Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. október 1982
iþróttir
Umsjón:
Viðir Sigurðsson
Enska knattspyrnan:
Skallamark D’Avray
skellti meisturunum
Liverpool heldur þó forystunni í 1. deild
Þar kom að því að Englandsmeistarar Liverpool töpuðu leik. Á laugar-
dag sóttu þeir Ipswich heim á Portman Road og máttu þar þola sinn fyrsta
ósigur á keppnistímabilinu. Leikurinn var jafn lengi vel en Ipswich lék
betur í síðari hálfleik og sigurinn var verðskuldaður. Markið kom þó seint,
aðeins fimm mínútum fyrir leikslok skallaði hinn suður-afríski Mich
D’Avray glæsilega í mark og tryggði Ipswich sinn annan sigur í röð eftir
herfilega byrjun í deildinni. Ipswich lék án Paul Mariner og Alan Bra/il en
það kom ekki að sök.
Úrslit í tveimur eftsu deildunum
á Englandi á laugardag:
1. deild:
Arsenal - West Ham 2-3
Birmingham-Watford 1-1
Everton- Brighton 2-2
Ipswich - Liverpool 1-0
Luton-Manch.United 1-1
Manch.City- Coventry 3-2
Nottingham For. - Stoke 1-0
Southampton — Notts County 1-0
Sunderland - Norwich 4-1
2-0
W.B.A.-Aston Villa 1-0
2. deild
Barnsley - Fulham 4-3
Blackburn - Sheff ield Wed 2-3
Bolton-Crystal Palace 1-0
Carlisle-Wolves 0-2
Charlton - Derby County 1-1
Chelsea - Grimsby 5-2
Leeds - Cambridge 2-1
Middlesboro- Oldham 1-1
Q.P.R.-Burnley 3-2
Rotherham- Newcastle 1-5
Shrewsbury - Leicester 0-2
Justin Fashanu er í
láni hjá Southam-
pton frá Notting-
ham Forest og hefur
skorað sigurmörkin
í báðum sigur-
leikjum Southam-
pton í 1. deildinni til
þessa.
Liverpool heldur þó forystunni
því Watford og Manchester United
geröu bæöi jafntefli. Watford
stefndi þó í sigur í Birmingham
eftir aö Luther Blissett haföi
skorað snemma leiks en Kevin
Summerfield, stuttu kominn frá
nágrönnunum WBA, jafnaði
skömmu fyrir leikslok eftir að hafa
komið inná sem varamaður.
Man.Utd náði einnig snemma
forystu í Lutön með marki Ashley
Grimes, en Ricky Hill náði að
jafna með skaila um miðján síðari
hálfleik.
West Ham er komið í toppbar-
áttuna og kemur það engum á
óvart. Francois van der Elst, Paul
Goddard og Alvin Martin skoruðu
fyrir liðið á Highbury en Brian Tal-
bot og Paul Davis fyrir Arsenal
sem blandar sér í fallbaráttu með
þessu áframhaldi.
Swansea lifnaði við gegn Totten-
ham eftir slaka leiki að undanförnu
og Max Thompson og Bob Latch-
ford skoruðu mörk velsku bikar-
meistaranna gegn ensku bikar-
meisturunum.
Garry Birtles á hvergi heima
nema hjá Nottingham Forest, þar
skorar hann reglulega. Hann sá um
sigurmarkið gegn Stoke eftir
klukkustundar leik.
Þrjá knetti þurfti til að ljúka leik
Man.City og Coventry. Sá fyrsti
sprakk, annar aflagaðist en sá
þriðji entist út leikinn. Graham
Baker, Tommy Caton og David
Cross skoruðu fyrir City en Jim
Melrose og Garry Thompson fyrir
Coventry.
Það var gífurleg barátta í leik
nágrannanna WBA og Aston Villa
'og Nicky Cross tókst að skora
t sigurmark WB A í síðari hálfleik og
'stöðvaði þar með fjögurra leikja
sigurgöngu Evrópumeistaranna.
Miklar sveiflur hjá Sunderland,
síðast 0-8 tap gegn Watford og nú
4- 1 sigur á Norwich. Gary Rowell
2, Ally McCoist og John Cooke
skoruðu fyrir Sunderland en Dave
Bennett eina mark Nowich sem á
erfiðan vetur framundan.
