Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 9
Leikhópurinn sem
lék Mackbeth.
Guölaug Rún stendur
efst til vinstri.
strangur með mætingar, en það var
aldrei neitt merkt við mig. Það er
mikil ásókn í menntaskóla í Portú-
gal og allt gert til þess að fella
fólk, og því þarf fólk að haida vel á
spöðunum í námi. Ég þurfti þess
ekki.
- Hversu langur tími leið þangað
til þú fórst að skilja portúgölskuna
að ráði?
- í janúar og febrúar var ég
orðin inn í því hvað var að gerast,
gat haldið uppi samræðum og fylgst
með. Félagar mínir voru ósparir að
leiðrétta mig, ef ég sagði eitthvað
vitlaust, og ef ég sagði það rétt var
klappað fyrir mér.
- Vita Portúgalir eitthvað um ís-
land?
- Það var mjög misjafnt. Sumir
vissu ekki neitt, en aðrir töldu það
alveg stórkostlegt að ég væri frá
íslandi. Flestum fannst það mjög
spennandi og létu í ljós ósk um að
heimsækja landið.
100 aðferðir tilað
matbúa saltfisk
- Þeir kaupa þó saltfisk af
okkur?
- Já, og finnst hann mjög góður.
Ég var hissa á því hvað Portúgalir
borða mikinn fisk. Heima hjá mér
var fiskur á borðum a. m. k. tvisvar í
viku og þá var annar rétturinn oft-
ast saltfiskur. Þegar ég sagði þeim
hvernig við matreiddum saltfiskinn
á íslandi urðu þeir mjög
hneykslaðir og tjáðu mér að það
væru 100 aðferðir við að matbúa
hann.
- Hvernig var jólahaldið?
- Það var ekki eins fjölskrúðugt
og heima á íslandi. Gjafir tíðkast,
en ekki er eins mikið um skreyting-
ar. Á aðfangadagskvöld var salt-
fiskur á borðum, en gjafirnar tekn-
ar upp á jóladagsmorgun. Um
kvöldið á jóladag fór svo öll fjöl-
skyldan bara á bíó. Það er föst
venja í Portúgal að borða saltfisk á
aðfangadag, og síðan er sæta-
brauð, kökur eða ávextir á eftir, en
Portúgalir eru snillingar í köku-
gerð.
Uppfœrsla
á Mackbeth
- Svo skilst mér að þú hafir tekið
þátt í leikstarfsemi?
- Já, ég hef alltaf haft áhuga á
leiklist, og þar sem ég lagði ekki
hart að mér í skólanum hafði ég
nógan tíma. Vinkona mín sagði
mér frá áhugamannaleikstarfsemi
sem fram færi tvisvar í viku í menn-
ingarmiðstöð í Leiria. Ég var fyrst
hikandi að fara, því að ég var ekki
þá búin að ná góðu valdi á málinu,
en var strax mjög vel tekið þegar ég
lét sjá mig. Markmið hópsins var
að setja upp Mackbeth eftir Shake-
speare, og ffumsýning átti að vera í
febrúar. Leikstjórinn var Pólverji
og þetta var allt elskulegt og frekar
ungt fólk, sunrt kennarar sem voru
að þessu skemmtilegheitanna
vegna. Sýningin byggði töluvert á
látbragði og við gerðum allt sjálf,
sauntuðum, smíðuðum, gerðum
grímur, leikbrúður og leikmynd.
Við sýndum leikritið í bænum í
nokkur skipti og fórum svo í leik-
ferð til tveggja annarra borga.
Önnur var háskólaborg, en hin var
norðarlega í Portúgal, og þar varð
mér urn og ó, því að þar var allt svo
gamaldags og prímitíft. Við feng-
um fullt hús, en fólkið virtist ekki
skilja hvað um var að vera því að
það gerði ekki annað en flauta,
klappa og grípa fram í. Um kvöldið
fórurn við á kafíihús, en í þessum
bæ tíðkaðist ekki að konur létu sjá
sig á kaffihúsum svo að karlmenn-
irnir gláptu á okkur eins og naut á
nývirki.
- Þú hefur fengið mikið út úr
þessari leikstarfsemi?
- Mér fannst það hápunktur
Helgin 27.-28. nóvember 1982'.ÞJÓÐVJLJINN — SIÐA 9
Úr Mackbeth
Guölaug Rún situr
ofarlega til vinstri.
í hópi portúgalskra
krakka
dvalarinnar. Þarna var ég í góðum
félagsskap og tók þátt í að gera
eitthvað skapandi. Þetta var nú-
tímauppfærsla á Mackbeth og tók
aðeins klukkutíma í sýningu. Litur-
inn á leiktjöldunum var t.d. tákn-
rænn. Þau voru ýmist svört eða hvít
eftir því sem var að gerast.
- Og hvað lékst þú?
- Ég lék eina af alþýðunni.
- Hefurðu hug á að fara aftur til
Portúgal?
- Mig langar til að fara aftur og
heimsækja fólkið og sjá landið, því
aö það er fallegt. Þau spurðu mig
oft að því hvort ég vildi búa í Port-
úgal, en ég neitaði því. Þá sögðu
þau jafnan að landið væri gott til að
eyða sumarleyfinu sínu í. Ég fann
það mjög að margir Portúgalir bera
eins konar hatursást til landsins
síns. Þeir tala margir illa um það,
en geta þó ekki án þess verið.
- GFr.