Þjóðviljinn - 24.09.1982, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.09.1982, Síða 9
Föstudagur 24. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 9 Asmundur Stefánsson forseti ASÍ: viljum auka samstarf og samheldni verkafólks í þessum löndum „íslensk verkalýðshreyfing hef- ur um margra ára skeið haft allgott samband við verkalýðsfélögin í Færeyjum þó ekki hafi verið um að ræða reglubundið og formlegt sam- starf, nema hvað fulltrúi færeyska sjómannasambandsins hefur í mörg ár setið þing ASÍ. Hins vegar hefur íslensk verkalýðshreyfing engin tengsl haft við Grænland í þessum efnum. Á síðasta þingi Alþýðusam- bandsins var gerð samþykkt þar sem hvatt var til samstarfs við verkalýðshreyfinguna í Grænlandi og Færeyjum. Um þessi mál var einnig fjallað á fundi sem fræðslu- strmbönd norrænu verkalýðs- hreyfinganna héldu með sér í Ölf- usborgum á síðastliðnu ári, þar sem rætt var um auðlindanýtingu í Atlantshafi. í kjölfar þess fundar ákváðu síðan verkalýðshreyfing- arnar í þessum 3 löndum í N- Atlantshafinu að ganga til formlegs samstarfs. í lok júlí í sumar héldum við Jens Lyberth formaður SIK á Grænlandi og Óli Jacobsen for- maður Föroya Fiskimannafelags í Færeyjum með okkur fund þar sem ákveðið var að efna til þessarar ráðstefnu í Fórshöfn." eiga sameiginleg áhugamál og einnig sameiginleg vandamál. Einnig hitt, sem skiptir miklu að af þessum sökum geta komið upp hagsmunaárekstrar milli okkar sem kallar á vettvang þar sem við getum borið saman bækur okkar. Svo er annað. Hér er urn iítil þjóðfélög að ræða sem á mörgum sviðum aðgreina sig frá öðrum þjóðum í Evrópu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við íslending- ar höfum gagn af því að kynnast viðhorfum sem uppi eru í Fær- eyjum og á Grænlandi en einnig er ljóst að við getum miðlað þeim af okkar reynslu á mörgum sviðum verkalýðsmála". Hvað með samstarf á sviði menn- ingarmála? „Það er einmitt ætlunin að leggja áherslu á þann þátt og var raunar strax byrjað á fundinum í Þórs- höfn, þar sem haldin var á vegum Listasafns Alþýðu, yfirlitssýning á íslenskri myndlist, sú fyrsta sem þar er haldin. Þá hafa Færeyingar sótt félagsmálaskóla Menningar- og fræðslusambands alþýðu, en það er ekki síst á sviði fræðslumála sem við getum miðlað félögum okkar í þessum tveimur löndum“. Drögum fisk úr sama sjónum Hvað er það sem verkafólk í þessum þremur löndum á sam- eiginlegt sem kallar á samstarf af þessu tagi? „Það er auðvitað ótal margt en aðalatriðið er þó það að við drög- um fisk upp úr sama sjónum. Við eigum öll líf okkar undir fiski og fiskvinnslu og skipulegri nýtingu auðlindanna í hafinu. Það hefur svo í för með sér að við hljótum að Margvíslegt sam- starf mögulegt Hvað var svo rætt á fundinum í Þórshöfn og hvaða drög hafa verið lögð að samstarfi? „Auk umræðna um stofnun Verkalýðshreyfingarinnar í Norð- ur-Atlantshafi, bárum við saman bækur okkar um mörg þau atriði sem verkalýðshreyfingarnar hafa verið að fjalla um. Meðal annars var rætt um atvinnuleysistrygging- ar, réttindi verkafólks í slysa- og Verkafólk á Grænlandi, Færeyjum og Islandi binst nýjum böndum: Á dögunum var í Færeyjum haldinn stofnfundur samtaka verkalýöshreyfinga í Færeyjum, íslandi og Grænlandi og var þessum félagsskap gefið nafniö Verkalýöshreyfingin í Norður-Atlantshafi, eins og greint hefur veriö frá í Þjóðviljanum. Viö gengum á fund Ás- mundar Stefánssonar forseta Alþýöusam- bands íslands, en hann satstofnfund samtakanna í Þórshöfn, og spurðum hann fyrst hver heföi verið aödragandinn að því aö þessi samtök verkafólks á norðurhjara væru stofnuð. V erkalýðshreyfingin í Norður-Atlantshafi Rætt við Ásmund Stefánsson forseta ASÍog stjómarmann íhinum nýju samtökum um tilgang þeirra og markmið veikindatilfellum og fleira. Þar kom einmitt í ljós að við höfum náð mun lengra en kollegar okkar í löndunum tveimur með margvísleg atriði sem standa utan beinna launataxta en veitir launamönnum meira öryggi ef eitthvað bregður út af. Á næsta fundi, sem haldinn verður á Grænlandi, er