Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 8
'8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. nóvember 1982
Þar sem þolinmæðin situr í
aldrei bresta þolinmæðina, aldrei
skipta skapi?
- Þolinmæðina má vissulega
aldrei bresta, en hann hefur fullt
leyfi til að reiðast, og það getur
meira segja verið til bóta að sá sem
verið er að þjálfa sjái og finni að
þjálfinn reiðist, líki ekki það sem
gert hefur verið. Það má ekki
vernda þau fyrir tilfinningum sem
tilheyra mannlífinu og þau verða
að læra að bregðast við reiði eins og
öðrum tilfinningum. Þetta þýðir
aftur á móti ekki að þroskaþjálfinn
missi þolinmæðina við þann sem
hann er að þjálfa, nema bara í
augnablikinu. Hitt kemur líka fyrir
að þroskaþjálfi hreinlega gefist
upp við að þjálfa einhvern og við
því er ekkert að segja. Þá er reynt
að finna einhvern annan til að taka
við. Sannleikurinn er nefnilega sá,
að í stórum hópi þroskaþjálfa er oft
aðeins einn sem getur fengist við
ákveðinn þroskaheftan einstak-
iing, vegna þess að á milli þeirra
verður að myndast mjög náið og
gott samband, ef árangur á að nást.
- Er hægt að ná árangri með alla
þroskahefta?
- Það er mín skoðun að svo sé.
Ég veit ekki um einn einasta
þroskaheftan einstakling, sem ekki
er hægt að bæta, mis mikið að vísu
en einhverjar framfarir eru alltaf
merkjanlegar. Og liitt er líka
staðreynd að hversu lítill sem áran-
gurinn er, líður viðkomandi betur á
eftir en áður, þetta er staðreynd.
Svo má heldur ekki gleyma hinu að
algert afskiptaleysi getur orðið til
þess að þroskaheft fólk lokist al-
gerlega og því miður er of mikið
um að þannig fari, en vonandi
stendur þetta til bóta.
- Nú hefur ríkið tekið við rekstri
„Vonarlands“ af Styrktarfélagi
vangeflnna á Austfjörðum, hvernig
iíkar þér sú ráðstöfun?
- Mér skilst að ég sé eini for-
stöðumaður svona stofnunar hér á
landi sem líkar þessi ráðstöfun
mjög vel. Mér hefur heyrst á öðr-
um forstöðumönnum að þeim mis-
líki þetta mikið. Ég fæ hinsvegar
ekki betur séð en að hér sé um rétta
þróun að ræða, og er eins og ég
sagði áðan ánægð með
breytinguna.
- Að lokum Bryndís, ertu ánægð
með þann árangur sem þið hafið
náð að „Vonarlandi“ á þessu röska
ári sem heimilið hefur starfað?
- Kannski á maður aldrei að vera
ánægður með árangur, því eflaust
má alltaf um bæta, en samt sem
áður hygg ég að sá árangur sem við
höfum náð sýni hvaða hægt er að
gera ef nægur sérmenntaður mann-
skapur er fyrir hendi og ég vona
bara að af því verði dreginn sá lær-
dómur að þetta atriði verði lagfært
hjá öðrum vistheimilum fyrir
þroskahefta. -S.dór
fyrirrúmi
Fyrir rösku ári síðan, tók til
starfa á Egilsstöðum þjónustumið-
stöð fyrir þroskahefta og hlaut hún
nafnið „Vonarland" og var rekin
sem sjálfseignarstofnun á vegum
Styrktarfélags vangefinna þar til 6.
nóvember sl. að ríkið tók við rek-
stri stofnunarinnar. „Vonarland"
er nýjasta stofnunin hér á landi af
þessu tagi og byggt samkvæmt
lögum frá 1980 um aðstoð við
þroskahefta og er einnig fyrsta
stofnunin sem starfar eftir þeim
lögum. Forstöðumaður „Vonar-
lands“ er Bryndís Símonardóttir og
átti Þjóðviljinn við hana viðtal um
þá starfsemi sem fram hefur farið
að „Vonarlandi“ og hið erfiða og
ábyrgðarmikla starf þroskaþjálf-
ans, en Bryndís er að sjálfsögðu
þroskaþjálfi að mennt.
