Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 6
6-SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982 Þaö hefur varla fariö fram hjá neinum aö vofa gengur Ijósum logum um Evrópu - vofa kreppunnar. Hér í Danmörku er margt sagt og skrifað um skelfilegtástand efnahagsmálaog botnlaust skuldafen landsins. í tilefni af þessum ósköpum skiptu menn um stjórn og settu Schluter í staðinn fyrir Anker, og nú á aö spara. Þegar litiö er á þaö óhófslíf sem mikill hluti þjóöarinnar lifir er ekki vafi á því að margur maöurinn gæti vel þolað dálítinn niðurskurð. En auövitaö beinast aðgerðirnar fyrst og fremst gegn þeim sem verst eru settir- láglaunafólki, atvinnulausum, barnafjölskyldum (það er veriö aö setja í gang lymskulega herferð til aö hrekja konurnar inn á heimilin aftur). Af þeim sem ekki hafa mun tekið verða, eins og þarstendur. Eins og endranær, þegar sparn- aðarhnífurinn er hafinn á loft, er talið sjálfsagt að beina honum að menningunni. Danir hafa eignast nýjan menningarráðherra sem gengur skelegglega fram í niður- skurðinum. Heitir sú Mimi Jakob- sen og er dóttir Erharde, sem frægur er af ýmsum endemum. Mimi vill að einkaaðilar leggi meira af mörkum til menningar- innar og að hið opinbera eyði minna fé í að styðja list sem enginn vill sjá eða heyra. Hún boðar niðurskurð á fjárveitingum til leikhúsa, einkum landsbyggðar- leikhúsa og frjálsra leikhópa. Hún kveðst hinsvegar hafa sérlegan áhuga á auknum stuðningi við söngleikjaflutning þar sem fólk hafi þörf fyrir að flýja veruleikann. Þetta sýnir að stúlkan gerir sér grein fyrir því hvílíkt skelfingar- ástand Schlúterstjornin mun leiða yfir þjóðina. Smærri leikhús eiga erfiða tíma framundan og dagar frjálsra leikfélaga eru líklega taldir Nýjustu fregnir herma að vísu að De radikale venstre hafi sett stjórninni stólinn fyrir dyrnar og komið í veg fyrir hluta af niður- skurði á fjárveitingum til leikhúsa og bókasafna. Engu að síður er það ljóst að smærri leikhús eiga erfiða tíma framundan og dagar frjálsra leikhópa eru líklega að mestu taldir. Eins og maðurinn sagði: Somet- thing is rotten in the state of Den- mark (eða: í Danaveldi er ekki allt með feldi, einsog séra Matthías orðaði það. Tíminn úr liði genginn Það er því á margan hátt óvenju- lega tímabært að setja upp Ham- letsýningu. Tíminn er úr liði geng- inn og enginn hefur enn boðið sig ffam til þess að kippa í liðinn. Upp- færsla Mogens Pedersens á Det Kongelige leggur áherslu á vald- spillingu hirðar og samfélags sem Hamlet stendur einn og óstuddur gegn, eina heilbrigðismerkið í gegnrotnu samfélagi. Sýningin ein- kennist af trúnaði við textann, ein- faldleika og hraða í uppsetningu spennu og fyndni. Textinn er flutt- ur nærri óstyttur, en vegna skjótra sviðsskiptinga og almenns hraða tekur sýningin ekki nema þrjár stundir plús hlé, og það má teljast óvenju stuttur tími fyrir nær óstytt- an Hamlet. Sviðsmynd og búningar er hvort tveggja með sérstökum ágætum. Tjöldin eru einfaldir flekar með abströktum bronsmynstrum sem er rennt fram og til baka og þannig sköpuð mismunandi rými fyrir at- riðin. Þetta verkaði sérlega vel í hin- um tíðu og hröðu skiptingum og hjálpaði til að skapa ákveðna hrynjandi. Búningarnir eru bæði fallegir og lýsandi fyrir persónurn- ar. Hirðin öll innilokuð í glysi eða þá aðþrengjandi leðri, Hamlet hinsvegar í léttum og óþvinguðum fötum með skyrtuna opna niður á bringu. Búningarnir eru þannig gerðir að þeir gætu nokkurn veginn passað við einhvern löngu liðinn tíma, en eru um leið einkennilega tímalausir. Það sem vekur mesta athygli í sýningunni er leikur Sören Spann- ings í aðalhlutverkinu. Hann er ungur, stæltur og kraftmikill, glæsi- legur á velli. Leikur hans er allur mjög fjaðurmagnaður og líkam- legur. Hér er enginn rolulegur sveimhugi eða rómantískur tauga- sjúklingur á ferðinni, heldur harð- greind hetja og óvenjulegur at- gervismaður. Hamlet er kannski gáfaðasta persóna sem hefur nokk- urn tímann verið sköpuð fyrir svið og það kemur ekki síst fram í leiftrandi háði hans og bitru skopi, sem tókst að gera óvenjulega virkt í þessari sýningu. Aðrar persónur voru yfirleitt vel túlkaðar, einkum Polonius, sem Erik Mörk sýndi sem hinn fullkom- lega tilfinningalausa stjórnmála- ref, Kládíus sem var skemmtilega greindur og harðsvíraður í meðför- um Ole Ernst, og drottningin, sem Ghita Nörby lék og lagði áherslu á einfeldni hennar og kynþokka. Af ánamöðkum Önnur sýning á Det Kongelige hefur vakið mikla hrifningu og vinsældir, en þar er á ferðinni ný- jasta leikrit Per Olof Enquists, Úr Úr Hamlet á Konunglega. Frá v. Erik Mörk (Polonius), Ole Ernst (Kládíus), Ghita Nörby (drottningin) og Sören Spanning, (Hamlet). Leikhús í Danaveldi Sverrir Hólmarsson skrifar frá Kaupmannahöfn Kjrsten Olesen (Helena), Astrid Villaume (Julia), Inger Hovman (Elaine) og Claus Strandberg (Edward) i Natten ler ' «* , jr\ ’f'.r+si-ciir f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.