Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 16
NOÐVIUINN
Þriðjudagur 30. nóvember 1982
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
N áttúruf arskönnun
lokið á vesturströnd
Eyjafjarðar
Óvíða
meira
í húfi
— ef illa tekst til
um landnýWigu
eða val nýrra
atvinnugreina
í Eyjatiröi er nauðsyn að viðhafa
meiri gát við landnýtingu eða val
nýrra atvinnugreina en víðast hvar
annarsstaðar á landinu. Þetta er
lokaniðurstaða í viðamikilli könn-
un á náttúrufari og minjum á Vest-
urströnd Eyjafjarðar (Akureyri til
Dalvíkur) sem Náttúrugripasafnið
á Akureyri hefur unnið fyrir
staðarvalsnefnd um iðnrekstur. Á
vegum hennar standa nú yfir fram-
haldsrannsóknir á þeim fímm stöð-
um, sem ákveðið var að rannsaka
sérstaklega með hliðsjón af hugsan-
legri áliðju,
í skýrslu Náttúrugripasafnsins
segir m.a. að verndargildi vestur-
strandar Eyjafjarðar verði að telj-
ast langt yfir því sem almennt gerist
á íslandi, og virðist það einnig eiga
við um Eyjafjörð í heild. Hafa
verði í huga að ýmis náttúruskilyrði
sem mestu valda um auðgi og fjöl-
breytni lífríkis í Eyjafirði t.d. inni-
lukt lega og staðviðri, geti á hinn
bóginn stuðlað að aukinni hættu á
skaðlegri loftmengun.
Á vegum staðarvalsnefndar er
nú verið að gera vindmælingar í
Eyjafirði, og verið er að setja upp
hitamæla á 3 stöðum í Vaðlaheiði
til þess að kanna svokölluð hita-
hvörf. Sérlega næmur hitamælir
verður einnig settur í þessu skyni í
eina af vélum Flugfélags Norður-
lands. Þá er í undirbúningi að gera
dreifingarspá fyrir úrgangsefni frá
hugsanlegri verksmiðju þegar full-
nægjandi upplýsingar um veðurlag
liggja fyrir. Á þeim grundvelli
hyggst staðarvalsnefnd síðan segja
eins og frekast er unnt fyrir áhrif af
hugsanlegri álverksmiðju við
Eyjafjörð á náttúrufar.
- ekh
Jón Baldvin
Hannibalsson efstur
hjá krötum
Eins ogáður sagði er þessi kosning ekki bindandi, en til þéss hefði þurft
20% af kjörfylgi flokiins við síðustu alþingiskosningar.
Töluvert á þriðja þúsund kusu í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar síðustu og fyrir alþingiskosningarnar 1979 kusu 3600 manns, en fyrir
alþingiskosningarnar 1978 kusu á milli 6 og 7 þúsund manns í prófkjöri
Alþýðuflokksins. _ 5„
„Hólmadrangur skalt þú heita.“ Hjördís Hákonardóttir sýslumaður Strandamanna gefur nýja skipinu nafn. A stærri myndinni eru auk Hjör-
dísar: Jón Sveinsson forstjóri íy Stálvík, Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur Hermannsson ráðherrar, Jón Alfreðsson stjórnarform.
Hólmadrangs h/f og séra Andrés Ölafsson. Myndir - eik.
Sýslumaður Strandamanna gaf nýja togaranum og verksmiðjuskipinu nafn
Engin
kosning
bindandi
Engin kosning í framboðssæti til alþingis hjá Alþýðuflokknum varð
bindandi í prófkjöri þeirra sem var nú um helgina. 1901 tóku þátt í
prófkjörinu og hafa aldrei færri kosið í prófkjöri hjá Alþýðuflokknum
áður.
Jón Baldvin hafnaði í fyrsta sæti, Jóhanna Sigurðardóttir í öðru og
Bjarni Guðnason í þriðja. Fjórða sætið er svo skipað Ágúst Einarssyni
útgerðarmanni, en Emanúei Morthens varð að láta í minni pokann að
þessu sinni.
Samkvæmt upplýsingum Kristínar Guðmundsdóttur á skrifstofu Al-
þýðuflokksins urðu úrslitin sem hér segir:
1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti alls
Jón B. Hannibalsson 863 372 286 75 1596(1)
Jóhanna Sigurðard. 579 757 279 72 1336(2)
Bjarni Guðnason 308 290 472 562 1070(3)
Ágúst Einarsson 331 713 449 1493(4)
Emanúel Morthens 592 592
11
a
Líst
„Mér líst mjög vel á þetta skip.
