Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. október 1982 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs* hreyfingar og þjóðfrelsis. Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldiir Jónasson. Blaöamenn:.ÁIfheiöur Ingadóttir, HelgiÓlafsson, LúövikGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Pað munar um 1200 milj' • Svo sem venja er var frumvarp til fjárlaga fyrsta málið sem lagt var fram á Alþingi á þessu hausti. Samkvæmt frum- varpinu er gert ráð fyrir, að ríkissjóður verði rekinn halla- laus á næsta ári, og yrði það þá fjórða árið í röð, sem við Islendingar byggjum við hallalausan ríkisbúskap. Bæði 1980 og 1981 var nokkur tekjuafgangur hjá ríkissjóði og horfur eru á, að tekjur og gjöld muni standast á nú í ár. • Ef við berum þetta saman við ástand mála í þessum efnum hjá öðrum ríkjum, þá kemur í ljós, að þessu er víðast ólíkt farið og mjög víða botnlaus halli á ríkisrekstrinum hin síðari ár. • Þannig er hallinn í ríkisbúskap 15 stærstu iðnríkja Vestur- landa talinn nema 4% af sameiginlegri þjóðarframleiðslu þeirra, svo sem fram kom í viðtali við Ragnar Arnalds fjármálaráðherra hér í Þjóðviljanum um síðustu helgi. Verð- mæti þjóðarframleiðslu okkar íslendinga er talið munu nema um 30 miljörðum króna á þessu ári, og væri ríkissjóður rekinn hér með álíka halla og algengast er hjá þessum 15 helstu iðnríkjum, - þá ætti hallinn á okkar ríkisbúskap að nema á þessu ári um 1200 miljónum króna. • I öllum þeim efnahagserfiðleikum, sem nú steðja að okkar þjóðarbúskap vegna slæmra viðskiptakjara, minnkandi afla og okurvaxta á erlendum lánum, þá er hinn hallalausi ríkis- búskapur tvímælalaust einn allra mikilvægasti árangurinn í stjórn okkar efnahagsmála. • Hallalaus ríkisbúskapur og næg atvinna eru jákvæð auðkenni sem valda því, að ísland er þrátt fyrir allt betur á vegi statt í efnahagsmálum, heldur en mjög mörg okkar nágrannaríkja. • Samanburðurinn við iðnríkin 15, hin helstu á Vestur- löndum, verður líka skýrari ef minnt er á, að þótt við inn- heimtum t.d. ekki eina einustu krónu í tekjuskatta, hvorki frá fyrirtækjum eða einstaklingum, þá yrði hallinn hjá ríkis- sjóði samt ekki meiri en svarar þeim fjórum prósentum af þjóðarframleiðslu, sem fara í hallarekstur á ríkisbúskap iðnríkjanna fimmtán. - Fjögur prósent af þjóðarframleiðslu okkar í ár eru talin nema um 1200 miljónum króna og gert er ráð fyrir, að allar tekjur ríkissjóðs af tekjusköttum nemi sömu upphæð. • Af þessu sjá menn best, hvílíkur gífurlegur munur er á þeim árangri sem hér hefur náðst við stjórn ríkisfjármálanna á síðustu árum og hins vegar því vandræðaástandi sem víða annars staðar ríkir í þessum efnum. • En sú var reyndar tíð, og það fyrir ekki löngu, að hér ríkti álíka öngþveiti í ríkisfjármálum og það sem nú er uppi hjá ýmsum okkar nágrannaríkja. í fjármálatíð Matthíasar Á. Mathiesen 1974-’78 komst hallinn á fjárlögum eitt árið upp í 3,9% af þjóðarframleiðslu, en það samsvarar á núverandi verðlagi nær 1200 miljónum króna eða hærri upphæð en nemur öllum tekjum ríkissjóðs af tekjusköttum. • Hvaða einkunn halda menn, að Morgunblaðið og tals- menn flokkseigendafélagsins í Sjálfstæðisflokknum hefðu gefið Ragnari Arnalds fyrir þvílíka fjármálastjórn? • Á ríkisstjórnarárum Geirs Hallgrímssonar hlóðust upp óhemju skuldir við Seðlabankann, því Matthías þáverandi fjármálaráðherra var alltaf að gefa út innistæðulausar ávís- anir. Þessi skuld ríkissjóðs