Ferðaþjónustan
- Það má segja að einkum tvennt
geri það að verkum að „Vonar-
land“ sker sig úr öðrum skyldum
stofnunum. I fyrsta lagi er hún
fyrsta þjónustumiðstöð þroska-
heftra, sem hefur yfir nægu vinnu-
afli að ráða, hér á landi. Það fer
ekki á milli mála, að skortur á starf-
sfólki og ekki síst sérhæfðu fólki,
hefur staðið skyldum stofnunum
fyrir þrifum. Og í öðru lagi höfum
við tekið upp, það sem við nefnum
ferðaþjónustu, sem er nýjung hér á
landi. Hún fellst í því að við förum
heim til þess fólks sem vill eða get-
ur ekki fengið vistun fyrir þroska-
hefta einstaklinga. Við kennum
þessu fólki að þjálfa viðkomandi
einstakling og veitum að öðru leyti
alla þá aðstoð, sem okkar er unnt.
Þá höfum við líka eina íbúð að
„Vonarlandi“ fyrir foreldra sem
koma með barn sitt til athugunar
og til að læra meðferð þess. Þeir fá
prógram til að fara eftir og eins
getur fólk fengið þroskaleikföng
lánuð hjá okkur, við erum með
einskonar leikfangabanka, fyrir
þroskahefta. Rétt leikföng við
þjálfun skipta miklu máli.
- Er ferðaþjónustan þín hug-
mynd?
- Já, hún er það en þó tilkomin
fyrst og fremst vegna þess hve þörf-
in er mikil.
Sambýlisformið
hentar best
- Hvað eru vistmenn margir hjá
ykkur?
- Það eru 10 vistmenn og ég tel
það alveg anna Austfjörðum.
Sjáðu til, stofnun, þar sem þroska-
heftir hreinlega eiga heima, eins og
á „Vonarlandi", tel ég ekki æski-
legasta formið við þjálfun þeirra.
Ég tel að mun betra væri að vist-
menn væru ekki á stofnuninni
nema yfir daginn en færu heim til
sín á kvöldin. Eins tel ég æskilegt ef
hægt væri að koma á sambýli 4ra
eða 5 aðila, sem væru færir um að
stunda vinnu á til að mynda vernd-
uðum vinnustað. Ég tel það form
mun æskilegra en stofnun.
Markmið okkar við þjálfun
þroskaheftra er hverju sinni það,
að reyna að gera viðkomandi hæf-
an til að fara í skóla eða leikskóla.
Takist það, teljum við stórum
áfanga náð.
Hægt er að ná
ótrúlegum árangri
- En hver er árangurinn af stofn-
unum fyrir þroskahefta?
-Hann er auðvitað ákaflega mis-
jafn. Ég veit það af reynslu, að þar
sem skortur er á sérhæfðu fólki er
árangurinn lítill. Eins og ég sagði
áðan höfum við nægan mannskap á
„Vonarlandi", enda höfum við séð
hreipt ótrúlegan árangur á stund-
um. Ég fullyrði að hægt er að gera
stórkóstlega hluti, ef nægur mann-
skapur er fyrir hendi. Það er hins-
vegar mjög mannaflafrekt að sinna
þroskaheftum, ef árangur á að
nást. Ég viðurkenni líka að stund-
um næst lítill árangur, þannig er og
verður það alltaf í þessu starfi og
skiptir þá ekki máli með mann-
skap.
Samt sem áður er það svo, að
þeim þroskaheftu einstaklingum,
sem komast í þroskaþjálfun líður
betur á eftir en áður, alveg sama
hve lítill árangur næst með þjálfun-
inni. Þetta er staðreynd sem enginn
getur horft framhjá. Og þeim mun
betur líður þeim, sem meiri árang-
. Þann 6. nóv. sl. yfirtók ríkið rekstur „Vonarlands“ og hér sést Svavar Gestsson félagsmálaráðherra taka
við heimilinu. Við hlið hans stendur Bryndís Símonardóttir forstöðumaður, þá Guðmundur Magnússon og
l.t.h. er Hrafnkell Kárason.
ur næst. Það getur verið tímafrekt,
óendanlega tímafrekt á stundum
að ná árangri,en ánægja beggja,
þroskaþjálfans og vistmannsins er
líka mikil þegar hann næst. Því ætti
enginn að fást við þroskaþjálfun,
nema sá sem hefur yfir nægri þolin-
mæði að ráða, því fá störf kalla á
meiri þolinmæði en þroskaþjálfun.
