Þjóðviljinn - 24.09.1982, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. september 1982
Lilja
Harðardóttir
hjá Slysadeild
Borgarspitalans:
Löggæslan
við skól-
ana borgar
slg örugg-
lega
,Jú, við hér á Slysadeild Borg-
arspítalans í Reykjavík höfum
ekki farið varhluta af óhöppun-
um í umferðinni undanfarna
daga og það er greinilegt að tíðni
slysa hefur aukist,“ sagði Lilja
Harðardóttir forstöðumaður
Slysadeildar Borgarspítalans er
við inntum hana eftir því hvort
fleiri slysatilfelli kæmu til þeirra
kasta á þessu hausti.
„Þessi árstími er alltaf slæmur
og eins og maður hefur getað les-
ið í blöðum hefur óhöppumfjölg-
að mikið í umferðinni undan-
farna daga og vikur“, sagði Lilja
ennfremur.
- Er hér um alvarleg slys að
ræða?
„Þeir sem koma í meðferð til
okkar fá sem betur fer langflestir
að fara heim eftir að gert hefur
verið að meiðslum þeirra en aðrir
verða að leggjast inn til frekari
meðferðar. Þá hafa jú orðið tvö
banaslys síðan á föstudag. En í
flestum tilfellum er hér um til-
tölulega smávægileg meiðsl að
ræða, sem betur fer.“
- Hefur þú einhverja sérstaka
skýringu á takteinum á þessum
slysum sem verða við tiltölulega
góðar aðstæður?
„Það virkar ef til vill einkenni-
lega en ég er ekki frá því að slys-
um fjölgi á eftir rigningarkafla
eða við önnur verri skilyrði um
tíma. Það er eins og að menn auki
hraðann þegar aðstæður batna
eftir að hafa þurft að aka varlega
vegna bleytu eða snjóa í nokkra
daga. Þess vegna kemur þessi
staða oft upp að slysum fjölgar
fyrst eftir að aðstæður batna.“
- Hafa orðið mörg slys á börn-
um núna?
„Það virðist ekki vera nein
regla varðandi aldursdreifinguna
og þrátt fyrir skólagönguna nú í
byrjun september eru börn þar
ekki í neinum meirihluta. Það má
eflaust þakka það aukinni gæslu
lögreglunnar við skóla borgar-
innar. Það er starf sem örugglega
skilar árangri", sagði Lilja Harð-
ardóttir hjá Slysadeild Borgar-
spítala að lokum.
-v.
spurt
Mannlegi
þátturinn
stærstur
„Ég vil halda því fram að
mannlegi þátturinn valdi mestu,
að þeir sem eru í umferðinni verði
að taka sig sjálfir á ef þctta hörm-
ungarástand á að breytast“, sagði
Guðmundur Hermannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög-
reglunni í Reykjavík cr við báð-
um hann um álit á orsökum um-
ferðarslysanna undanfarið. Við
spurðum Guðmund því næst
hvort þessi árstími væri ekki allt-
af slæmur.
„Jú, hann er alltaf jafn slæmur
en það sem kemur okkur ákaf-
lega spánskt fyrir sjónir nú, er að
þessi slysaalda rís þegar allar ytri
aðstæður eru hinar ákjósanleg-
ustu. Venjulega veldur þessu á
haustin að sólin er lágt á lofti, það
er hrím eða hálka á götum eða
útsýni af öðrum orsökum slæmt.
Þessu hefur hvergi verið til að
dreifa undanfarna daga en samt
eru slysin óhugnanlega mörg og
alvarleg.
— Hefur aukin umferð barna
við skólana skapað hættur?
„Því er ekki að leyna en ég held
að okkur hafi tekist að draga þar
verulega úr með stóraukinni lög-
gæslu við skólana. Hins vegar
gera menn þessi mannlegu mis-
tök mest með því að aka of hratt,
skipta vitlaust á milli akreina,
gefa ekki stefnumerki eða þeir
virða ekki biðskylduna. Þarna
verða menn held ég að gera brag-
arbót á fyrst og fremst og ef það
tekst held ég að þessum faraldri
hljóti að linna“.
— Þcgar menn hafa valdið slysi
eða lent í óhappi, hverju svara
þeir þá helst til?
„Að þeir hafi ekki séð bílinn
cða hinn gangandi vegfaranda.
Þetta er oftast viðkvæðið. Þessu
veldur auðvitað ekki döpur sjón
heldur fyrst og fremst andvara-
leysi; menn eru að hugsa um eitt-
hvað annað í umferðinni og það
með þeim hörmulegu afleiðing-
um sem við höfum undanfarið
orðið vitni að“, sagði Guðmund-
ur Hermannsson um leið og hann
kvaddi.
— v.
að spyrja hvað sé til ráða svo þessu linni.
