Þjóðviljinn - 24.09.1982, Síða 3
Útvarpsávarp
Vigdísar forseta í gær:
Föstudagur 24. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
„Kristján
Eldjárn —
dáður vinur
vor allra”
Góðir íslendingar.
Vér höfum í dag kvatt dr. Krist-
ján Eldjárn, fyrrverandi forseta ís-
lands, með virðingu og einlægu
þakklæti fyrir störf hans í þágu
þjóðar vorrar.
Fámenn þjóð, eins og vér íslend-
ingar erum, á einatt bágt með að
sjá á bak sérhverjum einstaklingi |
er ekki hefur lokið því ævistarfi
sem vonað var að honum mundi í
auðnast. Vér vitum öll að dr. Krist-!
ján, hefði honum veist líf og heilsa, |
átti margt eftir að segja oss og gefa. ,
Dr. Kristján Eldjárn var maður
vits og þekkingar sem mat til jafns
hönd og huga í menningu vorri.
Engan hef ég þekkt sem hefur búið •
yfir ríkara skilningi á því að þjóð- j
menningu vorri er ekki skipt eftir 1
stéttum - því, hvar eða hvernig vér
leggjum hönd á plóginn. Ólík störf
manna skapa eina heild. Dugnaður
hvers og eins á sínu sviði er sama
nauðsyn - sem myndar þjóðarstolt
og þjóðarmenningu.
Vér íslendingar teljumst dug-
mikið fólk. Sérhæfni dr. Kristjáns
Eldjárns var að Ijúka upp dyrum til
víðtækara skilnings vor nútíma-
manna á fortíðinni. Þess verður oss
ávallt unun að minnast. Hann tjáði
sig betur á íslenska tungu með
fleygri hugsun en nokkru sinni
verði þakkað til fullnustu. Oss
verður ávallt unun að lesa lýsingar
hans á fornminjum vorum sem
hann átti svo drjúgan þátt í að leita
uppi. Og ég hef þá trú að hann hafi
haft yndi af að fara mjúkum hönd-
um um móðurmoldina er hann var
að leita sannindanna um fortíð
vora. Enginn sem lesið hefur lýs-
ingu hans á fundi verktækja
„Hannyrðakonu úr heiðnum sið”
að Daðastöðum í Núpasveit mun ;
nokkru sinni gleyma þeirri fortíð !
sem dr. Kristján Eldjárn óskaði að
vér mættum muna né hlýjunni til
þeirra muna sem hann dró fram í
dagsljósið í bók sinni „Hundrað ár í
Þjóðminjasafni”.
Þótt Kristján Eldjárn, dáður vin-
ur vor allra, hafi fallið frá miklu
fyrr en skyldi skulum vér ekki
gleyma því að hann var gæfumað-
ur. Hann var prýddur þeim gáfum
og sjálfsaga að hann vann af einurð
að gæfu sini, - þeirri gæfu að kunna
að gefa og laða fram hið besta er
býr í hverjum þeim sem á vegi hans
varð, og verða óumdeilanlegur
fulltrúi heillar þjóðar. Hann átti
góða og trausta konu og bjó við
barnalán umkringdur ástsæld allra
sem fengu að kynnast honum, -
ástsæld vor íslendinga allra.
Ég veit mig mæla fyrir munn
allra fslendinga þegar ég að Krist-
jáni Eldjárn gengnum votta nán-
ustu fjölskyldu hans og ætt-
mönnúm öllum dýpstu santúð. Vér
vitum, íslensk þjóð, að aldrei fyrn-
ist ntinningin um góðan dreng
meðan þjóð vor lifir. Vér tregum
mætan mann, fyrrverandi forseta
íslands, sem var og verður oss
leiðarljós til þjóðareiningar og
þjóðarheilla.
Leiðréttlng
í minningarorðum um dr. Krist-
ján Eldjárn eftir Ólaf Jóhann Sig-
ur'ðsson sem birtust í Þjóðviljanum
í gær brenglaðist sögn ein, og hafði
höfundur þó beðið ritstjórn að sjá
til þess, að hún kæmist heil á húfi
gegnum prentsmiðjuna.
Rétt er upphaf þeirrar setningar
þannig: - Þá fer bezt á því að drúpa
einungis höfði...
Þjóðviljinn harmar þau leiðu
mistök, sem þarna urðu, og biður
velvirðingar á þeim.
Tekið skal fram, að síðasta próf-
örk að greininni var ekki lesin af
prófarkalesurum blaðsins og villan
því ekki á þeirra ábyrgð, heldur rit-
stjórnar.
Kista dr. Kristjáns borin úr kirkju. Þeir sem báru kistuna voru, taldir f.v.: Hannes Pétursson skáld, Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður,
Guðmundur Magnússon háskólarektor, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Jón Helgason forseti sameinaðs
þings, Logi Einarsson forseti hæstaréttar og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Ljósm.: gel.
Viröuleg ogfjölmenn útför
dr. Kristjáns Eldjárns
Útför dr. Kristjáns
Eldjárns, fyrrv. forseta
íslands, var gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
gær og var niikið fjölmenni
við hana. Meðal viðstaddra
voru forseti íslands,
ráðherrar, þingmenn og
sendiherrar erlendra ríkja.
Auk þeirra sem viðstaddir
voru, má ætla að meiri hluti
þjóðarinnar hafi fylgst með
útförinni í útvarpi og
sjónvarpi, en fiestar stofnanir
og fyrirtæki gáfu frí frá vinnu
meðan hún fór fram. Fánar
blöktu í hálfa stöng um allt
land, og hvarvetna mátti finna
hvílík ítök hinn látni forseti
hafði meðal þjóðarinnar.
Fyrir útförina lék Lúðrasveit
Reykjavíkur sorgarlög en athöfn-
in hófst á sorgargöngulagi úr 3.
sinfóníu Beethovens sem Mar-
teinn H. Friðriksson dómorgan-
isti lék. Þeir sálmar sem fluttir
voru við athöfnina voru Á hend-
ur fel þú honum, Hærra minn guð
til þín, Heyr himnasmiður (eftir
Kolbein Tumason) og Allt eins
og blómstrið eina. Sr. Þórir Step-
hensen dómkirkjuprestur las úr
ritningunni og sr. Ólafur Skúla-
son dómprófastur flutti bæn.
Biskupinn yfir íslandi herra Pét-
ur Sigurgeirsson jarðsöng. Á
undan ræðu hans lék Guðný
Guðmundsdóttir einleik á fiðlu,
Máríuvers eftir Pál ísólfsson, en
eftir ræðu hans var sungið ísland
ögrum skorið.
Þeir sem báru kistuna úr kirkju
voru Gunnar Thoroddsen forsæt-
isráðherra, Jón Helgason forseti
sameinaðs alþingis, Bjarni Vil-
hjálmsson þjóðskjalavörður,
Guðmundur Magnússon háskól-
arektor, Hannes Pétursson
skáld, Þór Magnússon þjóðminj-
avörður, Andrés Björnsson út-
varpsstjóri og Logi Einarsson
Fyrir altari; kistan sveipuð íslenska fánanum. Mikill fjöldi blómakransa barst vegna útfararinnar. Ljósm.:
gel.
Líkfylgdin ekur suður Fríkirkjuveg. Skátar standa heiðursvörð. Ljósm.: gel.
forseti hæstaréttar. Flutt var Fyrir kirkjudyrum var þjóð- Jarðsett var í Fossvogskirkju-
Chaconne um stef úr Þorlákstíð- söngurinn leikinn, en lögreglan garði.
um eftir Pál fsólfsson. og skátar stóðu heiðursvörð. — GFr