Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.10.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Þriðjudagur 5. október 1982 Þriðjudagur 5. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9. Við upphaf allra síðustu kvöldmáltíðarinnar.. Að eiga og vera Þjóðleikhúsið: Garðveisla eftir Guðmund Steinsson Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson Lýsing: Asmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. í rómuðum sýningum. Sólarferð og Stundarfriði, brá Guðmundur Steinsson upp sneiðum af þjóðfé- lagsvefnum, og varð leikhúsinu niikið úr þessum afmarkaða efni- við, úr ömurleika og óvartfyndni fáránlegra lífshátta. Lífshættir, lífs- stefna sem draga ntannfólkið norð- ur og niður eru líka á dagskrá í Garðveislu. Ln þar eru aðföngum fá takmörk sett og hefur sjaldan verið í meir'a ráðist á sviði hér unt slóðir. Sköpunarsagan, syndafallið ásamt með krossfestingu og synda- flóði - öll þessi biblíusaga er á svið komin og látin tengjast við margt það sem mest leitar á liugi ntanna á síðari árum: fordjörfun náttúru og upprunalegs mannlífs og svo kjarn- orkuháskann sjálfan. Hér við bæt- ist listasnobb, firringin, jafnrétt- ismálin og margt fleira. Til dæmis um það, hvaða háttur er hafður á því að tvinna saman biblíuminni og nýlega tíma skal minnt á Adam og Evu yngri í Paradís: um leið og þau eru biblíufólk sem ekki ntá éta af skilningstrénu eru þau líka „göfug- ir villimenn‘\ einskonar óspilltir Pólínesar ferðabókanna. Og Adam og Eva eldri, fordjörfuð og fordjarfandi, eru - meðal annars - evrópskt pakk á nýlendureisu og hafa síðar gert náttúrubörnin að skemmtikröftum í partíi, sent sýn- ist sækja ýmislegt bæði til Sódómu og Gómorru og Hins ljúfa lífs Fell- inis. Vafalaust er slíkt leikrit hugsað sem viðvörun. Það er vitnað í leik- skrá til bókar eftir Erich Fromm og ekki að ástæðulausu. Hér eins og í því riti er fjallað um háska þeirrar lífsstefna sem Fromm nefnir „ha- ben“, að hafa, eiga, þar er saman komin öll sérgæska, græðgi, eignaþorsti sem skilur eftir sig langa slóð einsemdar, tómlegra skemmtana, kuldalegra tilrauna með náungann og stefnir í liinn stærsta lífsháska. Andspænis þeint ófögnuði er svo allt það sem heimspekingurinn Fromm vill setja undir sögnina að vera. Hjónastríð Aðalhlutverkin, Adam og Eva, sem eru í senn eilífar ntanneskjur og hvítt yfirstéttarfólk úr nálægum tíma, eru í höndum Kristbjargar Kjeld og Krlings Gíslasonar. Besti kafli sýningarinnar hvílir á þeim tveim - hjónatetrin undirbúa veisl- una miklu og leika saman tilbrigði við kynjasttíð aldanna, sem fram hefur fariö utidtr merkjum karla- valds, eignarbelgings og svo firr- Árni Bergmann skrifar um leikhús ingarinnar blessaðrar. Þarna var samvinna aðstandenda sýningar- innar í besta lagi, leikararnir gerðu mikið úr textanum sem er banall af ásettu ráði (hefur menn rennt í grun í að hægt sé að gera eins ntikið úr Litlu gulu hænunni og Krist- björg gerir hér?) og það hefur verið gott samkomulag milli þeirra og Maríu leikstjóra hvernig leika mætti með textanum eða á móti honum. í framhaldi af þessu einvígi hefst svo veislan sjálf, sú sem eftir á að snúast í hrollvekju og stórslys. Framan af cr nokkuð svo útsmogin stígandi í útfærslunni. En nú kemur upp ýmislegur vandi: leikararnir hafa úr mjög litlu að spila og innan tíðar er brugðið á það ráð að herða mjög hraðann á afmenningunni og leggja sem sterkastar áherslur á fáránlegarog hrikalegar uppákom- ur. í veislu þessari og umbúnaði hennar er ýmislegt hugvitssamlegt, sem áhorfandi hefur að sönnu ekki við að fylgjast með. Hér mætti spyrja um