komst þá upp í 5,2% af allri þjóðarframleiðslunni, eða nær 1600 miljónir króna á núver-" andi verðlagi. Þessi skuld hefur nú verið greidd niður að mestu og sýnir það ásamt öðru góða stjórn ríkisfjármála á síðustu árum. Og sé litið á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, þá kemur í Ijós, að þótt þar sé gert ráð fyrir nokkrum lántökum ríkissjóðs, þá er samt við það miðað að meira verði greitt niður af gömlum lánum en svarar nýjum lán- tökum og heildarskuldastaðan þannig enn bætt. • Hvernig væri að efna til skoðanankönnunar og spyrja þjóðina hvor hafi reynst betri fjármálaráðherra Ragnar Arnalds eða Matthías?! -k. Þægilegt rabb og engar óþægilegar spurningar fyrir borgar stjórann. klippt Góð formúla Tveir spyrlar, einn situr fyrir svörum í tæpan klukkutíma, tvær til þrjár mínútur á hvert svar, svörin verða að vera á reiðum höndum - bein útsending. Þetta er góð formúla fyrir nýjan sjón- varpsþátt sem hlotið hefur nafnið „Á hraðbergi" og hóf göngu sína s.l. þriðjudagskvöld. Hún er hins vegar ekki ný og þeim að góðu kunn sem fylgst hafa með viðtals- og fréttaskýringaþáttum í erlend- um sjónvarpsstöðvum. íslenska útgáfan reyndist sorg- leg í þeim samanburði. Þar var þó ekki við fyrsta fórnarlambið, Da- víð Oddsson, borgarstjóra, að sakast enda fór hann áreynslu- laust í gegnum þáttinn. En slíkt er bara ekki tilgangurinn með slík- um þáttum, heldur gefur formúl- an tækifæri til að kryfja mál til mergjar,- reyna á hæfiíeika þess sem fyrir svörum situr,- fylgja spurningum eftir af festu,- skapa spennu. Ekkert af þessum tæki- færum nýttist í fyrsta þættinum og sýnist ástæðan fyrst og fremst sú að spyrlarnir voru illa heima í þeim málaflokki sem til umræðu var, - borgarmálunum. Reyndar var greinilegt að þeir félagarnir Ingvi Hrafn og Halldór Halldórsson höfðu eytt löngum tíma fyrir framan vídeóið og stú- derað yfirlýsingar Davíðs fyrir síðustu kosningar. En það var líka allt og sumt! Árangurinn var sá að borgarstjóri komst upp með beinar falsanir og útúrsnúninga sem stjórnendur höfðu engin tök á að verja sjónvarpsáhorfendur fyrir. Skulu hér nefnd nokkur lítil dæmi. Galna hug- myndin Rauðavatnssvæðið og Graf- arvogur voru til umræðu og um byggð við Rauðavatn sagði borg- arstjóri m.a. að það væri „galin“ hugmynd og að ekki kæmi til mála að byggja þar. Einmitt það já, - og ekki meira um það. Enda vissu spyrlarnir minnst um það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt fram tillögu í skipulagsnefnd þar sem segir um Grafarvogs- skipulagið m.a. að það feli ekki í sér að ákvörðun hafi verið tekin um að fella úr aðalskipulagi byggð við Norðlingaholt og Rauðavatn! Grjótaþorpið Húsalengjan við Aðalstræti vafðist fyrir borgarstjóra, þegar Grjótaþorpið var til umræðu. Skipulag þorpsins var óraunhæft að hans mati þar sem ekki hafði verið tekið tillit til Morgunblaðs- hallarinnar. Það væri því ekki hægt að framkvæma það þar sem auka þyrfti nýtingu m.a. á Aðal- stræti 8 og Aðalstræti 4. Þetta var marg endurtekið og tekið sem góð og gild vara því miður, því staðreyndin er sú að húsaröðin meðfram Aðalstræti var öll undanskilin þegar skipulagið var samþykkt. Áðalstrætið var látið fylgja kvosinni inn í skipulags- samkeppni þannig að það stend- ur ekki í veginum fyrir fram- kvæmd á skipulagi þorpsins sjálfs! Hvað skyldi það vera þá? Kannski bílastæðahúsin sem Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að finna stað í gamla bænum? Gam- an