ætlunin að ræða ýtarlega um fiskverðsákvarð- anir og fleira sem tengist þeim málum“. Verður þetta samstarf í formi funda æðstu manna eða verður stuðlað að kynnum almenns launa- fólks í löndunum? „Það er mikill áhugi fyrir því að verkafólk geti átt þess kost að heimsækja félaga sína í öðrum löndum, og er í því sambandi verið að athuga með nánari kynni trún- aðarmanna á vinnustöðum við er- lenda starfsbræður. Þess má geta að sl. sumar fór hópur Vestfirðinga í heimsókn til Færeyja og kynnti sér fiskvinnslufyrirtækin þar og út- gerðarmál og voru allir á einu máli um gagnsenri slíkra ferða". Ólík samtök verkafólks I örstuttu máli, hvernig eru verkalýðshreyfingarnar í Fær- eyjum og Grænlandi byggðar upp? „Þessar þjóðir hafa nokkuð ann- að skipulag á sinni verkalýðshreyf- ingu heldur en við hér á Islandi. Á Grænlandi má segja að vinnumark- aðurinn skiptist á vissan hátt í tvennt. Annars vegar útsendir Danir sem njóta mun betri kjara en Grænlendingarogeru félagsmenn í dönsku verkalýðssamtökunum. Hins vegar innfæddir Grænlend- ingar. Þeir eru skipulagðir í einu sambandi, sem tekur til allrastarfs- greina og eru í því urn 8000 félags- menn. Sambandið heitir í græn- lensku Sulinermik Inuutissarsiut- eqartut Kattufia (SIK) sem við get- um kallað AlþýðUsamband Græn- lands. Þeir hafa komið sér upp mjög miðstýrðu samningakerfi, þar sem 5 manna framkvæmda- nefnd gerir alla kjarasamninga við atvinnurekendur og bera ekki einu sinni upp í atkvæðagreiðslu í félög- unum. Grænlendingar stefna að launajöfnuði þannig að allir njóti sömu launa fyrir sömu vinnu, jafnt Grænlendingar sem aðrir. Dönsku verkalýðssamtökin telja sér hins vegar skylt að tryggja að útsendir Danir njóti ekki verri kjara en þeir nytu í Danmörku. Áf þessum ástæðum hafa ýmis vandamál kom- ið upp í samskiptum dönsku og grænlensku samtakanna og er í því sambandi t.d. skemmst að minnast deilu loftskeytamanna á sl. vetri. í Færeyjunt eru hins vegar engin heildarsamtök á borð við ASÍ hér á landi. Þeirra stærsta félag er Verkamannasambandið sem telur um 7000 félaga og er það lang- stærstu samtökin með 30-40 stétt- arfélög. Utan við þessi stóru samtök eru svo sjálfstæð félög í Þórshöfn og Klakksvík með um 3000 félagsmenn. Þá er Sjómann- asambandið í Færeyjum með 3000 félaga og í Handverkarafelaginu, sem er félag iðnaðarmanna, eru um 1200 manns. Verkamannas- ambandið, Sjómannasambandið og Handverkarafeiagið eru stofn- telagar að Verkalýðshreyfingunni í Norður-Atlantshafi en félögin í Þórshöfn og Klakksvík áttu full- trúa á stofnfundinum og gerast trú- lega formlegir aðilar síðar". Hvað meö kostnað við þessi nýju samtök? Er stefnt að mikilli yfir- byggingu? „Nei, það er lítil hætta á slíku. Að minnsta kosti fyrst í stað verður hér aðeins um að ræða ársfundi og verður sá fyrsti haldinn á Græn- landi á næsta ári eins og áður sagði. Auk þess verður væntanlega unt að ræða upplýsingamiðlun og þess- háttar en um sérstaka skrifstofu og launað mannahald verður ekki að ræða. Skatturinn á hvern félaga í Alþýðusambandi íslands var á- kveðinn fyrsta árið um það bil ein íslensk króna þannig að viö erum varla að reisa okkur hurðarás um öxi“. Á fundinum í Þórshöfn var kjör- in 3ja manna samstarfsnefnd Verkalýðshreyfingarinnar í Norð- ur-Atlantshafi og fer hún með mál- efni samtakanna milli ársfunda. Hana skipa þeir Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ, Jens Lyberth formaður SIK á Grænlandi og Óli Jacobsen formaður Föroya Fiski- mannafelags. — v. Fulltrúarnir á stofnfundi hinna nýju samtaka verkafólks á norðurhjara þáðu kaffiboð félaga sinnaá Þvereyri á Suðurey. Samstarfsnefnd „Verkalýðshreyfingar í N-Atlantshafi“ svarar fyrirspurnum blaðamanna um samtökin: Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, Jens Lyberth, formaður SIK í Grænlandi, og Óli Jacobson, formaður Föroya Fiskimannafelags. (Ljósm. Snorri Konráðsson). W’Ái'OAT' ' f TlAMT íAU P ATf\(yA-fvf\f\j;j ^ jfei> iNÚu^uris- M kíu.s* 11 n

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.