leikstjórnarstefnu og svo leikmynd Þórunnar S. Þorgríms- dóttur, sem um þetta leyti fer, ásamt ljósabúnaði og tónlist að safna til sín völdum yfir sýning- unni. í þeim ferli gerist ýmislegt sem kalla má áhrifasterkt, en verð- ur samt ekki leikhús, miklu heldur myndasýning frá þeim rómantíska tíma, þegar menn höfðu inikið yndi af að hræra saman fegurð og rotn- un, helgidómi og svívirðu. Ahorfandinn spyr sjálfan sig, hvort vænlegri hefði verið önnur leið og raunsæislegri, þar sent t.d. væri meira upp úr því lagt að hrun- ið gerist ekki eins og sveitlað væri hendi og að hver einstakur súnkar til helvítis meö sínum hætti. En hann getur líka gefið sjálfúm sér það svar, að til að sú leið væri vel fær þyrfti texti höíundar að vera ríkari og fjölbreyttari og úrræða- betri. Skaparinn Annað er það sem stendur þessu verki fyrir þrifum á sviði og það er það, hve afskaplega veik línan „að vera“er-andspænis iiinni sem fyrr var nefnd - „að eiga”. Þau Adam og Eva yngri „eru" í sinni Paradís, en þau hafa svosem ekkert að segja og útkoman verður svo sú, (eins og oft áður, mikil ósköp) að sælan full sé heldur leiðinleg. Skaparinn (Ragnheiður Arnardóttir) hafði litið eftir hinum góðu og nöktu viliimönnum þar í Edens fínum rann (Jórunn Sigurð- ardóttir og Guðjón P. Pedersen). En það er með þau eins og veislu- gesti svínarísins: þau fá lítið að gera. Skaparinn birtist svo aftur þegar Hið Ijúfa líf stendur sem hæst: hann er hálfnakin kona og svört í framan. (Hvað stóð ekki á húsvegg í New York: Guð er svart- ur-Jáhvorthúner!) Þessi persóna er erfiðastur biti að kyngja í sýning- unni. Ekki barasta vegna þess, hve rniklu er hlaðið utan um hana: þetta er guð, móðir náttúra, up- prunaleikans galdur, áminning um rétt líferni, María og Kristur, þriðji heimurinn, konan kúgaða. Minna mætti gagn gera. En Skaparinn segir svosem ekkert. Hann hefur farið með boðorðið gamla um að margfaldast og uppfylla jörðina, og hann kerhur í veisluna herfilegu með þessum orðum „Ég er“ (og minnir þá bæði á Jahve Mósebóka sem sagði „ég er sá sem ég er“ - og svo vangaveltur Fromms um þá góðu lífsstefnu „að vera“). Vand- inn er svo sá, meðal annars, að áhorfandinn sér hvergi í leiknum forsendur fyrir því, að veislugestir bregðist jafn herfilega við Skapar- anum og raun ber vitni. Þær for- sendur eru sóttar í þá vitneskju utan leiksins að Kristur var kross- festur. En sú vitneskja felur það líka í sér, að sá sem er krossfestur hefur fleira gert og sagt en þessi fáu orð „Ég er“ - eða „Eg er ekkert". Hrollvekjan Danska Alþýðusambandið fullyrðir: Trefjaefni í steinull eru krabbameinsvaldandi Þúsundir verkamanna um heim alian vinna stöðugt með steinull og sk'yld efni, einkum í sambandi við einangrun húsa og þess háttar. í Danmörku er talið að um 50.000 manns vinni með steinull að jafnaði ogá þingi í Kaupmannahöfn í sumar, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin stóð fyrir, var rætt um skaðsemi þessa cinangrunarefnis. Var verkefni ráðstefnunnar að kynna niðurstöður rannsókna á steinull sem farið hafa fram í fjölmörgum löndum að undanförnu og að varpa Ijósi á áhrif ullarinnar á heilsu manna ogdýra. Þáttur framleiðenda Framleiðendur steinullar hafa um margra ára skeið lagt stórfé í rannsóknir á þessu efni til að kom- ast að raun um hvort það sé skað- legt eða ekki. Áhuga framleiðend- anna má skilja í ljósi þeirra stór- kostlegu skaðabótakrafna sem framleiðendur asbest hafa fengið á sig frá fórnarlömbum þess hættu- lega efnis. Er þar einkum um að ræða krabbameinssjúklinga sem hlotið hafa sjúkdóminn vegna vinnu við asbest. Hafa fyrirtækin lagt á