Justin Fashanu skoraði sigur-
mark Southampton gegn Notts Co-
unty en í lið Southampton vantaði
þá Steve Moran og Mark Wright
sem eru í höndum sænskra yfir-
valda eftir að hafa fengið á sig
nauðgunarákæru þar í landi eftir
Evrópuleik Southampton í Norr-
köping síðasta miðvikudag. Svíar
vilja einnig koma höndum yfir Ste-
ve Williams og Peter Wells af sömu
ástæðu.
Adrian Heath og Billy Wright
skoruðu fyrir E.verton en Mick Ro-
binson og Jimmy Case fyrir Brig-
hton. Fyrstu mörk Robinson og
Case á keppnistímabilinu en þeir
eru vanir að vera drjúgir upp við
mark andstæðinganna.
Keegan
skoraði 4!
Kevin Keegan, fyrrum fyrirliði
enska landsliðsins, skoraði fjögur
mörk þegar Newcastle sigraði Rot-
herham5-l á útivelli í2. deildinni.
Terry McDermott lék sinn fyrsta
leik fyrir Newcastle eftir söluna frá
Liverpool og átti stóran þátt í sigr-
inum.
Lincoln City er í efsta sæti 3.
Staðan:
1. deild:
Liverpool............8 5 2 19-7 17
Manch.United........8 5 2 1 14-6 17
Watford.............8 5 1 2 20-6 16
WestHam.............8 5 1 2 18-8 16
W.B.A...............8 5 0 3 16-9 15
Manch.City.........8 5 0 3 10-10 15
Tottenham..........8 4 1 3 17-11 13
StokeCity..........8 4 1 3 17-14 13
' Aston Villa.......8 4 0 4 12-12 12
Nott.Forest........8 4 0 4 14-16 12
Brighton...........8 3 2 3 8-19 11
LutonTown..........8 2 4 2 21-19 10
CoventryCity.......8 3 14 10-11 10
SwanseaCity........8 3 14 10-12 10
Sunderland.........8 3 1 4 11-16 10
IpswichTown.........8 2 3 3 14-11 9
Everton.............8 2 2 4 14-13 8
Arsenal..............8 2 2 4 8-9 8
NottsCounty..........8 2 2 4 6-16 8
Southampton..........8 21 54-187
NorwichCity........8 1 3 4 11-17 6
Birmingham...........8 1 2 5 4-19 4
2. deild:
Wolves..............8 6 2 0 14-1 20
GrimsbyTown.........8 6 1 1 19-9 19
Sheffield Wed.....8 6 0 2 21-13 18
Q-P.R..............9 5 2 2 12-8 17
Fulham............8 4 2 2 17-12 14
LeedsUnited.........7 4 2 1 11-8 14
Chelsea.............8 3 3 2 12-8 12
Barnsley............7 3 3 1 11-9 12
Crystal Palace......8 3 3 2 11-9 12
Newcastle.........8 3 2 3 13-11 11
Leicester...........8 3 14 14-9 10
Oldham..............8 2 4 2 9-10 10
Carlisle..........8 3 14 15-19 10
Shrewsbury..........8 3 0 5 7-11 9
Blackburn...........8 3 0 5 12-17 9
Rotherham...........8 2 3 3 10-15 9
Charlton............8 2 2 4 10-16 8
Burnley............7 2 14 12-12 7
Bolton...............8 2 1 5 7-13 7
Cambridge............9 1 2 6 9-16 5
DerbyCounty..........7 1 2 4 6-13 5
Middlesboro..........8 0 3 5 7-21 3
Slegist í
Firðinum
Keppni í 1. deild kvenna í
handknatteleik hófst um helgina
og voru fjórir leikir á dagskrá.
Nýliðar Þórs frá Akureyri léku
syðra við Fram og FH og máttu
þola stórtöp í báðum leikjum,
25-11 gegn Fram og 24-12 gegn
Íslandsmeisturum FH. Valur
sigraði KR 13-9 og Haukar og
Víkingur gerðu jafntefli, 13-13, í
miklum slagsmálaleik í Hafnar-
firði.______________- VS
Grótta á
toppinn
Nýliðar Gróttu tóku forystuna í
2. deild karla í handknattleik á
sunnudag er þeir sigruðu
Breiðablik 22-21 að Varmá.
