Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 12
12SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgm 27.-28. november 1982 ií ^
Jl-JÁ Þorsteinn
frá Hamri tók saman
Margt býr í þokunni
1.
Alkunnugt er, að fram á síðustu
öld var svo komið þekkingu manna
á óbyggðum landsins að fornir
fjallvegir voru týndir, stór svæði á
öræfum uppi voru í vitund manna
framandi dulargeimur, og afréttir
víða ekki leitaðir til fulls á haustum
sakir ótta við útilegumenn, sem
þjóðtrúin setti í samband við grös-
uga dali og allsnægtir einhvers-
staðar inni á reginheiðum. Rót
þessarar útilegumannatrúar voru,
ásamt margvíslegri vættatrú fornri,
sakamenn þeir er í einstökum til-
fellum leituðu griðlands á heiðum
úti þegar ekkert blasti við í byggð
annað en öxin, gálginn eða Brimar-
hólmur; en þjóðtrúin gerði þá nán-
ast að uppfyllingu þeirra drauma
sem ekki vildu rætast í veruleika
samtíðarinnar, sem ótal útilegu-
mannasögur votta, oft anzi
keimlíkar. Þannig hugsuðu menn
sér í eina tíð blómlegar byggðir
fjallabúa víða á öræfum íslands
þarsem óljós minning eða einungis
grunur um staðhætti lá að baki, svo
sem Pórisdal, Stórasjó, Ullarvötn,
Ódáðahraun, Vatnajökul. Óttinn
við útilegumenn greri svo fast í
þjóðarsálina að treglega tókst að
útrýma honum á öldinni sem leið,
þráttfyrir viðleitni margra góðra
manna. Björn Gunnlaugsson yfir-
kennari mun hafa orðið fyrstur til
að ganga á hólm við útilegumanna-
trúna, enda gat hann trútt um tal-
að, svo vel sem hann hafði kynnt
sér öræfi landsins á ferðum sínum.
Hann skrifaði í þessu skyni grein í
blaðið íslending og beitti gildum
rökum. í tilefni af því spunnust
nokkrar blaðadeilur, en trúin á hin
huldu pláss átti sér ekki viðreisnar
von eftir það. Uppúr aldamótun-
um síðustu skrifar Ólafur Davíðs-
son fræðimaður eftirfarandi um
síðustu fulltrúa útilegumanna-
trúarinnar:
„Ég þykist mega fullyrða, að
útilegumannatrú sé liðin undir lok
með öllu á Norðurlandi, en öðru
máli virðist vera að gegna um
Sunnlendinga.
1865 lýsir Runólfur Runólfsson
því yfir í Þjóðólfi, að hann hafi séð
vistir eftir útilegumenn á
Landmannaafrétti, og gerir ráð
fyrir að sækja þá heim með 60-100
manna, en ekkert varð úr leiðangri
þessum.
1899 sækir jafnvel Jón söðla-
smiður Jónsson frá Hlíðarendakoti
í Fljótshlíð um styrk til alþingis í
því skyni, að leita uppi stöðvar úti-
legumanna, og er bænarskrá hans
merkileg.
