Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. október 1982 ALOÝÐUBANDALAGIO Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur _ Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn n.k. ' þriðjudagskvöld, 5. október. Fundurinn verður haldinn að Strandgötu 41 (Skálanum) og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson mæta á fundinn og ræða stjórnmálaástandið. 4. Önnur mál. Geir Svavar Kaffi á könnunni. Félagar fjöl- mennið. Alþýðubandalagið í Kópavogi - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi, verður haldinn miðvikudaginn 6. október nk. í Þinghóli og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf: a) skýrsla fráf. stjórnar, b) reikningar starfsársins, c) kosning blaðnefndar „Kópavogs", d) kosning fulltrúa í bæjarmálaráð, e) kosn- ing blaðnefndar „Kópavogs“, f) kosning Björn Heiðrún fulltrúa í kjördæmisráð, g) kosning full- trúa á flokksráðsfund, h) tekin ákvörðun um félagsgjald næsta starfsár. 2. Bæjarmál! Bæjarfulltrúarnir Björn Ólafsson og Heiðrún Sverrisdóttir segja frá því markverðasta á sviði bæjarmálanna á hinu nýbyrjaða kjör- t ímabili. 3. Önnur mál. Félagar, sem enn eiga ógreidd félagsgjöld, eru vinsamlegast beðnir um að gera skil á þeim á skrifstofu félagsins en hún verður sérstaklega opin í því skyni laugard. 2. okt. kl. 14 - 16 og sunnud. 3- okt. kl. 13 - 17. , Félagar, vetrarstarfið er þegar hafið. Það hófst með ágætum fundi 20. sept. sl. um stjórnmálaviðhorfið og þá gengu inn nokkrir nýir félagar. - Fjölmennum á aðalfundinn - Kaffiveitingar - Stjórnin. AlþýðubandalagiÖ í Borgarnesi og nærsveitum - Félagsfundur Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan fé- lagsfund fimmtudaginn 7. október n.k. í Hótel Borgarnesi. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Starfið framundan. 3. Stjórnmálaviðhorfið, fram- sögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson. - Stjórnin. Skúli Svavar Kjördæmisráðstefna á Norðurlandi vestra Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verður haldinn 9.-10. október n.k. í Suðurgötu 10 Siglufirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. október. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Stjórn- málaástandið. 3. Undirbúningur næstu kostninga. 4. Önnur mál. -Stjórn kjördæmisráðsins Alþýðubandalagið Akranesi - Bæjarmálaráð Bæjarmálaráðsfundur verður n.k. mánudag 11. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: Greint frá störfum atvinnumálanefndar, félagsmálaráðs og náttúruverndarnefndar. Umræður. - Stjórnin. Landráðstefna ÆNAB 1982 Undirbúningsstarf er hafið. Starfshópur um stöðu ungs fólks í verkalýðs- hreyfingunni heldur fund miðvikudag 6. okt kl. 18.00 að Grettisgötu 3. Fjölmennið. ÆNAB Kosið til Kirkjuþings Yfir standa nú kosningar til Kirkjuþings samkv. lögum nr. 48. frá 11. mai 1982 um kirkjuþing og kirkjuráö islensku þjóökirkj- unnar. Kjörstjórn hefur nú sent út kjörgögn til þeirra, sem kosn- ingarétt eiga. Eru þaö yfir 1.100 leikmenn, sem kjósa 9 þingfull- trúa í 8 kjördæmum og yfir 120 prestlæröir menn sem einnig kjósa 9 þingfulltrúa i sömu 8 kjör- dæmum. Þess utan kjósa svo kennarar guöfræöideildar Há- skólans einn fulltrúa og guöfræö- ingar i föstum störfum á vegum þjóökirkjunnar annan. Atkvæöi eiga aö vera komin i hendur kjörstjórnar fyrir 6. okt. 1982. — mhg Rómanska Framhald af 6. siöu. Bólivíu, sem þrátt fyrir hið ömur- lega efnahagsástand í landinu virðist vel skipulagt, er víst með að standa fast gegn skilmálum Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins og sama gildir um fleiri lönd. Stjórnir Mex- íkó og Brasilíu hafa báðar varpað ábyrgðinni á hina slæmu greiðslu- stöðu ríkja álfunnar að hluta til á hin óréttlátu skipti, sem