Lögreglan virðist hafa öll spjót úti og tölur þaðan
sýna að 8000 ökumenn hafa verið teknir vegna
umferðarlagabrotafrásíðustu áramótum! Þaraf
brutu 4000 ökumenn lög um hámarkshraða og á
9. hundrað reyndustdrukknirundirstýri.
Til að varpa Ijósi á hvað hér valdi um, gengum
við á fund 3ja manna sem þessi mál varðar og
báðum þá lýsa skoðunum sínum á því hvað
valdi þessum faraldri sem yfir okkur gengur.
r
Oli H. Þórðarson
hjá Umferðarráði:
Menn láti
siðferði ráða ferð
í stað
„Það er auðvitað margt sem
þessum tíðu slysum í umferðinni
veldur en ég held að ef menn ein-
blíndu ekki stöðugt á rétt sinn í
umferðinni en létu siðferðis-
reglur ráða meiru, þyrftum við
ekki að horfa upp á þá slysaöldu
sem nú hefur verið að rísa, sagði
Óli H. Þórðarson framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs í samtali við
Þjóðviljann.
„Menn verða að læra að sýna
meira tillit í umferðinni en þeir
gera, því að umferðin er slíkt
samsafn ólíkra hópa að ef ein-
faldar lagareglur eru einungis
lagðar til grundvallar þar, hlýtur
að fara illa. Þegar menn ekki einu
sinni virða þessar reglur, eins og
um hámarkshraða, biðskyldu,
stefnuljósamerkingar og þess
háttar, getur í raun ekki farið
öðru vísi en nú hefur orðið raunin
á“.
— Hvað með ytri aðstæður. Er
til dæmis lögreglan í stakk búin til
að gæta okkar í umferðinni?
réttar
„Ég vil í lengstu lög forðast að
tilnefna einhvern sérstakan
blóraböggul í þessu sambandi
nema ef vera skyldi vegfarendur
sjálfa. Hitt er auðvitað rétt að
lögreglunni er engan veginn gert
kleift að stunda það fyrirbyggj-
andi starf sem henni ber í umferð-
inni og raunar er aödáunarvert
hvað umferðardeild lögreglunnar
getur áorkað með þeim mannafla
sem hún hefur. Svo er annað at-
riði að bílum hefur fjölgað um
helming frá hægri breytingunni
1968 og umferðarmannvirkin
hafa engan veginn fylgt þessari
aukningu. Víða erlendis sér mað-
ur umferðarmannvirki sem talin
eru nauðsynleg þegar bíiaflotinn
hefur stækkað. Hér er um heldur
einfaldari mannvirki að ræða og
allt þetta hlýtur að verða til þess
að eitthvað lætur undan."
— Má bæta fræðsluna?
„Mikil ósköp, þar verður að
gera stórátak. Við hér hjá Um-
ferðarráði önnum engan vegin
því hlutverki sem okkur er ætlað
Óli H. Þórðarson hjá Umferðar-
ráði: menn sinna ekki öðru en að
aka þegar setið er undir stýri.
og m.a. vegna fjárskorts horfum
við upp á að sinna ekki hlutum
sem við vitum að gætu komið í
veg fyrir þessa háu tíðni slysa. Þá
er einnig öruggt að ökukennslu
verður að taka afar föstum tökum
og okkar draumur er að koma á
fót skóla eða námskeiðum fyrir
ökukennara. Þeir eru misjafnir
eins og mennirnir eru margir og
þar má efalaust sitthvað betur
fara. Sama gildir um fræðslu fyrir
gangandi vegfarendur“.
— Að lokum Óli?
„Það má reikna með að um
50.000 bílar aki að jafnaði á gö-
tum Reykjavíkur. Hver þeirra er
um það bil 100 hestöfl! Þegar
menn stunda aksturinn með öllu
þessu afli eins og hverja aðra
aukavinnu þá getur ekki farið
öðru vísi en illa. Það er nefnilega
fullt starf að aka bifreið og menn
hafa ekki möguleika á að hugsa
um neitt annað meðan þeir sitja
undir stýri“, sagði Óli H. Þórðar-
son hjá Umferðarráði að lokum.
— v.
Guðmundur
Lögreglunni
varaleysið í
Hermannsson hjá
í Reykjavík: and-
umferðinni veldur
oftast slysunum.
Slysaaldan undanfarna daga í umferðinni
hefur vakið mikla athygli enda vandamál á
ferðinni sem alla hlýtur að varða. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík urðu
hvorki meira né minna en 138 árekstrar í
höfuðborginni dagana 15. september til 22.
september, eða á einni viku. Síðastliðinn
sólarhring urðu 19 umferðarslys, á mánudaginn
urðu 29 árekstrar og svona má lengi telja.
Tveirmenn hafalátist afvöldum
umferðarslysa síðan á föstudag og menn hljóta
Guðmundur
Hermannsson
aðstoðar-
yfirlögregluþjónn: