Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 2
2 SíÐAr^- ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. október 1982 „Við Palestínumenn erum orðnir gyðingar gyðinganna". (Abdakka Frangi talsmaður palestínsku frelsissamtakanna (PLO) í Vestur-Þýskalandi). Þeir eru leiðinlegir sumir þessir skemmtistaðir. Þegar fáir eru á stáðnum virðist allt tómt, en þeg- ar nógu margir eru þá er allt yfir- fulit. Vísindi á íslandi Umferðarþungi við Látrabjarg Árið 1979 var byrjað að þróa aðferð til þess að telja svartfugla í Látrabjargi, en bjargið er senni- lega mesta fjölbýli fugla í Norðaustur-Atlantshafi. Aðferð- in byggist á umferðartalningu, þ.e. reynt er að meta umferðar- þunga, ferðatíðni og hlutföll teg- unda. Alls eru rúmlega 2 milljónir svartfugla í Látrabjargi og er miklum erfiðleikum bundið að meta fjöldann með sæmilegri ná- kvæmni og fylgjast með breyting- um á fjölda sem verða kunna. Niðurstöður þær sem nú liggja fyrir úr umferðartalningum gefa góða von um að nota megi þessa aðferð framvegis í Látrabjargi og e.t.v. í öðrum mjög stórum fugla- björgum. Þú mátt aðeinsfarayfirá grænu Ijósi, en samt þarftu að hlusta og líta vel til beggja hliða áður en þú leggur af stað. Biskupsstofa rís í Laugarnesi Sem fyrr segir hafði Steingrím- ur Jónsson, áður sóknarprestur í Odda, nú verið vígður til biskups yfir íslandi. Hann kom frá vígslu í Danmörku 20. maí vorið 1825 og tók þá við embættinu. Biskup átti Laugarnes. Hann seldi stjórninni það en fékk hins vegar 12 þúsund dali til þess að koma þar upp bisk- upsíbúð og tók danskur smiður að sér verkið. Var svo hafist handa við bygginguna um sumarið. En það gekk ekki þrautalaust að koma upp biskupsstofunni fremur en dómkirkjunni, sællar minningar. Þegar grafið var fyrir húsinu kom upp vatn í grunnin- um og varð því að byrja á öðrum stað. Þegar þeir erfiðleikar höfðu svo verið yfirstignir kom í ljós, að viðir í húsið höfðu verið skakkt mátaðir og stefndi ekkert við það, sem vera átti. Með harðfylgi tókst þó að koma byggingunni upp að hálfu leyti um sumarið en þá voru 12 þúsund dalirnir líka á þrotum. Þótti Steingrími biskupi súrt í broti að verða að hýrast vetrarlangt í Reykjavík í stað þess að geta sest að í nýju húsi inni í Laugarnesi. Og ekki var hann heldur neitt ánægður yfir því að þurfa að leita til konungs á ný um fjárstyrk til byggingarinn- ar, „þótti ei örvænt urn að miður kynni virt verða“, segir Espólín. Svo fór þó, á leið sumarið 1826 að svo langt var komið bygging- unni í Laugarnesi, að biskup gat sest þar að með fjölskyldu sína og búslóð en búslóðin var allmikil því biskup hafði efnast vel í Odda. Var Laugarnes síðan bisk- upssetur hartnær 30 árin næstu. mhg -Ég ér búinn að vera hjá út- varpinu í 40 ár. Kom hingað í september 1942, þá vorum við til húsa í Landssímahúsinu. Við sitjum sitthvorumegin við stórt skrifborð í þröngu herbergi uppi á sjöttu hæð í Útvarpshúsinu við Skúlagötu. Það er ekki hægt að segja annað en Jón Sigbjörns- son hafi fallegt útsýni af skrif- stofu sinni, en sjálfsagt hefur honum gefist lítill tími til að huga að því í amstri hversdagsins á liðnum árum. Jón er yfirmaður tæknideildar útvarpsins og sá starfsmaður bess sem á bar ■/.„ «ohiárn«nn- Fínrir mrnn sáu bá um unntökur oe útsendinear, nú erum við um 22 hérna á Mynd-gel. koma tækjunum fyrir aftur, áður en útsending átti að hefjast. Það hellirigndi en okkur tókst að koma þessu í lag pg senda beint út um allt land. Útsendingin var tekin upp á grammófónplötur um leið, og við eigum þær enn til. -Hvað tekur við hjá mér? Ég ætla að vinna eitthvað áfram. Menn hafa talað um að safna saman gömlum gripum sem tengjast sögu Ríkisútvarpsins.. Koma upp einhvers konar sögus- afni í nýju byggingunni. Ég veit ekki hvort ég fer eitthvaö'aö huga að því. Það gæti meira en verið. -•g- lengstan starfsaldur. Þessa dag- ana er hann að láta af störfum í tæknideildinni. -Ég hafði fengist við rafvirkjun _ þegar ég byrjaði hjá útvarpinu og ' var því settur til starfa í viðtækja- verksmiðjunni. Þar settum við saman útvarpstæki fyrir skip og sveitabæi. Það var heilmikið að i gera því nær ekkert var flutt inn j af þessum tækjum á stríðsár- unum. -Tæknideildin? Hún var ekki stór í sniðum þá, enda lítið um upptökur. Það var helst söngur sem tekinn var upp á grammo- fónplötur, allt annað var sent beint út í loftið. Fjórir menn sáu þá um upptökur og útsendingar, jwu »*JU*** tæknideildinni“. nú erum við um 22 hérna á tækni- deildinni. Síminn hringir stöðugt og tæknimenn eru á hlaupum inn og út af skrifstofunni hjá Jóni. Hann afgreiðir öll mál jafnóðum og tekur síðan upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Það hefur orðið mikil endur- nýjun hér á síðustu tveimur árum. Þetta hefur mikið breyst. Jú, vinnan hefur líka breyst mik- ið. Áður var nær allt sent beint út, núna er nær allt tekið upp á bönd. Unnið frá átta á morgnana til sjö á kvöldin alla daga vikunn- ar nema sunnudaga. -Erfitt? Jú, við unnum og vinn- um enn oft á tíðum við slæmar aðstæður. Húsið er til að mynda algerlega óviðunandi, það horfir þó til bóta. —Eitt það versta sem ég lenti í er sjálfsagt lýðveldishátíðin 1944. Við fórum til Þingvalla viku fyrir 17. júní til að gera allt klárt, því það átti að útvarpa beint frá há- tíðarhöldunum. Er við vorum passlega búnir að ganga frá öllu, gerði alveg snarvitlaust veður aðfararnótt 17. Öll uppsetningin fauk burt um nóttina, og við urð- um að fara upp kl. 5 og reyna að Rabbaö við Jón á tœknideildinni: „Fauk allt um nóttina”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.