nú við- gangast í heiminum á milli norðurs- ins og suðursins. Egypski hagfræðiprófessorinn Samir Amin sagði nýverið í Stokk- hólmi, að það væri stefna Aljóða- bankans og Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins að veita þróunarlöndun- um aðstoð til þess að halda nefinu upp úr vatninu þannig að þær gætu haldið áfram að brjóta ódýran málm fyrir fjölþjóðafyrirtækin. Vandamál þessara ríkja má hins vegar rekja til þess, hversu einhliða þau eru háð heimsmarkaðnum sem hráefnisframleiðendur þar sem misrétti ríkir bæði í verðlagningu og verkaskiptingu, sagði Amin. Spurningin, sem Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn og hinir alþjóðlegu lánardrottnar og fjölþjóðahringir standa frammi fyrir í Rómönsku Ameríku er í rauninni sú, hversu lengi sé hægt að blóðmjólka kúna án þess að hið efnahagslega tangar- hald, sem þeir hafa á álfunni gangi þeim úr greipum. (ólg. tók saman). — HVAÐ MEÐ ÞIG Hvenær "/J byrjaðir þú llX™ •— Alþýðubandalagið í Reykjavík Efnahagskerfið á íslandi Er umfjöllunarefni annars fundarins í fundaröð ABR um efnahagsmál. Fundujinn er haldinn fimm- tudaginn 7. október í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27. Hefst hann kl. 20:30. Frummælandi á fundinum er: Þröstur Ólafsson Stjórn ABR Félagar og stuðningsmenn fjölmennið Þröstur ALÞÝDUBANDALAGIÐ Skúli Engilbert Kristjón Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestur- landi - Ráðstefna um dreifbýlismál Ráðstefna um dreifbýlismál verður haldin laugardag og sunnudag, 9.-10. október, í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Laugardagur kl. 14.00-19: Samgöngumál: Málshefjandi Skúli Alexandersson. Orkumál: Málshefjandi Kristjón Sigurðsson. Laugardag kl. 21.00 -kvöldvaka Sunnudagur kl. 13.00-18.00 Skólamál: Málshefjandi Epgilbert Guðmundsson. Atvinnumál: Málshefjandi Halldór Brynjúlfsson. Fólki skal bent á að taka með sér svefnpoka. Stjórn Kjördæmisráðs hvetur allt Alþýðubandalagsfólk til að fjölmenna til ráðstefnunnar. Allar frekari upplýsingar í síma 8811 - Stjórn kjördæm- isráðs Styrkir til náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórn- völdum að boðnir eru fram eftirtaldir styrkir handa íslending- um til náms og rannsóknarstarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi á námsárinu 1983-84: 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1983. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rann- sóknastarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 30. október n.k. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 30. september 1982. Atvinna Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða ritara. Starfið erfólgið í vélritun og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun, aldur og fyrri störf send- ist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýju viö andlát og útför eiginmanns míris, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa Harðar Hafliðasonar Grundargerði 22 og heiðruðu minningu hans. Ingibjörg Árnadóttir Auður Harðardóttir Þorvaldur Árnason Guðrún Harðardóttir Hafliði Bárður Hafliðason Björk Harðardóttir Kristjana Guðfinnsdóttir og barnabörn Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, María Bára Frímannsdóttir, til heimilis að Holtsgötu 19, Njarðvík, lést sunnudaginn 3. okt. 1982. Alfred Georg Alfredsson Hervör Lúðvíksdóttir Óskar Guðjónsson Erna Lína Alfredsdóttir Bjarni Kristjánsson Kristín Bára Alfredsdóttir Þórður Ólafsson Alfred G. Alfredsson jr. og barnabörn Móðursystir okkar Sigrún Friðriksdóttir er andaðist 30. september, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 7. október kl. 15. Sigurlaug Þ. Ottesen og systur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.