Þjóðviljinn - 24.09.1982, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.09.1982, Qupperneq 11
Föstudagur 24. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIPA 11 íþrótftir Umsjón: Víðir Sigurösson V íkingur meistari Víkingar tryggðu sér Reykja- víkurmeistaratitilitm í meistara- flokki karla í handknattleik í gœr- kvöldi er þeir sigruðu Fram í loka- leik úrslitakeppninnar með 25 mörkum gegn 15. Sigur Víkinga var mjög öruggur, Framarar héngu í þeim framan af en um miðjan fyrri hálfleik fór að draga sundur með liðunum og Víkingar komust í 13 - 8fyrir leikhlé. Óskar Þorsteinsson 6 og Hörður Harðarson 4 voru mark- ahœstir Víkinga en Egill Jóhannes- son með 4 mörk hjá Fram. KR náði öðru sœti með sigri á Val, 22-16, Valur varð íþriðja og Fram í fjórða sœti. A myndinni til hliðar eru Reykjavíkurmeistarar Víkings. -VS Landskeppnin í badminton: Þau gerðu það sem þeim var uppálagt >5 „íslenska landsliðsfólkið gerði það sem því var uppálagt. Það var stefnt að því að sigra alla leiki með sem mestum mun. Það er erfitt að meta styrkleika liðsins eftir keppni við andstæðinga sem eru mun veikari, eins og raunin er með Grænlendinga og Færeyinga, en ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið eftir þessa landskeppni“, sagði Hrólfur Jónsson landsliðsþjálfari í badminton í samtali við Þjóðvilj- ann í gærkvöldi. f-,,‘ ■'i I. ■ Boniek meiddur Zbigniew Boniek, pólski knatt- spyrnusnillingurinn sem leikur með ítölsku meisturunum Juvent- us, tognaði illa á æfingu í gær. Hann missir því af næstu leikjum liðsins, meðal annars Evrópu- leiknum gegn dönsku meisturun- um Hvidovre á miðvikudag. Námskeið hjá KKÍ Körfuknattleikssamband ís- lands gengst fyrir A-stigs þjálfara- námskeiði í Hvassaleitisskóla í Reykjavík dagana 8.-10. október nk. Þá verður minniboltanámskeið á sama stað lO.október. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KKÍ, sími 85949. íslendingar unnu öruggan sigur í landskeppninni við Grænlendinga og Færeyinga í TBR-húsinu í gær- kvöldi. Island vann báða leikina 7 - 0 og tapaði ekki einni einustu lotu. Grænlendingar voru ívið erfiðari andstæðingar, einkum í einliðaleik og þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi höfðu þeir sigrað Færeyinga en þegar einum leik var ólokið var staðan 5-1 þeim grænlensku í hag. Það er Ijóst að þessar tvær þjóðir standa öðrum Norðurlanda- þjóðum nokkuð að baki í badmintoníþróttinni en það er sjálfsagt að halda uppi samskiptum við þær og því verður væntanlega haldið áfram í náinni framtíð. -VS Víkingur og FH, efstu liðin í 1. deild karla í handknattleik á síðasta keppnistímabili, mætast í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 14. Þetta er fyrsti leikur íslandsmeistara Víkings á nýbyrjuðu íslandsmóti en annar hjá FH. Hafnarfjarðarliðið vann Stjörnuna í opnunarlcik deildarinnar á Selfossi á miðvikudaginn með 26 ! mörkum gegn21. Á sama tíina leika Fram og Þróttur í Laugaradalshöllinni. KR mætir Stjörnunni í Höllinni kl. 14á sunnudag og á mánudagskvöldið verða tveir leikir kl. 20, Víkingur ogÍR í Höllinni og FH-Þrótturí Hafnarfirði. Það er skammt á milli leikja hjá liðunum, enda verða lciknar hvorki meira né minna en 26 umferðir í 1., og 2. deild í vetur. FH og Vík- ingur mætast þar á morgun íslandsmótið í handknattleik: Fjör í Firðinum? Þann 26. október verður heilum átta umferðum lokið í 1. deild og leikið nánast á hverjum degi fram að því. Þá kemur mánaðarhlé, helgað landsliðunum sem verða mjög í sviðsljósinu í vetur. Leikið að nýju í 1. deild frá 26. nóvember til 8. desember en þá verður hlé að nýju til 7. janúar. Tvöfaldi umferð, 