefji aft- ur ferðir milli Akraness og Reykjavikur. Ætlunin var að láta hana ganga á móti hinu nýja skipi, þar sem flutningar hafa auk- ist svo mjög að nýja Akra- borgin hefur ekki undan þrátt fyrir mun meiri flutn- ingsgetu. Ástæðan fyrir töfunum er sú að gamla Akraborgin lok- aðist inni i slipp i Reykjavik. A eftir henni var tekið upp hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson, sem átti að vera i slipp um stuttan tima. En það hefur dregist að ljúka viðgerö á Bjarna og á meðan situr Akraborgin föst, þvi ekki mun hægt að setja Bjarna Sæmundsson á flot fyrr en viðgerð lýkur. Reiknað er með að Akra- borgin hefji ferðir á fimmtu- dag I næstu viku. Konur mikill meiri- hluti atvinnu- lausra Atvinnuleysið bitnar að vanda mest á konum. 1 júnimánuði sl. voru konur 68% þeirra sem skráðir voru atvinnulausir. Af 459 skráðum atvinnuleysis- dögum I þeim mánuði voru 313 hjá konum. Meginskýring á þessu er að at- vinnuleysiö var einkum i fisk- vinnslunni en þar eru konur mjög stór hluti. Þessar upplýsingar koma fram i yfirliti félagsmálaráðuneytisins um atvinnuástand i júni. Flestar voru konurnar.atvinnu- lausar á höfuðborgarsvæðinu, eða 130 af alls 215 sem skráðar voru atvinnulausar á mánaöargrund- velli. : Næstflestar voru skráðar at- vinnulausar á Norðurlandi vestra, og þar af voru konur á Siglufirði, sem samsvarar þvi að þar væru 48 konur atvinnulausar i mánuð. Það var nær allt það at- vinnuleysi sem á Siglufirði var skráð. Fram nú allir í roð. Hjólum aldrei samsíða á vegum jUMFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.