Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 2
Hljóður á Horni lygalaupur nóvember 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982 a Agnar Þórðarson b Jónas Guðmunds- son c Örn Bjarnason Tollgæslan lét til skarar skríöa: Hversu margar konur voru kjörnar í miöstjórn Alþýöubanda lagsins? Um síðustu helgi var flokksráösfundur Al- þýöubandalagsins. Kjörnir voru 42 aöalfulltrú* ar f miöstjórn. Athygli vakti hversu margar konur náöu kjöri. Hversu margar voru þær? a gáfu úr nýja hljóm- 'plötu b Kærðu „slúðurskrif I Dagblaðinu og Vfsi c Voru sæmdir kín- verskri orðu Bræöurnir Arnþór og Gfsli Helgasynir komu við sögu Pétur Cunnarsson Nýjasta skáldsaga Péturs Gunnarssonar er. komin út. Hvaö heitir hún? Örn Jónas Agnar Um síöustu helgi var sjónvarpsleikritiö Ekkert um aö vera í Þáttum um félagsheimili sýnt í sjónvarpinu. Hver var höfundur þessa þáttar? a Lagði hald á 11 vöru- lyftara sem Hafskip h.f. hafði flutt inn b Gerði upptækan heil- an bátsfarm af spíri- tus c Rak tvo tollþjóna vegna þess að fund- ist höfðu fullar geymslur þeirra af bjór Qísll Og þá er þaö þriðji liðurinn í áskrif- endagetraun II, en hún stendur yfir alls í4 sunnudaga. Þeir, sem vilja taka þegar sá síðasti hefur birst n.k. sunnu- dag. Dregið vcröur úr réttum lausn- um og er vinningur 5000 króna vörn- úttekt í heimabyggð þess er þau hlýtur' Úttektin verður ekki endilega bundin við eina verslun. Jafnan er spurt úr fréttum Þjóðviljans. a Andri Hemingway Laxness b Persónur og lelkendur c Punkturinn yfir iiö Hvað var Tollgæslan aö gera? Arnþór 5000 króna vöruúttekt í verðlaun Hver verður lygalaupur mánaðarins? Fjórða og síðasta lygasaga nóvembermánaðar er frá Ó. Er hún líka úr Austfjarðaþokunni eins og sú síðasta. En nú er úr vöndu að ráða að velja lygalaup mánaðarins því að sögurnar hafa verið hver annarri betri. Verður þó úr að velja þá fyrstu í mánuðinum er nefndist Óvænt í Afríku eftir Hljóð frá Horni. Hann er lygalaupur nóvembermánaðar. En við höldum ótrauð áfram með lygasögurnar í desember og enn biðjum við fólk að setjast niður og festa á blað eina, helst þó ekki nema 1-2 vélritaðar síður. Sendið Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Rvík c/o Guðjón Friðriksson, trúnaðarmál. - Og hér kemur saga frá Ó. Enn af Austfjarða- þokunni Eftir aldamótin síðustu bjó Stefán nokkur Filippusson um tíma í Brúnavík austur. Stefán þessi var annálaður ferðamaður og snillingur í frásagnalist. Sögur hans sem voru bæði sannar og lognar, gáfu sumar hverjar ekk- ert eftir sögunum af Munchausen barón. Eitt sinn bar svo við, að Stefán þurfti í kaupstað til Bakkagerðis í Borgarfirði eystra. Það er fyrir fjallveg að fara er farið er frá Brúnavík til Borgarfjarðar. Veður var heldur þungbúið er Stefán leggur upp og setti hann það vitanlega ekki fyrir sig, sem að líkum lætur. Er Stefán kom upp í fjalls- hrygginn, lagði að svo þétta þoku að hann mátti sig vart hræra. Eftir að vera búinn að berjast þarna um í nokkra stund fer hann að hugsa sitt ráð. Er hann litast um veitir hann því eftirtekt að öndverðu Borgarfjarðarins standa tindar Dyrfjallanna upp úr þokunni. Stefán tók það til bragðs að klifra upp úr þokunni en ganga síðan á henni beint af augum í Dyrfjöllin. Þetta gekk að óskum. Þegar á Dyrfjöllin kom fann hann þar hrút, sem hafði ekki skilað sér við síðustu leitir, en hrúturinn var merktur Hafn- arbænum sem er hins vegar fjarðarins. Stefán dregur nú hrút- inn á þokunni þótt eigi væri hann léttur í taumi. Er komið var yfir Hafnarhólmann fór að dreifast undur hægt úr þokunni uns svo kom að bæði Stefán og hrútsi stóðu föstum fótum í hólmanum. Það bar svo við að Magnús bóndi var einmitt þarna að huga að æðarvarpi. Hann varð vitan- lega allshugar feginn er hann heimti þarna hrútinn. Stefán var orðinn allþrekaður eftir þessa erfiðu ferð, en Magnús gaf hon- um 12 andaregg sem Stefán fór létt með að súpa úr. Hann var ekki fyrr búinn að éta eggin en hann fær ægilegar magakvalir svo hann verður að bjarga brókum sínum. Furðu lostinn varð Stefán er hann varð þess var, að 12 andarungar flugu aftan úr hon- um. - Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.