hefði verið að fá svör við því! Gamla skipu- lagið Þegar borgarstjóri var spurður að því í sjónvarpinu hverju hann svaraði gagnrýni um óvönduð vinnubrögð, þ.e. litla eða enga efnislega umfjöllun fagmanna um Grafarvogssvæðið svaraði hann því til að það þyrfti enga þess háttar vinnu. Skipulag hefði verið unnið að þessu svæði árið 1977 af Þróunarstofnun Reykja- víkur, sem væri forveri Borgar- skipulags. Þá vinnu þyrfti ekki að endurtaka auk þess sem þáver- andi forstöðumaður Þróunar- stofnunar, Hilmar Ólafsson, væri sami maður og sá sem nú væri að vinna að skipulagi Grafarvogs. Greinargóð svör, ekki satt? Jú, ef maður veit ekki betur. Og spyrlarnir vissu greinilega ekki að gamla skipulagið hans Hilmars Ólafssonar gerði ráð fyrir 15 þús- und manna byggð eða tvöfalt meira en nú er stefnt að. Hér er því um allt annað skipulag að ræða, og forvinna Þróunarstofn- unar var ekki bitastæðari en svo að engin leið var að fá skipu- lagið frá 1977 staðfest hvað sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi. Það vantaði enda öll kort og greinargerð líka! Þetta var líka ein ástæða þess að vinstri menn fóru í endurskoðun á aðalskipu- laginu og það er á þeirra forvinnu sem nú er byggt, ekki neinu frá eldri tíma. Það hefði þess vegna verið gaman að fá svör við því af hverju Sjálfstæðismenn treystu sér ekki til að taka upp gamla skipulagið frá Þróunarstofnun og Hilmari Ólafssyni. Lóðafalsið Það ætti að vera ástæðulaust að deila um fjölda úthlutaðra lóða, þar sem upplýsingar þar um eru skjalfestar og aðgengilegar öll- um. í sjónvarpsþættinum marg endurtók Davíð Oddsson að vinstri meirihlutinn hefði að meðaltali úthlutað 325-350 lóð um á ári og allir hlytu að sjá að úthlutun 700 lóða á ári, sem hann stefndi að myndi fara mun nær því að metta lóðaeftirspurnina. Og hvað skyldi svo vera athugavert við þetta? Jú, meðal- fjöldi lóða var ekki 325 í tíð vinstri manna og heldur ekki 350. í þcssari tölu Davíðs Oddssonar eru nefnilega ekki með allar þær lóðir sem Verkamannabústaðirn- ir fengu úthlutað á þessu árabili, heldur ekki lóðir til byggingasam- vinnufélaga eða starfsmannafé- laga. Og hcldur ekki til bygginga fyrir aldraða, hvað þá lóðir í einkaeign sem gerðar voru bygg- ingarhæfar. Þá hljóta menn að spyrja, - eru Verkamannabústaðirnir með í þessum 700 lóðum, eða eiga lóðir til þeirra að koma þar til viðbót- ar? Á kannski að hætta úthlutun til Verkamannabústaða? Sú spurning hlýtur að vera áleitin þar sem upplýst er að einungis 15% íbúða við Grafarvog eiga að vera í fjölbýlishúsum. Það dugir skammt til þess að anna þörf Verkamannabústaða fyrir lóðir næstu árin, hvað þá þörf bygg- ingasam vinnufélaga. Engar spurningar, engin svör Já, þær voru ýmsar spruning- arnar sem vöknuðu undir þessum þætti, en því miður ekki hjá spyrl- unum sjálfum. Það þýðir nefni- lega lítið að kynna sér aðeins eina hlið á málum, til þess að fá ein- hverja heildarmynd. Það hefði ekki verið úr vegi fyrir þá fél- agana að kynna sér líka mál- flutning pólitískra andstæðinga Davíðs Oddssonar og spyrja út frá þeim. Reyndar er það verðugt um- fjöllunarefni að loknum slíkum þætti hversu lítt og illa sjónvarpið sinnir því sem kalla má borgar- mál. Þar mættu fréttamenn taka sér kollega sína á útvarpinu til fyrirmyndar. Það kæmi kannski í veg fyrir að þeir stæðu á gati í jafn veigamiklum málum og þeim sem hér hafa verið nefnd. -ÁI °9 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.