Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 8
(8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982 Viötal við Guðlaugu Rún Margeirs- dóttur, fyrsta íslenska skipti- nemann í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar á aðfangadagskvöld. Saltfiskur á borðum. SALTFISKUR á aðfangadagskvöld Islenskirskiptinemareru nú farnir að flakka æ víðar um veröldina, þó að enn fari flestirtil Bandaríkjanna. Þjóðviljinn frétti af 19 ára gamalli stúlku, sem dvaldist í nær eitt ár í Portúgal, og langaði til að forvitnast nánar um dvöl hennar þar. Portúgal er eitt af þeim Evrópulöndum sem íslendingar hafa ekki fjölmennttil, og þá má líklega telja á fingrum annarrar handarsem kunna portúgölsku.iStúlkan heitir Guðlaug Rún Margeirsdóttir úr Kópavogi, en hún stundar nám í Verslunarskóla íslands. Að hika er sama og að tapa - Hvað kom til að þú fórst til Portúgals, Guðlaug? - Ég sótti um að fá að fara sem skiptinemi, tæpu ári áður en ég fór, og setti þá fram óskir um að komast til einhvers Evrópulands, helst til Frakklands. Svo kom svarið, og það var Portúgal. Ég var dálítið hikandi til að byrja með, því að ég vissi nær ekkert um landið, en ein- hver sagði: Að hika er sama og tapa, og ég sló til, ekki síst vegna Leiria er fallegur smábær fyrir norðan Lissabon. þess að ég frétti að ég yrði fyrsti íslenski skiptineminn til að fara þangað. - Og hvernig fjölskyldu lentirðu svo á? - Fyrst í stað var ég í 17 manna hópi skiptinema frá ýmsum löndum, en eftir vikudvöl fór ég til fjölskyldu í um 20 þúsund manna bæ fyrir norðan Lissabon er heitir Leiria. Líklega hef ég verið nokk- uð heppin. Þetta var frekar nú- tímaleg millistéttarfjölskylda og mér samdi vel við hana. - Var þetta stór fjölskylda? - Hjón með þrjú börn, tvo stráka yngri en ég og stelpu á líku reki. Hún talaði ensku og það var mikill stuðningur fyrst í stað. Brátt vissu allir h ver þessi Islendingur var - Og hvernig leist þér svo á Portúgal? - Þetta var heimur gjörólíkur þeim sem ég á að venjast, bæði fólkið, tungumálið og veðrið. Fyrst í stað, meðan ég kunni ekki orð í portúgölsku, var þetta dálítið erf- itt, en fólkið er miklu opnara og lífsglaðara en íslendingar almennt, og brátt vissu allir í bænum hver þessi Islendingur var og vildu allir tala við mig og vera mér vingjarn- legir. Ég var því fljót að komast inn í málið. - Hugsa unglingarnir svipað og hér heima? - Þeir hugsa eins og við, en búa ekki við jafn mikið frjálsræði. Þeir eru mun háðari pabba og mömmu með allt. Þó held ég að það sé að breytast og fara í sama horf og víðast hvar á Vesturlöndum. - Hvers konar bær er Leiria? - Fallegur smábær, en þar er lítið um að vera. Hægt er að fara á kaffihús, og Portúgalir eru reyndar flestum stundum á kaffihúsum, og fara á bíó. Fólkið vinnur mikið á skrifstofum og við hvers konar þjónustu, og allir þekkja alla. Þetta er elskulegasta fólk, en dálítið snobbað. Ef þú áttir þekktan pabba gastu ekki hagað þér eins og þú vildir. Ef ég sagði það rétt var klappað - Þú hefur væntanlega gengið í skóla? - Já. Það gekk upp og ofan. Fyrst í stað skildi ég ekki neitt og gerði lítið annað en að stara út í loftið eða skrifa bréf heim í tímum. Eftir að ég fór að skilja málið kom ég aðallega í tíma til að fylgjast með og vera í félagsskap í bekkn- um mínum. Skólinn var mjög Heimilisfaðirinn, Comes de Anica með dótturina - Nico og Guölaugu Rún

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.