Þjóðviljinn - 21.10.1982, Page 3

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Page 3
Breiðafjarðarferja: Fimmtudagur 21. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 „Verkalýðshreyfingin og unga fólkið” verður aðalumræðuefni Landsráðstefnu ÆNAB um næstu helgi „Má ekki fara fram * * II I hjá neinum ungnm sósíallsta „Við höfum orðið vör við góðar undirtektir fyrir þessa ráðstefnu, enda hafa menn lagt á sig mikla vinnu við að undirbúa hana og ég tel að viðfangsefni hennar eigi ekki að fara fram hjá neinum ungum sósíalista; þetta er mál sem þarf að ræða af alvöru um“, sagði Unnur Kristjánsdóttir formaður Æsku- lýðsnefndar Alþýðubandalagsins í samtali í gær. Um helgina verður haldin Landsráðstefna ÆNAB þar sem aðal umræðuefnið verður „Verkalýðshreyfingin og unga fólk- ið“. Fjöimennur undirbúningshóp- ur ungs fólks úr atvinnulífinu hefur unnið að undirbúningi ráðstefn- unnar og m.a. lagt fram atriði til umræðu á Landsráðstefnunni. Hefur ungt fólk einhverra sér- hagsmuna að gæta í verkalýðs- hreyfingunni, t.d. iðnnemar og far- andverkafólk? • Hvernig er hægt að auka virkni ungs fólks í verkalýðshreyfing- unni? Þarf að stofna sérstök æskulýssamtök innan ASÍ líkt og gert hefur verið í Danmörku og Svíþjóð? • Hvernig er hægt að auka stétt- arvitund ungs fólks og upplýsa það um stöðu sína og réttindi? • Hvernig er verkalýðshreyfingin í stakk búin til að takast á við hugs- anlegt atvinnuleysi ungs fólks á Is- landi? Fleiri spurningar og umhugsunar- efni verða reifuð, en á ráðstefnunni mun m.a. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ halda framsögu og svara fyrirspurnum um þessi fram- angreind atriði og fleiri sem tengj- ast þessu umræðuefni. Unnur Kristjánsdóttir vildi nota tækifærið til að hvetja alla unga só- síalista hvort sem þeir eru flokks- bundnir í Alþýðubandalaginu eða ekki til að koma og taka þátt í um- ræðunum á ráðstefnunni. „Við ætl- um m.a. að ræða drög að nýju skipulagi fyrir Æskulýðsnefndina. Eins er áríðandi að ungir sósíalistar utan af landi komi á ráðstefnuna. Við ætlum að reyna að styrkja þá í ferðakostnaði á einhvern hátt og eins ættu félögin úti á landi að styrkja sína ungu félaga til að koma suður til að ræða málin við okkur“, sagði Unnur. Landsráðstefnan verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveig- arstíg og hefst með setningu og skýrslu fráfarandi Æskulýðsnefnd- ar á laugardagsmorguninn kl. 9.30. -Jg- írsk-íslenska félagið Forsata aðgöngumiða er hjá bókaverslununum Mál og menning, Sigfús Eymundsson, Lárus Blöndal og í Háskóla- bíói. Verð miða aðeins kr. 100.- Jafn réttur menntunar í efnahagskerfinu sé fram undan. Eitt af því sem kreppan setur mark sitt á er vísindastarfsemi. í ljósi þessara staðreynda hefur félag vinstri manna ákveðið að bjóða fram lista til 1. des. kosninga undir yfirskriftinni Vísindi og kreppa. Ljósasta dæmið um áhrif krepp- unnar á vísindastarf er sífellt þrengri fjárhagur Háskólans, sem hlýtur að leiða til þess að hann verði ófær um að gegna hlutverki sínu sem vísindastofnun. Þegar Háskólanum er haldið í stöðugu fjársvelti er það tilræði við sjálf- stæða vísindastarfsemi í landinu sem hlýtur að vera ein af forsend- um sjálfstæðis þjóðarinnar. Einnig er sú hætta fyrir hendi að þegar kreppuástand er í þjóðfé- laginu verði farið að mæla gildi menntunar eftir því hversu „arð- bær“ hún er. Vinstri menn leggja áherslu á jafnan rétt allrar mennt- unar og að tryggja þurfi sem fjöl- breyttasta vísinastarfsemi, óháð markaðshagsmunum. Félag vinstri manna hvetur alla stúdenta til að mæta á framboðs- fundinn og hlýða á hvað vinstri menn hafa um þessi mál að segja". B-lista vinstri manna skipa þess- ir: Aðalsteinn Eyþórsson, Ása Árnadóttir, Brynja Ásmundsdótt- ir, Gunnlaugur Olafsson, Hilmar Garðarson, Jóna Hálfdánardóttir, Stefán Aðalsteinsson. Fundurinn í kvöld hefst kl.20.00 og stendur til miðnættis. - v. Hópur írskra listamanna frá Comhalcas CeoicóiRÍ CiReann írska þjóðlagafélaginu Skemmtir í Háskólabíói laugardaginn 23. okt. ’82 með hljóðfæraleik, söng og dansi kl. 14.00 og kl. 23.15 fyrri í gær voru opnuð tilboð í smíði Breiðafjarðarferjunnar, skv. út- boðslýsingu samgönguráðuneytis- ins. Lægsta tilboð var tæpar 27 miljónir króna, sem er svipuð upp- hæð og lægsta tilboðið sem Fram- kvæmdastofnun barst í smíði sömu ferju skv. annarri útboðslýsingu og teikningu. 5 tilboð bárust samgönguráðu- neytinu í gær. Það var Stál hf. á Seyðisfirði og Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem áttu lægsta tilboð- ið, tæpar 27 miljónir króna. Skipa- smíðastöð Marselíusar Bernharðs- sonar á ísafirði átti hæsta tilboðið sem var um 39 miljónir króna. -ÁI allrar í kvöld fer fram kosning hátíðar- nefndar 1. desember á almennum stúdentafundi í aðalbyggingu Há- skóla íslands kl. 20.00 - 24.00. Eru tveir listar í kjöri, A-listi Vöku sem vill ræða efnið fjölmiðlar og frelsi og B-listi Félags vinstri manna með efnið vísindi og krcppa. I frétt frá vinstri mönnum segir: „Mörgum verður um þessar mundir tíðrætt um yfirvofandi kreppu hér á landi. Öll sjáum við þá efnahagslegu kreppu sem blasir við á Vesturlöndum og lýsir sér í samdrætti í framleiðslu og ekki hvað síst gífurlegu atvinnuleysi. ísland fer ekki varhluta af þess- ari alþjóðlegu kreppu. Þegar eru farin að sjást merki hennar, og allt bendir til að stórfelldur samdráttur Þessir koma fram: Anthony Mc Auley FIÐLA — BODHRAN Kathleen Nesbitt FIÐLA Jimmy Mc Greevy HARMONIKA Deirdre Hodge KONSERTINA Diarmuid Kenny FLAUTUR Michael Kenny BANJO Eileen Curtin SÖNGUR Michael Ó Brien SEKKJAPÍPA Dansarar eru: Mairead Coyle OG Gregory Casey Verkakvennafélagið Framtíðin Hafnarfirði Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1982 liggja frammi á skrifstofu félagsins Strandgötu 11 frá og með fimmtu- deginum 20. okt. til mánudagsins 25. okt. kl. 17.00. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00 mánudaginn 25. okt., er þá framboðs- frestur útrunninn. Tillögum þurfa að fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin. Svipuð tilboð og þau

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.