Útbúnaðurinn er eins og hann get-
ur orðið bestur“, sagði Magni
Kristjánsson frá Neskaupstað sem
ráðinn hefur verið skipstjóri á hinn
nýja skuttogara og verksmiðjuskip
Strandamanna, Hólmadrang ST-
70, sem var gefið nafn að viðstöddu
fjölmenni í skipasmíðastöðinni
Stálvík í Garðabæ, sl. laugardag.
Það var sýslumaður Stranda-
manna, Hjördís Hákonardóttir,
sem gaf togaranum nafn. Áður
flutti séra Andrés Ólafsson prestur
á Hólmavík bænarorð, og iðnaðar-
og sjávarútvegsráðherra, auk full-
Kolmunna veiðarnar:
Mokveiði hjá
Eldborginnl
sem hefur náð að frysta
14 tonn af flökum 3 daga i röð
Eldborg GK hefur gengið mjög
vel á kolmunnaveiðunum norður af
Færeyjum undanfarna daga, en
Eldborgin er eina íslenska fiski-
skipið, sem stundar kolmunna-
verið fryst 14 tonn af kolmunna-
flökum á dag.
skipsins verið fullnýtt, en þá hafa
verið fryst 14 tonn af kolmunnafl-
ökum á dag.
Eldborgin er að veiðum 60 til 90
mílur norður af Færeyjum, og sem
áður sagði er aflinn fullunninn um
borð og síðan seldur í Englandi.
Segja má að gangur veiða og
vinnslu hafi farið framúr björtustu
vonum manna síðustu dagana.
Fróðir menn segja að 14 tonn af
kolmunnaflökum á dag samsvari
30 til 35 tonna afla af þorski.
- S.dór.
Happdrætti ÞjóðvUjans
DREGIÐ Á MORGUN
Á morgun, miðvikudaginn 1. desember, verður dregið í Happdrætti Þjóðviljans. Eru allir
sem fengið hafa heimsenda miða beðnir að gera nú skil á skrifstofunni, Grettisgötu 3, eða á
afgreiðslu Þjóðviljans, Síðumúla 6. Skrifstofan á Grettisgötunni verður opin til kl. 18 í dag og
síminn er 17504. _____________
m j ög vel
þetta skip”
segir Magni
Kristjánsson,
skipstjóri
á Hólmadrangi
ST-70
trúa eigenda og smíðastöðvar,
fluttu ávarp.
Hólmadrangur er alfarið íslensk
smíði alls 380 brúttólestir að stærð.
47 m. langur, 10. m. breiður og
6.75 m. djúpur. Lestarrými er 300
rúmm. og er hægt að frysta lestina
niður í allt að 28 gráður á celsíus.
Togarinn er búinn til veiða með
flot- og botnvörpu, auk kolmunna-
vörpu. Einnig er hann búinn öllum
vélum til vinnslu, pökkunar og
frystingar á rækju, bolfiski og kol-
munnaflökum, auk framleiðslu á
kolmunnamarningi. Þá er um borð
allur búnaður til heilfrystingar afl-
ans.
Smíðaverð Hólmadrangs verður
að sögn forstjóra Stálvíkur um 60
miljónir, auk þess em fjármagns-
kostnaður er orðinn 53 miljónir.
Hér er því bæði um vandað og dýrt
fiskiskip að ræða.
Eigandi Hólmadrangs er sam-
nefnt hlutafélag sem var stofnað
haustið 1978. Hluthafar eru
sveitarfélögin við Steingrímsfjörð,
Kaupfélag Steingrímsfjarðar og
Þorsteinn Ingólfsson á Kárhóli í
Reykjadal.
Magni Kristjánsson skipstjóri á
Hólmadrangi sagði að líklega yrði
skipið klárt til veiða í lok janúar
n.k. Þá yrði haldið á hefðbundnar
fiskveiðar og allinn unninn og
frystur um borð. í júlí er síðan ætl-
Magni Kristjánsson: Höldum til
veiða í janúar.
unin að halda á kolmunnaveiðar og
fullvinna aflann um borð bæði í
fryst flök og marning. Þessum
veiðum á að sögn Magna að vera
hægt að halda úti allt fram í fe-
brúar.
Auk Magna verður annar
Norðfirðingur á Hólmadrangi,
Hólmgeir Hreggviðsson 1. stýrim-
aður, en aðrir í áhöfninni verða
Strandamenn.
-Ig-