Sá er ekki til,
sem ekki
er hægt að bœta
- Þýðir þetta að þroskaþjálfa má
Þrjár sjálfsævisögur:
Sjómaður, bóndi
og vísindamaður
Ljárskóga-
bók hin
áttunda
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
sent frá sér bókina „Hver einn bær
á sínasögu“, eftir Hallgrím Jónsson
frá Ljárskógum. Hallgrímur var
elstur af átta systkinum í Ljárskóg-
um, en þekktastur þeirra var Jón
sem söng í M.A.-kvartettinum.
„Höfundurinn leiðir okkur frá
fyrstu sögnum til okkar daga með
mikilli frásagnarsnilld. Lesandinn
hlýtur að hrífast af frásögn hans,
hvort sem hún er af órofafegurð
náttúrunnar umhverfis lítinn smala-
dreng, þættir úr fornum sögnum,
sem snerta forfeður hans og for-
mæður, hof eða hörga, greni eða
lágfótu eða fyrirmyndar heimilið
UÁRSKÓCÍA# í DÖI UM
HIÁSAGNIR Áf rOiKI <K1 ATBURPUM:
ÞJ605ÖOUK* ökNKFNASÖéHlR
ÓO ANNAft f-HóOimKVB
að Ljárskógum. Gamansemi gætir
hressilega í sumum frásögnum
hans, en hann lætur heldur ekki
ósagðar harmsjögur, þar sem inni-
leg samúð birtist frá hendi hans“.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefur gefið út bókina „Sjómanns-
ævi“ II bindi endurminningar
Karvels Ögmundssonar skipstjóra
og útgerðarmanris í Njarðvíkum.
Fyrsta bindi endurminninga Kar-
vels kom út í fyrra og vakti þá mikla
athygli og fékk góða dóma, enda
þóttu lýsingar Karvels bregða
skýrri og raunsannari mynd á
kröpp kjör alþýðufólks á íslandi í
byrjun aldarinnar og bera vitni
glöggskyggni og góðri frásagnar-
gáfu.
I bókinni sem nú er komin út
segir Karvel frá fyrstu árum sjý>-
mennsku sinnar.
Hann segir frá mörgum eftir-
minnilegum og erfiðum sjóferðuin
þar sem baráttan var stundum upp
á ltf og dauða og frá slysförum og
svaðilförum. Lifandil frásagnarmáti
er aðalsmerki hans. Hann færir les-
endur inn í þann harða heim sem
íslendingar lifðu í á fyrstu ára-
tugum aldarinnar meðan sú tækni
sem nú er búið við var með öllu
óþekt.
„Sól ég sá“ er fyrra bindi sjálfs-
ævisögu Steindórs Steindórs-
sonar, náttúruvísindamanns og
fyrrverandi skólameistara frá
Hlöðum.
í bókinni segir Steindór
Steindórsson frá uppvexti sínum,
námsárum og skólastarfi. Er höf-
undinum fylgt frá smalaslóðum
hans og fjárgötum heima á
Hlöðum óg þaðan á skólabekk
bæði í Gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri, Menntaskólanum í Reykja-
vík og í háskólanum í Kaupmanna-
höfn þar sem Steindór opnar les-
endum sýn til skemmtilegs, fjöl-
breytts og ævintýraríks stúdenta-
lífs.
Síðan liggur leiðinn aftur heim
og í Menntaskólann á Akureyri þar
sem Steindór kenndi fræði sín í
meira en 40 ár og stjórnaði þessum
fjölmenna skóla síðustu árin.
Þá hefur forlagið gefið út bókina
„ Bændur og bæjarmenn “ eftir Jón
Bjarnason frá Garðsvík. Hér er um
að ræða lokabindi minningaþátta
Jóns, en áður hafa komið út þrjár
bækur: „Bændablóð“, „Hvað segja
bændur nú?“ og „Bændur segja
allt gott.“ Allar þessar bækur hafa
fengið góðar viðtökur bæði bók-
menntagagnrýnenda og almenn-
ings og er það að vonum þar sem
Jón Bjarnason kann þá list að segja
skemmtilega og skipulega frá og
kryddar frásögn sína með kímni
sem nær bæði til hans sjálfs og sam-
ferðamannanna.