14 leikjum á lið, verður lokið 23. janúar. Lokaundirbúningur lands- liðsins fyrir B-keppnina fer strax í gang eftir það en B-keppninni lýk- ur þann 6. niars. Lokakeppni 1. deildar hefst síð- an 18. mars. Þá leika fjögur efstu liðin um Islandsmeistaratitilinn en hin fjögur um fallið. Meistaraefnin byrja stigakeppni upp á nýtt en hin taka stigin með sér úr fyrri hlut- anum. Það lið sent er efst í 1. deild að 14 umferðum loknum hefur þegar tryggt sér sæti í IHF- Evrópukeppninni. Lokakeppnin tekur fjórar helg- ar, en um hverja helgi leika allir við alla. Þann 17. apríl eru síðustu leikirnir á dagskrá en þá er bikar- keppnin eftir. Úrslitaleikur hennar og endapunktur handknatt- leiksvertíðarinnar er áætlaður 30. apríl. Þessi mikla leikjafjölgun er at- hyglisverð tilraun hjá HSÍ og tím- inn verður að leiða í ljós hvort hún verður til þess að efla íslenskan handknattleik. Flestar Austur- Evrópuþjóðir nota þetta fyrirkom- ulag en íslendingar eru fyrsta Vestur-Evrópuþjóðin til að taka það upp. A tímabilinu nóvember- mars leikur A-landsliðið 27 lands- leiki svo álagið á okkar bestu hand- knattleiksmönnum verður gífur- legt. Hvort allt þetta skilar sér í betri handknattleik er spurning sem væntanlega verður hægt að svara að einhverju leyti næsta vor. Handknattleikur á íslandi: Fræðslumálin í lamasessi? en dómaramálin á uppleið Fræðslumál: í tíð Jóhanns Inga Gunnars- sonar var gert mjög gott átak í fræðslu fyrir þjálfara en frá því að hann lét af störfum sem landsliðs- þjálfari hefur lítið sem ekkert verið gert í fræðslumálum. Það má því segja að í dag séu þau í lamasessi. Afleiðingarnar eru þær að ekki eru til nægilega marg- ir vel menntaðir þjálfarar. Það hlýtur því að verða krafa félag-- anna til HSÍ að gert verði stór átak í þessum málum. Það verða að fást fleiri vel menntaðir þjálf- arar til starfa, ekki bara í meistar- aflokki karla, heldur fyrir sem flesta aldursflokka. Endurskipu- lagning þjálfaramála verður að hefjast sem allra fyrst. Dómaramál: Þessi mál hafa verið mikill höf- uðverkur en má segja að flestir Önnur grein Þorsteins Jóhannessonar um handknattleik á íslandi hafi örvænt um úrbætur í þeim málum. Þakka mátti fyrir ef dóm- ari með réttindi fékkst til þess að dæma leiki í yngri flokkunum. Á síðustu tveimur árum hefur á- standið batnað geysilega, þó að enn sé ýmislegt sem betur gæti farið. HKDR hefur gengið á undan með góðu fordæmi og lagt mikið í það að koma þessum mál- um í betra horf. Boðanir dómara á leiki eru orðnar mjög öruggar og algjörar undantekningar ef dómarar mæta ekki til leiks. Þó kemur fyrir að dómarar, sem settir hafa verið á leiki, boða for- föll of seint. Oftast lendir það á sömu mönnunum að hlaupa undir bagga, sem veldur því að of margir dómarar hætta áður en þeir ná því að verða 1. flokks dómarar. Mjög margir efnilegir dómarar hafa komið fram á síðustu árum. Boðar það bjartari tíð í dóm- gæslu, ásamt því að á síðasta HSÍ þingi voru samþykktar tillögur um greiðslur til dómara eftir gjaldskrá. Vonandi verður það til þess að dómarar leggi sig fram við undirbúning fyrir næsta keppnis- tímabil. Dómarar þurfa að sam- ræma túlkanir á reglunum, og koma sér í gott líkamlegt form. Eins væri mjög æskilegt að dóm- arar, þjálfarar og liðsstjórar kæmu saman áður en keppnis- tímabilið hæfist, til þess að ræða málin og skiptast á skoðunum, Dómgæsla hefur farið batnandi, og vonandi að félögin fái að meta störf þessara manna, og veita þeim umbun fyrir allan þann tíma sem þeir fórna til þess að leikir geti farið fram. Hvert steínir Hvað er framundan?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.