Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐV-ILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982
erlendar bækur
Elias Canetti:
AUTO DA FÉ
Transiated from the German
under the personal supervision
of the author
by C.V. Wedgewood.
Jonathan Capc 1982.
Auto Da Fé, sem á þýsku heitir
Die Blendung, kom fyrst út í þeirri
þýðingu sem hér er til umgetning-
ar, 1946. Die Blendung kom út
rúmum áratug fyrr. Elias Canetti
bjó þá og starfaði í Vínarborg. Ár-
ið 1948 fluttist hann svo alfarið til
Englands. Reyndar hafði hann bú-
ið þar sem barn, en gerðist breskur
Elias Canetti
þegn í það seinna skipti. Hann er
fyrstur þegna Elísabetar drottning-
ar númer tvö, sem hlýtur nóbelinn
á eftir Winston Churchill.
Auto Da Fé er mikil bók. Sagan
greinir frá fræðimanninum Kien
sem kvænist þjónustustúlku sinni
eftir að hafa séð til hennar þar sem
hún handfjatlaði bók sem hann léði
henni. Sagan greinir einnig frá
Fischerle, sem er dvergur og fé-
flettir Kien. Og hún greinir frá
mörgu öðru stórskemmtilegu.
Pað er greinilegt á Auto Da Fé,
að Canetti hefur lengi haft Kafka
að leiðarljósi í veraldarsmíð sinni.
Og þó hefur Canetti ekki skrifað
nema þessa einu skáldsögu. Önnur
rit hans eru um Kafka, múginn og
fleira.
Donald Streeter:
Professional Smithing.
Traditional techniques
for decorative ironwork etc.
John Murray 1982.
„Skalla-Grímur var járnsmiður
mikill ok hafði rauðablástr mikinn
á vetrinn; hann lét gera smiðju
með sjónum langt út frá Borg...
Skallagrímur sótti fast smiðju-
verkit..."
Allt frá dögum Skalla-Gríms
hefur málmsmíði verið stunduð hér
á landi, albúnar smiðjur voru á
stærri býlum og bændur kunnu iðn
Skallagríms allt fram á fyrri hluta
20. aldar. Með gjörbyltingu atvinn-
uhátta hefur sú breyting orðið að
hið forna handverk hafur lagst af
og tækni tekið við. í þessu riti sem
er sett saman af járnsmið hins
forna stíls, eru hinni fornu iðn
gerð ágæt skil, en járnsmíði var
stunduð á sama hátt og með svip-
uðum verkfærum um vestan og
norðanverða Evrópu allt frá mið-
öldum og fram að iðnbyltingu. Þess
vegna á efni þessa rits við varðandi
íslenskar málmsmíðar fyrri tíma.
Það þarf ekki nema að líta á upp-
drætti og myndir af skrám og verk-
færum til þess að sjá skyldleikann
við íslensk tæki og smíðisgripi.
Bók þessi er í senn lýsing hins
forna handverks og leiðarvísir í
þessu handverki fyrir þá sem vilja
stunda járnsmíðar sér til gamans og
gagns nú á dögum.
Hin hefðbundna járnsmíði barst
til Bandaríkjanna með innflytjend-
unum frá Evrópu á fyrri öldum,
höfundurinn, sem er bandarískur
hefur ávaxtað þann arf með verk-
um sínum og uppfræðingu í
iðninni. Hann er talinn mestur
kunnáttumaður í þessari grein nú á
dögum í Bandaríkjunum.
Rachel Billington:
A PAINTED DEVIL
Penguin Books 1981.
Fjoldinn er ginnkeyptur fyrir
allslags fánýti. Peir sem annað-
hvor.t eru þrúgaðir af vinnu ellegar
heimilum, góna flestir úr sér glór-
una við sjónvarp. Aðrir, sem ekki
nenna rekast jafn vel, lesa bækur.
Svo eru í reynd þeir, sem ekki ein-
asta lesa bækur, heldur horfa líka á
sjónvarp og lesa dagblöð, og það
eru þeir sem hlaupa til eftir hverri
metsölubók. í útlöndum er auðvelt
að auglýsa svo upp bækur, að þær
renna út eins og heitar lummur.
Rachel Billington ólst upp og
menntaðist á Englandi. Þar í landi
starfaði hún við sjónvarp. Síðar
flutti hún sig um set til New York
þar sem hún vann hjá sjónvarps-
stöðinni ABC. Sína fyrstu bók fékk
hún út gefna 1967, eftir að hún
flutti aftur til Englands. Síðan hafa
komið út eftir hana allmargar
bækur sem seljast harla vel. Einnig
hefur hún verið færð upp, bæði í
útvarpi og sjónvarpi.
Um bókina, A Painted Devil, er
nákvæmlega ekkert að segja, utan
hvað hún selst.
Ríkisútvarpið - nýbygging
Ríkisútvarpiö mun viðhafa forval á bjóðend-
um til lokaðs útboðs í 4. byggingaráfanga
útvarpshússins Hvassaleiti 60, R.
í byggingaráfanga þessum verður húsinu
lokað og gefa eftirfarandi magntölur til kynna
stærð og eðli verksins.
Þak með einangrun um það bil 6000 m2
Gluggar með lituðu gleri um það bil 1450 m2
Veggkápa með einangrun um það bil 400 m2
Svalaþak með einangrun o.fl. um það bil 2600 m2
Svala- og þakbrúnir um það bil 650 m2
Áætlaður byggingartími er eitt ár. Þeir verk-
takar, sem óska eftir að bjóða í verkið, leggi
fram skriflega umsókn sína þar um í síðasta
lagi mánudaginn 6. desember n.k. til Karls
Guðmundssonar, Almennu verkfræðistof-
unni hf., Fellsmúla 26 (5. hæð), en hann
veitir nánari upplýsingar, ef óskað er.
Umsókninni skulu fylgja þessar upplýsingar:
1. Skipulag fyrirtækisins, starfslið og reynsla
yfirmanna.
2. Fjárhagur, velta og viðskiptavinir síðast-
liðin ár.
3. Reynsla í byggingarframkvæmdum og
skrá yfir verk.
4. Eigin tæki og búnaður til verksins.
Byggingarnefnd Ríkisútvarpsins
yí -o.
p;IÍ
..
• * "> *: J
■ ■
7 Oss þykir þetta 1
gáleysislegt hjal,
Matthias, ekki satt?