Önnur úrslit um helgina: KA-
Haukar 25-23, Þór Ve,-
Afturelding 20-20 og Ármann-
HK 20-20.
Staðan í 2. deild:
Grótta.......2 2 0 0 51-44 4
Afturelding..3 1 2 0 52-51 4
ÞórVe.......4 12 1 81-85 4
Breiðablik...3 1 1 1 62-59 3
HK...........3 1 1 1 59-57 3
Ármann.......3 0 3 0 55-r55 3
KA...........3 1 1 1 64-65 3
Haukar.......3 0 0 3 57-65 0
deiidar með 18 stig. Oxford hefur
17, Cardiff lóogSouthend 15. Tor-
quay 17, Wimbledon og Scunt-
horpe 16 hvort eru efst í 4. deild en
Bristol City, 1. deildarlið fyrir,
þremur árum, er í þriðja neðsta j
sæti með aðeins fimm stig.
Blökkumennirnir Luther Blis-'
sett hjá Watford og Brian Stein,
Luton, eru markahæstir í 1. deild
með 8 mörk hvor en Bob Latch-
ford, Swansea, kemur næstur með
6.
Jóhannes
skoraði
Jóhannes Eðvaldsson skoraði:
mark fyrir Motherwell í skosku
úrvalsdeildinni á laugardag, en það
dugði ekki til því Aberdeen sigraði
2 - 1. Motherwell er neðst
deildinni með eitt stig en Celtic er á
toppnum með 9 stig.
-VS
Lítill varnarieikur og
mark á mínútu
Það hefur oft sést betri varnarleikur í Laugardalshöllinni en á laugarag-
inn þegar Fram og FH léku þar í 1. dcild karla í handknattleik. Mikið
skorað, nánast mark á mínútu, og að auki vörðu markmenn liðanna,
sérstaklega Sverrir í FH-markinu ágætlega. Þegar upp var staðið úr
stórskotahríðinni skildu níu mörk liðin að, FH sigraði með 34 mörkum
gegn 25.
Framarar héldu í við FH-inga
framan af og sýndu þá sitt besta til
þessa á íslandsmótinu.Vendipunkt-
urinn í leiknum var þegar staðan
breyttist úr 9:8 fyrir Fram í 13:9
fyrirFH. Allt jafnvægi hvarfúrleik
Framara og þeir voru aldrei líklegir
til afreka eftir það. í hálfleik var
staðan 17:12, FH í hag en síðari
hálfleikurinn var ansi sveiflukenn-
dur framan af. 20:13, 20:17, og
25:17 og FH komst í 27:18 en eftir
það var iífinu tekið með ró og yngri
mönnum gefið tækifæri á að
spreyta sig. Þeir skiluðu sínu, níu
marka munurinn hélst til leiksloka,
35:24.
Sigur í léttara lagi hjá FH en
framan af gerðu menn sig seka um
ýmis mistök, bæði í vörn og sókn,
og þurftu virkilega að hafa fyrir
hlutunum til að ná afgerandi for-
ystu. Kristján Arason skoraði
nokkur falleg mörk og var marka-
hæstur að vanda með 8 mörk.
Hann var þó tekinn úr umferð
lengst af og sat síðan á bekknum
góða stund í síðari hálfleik. Guð
jón Guðmundsson vakti nokkra
athygli og er góður liðsauki fyrir
Hafnarfjarðarliðið. Hann skoraði
6 mörk, Guðmundur Magnússon
og Pálmi Jónsson 5 hvor.
i Framarar virðast ekki getað
haldið einbeitingu heilan hálfleik,
hvað þá meira, en þó sjást æ meiri
bata merki á liðinu með hverjum
leik. Sóknin er einum of ráðleysis-
leg en því ætti að vera hægt að <
kippa í lag því skytturnar eru fyrir
hendi. Hannes Leifsson, Erlendur
Davíðsson og Hermann Björnsson
voru bestu menn liðsins en Hannes
og Dagur Jónasson skoruðu 5
mörk hvor, Hermann og Egill Jó-
hannesson 4 hvor.
- VS
Valur Ingimundarsun, Njarðvík, teygir sig
lengra en Doug Kitzinger Framari. Mynd: -eik
Þriðjudagur 5. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttir
Umsjón:
VíöirSigurðssQn
Þróttarar hrundu
í síðari hálfleik
Þróttarar mega taka sig verulega á ef þeir eiga að ftomast í hóp þeirra
tjögurra liða sem munu berjast um íslandsmeistaratitilinn í handknattlcik.