það mikla áherslu að kanna skaðvænleg áhrif steinullar og talið er að í Bretlandi einu sé varið um 900.000 punda árlega til þess arna. Rannsóknirnar Rannsóknirnar hafa einkum beinst að því að finna krabbamein hjá verkafólki sem starfað hefur meira en 10 ár hjá sama fyrirtæki þar sem steinullin hefur verið not- uð. Þessar athuganir hafa farið fram í fjölda landa samtímis þar sem mísmunandi aðferðum hefur verið beítt. M.a. þess vegna er erf- itt að bera niðurstöður saman auk þess sem erfitt er að meta áhrifin vegna þess hve úrtakshóparnir Trefjaefni i steinull, 500-föld stækkun. Rannsóknir á músum og rottum sýna að steinull er ekki síður krabbameinsvaldandi en asbestcfni. hafa verið litlir. Þó virðist ljóst af athugunum á verkafólki sem fram- leiðir steinull, að þar hefur einung- is orðið vart lítillar aukningar á krabbameini í lungum, maga og lifur. Þá hafa athuganir þessar ekki beinst að sjúkdómum eins og bronkítis, exemi ogofnæmi, en lík- ur eru taldar á að ertandi efni eins og steinull og glerull geti aukið tíðni slíkra sjúkdóma. y byggingaverkamenn Á fyrrnefndu þingi Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn var einungis kynnt ein athugun á áhrifunt steinullar á heilsu byggingaverkamanua, þ.e. þeirra sem vinna við einangrun liúsa. Sú athugun var gerð í Sví- þjóð, og sýnir Ijóslega að skaðvæn- leg áhrifefnisins á byggingastööum virðast mun meiri en hjá t'ram- leiðendum þess. Fjölmargar til- raunir hafa verið gerðar á músum og rottum og þar kom í ljós svo ekki varð um villst, að stööug snerting dýranna við steinullina, orsakaði krabbamein. Meira að segja kom í Ijós að steinuliin reyndist ekki síður minna krabba- meinsvaldandi en asbestið, sern eins og kunnugt er hefur verið tal- inn hinn mesti skaðvaldur. Niðurstöðurnar Hin opinbera niöurstaða ráð- stefnunnar í Kauptnannahöfn var að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um skaðvænleg áhrif steinullar á menn, enda þótt óyggj- andi væri hægt að sjá hin hættulegu áhrif á tihaunadýrin. Var á það bent, að rannsóknir yrðu að vera umfangsmeiri til þess að hægt væri að fullyrða nokkuð um áhrif stein- ullarinnar. og að nauðsynlegt væri að halda þessum rannsóknum áfram í verksmiðjunum sem tram- leiða steinuli og á vinnustöðum þar sem hún er mest notuð. Viðbrögð verkalýðssamtakanna Danska Alþýðusambandið brást hart við þessum niðurstöðum og benti á hversu fráleitt það væri að halda rannsóknum af þessu tagi áfrarn á vinnustöðunum. Með því væri verið að gera verkafólk að til- raunadýrum. Bent er á að niður- stöðurnar af rannsóknum með ntýs og rottur bendi eindregið til þess að steinullin hafi skaðvænleg áhrif og að þeim sem standi fyrir rannsókn- unum á vinnustöðum væri nær að verja fé til breytinga á framleiðslu- aðferðum og að auka varnir gegn áhrifum ullarinnar á þá sem meö hana vinna. Þá benda dönsku verkalýðssamtökin á að það sé frá- leitt að einangra vandamálið við krabbamein því til dæmis ofnæmi og bronkítis séu stórhættulegir og afar almcnnir atvinnusjúkdómar sem beri að varast. Danska verkalýðshreyfingin krefst þess aö lokum að magn trefjaefna í steinullinni verði stór- lega minnkað, þar sern ljóst sé að þau valdi krabbameini og öðrum hættulegum sjúkdómum í stórum stíl, og að lokamarkmiðið hljóti að vera það að útiloka algerlega notk- un þessarairefjaefna í framtíðinni. vettvang i verkafólks Stærsti öryrkiavinnustaðurmn á landinu Stærsti vinnustaður öryrkja á íslandi er hjá Múla- lundi við Hátún 10 og var hann tekinn í notkun sl. vor. Þessi vinnustaður þar sem vinna að staðaldri um 60 manns, var formlega tekinn í notkun