Þjóðviljinn - 17.07.1982, Síða 20
WÐVIUINN
Helgin 17.-18. júli 1982
nafn
vikunnar
Björn
Dag-
bjartsson
„Ég hef ekki séð þessa
kæru og get þar af leiðandi
ekki tjáð mig um hana efnis-
lega. Ef rannsókn fer fram i
málinu, hljótum við að fá um
það tilkynningu. Við vorum
búnir að kynna okkur lögin
mjög gaumgæfilega og vor-
um þess fullvissir, að þetta
væri löglegt og raunar eina
löglega leiðin. En nú verða
menn bara að biða eftir niö-
urstöðu rikissaksóknara.”
Þetta sagði Björn Dag-
bjartsson, forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins og formaður
Hringormanefndar um kæru
þá, sem Samband dýra-
verndunarfélaga hafa sent
rikissaksóknara vegna af-
skipta Hringormanefndar af
selveiðum.
— Mun þessi kæra breyta
einhverju I sambandi við áð-
ur útgefna auglýsingu ykkar
um verðiaunaveitingar fyrir
selskjamma?
„Nei, hún mun ekki breyta
neinu. Þarna er verið að
kæra athæfi, sem er um garð
gengið, og þvi myndi það
engu breyta, þótt verðlauna-
veitingunni yrði kippt til
baka. Ég býst við, að verð-
launaveitingin standi meðan
peningar eru fyrir hendi.”
— Er nefndin sammála i
einu og öllu um þetta mál?
„Já, hún hefur verið það.”
— Hefur enginn imprað á
þvi, að láta við svo búið
standa?
„Nei, það hefur enginn i
nefndinni haft orð á þvi. Hitt
er annað mál, að ég hef verið
beðinn að athuga að ekki
verði eytt meiru en upphaf-
leg áætlun sagði til um, en i
þetta á að verja um einni
milljón króna.”
— Er eitthvað sem þú vilt
taka fram að lokum?
„Það undrar mig dálitið,
að enginn blaðamaður skuli
hafa haft fyrir þvi að tala við
þá aðila, sem við þetta
vinna, t.d. fólk I frystihúsum.
Ég fann ekki upp Hring-
ormanefndina, en ég er eini
maðurinn sem við er talaö.”
— Það er ekki verið að
mótmæla hringormi, heldur
hinu hvort rétt sé að málum
staðið.
„Það hafa verið gerðar
margar visindalegar rann-
sóknir á þvi hversu mikil-
vægur hlekkur selurinn er i
sambandi við hringorminn
og það sem hér er gert er
byggtá slikum rannsóknum.
En það er stundum eins og
fólk hafi ekki hugmynd um
hvað þetta kostar þjóðarbú-
ið.”
— ast
Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga.
Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn
hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí
8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af-
greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og
eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Snarpar
umræður
um Ikarus
vagnana
Á fundi borgarstjórn-
ar siðastliðinn fimmtu-
dag urðu allsnarpar um-
ræður um ákvörðun hins
nýja meirihluta að setja
þrjá Ikarusvagna SVR á
söluskrá Innkaupastofn-
unar Reykjavikurborg-
ar. Allir þeir fulltrúar
minnihlutans, sem tóku
til máls um Ikarusmálið
ádeildu þessa skipan
mála harðlega.
FVam hefur komið að
litil reynsla hefur feng-
ist fyrir notkun þessara
vagna og bentu þeir sem
tóku til máls á góða
reynslu sem SVK hefur
haft af þessum vögnum.
Guðmundur Þ. Jónsson var
einn þeirra sem tóku til máls og
sagði að jafnvel þó borgarbúar
hentu gaman að þessu máli þá
væri teflt um mikla fjármuni.
Hann sagði það lítið fjármálavit
að setja þessa vagna á söluskrá
eftir að söluaöilar heföu úthúðað
þeim á alla enda og kanta i fjöl-
miölum. Varpaði hann fram
þeirri spurningu hvort meiningin
hjá Sjálfstæðisflokknum væri
ekki aö selja flokksgæðingum
þessa vagna, einn eða fleiri á litlu
verði. Guðmundur minnti á að
SVR hefði fulla þörf fyrir þessa
strætisvagna og mjög bagalegt
væri ef þeir færúúr umferð.
Guörún Agústsdóttir benti á að
þó finna mætti galla á Ikarus-
vögnunum, þá hefði reynslan með
nýja strætisvagna frá Volvo -
verksmiðjunum eigi verið ósvip-
uð. Þannig hefði á sinum tima
þurft að skipta um girkassa í 8
nýjum Volvo-vögnum, en af ein-
hverjum ástæðum hefði þaö mál
aldrei fengið neina umfjöllun i
fjölmiölum.
Meðfram umfjöllun Guðrúnar
um Ikarus-málið spurðist hún
nánar fyrir um heimsókn fyrrum
yfirmanns strætisvagna I Kaup-
mannahöfn sem kæmi hingað i
boði borgarstjórnar til að vera til
ráðgjafar um málefni SVR.
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins
tók Sigurjón Fjeldsted til máls og
sagöi hann að strætisvagnar frá
A-Evrópu væri brotajárnsmatur
og því fyrr sem borgin losnaði viö
þessa vagna því betra. Var Sigur-
jón ómyrkur i máli um farartæki
frá löndum austan járntjalds.
Þegar hann ræddi um það aö nú
hafa Volvo-verksmiðjurnar feng-
ið Ikarus til aö yfitáayggja vagna
frá verksmiðjunum, sagði hann
að það væri litiö að marka, þvi
yfirbygging og annað slikt dót
væri litill partur af hverjum bil.
Aðrir sem tóku til máls um Ik-
arus voru Guðrún Jónsdóttir og
Kristján Benediktsson. Guðrún
tók i sama streng og fulltrúar
Alþbl. en Kristján bað menn um
ð verja takmörkuðum tima
orgarstjórnar i þarfari málefni.
— hól.
Ikarus-máliö er aö veröa aö hálfgeröum trúarbrögöum, sagöi Guörún
Jónsdóttir fulltrúi Kvennaframboösins i borgarstjórnarumræöu sl.
fimmtudag.
I söngbók MFA eru 326 sönglióð og kvæði á
400 blaóslöum, bæöi gömul og ný.
Með mörgum Ijóóanna fylgja nótur.
Aóalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi efniö,
Sigurður Þórir myndskreytti.
Meöal efnis:
Verkalýðs- og baráttusöngvar, ættjaröar-
söngvar, þjóðsöngvar Noróurlanda, jplensk
þjóðlög, ástarsöngvar, vögguvlsur, öl- og dans-
kvæói, söngvar um sjóinn og fiskirlió, söngvar
leikritum... og allir hinir söngvarnir.
Söngbók MFA
HFA
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
Grensásvegi 16 108 Reykjavík s. 84233
M BRIDGESTONE
Fyrir malarvegi
Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land allt Bridgestone
diagonal (ekki radial) hjólbaróar meó eóa án hvíts hrings. 25 ára
reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió
samanburö á veröi og gæöum.
BRIDGESTONEá íslandi
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23, sími 812 99.