Þjóðviljinn - 24.09.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.09.1982, Qupperneq 2
t síoan 2 SIÐA— ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. scptcmbcr 1982 Isfirðingur með eigið leikrit Það cru líklega ckki margir húsasmiðir á landinu scm fást við að skrifa leikrit. Einn cr þó á Isa- Firði Jón Steinar Ragnarsson, en Litla lcikfélagið ætlar að hefja æfingar á farsa eftir hann innan skamms. í ísfirska fréttablaðinu segir að leikklúbburinn fórtil Danmerkur í leikför s.l. vor. Þá segir einnig í Jón Stcinar leikritahöfundur og húsasmiður á ísafirði. sama blaði að Litli leikklúbbur- inn fái mjög lofsamleg ummæli í Svenska dagbladet, en gagnrýn- andi blaðsins var hér á landi í vor í tilefni af þingi norræna leiklist- arsambandsins. Þykir það mikl- um tíðindum sæta að 3000 manna fiskveiðibær við Norður-íshafið skuli geta státað af mennningar- starfsemi í þeim gæöaflokki og þarna var á ferðinni. Útvarp Austurland Bókaútgáfa á nítjándu öld Frá postillu til prédikana Bókaútgáfa á íslandi ar ekki sérlega fjölskrúðug framan af nítjándu öldinni a.m.k. Það þótti því ekki svo lítill viðburður þegar út komu í Viðey, árið 1821, Helgidagaprédikanir eftir sr. Árna Helgason, dómkirkjuprest. Voru þá rúm 100 ár liðin frá því að Jón biskup Vídalín gaf út Húspostillu sína, þá bragðmiklu bók. Á þessum bókum var þó sá munur, að prédikanir Vídalíns voru ekki fluttar af prédikunar- stól heldur ætlaðar Islendingum til lesturs í heimahúsum en pré- dikanir sr.Árna voru stólræður. Innihald bókanna var og ólíkt að því leyti, að Vídalín var harðsvfr-’ aður hreintrúarmaður, sem ógn- aði löndum sínum ákaft með and-’ skotanum og öllu hans fylgifé, en sr. Árni aðhylltist hinsvegar upplýsingarstefnuna í sínum boð- skap. Og nú rættist loksins úr með geymslustað fyrir stiftsbókasfnið og biskupsskjalasafnið því veittar voru 420 spesíur til þess að setja upp hillur fyrir þau á dómkirkju- loflinu. - mhg. Ragnheiður við störf sín. Ragnheiður Jónsdóttir hlaut nýlega verðlaun á alþjóðlegum grafikbiennal í Noregi Tómstundaiðja Molina ofursti í framboð Antonio Tejero Molina, liðsfor- inginn í spánska varðliðinu sem gerði vopnaða valdaránstilraun í spánska þinginu í febrúar 1981 og var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir vikið, hefur ákveðið að bjóða sig fram til þings í næstu kosningum á Spáni fyrir flokk sem hann hef- ur nýlega stofnað ásamt með öðr- um öfgamönnum til hægri, „Spánska samstöðuflokkinn“. Tejero birti opinbera yfirlýsingu um þessi áform sín í blaðinu „Di- ario 16“ nýverið, og lét þess jafn- framt getið að hann myndi segja sig úr varðliðinu „Guardia civil“. Þar sem endánlegur dómur fyrir hæstarétti er ekki fallinn í máli liðsforingjans hefur hann enn ekki misst borgararéttindi sín, og því mun formlega séð ekk- ert vera því til fyrirstöðu að hermaðurinn sem eitt sinn ógnaði öllum þingheimi með vopni sínu gangi á ný í þingsal sem lýðræðis- lega kjörinn fulltrúi. Hefur fyrst og fremst kynningargildi „Verðlaunaveitingar af þessu tagi hafa fyrst og fremst kynning- argildi fyrir listamanninn. Oft er það svo að verk eftir viðkomandi fá sérstakt rými á næstu sýningu og getur það skipt miklu máli fyrir listamanninn“, sagði Ragn- heiður Jónsdóttir, grafiklista- maður en hún fékk nú nýlega verðlaun á alþjóðlegum gralikbi- cnnal í Fredrikstaö í Noregi. Þetta er í þriðja skipti sem hún hlýtur alþjóðlega viðurkenningu fyrir grafíkverk sín. 1976 hlaut hún verðlaun í Þýskalandi og 1978 á Spáni, hvort tveggja á alþ- jóðlegum bicnnal. „Því miður veit ég ekki nógu mikið um þessi verðlaun í Nor- egi, því það segir ekkert nánar í verðlaunaskjalinu. Væntanlega fæ ég nánari fregnir lljótlega. hvað þetta þýðir. En það kemur hins vegar frani í bréfi sem ég fékk með verðlaunaskjalinu að dómnefndin er skipuö ntönnum frá Noregi, Spáni, Sovétríkjun- um, Colombíu og Japan", sagði Ragnheiður. Við spurðum hana Annað verka Ragnheiðar, sem sýnt var í Noregi. hvað hún væri að fást við í augna- blikinu: „Ég er að vinna verk fyrir sér- staka möppu sem verður seld í 80 eintökum til ágóða fyrir alþjóð- legt þíng myndlistarmanna, sem haldið verður í Finnlandi næsta sumar. Valdir voru 5 listamenn frá Norðurlöndunum til að gera 5 grafikverk, sem síðan verða sett í þessa möppu og hún seld til að standa straum af kostnaði. Ég er kornin nokkuð langt á veg nteð þetta og vonast til að geta sent þetta út fljótlega," sagði Ragn- heiður. Á nýloknum aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, sern haldin var á Egilsstöðum um s.l. mánaðarmót voru gerðar ýmsar samþykktir og meðal annars eftirfarandi: Landshlutaútvarp á Austurlandi Aðalfundur S.S.A., haldinn á Egilsstöðum í ágúst 1982, fagnar stofnun deildar Ríkisútvarps á Akureyri. Aöalfundurinn telur, að út- varp Akureyri sé fyrsta skrefið á þeirri leið að landshlutaútvarp verði í hverjum landsfjórðungi. Fundurinn felur stjórn sam- bandsins að hefja viðræður við yfirstjórn Ríkisútvarpsins, þ.m.t. yfirvöld mennta- og fjármáía, um stofnun landshlutaútvarps á Austurlandi. Úr „Austurlandi" 9. september Pappírspot „Pappírspot“ gæti þessi tóm- stundaiðja kallast, en hún er mjög vinsæl um þessar mundir. Hún felst í því að gera myntsur í pappír með oddhvassri nál. Pappírinn er klipptur til og þetta er notað sem borðskraut, bréfsefni, hillublúnda, lampa- skermur og jafnvel gluggatjöld. Einfaldara getur það tæplega ver- ið - aðeins að stinga í gegnum pappírinn og búa þannig til myn- stur. Pappírinn þarf að vera frem- ur þykkur og þéttur. Hér sjáum við hillublúndu sem svona er gerð og mynstrið fylgir ef einhver vill reyna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.