Tveir tapleikir í röð gegn hættulegum keppinautum, KR, og Val og það
með slíkum mun, 10 og 9 mörkum, að stefnir í.vandræði.
Á laugardaginn, stuttu eftir slæman dag gegn KR-ingum féll allur leikur
liðsins saman eftir allgóðan fyrri hálfleik. Það er greinilegt að rnikil
blóðtaka var að missa Sigurð Sveinsson og bróðir lians Guðmund Sveins-
son kemur hvergi nærri til með að fylla hans skarð, hefur þess utan leikið
illa meiddur í tveim síðustu leikjum, en komist furðanlega vel frá hlutverki
sínu. Leikur Þróttar á laugardaginn einkenndist af slakri markvörslu,
engri ógnun í hornum og línu og lánlausum sóknaraðgerðum.
Fyrri hálfleikur var þó þokkalega leikinn af Þróttara hálfu. Valsmenn
skoruðu þrjú fyrstu mörkin, en Þróttarar voru fljótir að jafna. Síðan
einkenndist seinni partur hálfleiksins af mikilli baráttu, staðan í liléi jöfn
9:9.
I síðari hálfleik hrundi leikur Þróttar. Þeir áttu fyrsta orðið með marki
Ólafs H. Jónssonar, síðan jafnaðist staðan en þegar leikar stóðu 12:12
skoruðu Valsmenn fjögur mörk í röð og gerðu beinlínis út um leikinn.
Lokatölur urðu 23:14.
Valsmenn misstu Brynjar Harðarson út af undir lok seinni hálfleiks illa
meiddan á fæti, en óbrotinn, en við það kom Þorbjörn Guðmundsson,
sem átti ágætan leik, nieira inn í myndina. Theódór Guðfinnsson átti
stórgóðan leik og er orðinn geysilega sterkur hornanraður og í markinu
varði Einar Þorvarðarson geysilega vel. Það var eftirtektarvert að eftir að
Valsmenn náðu hinu mikla forskoti sínu slökuðu þeir aldrei á og létu
Þróttara ekki komast upp með neinn moðreyk.
Mörk Vals: Theódór 7, Þorbjörn 4, Jákob 3, Júlíus 3, Brynjar 2, Jón
Pétur 2, Gunnar og Þorbjörn Jensen eitt rnark hvor. Mörk Þróttar:
Guðmundur Sveinsson 5 (misnotaði þrjú vítaköst), Konráð 5, Páll 3, Gísli
og Ólafur H. Jónsson eitt mark hvor.
- hól.
Staðan:
Staðan í 1. deild karla í hand-
knattleik eftir léiki helgarinnar:
Markhæstir:
FH ....
KR....
Valur
Víkingur
Þróttur.
Stjarnan
Fram....
ÍR...
...4
....4
....4
...3
...3
106-83 6
85-67 6
81-68 6
82-78 6
72-82 4
79-83 2
58-80 0
45-67 0
Kristján Arason, FH.............31
Eyjólfur Bragason, Stjörnu.......30
Anders Dahl Nlelsen, KR..........19
Pálmi Jónsson, FH...............19
Alfreð Gíslason, KR..............18
GuðmundurSveinsson, Þrótti.......18
ÓttarMathiesen, FH...............18
Fram og ÍR leika í Laugardals-
höllinni í kvöld kl. 20.
Sá nýi skor-
aði 42 stig
Leikur Fram og Njarðvíkur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á
laugardaginn leiddi í ljós að bæði þessi lið, scm voru í tveimur efstu
sætum deildarinnar í fyrra, eiga nokkuð í land með að ná sama styrk-
leika og þá. Bæði söknuðu góðra leikmanna, einkum Frainarar, og það
voru íslandsmeistarar Njarðvíkur sem sýndu heilsteyptari leik og
sigruðu nokkuð örugglega með 80 stigum gegn 71.
Fram komst fljótlega í 12-4 en Njarðvíkingar jöfnuðu og komust yfir,
inest 25-20, en í hálflcik var staðan jöfn, 37-37. Upphafsmínútur síðari
hálfieiks gerðu síðan útslagið, Njarðvík komst í 49-43 og síðan 59-49 og
þar með var grunnurinn lagður. Framarar minnkuðu muninn í 73-68
þegar stutt var eftir en nær komust þeir ekki og níu stigum munaði í
lokin.