í síð- ustu viku og eru þar framleiddar plastvörur ýmiss konar eins og tölvumöppur, minnisbækur, glærur og eyðublaðakápur svo eitthvað sé nefnt. Þessi vinnustaöur var áöur við Ármúlann í Reykjavík og hefur verið ákveðið að gera það húsnæði að dagheimili fyrir aldraða í sam- vinnu við SÍBS, Samtök aldraðra og Rauða krossinn. Húsnæðið við Hátún er 1200 fermetrar að stærð og hið vistleg- asta. Starfsmenn fyrirtækisins vinna ýmist hálfan eða allan daginn og eru þar í vinnu um lengri eða skemmri tíma. Tilgangurinn með starfsemi Múlalundar er ekki að græða peninga heldur að hjálpa ör- yrkjum til sjálfsbjargar og endur- þjálfunar eftir veikindi eða slys. Þjóðviljamenn litu við í Múla- lundi í vikunni og spjölluðu við starfsmenn. „Hættu leg efni notuð í silfur- smíði” segir Bjami Oskarsson sem starfaði við þá iðn í 30 ár, en vinnur nú á Múlalundi „Við sáum alltaf um gcrð plast- hulstranna utanum Fjölvíssbækurnar en í fyrra ákvað fyrirtækið að snúa sér til útlendinga með þetta verkefni og það hljóta að hafa verið ærnar ástæður fyrir því. Að minnsta kosti Bjarni Óskarsson fyrrverandi silfursmiður: fyrirtæki eiga og verða að senda sem flest verkefni á vinnustaði öryrkjanna. — Ljósm. -gel. hefði mér fundist eðlilegra að öryrkjar fengju að njóta góðs af þessu verkefni, ekki beitir aP’, sagði Bjarni Óskarsson starfsmaður í Múlalundi í stuttu samtali við Þjóðviljann. „Ég er nú búinn að vera liérna í 5 ár en hafði áður unnið í um það bil 30 ár við silfursmíði. Þar var mikið um hættuleg efni, sem ég hef ef- laust skaðast af og auk þess fékk ég í bakið þannig að mér var hollast að koma mér inn á verndaðan vinnu- stað“. Er mikið um hættuleg efni í siif- ursmíðinni? „Já, það geturðu reitt þig á. Sýr- ur og gufur sem stíga upp af alls kyns eiturefnum eru mjög algengar en það er eins með hætturnar á vinnustöðunum eins og annað að maður sjálfur verður að gæta sín, það gerir það enginn fyrir mann. Og ef ég hef skaðast af þessu á mín- um vinnustað er það algerlega mér að kenna", sagði Bjarni Óskarsson að síðustu. — v. Nýi Múlalundur við Hátún í Reykjavík er stærsti vinnustaður öryrkja á landinu, og eins og sjá má er vinnuaðstaða öll til fyrirmyndar. Ljósm. gel. „Lenti meö fæturna í togvír” „Ég fór mcð fæturna í togvír fyrir 12 árum og hef svo sannarlega fengið að Tinna fyrir því“, sagði Sigurberg Eggert Guðjónsson einn starfsmanna í hinum nýja Múla- lundi við Hátún þegar við litum þar við. Sigurberg var að gylla kápur á minnisbækur fyrir Verslunar- mannafélag Reykjavíkur og kvaðst um þaö bil vera að ljúka því verki. Við spuröum hann hversu lengi liann hefði verið við vinnu hjá Múlalundi. „Ég hef verið hér starfsmaður frá 1976 og unnið við ýmislegt eins og gengur. Þessi aðstaða hér er mjög frábrugðin því sem var áður því nú er öll starfsemin á einni hæð, en við vorum á þremur hæðum í Ármúlanum. Þá nýt ég návistar við heimili mitt sem er í Öryrkja- bandalagsblokkinni við hliðina". Finnst þér ekkert ónæði af því að vcra í svona stórum sal? „Nei, það er mesta furða hvað hávaðinn er lítill. Það hefur verið séð vel fyrir öllum hávaðavörnum og auk þess eru hérna mjög fljót- virk lofthreinsunartæki þannig að loftið er mjög gott í salnum. Það gustar að vísu stundum inn á okkur þegar opið er fram á lager, en það erekkert stórmál“, sagði Sigurberg Eggert Guðjónsson að lokum. segir Sigurberg Guðjónsson sem starfað hefur í Múlalundi i 6 ár Sigurberg Eggert Guðjónsson: öll aðstaða hér í nýja Múlalundi cr til fyrirmyndar og lítið ónæði þótt við séum öll í einum sal. — Ljósm. gel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.