Jóni var full alvara með bænar-
skrá þessa og leiðangurinn, og
hafði hann gert ráð fyrir, hvernig
ferðinni skyldi háttað. Hann ætlaði
að hafa með sér fimm hrausta
menn, og skyldi hver þeirra hafa
tvo hesta. Að vopnum áttu þeir að
hafa axir, sverð og byssur. Um það
leyti, sem Jón sótti um styrkinn,
var hann staddur í Reykjavík og
gekk þá einu sinni inn á Forngripa-
safn til Jóns Jakobssonar, sem var
forngripasafnsvörður, en þá jafn-
framt alþingismaður. Jón Jakobs-
son hugði, að nafni sinn ætlaði að
biðja sig að vera sér meðmæltan,
en það var ekki, og kom upp úr
kafinu að Jón frá Hlíðarendakoti
taldi sér styrkinn vísan. Erindi hans
var að biðja Jón Jakobsson að ljá
sér sverð af Forngripasafninu í
leiðangurinn. Jón svaraði, að hon-
um væru sverðin velkomin fyrir sér,
en hann yrði að fá leyfi hjá yfir-
völdunum til þess að hafa þau í
ferðina. Annars kvaðst hann vilja
ráða nafna sínum til þess að líta á
Björn Gunnlaugsson: „gekk á
hólm við útilegumannatrúna“
svefðin, því honum mundi þykja
þau fremur sljó og skörðótt. Jón
frá' Hlíðarendakoti fór að ráðum
nafna síns, hugði vandlega að
sverðunum og mælti svo: „Já. Satt
er það. Skörðótt eru þau.“ Eftir
þetta mun hann hafa hætt við þá
fyrirætlun að fá sverð lánuð til
fararinnar á Forngripasafninu.
Jón var í nokkrum efa um, hvort
hann mætti drepa útilegumenn þá
Pétur á Gautlöndum: „tregur að
trúa að þeir séu til“
er hann bjóst við að hitta, ef hann
þyrfti á að halda, og fór til amt-
manns til þess að leita ráða hjá
honum í þessu efni. Amtmaður
svaraði, að hann sæi ekkert því til
fyrirstöðu að hann dræpi svo marga
útilegumenn sem vera skyldi. Jóni
þótti gott að heyra þetta, og var
hann mjög hróðugur, þá er hann
kom frá amtmanni aftur og sagði
frá svörum hans. Ekkert varð úr
rannsóknarferð Jóns, eins og lætur
að líkindum.
Jón í Hlíðarendakoti er fast-
trúaður á að útilegumenn séu til,
og gerir alla að útilegumönnum
sem einhver vafi leikur á. í Eldingu
1901 nr. 32 er getið um mann, sem
reið upp frá Reykjavík og hafði
áður þurrkað af sér lögregluna.
Hún náði aðeins í hatt mannsins,
sem fauk af honum. Jón fullyrti að
maður þessi hefði hlotið að vera
útilegumaður.“
2.
Jón frá Hlíðarendakoti var fædd-
ur í Eyvindarholti undir Eyjafjöll-
um árið 1828, lærði ungur söðla-
smíði, var oftast kallaður Jón söðli
og kenndur við Hlíðarendakot,
fríður maður álitum og mikill að
vallarsýn. Þegar William Morris
ferðaðist um Island var Jón fylgd-
armaður hans. Þótti Morris mikið
til hans koma og hélt tryggð við
hann til æviloka. í uppvexti sínum
var Þorsteinn Erlingsson skáld í
góðu vinfengi við Jón söðla, og
nokkrar útilegumannasögur eru
hafðar eftir Jóni í þjóðsagnakveri
Þorsteins. Ungur orti Þorsteinn
kvæðið Til Jóns söðlasmiðs í
Hlíðarendakoti þar sem hann
minnist hlýlega bernsku sinnar og
kynna við Jón. Jón söðli andaðist
1. desember 1908, áttræður að
aldri.
Svo vill til að varðveitzt hefur
bréf frá Jóni söðla til séra Árna
Jónssonar prófasts á Skútustöðum,
þarsem hann hvetur enn til að
menn láti sverfa til stáls gagnvart
útilegumönnum. Bréfið er skrifað
árið 1905.
„Velæruverðugi herra prestur.
Ég hef fengið bréf frá hr. Niku-
lási Þórðarsyni á Kirkjulæk í
Fljótshlíð; hann er kunnugur ykk-
ur Mývetningum, hefur verið einn
vetur á Grímsstöðum á Fjöllum.
Hann segist hafa fengið bréf frá
merkum manni í Eyjafirði og segist
vera fulltrúa um að útilegumenn
séu lagztir á fé ykkar Mývetninga,
og ráðleggur hann mér að
leiðbeina ykkur. Það er velkomið
að ég geri það, því að það er engum
manni kunnugra en mér.