Njarðvikingar hafa niisst landsliðsmiðherjann Jónas Jóhanncsson en
nýi Kaninn, Alex Gilbert, er öfiugur miðherji og ótrúlega snöggur.
Ilann skoraði drjúgt, 32 stig, en auk hans áttu Árni Lárusson og
Gunnar Þorvarðarson bestan leik. Valur Ingimundarson átti ágæta
kafia. Árni skoraði 15 stig, Valur 14 og Gunnar 12.
Framarar söknuðu Símonar Ólafssonar illilcga en hann tognaði á
fæti á æfingu og verður frá keppni fyrst um sinn. Að auki vantar þá
Viðar Þorkelsson og Guðstein Ingimarsson og breiddin því lítil. Þeirra
nýi Kani, Doug Kitzinger, var allt í öllu í sóknarleiknum og skoraði
bróðurpart stiganna, eða 42. Þorvaldur Geirsson lék ágætlega og
skoraði 14 en Ömar Þráinsson kom næstur með 7.
-VS.
52 stig Johnson
dugðu ekki á ÍBK
Keflvíkingar fara vel af stað á þeirra fyrsta keppnistímabili í úrvals-
deildinni í körfuknattleik. Á föstudagskvöldið fengu þeir KR-inga í
heimsókn suður í Keflavík og sigruðu þá sannfærandi ineð 111 stigum
gegn 94. í hálflcik var staðan 56-42 ÍBK í hag.
Keflvíkingar héldu sínu striki í síöari hálfleik og voru tvívegis 22
stigum yfir, 91-69 og 101-79. KR saxaði aðeins á forystu þeirra undir
lokin en öruggur sigur Keflvíkinga var staðreynd.
Tim Higgins 30, Jón Kr. Gíslason 23, Þorsteinn Bjarnason 20 og
Axel Nikulásson 16 skoruðu mest fyrir Keflavík en Stu Johnson 52,
Páll Kolbeinsson 14 og Jón Sigurðsson fyrir KR sem er með ungt lið og
blandar sér tæplega í toppbaráttuna í vetur.
"“VS*
Ragnar Hermannsson, hinn efnilegi hornamaður úr KR, lyftir sér inn í teiginn og skorar án þess að Einar
Þorvarðarson, landsliðsmarkvörður úr Val, fái nokkruni vörnum við komið ■ leik liðanna í gærkvöldi.
Mynd: -gel
Góð liðsheild hjá
V esturb æj arliðinu
KR vann sannfærandi sigur á
Val, 21 - 16, í 1. deild karla í
handknattleik í gærkvöldi.
Leikurinn var jafn frainan af en
um miðbik síðari hálfieiks sigl-
du KR-ingar framúr og eftir
það höfðu þeir leikinn í hendi
i sér. Valsmenn urðu því síðastir
Tim Dwyer er byrjaður að láta
að sér kveða í úrvalsdcildinni á
ný-
Öruggur
sigur
hjá
Val
Valsmenn sigruðu ÍR-inga
nokkur örugglega, 82:68, í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik á
sunnudagskvöldið. Leikurinn var
jafn framan af en síðan komust
Valsmenn framúr og höfðu tíu
stig yfir í hálfieik, 39-29.
I síðari hálfleiknum komst
sigur Valsmanna aldrei í verulega
hættu og fjórtán stig skildu liðin
að í leikslok. Tim Dwyer er kom-
inn til Valsmanna á ný og var stig-
ahæstur með 27 stig. Ríkharður
Hrafnkelsson skoraði 18 og Torfi
Magnússon 12. Hjá ÍR bar mest á
Kristni Jörundssyni sem skoraði
17 stig en Ragnar Torfason kom
næstur með 14.
-VS
liða í deildinni til að tapa leik og
nú eru fjögur lið jöfn með 6 stig,
ekki ólíklegt að það verði ein-
mitt þau tjögur sem berjist um
íslandsmeistaratitilinn í vor.
Leikurinn var hnífjafn fram í síð-
ari hálfleik en í leikhléi voru KR-
ingaryfir, 10-9. Aldrei hafði mun-
að meiru en tveimur mörkum en
þegar KR breytti stöðunni úr 13 -
12 í 16 - 12 voru úrslitin nánast
korriin á hreint. Valur minnkaði
muninn að vísu í 18 - 15 en KR
svaraði með þremur, 21 - 15, en
Steindór Gunnarsson átti síðasta
orðið fyrir Val með snyrtilegu
marki af línunni.
Þetta var sigur liðsheildarinnar
hjá KR og til niarks uni það
skoruðu allir útispilararnir.
Anders Dahl stjórnaði spilinu, Al-
freð Gíslason alltaf ógnandi í sókn-
inni, Ragnar Hermannsson
skoraði lagleg mörk úr horninu,
Jóhannes Stefánsson virkur á lín-
unni, Friðrik Þorbjörnsson sterkur
í vörninni, Jens Einarsson góður í
markinu í síðari hálfleik og aðrir
stóðu vel fyrir sínu. Alfreð skoraði
5 mörk, Haukur Geirmundsson 4
og Ragnar þrjú.
Vörnin var sterkasti þátturinn í
leik Vals og í sókninni lék Jón Pét-
ur Jónsson ntjög vel. Einar Þorvar-
ðarson sótti sig í markinu í síðari
hálfleik og Gunnar Lúðvíksson var
frískur. Jón Pétur skoraði 6 niörk,
Gunnar 4 og Þorbjörn Guðmunds-
son 2. Valur ætti að komast í fjög-
urra liða úrslitin en sem stendur
næði það tæplega frekari áfanga.
-VS
Spiimingm: Skor-
ar ÍR tíu mörk?!
Stjarnan úr Garðabæ þurfti ekki
að hafa mikið fyrir hlutununi gegn
ÍR í 1. deild karla í Laugardalshöll-
inni á sunnudagskvöldið. Fyrir-
fram heíði mátt búast við jafnari
leik milli nýliðanna tveggja sem
hvorugir höfðu hlotið stig í
deildinni en Stjarnan tók forystuna
þegar í upphafi og vann stórsigur,
23:14, og munurinn hefði hæglega
getað orðið meiri.
Stjarnan var komin í 7:2 um miðj-
an fyrri hálfleik og síðan 9:3 en í
hálfleik stóð 9:5. IR-ingar voru síð-
an kafsigldir í byrjun síðari hálf-
leiks, staðan orðin 15:6 og síðan
19:9, en þá fengu þeir yngri eld-
skírnina og ÍR náði að laga stöðuna
örlítið en lengi vel leit út fyrir að
liðinu tækist ekki einu sinni að
skora 10 mörk, hvað þá meira.
Létt hjá Stjörnunni og liðið alla
burði til að halda sæti sínu í
deildinni. Góður varnarleikur og
markvarsla Brynjars Kvaran eru
undirstaðan og laglegir hlutir sjást í
sókninni. Eyjólfur Bragason
skoraði flest mörk, 9, Ólafur Lár-
usson og Magnús Teitsson 3 hvor
en þessir voru bestir ásamt Brynj-
ari. Þá vakti ungur nýliði, Sigurjón
Guðmundsson, nokkra athygli.
Lið ÍR á ekkert erindi í 1. deild
og best að hafa sem fæst orð urn
frammistöðu þess. Sóknarleikur-
inn hefur lagast örlítið við endur-
komu Þórarins Tyrfingssonar er
skor liðsins í leiknum segir sína
sögu. Björn Björnsson og Guðjón
markvörður Hauksson voru skárst-
ir en Björn skoraði 6 mörk, Guð-
jón Marteinsson, Einar Valdimars-
son og Þórarinn tvö hver.
- VS
Víkingar að koma tU
íslandsmeistarar Víkings í hand-
knattleik eru að koma til á ný eftir
rólega byrjun í 1. dcildinni og á
föstudagskvöldið sigruðu þeir KR
með 22 mörkum gegn 18 í ágætum
leik. í hálfleik var staðan 10:9, Vík-
ingi í hag.
Víkingar komust í 18:13 og 20:15
í síðari hálfleiknum og sigurinn var
öruggur. Sigurður Gunnarsson 7
og Þorbergur Aðalsteinsson 6 voru
markahæstir Víkinga en Anders
Dahl 6 og Haukur Ottesen 3 KR-
inga. _ VS