Ég hef leiðbeiningu frá persónu
sem hefur sagnaranda; hún hefur
oft komið á stöðvar þeirra, og það á
gandreið. Það er þá fyrst að segja
ykkur, að þið þurfið ekki að leita í
Ódáðahrauni, því að hún tófa bítur
ekki nærri greninu. Þeir sem stela
af fé ykkar eru úr Stórasjó og
Köldukvíslarbotnum; svo er Kald-
akvísl undir Hágöngum, og þar
skammt frá er byggðin, sem kölluð
er Köldukvíslarbotnar. Þeir eru í
félagi úr Stórasjó að stela íé ykkar.
Þeir fara í miðjum ágústmánuði,
velja allt það bezta úr fé ykkar og
koma aftur um höfuðdag. Þeir eru
alveg óhræddir að stela fé ykkar,
því að Ódáðahrauni er allt kennt.
Það er ekki gaman að eiga við
þessa útilegumenn, því að þeir eru
rammgöldróttir. Sá sem ferðinni
ræður heitir Kolur, og við hér í
Reykjavík köllum hann Kol stóra;
hann er þrjár álnir og tíu þuml-
ungar á lengd og vegur 28 fjórð-
unga; hann er rammgöldróttur,
hefur sagnaranda og huliðshjálm
og sést hér aldrei á götunum, en
sést oft í verzlunum. Hann er í
peysu sem ekki vinnur á kúla og
ekki neitt. Hann er svo ríkur að
hann á belg af veturgömlu trippi,
fullan af gullpeningum; hann hefur
fjögra manna afl, en þó getur hann
77/ Jóns söðlasmiðs
í Hlíðarendakoti
Ó, heill sértu vinur, ég hugsa til þín,
þótt hverflyndur sé ég og gleyminn,
því þú hefur bezt opnað barnsaugu mín
og bentir mér fyrstur á heiminn.
Pú sagðir mér öldunum fornhelgu frá,
er fagnandi hugurinn skoðar,
um fjarlægar sveitir þú fræddir mig þá
og fjöllin, er kvöldsólin roðar.
Því þú hafðir víðast hvar litið vort land
með löðrandi brimgirtum ströndum,
og valið þér leið yfir válegan Sand
með vinum úr fjarlægum löndum.
Ég man hve þig gladdi hin svipmikla sjón
og söguljós horfinna tíða.
Það kætti þig mjög, og þú manst það víst Jón, ,
með Morris um fjöllin að ríða.
Og þegar að vorsól á Valahnúk skín
og verpur á skógana roða,
og ferðamenn ganga í fótsporin þín
og friðsælu runnana skoða
og dreymandi hvíla við hjarta vors lands
og horfa á fljótsdrauminn svala,
þá hljóta þeir líka að minnast þess manns,
sem Mörkina vakti af dvala.
Með blaðinu kveðju nú færðu mér frá,
það finnur þig ef að þú lifir,
ó, heilsaðu eldgömlu Hlíðinni þá
og himninum bláa þar yfir.
Þótt tíminn sé breyttur og bindi nú þig,
og bannaðir skemmtandi fundir,
þá eigðu þó blaðið til minnis um mig
sem minning um brautliðnar stundir.
Þorsteinn Erlingsson
ekki hreyft belginn nema tveir
menn hjálpi honum; og þetta er allt
gróði frá forfeðrum hans. Svona
eru allir útilegumenn sterkríkir.
Ekki þýðir að setja vörð, því að
þeir setja myrkur yfir sig og féð.
Eina ráðið fyrir ykkur er að fá tvo
galdramenn ríðandi á gandreið og
fá menn hér úr Reykjavík með
afturhlaðninga. Það er úr Reykja-
vík fimm tíma ferð á gandreið upp
að Stórasjó og Köldukvíslar-
botnum. Stóri-Kolur er búinn að
búa um sig í holu í jörðinni. Þor-
grímur Jónsson, glímumaðurinn
mikli, fór eftir beiðni Kols stóra að
ganga frá hreysinu; hann lét grafa
þrjár mannhæðir, og svo hefur
hann vatn undir og hlemm ofan yfir
stóran, og allt múrað að; svo þarf
ekki annað en kippa frá einni loku
og þá fara allir á kaf sem á hlemm-
inn stíga. Þorgrímur var að því í
heila viku og fékk 800 krónur fyrir.
Hann veit vel um peningana, hvað
þeir eru miklir. Líklega væri bezt
að fara snemma í júnímánuði, en
það er verst að ná í menn að vestan
með gandreið. Það er ekki furða þó
að ykkur hafi vantað fé í margar
aldir, því að þetta er voðalega
grimmt. Kolur stóri er minn
skæðasti óvinur; hann veit að ég er
að hvetja til leitarinnar og hann
hefur sent mér nú í mörg ár send-
ingu, hverja á fætur annarri, en
þessi persóna að vestan (Galdra-
Þrúða) tekur á móti öllum sending-
um fyrir mig, svo að þær hafa ekki
getað gert mér nokkurt mein.
Þetta má ekki svo til ganga
lengur; þetta er hraustasta kyn-
slóðin í landinu og væri gott að hún
blandaðist saman við okkur. Það er
engin leið að yfirvinna þá, nema fá
galdramenn að vestan úr Arnar-
firði, ríðandi á gandreið, víst tvo á
gandreið. Kolur stóri hefur sagnar-
anda, gandreið, huliðshjálm og
peysuna. Hann hefur þrjá varg-
hesta, brúnan, gráan og rauðan,
sem þjóta upp Bakarabrekkuna
með strákana. Hann verzlar á
Eyrarbakka og í Reykjavík. Gest-
ur á Hæli er hans verzlunarmaður.
Þeir sækja við frá Stórasjó í
Skriðufellsskóg og reiða hann allan
á gandreið; það má leggja á gand-
reið tíu hesta. En öll þessi mikla
fjárvöntun úr Árnessýslu er eftir
útilegumenn úr Arnarfellsjökli.
Kolur stóri á um tuttugu böm, tvö
börn á ári hverju, og er ekki nema
hálffimmtugur.------
Ég bið þig að lesa bréf þetta í
heyranda hljóði, svo að þið getið
tekið þetta mál til íhugunar, því að
það er ykkar mesta velferðarmál,
Mývetninga. Ég fann aldrei Pétur á
Gautlöndum í Reykjavík, en láttu
ekki hjá líða að hann fái að sjá það,
því að hann var tregur á að trúa að
þeir væru til. Hver veit nema mér
gangi betur í sumar við fjár-
laganefndina heldur en seinast.
Tryggvi Gunnarsson vildi ryðja í
allar áttir nema til mín, því að hann
kann ekki að halda á landsins fé.
Svo fer ég að slá botninn í þetta
bréf, prestur minn, ég bið ykkur að
taka þetta mál til íhugunar.-----
Kolur stóri drekkur oft fjóra
potta af brennivíni á dag og fer um
fjöll og firnindi ríðandi á gandreið,
og hefur kvenfólk hvar sem hann
getur einsog djöfulóður andskoti. -
Þinn einlægur, Jón Jónsson
söðlasmiður frá Hlíðarendakoti."
3.
Uppsveitir Borgarfjarðar fóru
ekki varhluta af útilegumönnum.
Þar minntust menn Hellismanna
úr órafyrnsku; Fjalla-Eyvindur og
hyski hans hafði legið i
Hallmundarhrauni og 1814 var Jón
Franz gripinn þar af Hvítsíðingum,
- hestaþjófur að þrotum kominn.
Kristleifur Þorsteinsson greinir svo
frá viðbúnaði bónda nokkurs úr
Hálsasveit á öldinni sem leið: