Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 12
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum:
Forval 3.—9. desember
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hefur ákveðið forval
í því skyni að velja menn á framboðslista flokksins í Vestfjarðakjördæmi í
komandi alþingiskosningum.
Forvalið fer fram í tveimur umferðum. I fyrri umferð velja menn sex
menn án röðunar til þess að taka þátt í síðari umferð forvalsins. í síðari
umferð verður síðan raðað í þrjú efstu sæti listans.
Stjórn kjördæmisráðsins hefur ákveðið að fyrri umferð forvalsins fari
fram dagana 3. til 6. desember n.k. Rétt til þátttöku eiga allir félagsmenn í
Alþýðubandalagsfélögum á Vestfjörðum, svo og stuðningsmenn flokks-
ins í þeim byggðarlögum þar sem félög eru ekki starfandi.
Þeir sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna aðila og
fengið þar nánari upplýsingar:
Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS
Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N.-ÍS
Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS
Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík
Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði
Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík
Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði
Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði
Davíð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri
Halidór G. Jónsson, Lönguhlíð 22 Bíldudal
Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði
Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði
Gfsella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit
Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu
Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík
Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum, sem dvelja í Reykjavík eða
grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis-
götu 3, Reykjavík, og tekið þar Jþátt í forvalinu.
Alþýðubandalagiö á Akureyri
Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn n.k. mánudag kl. 20.30 í Lárusar-
húsi. _________________________4______________Stjórnm.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Greiðum félagsgjöldin
Stjón Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn
skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau.sem fyrst.
Alþúðubandalagið í Reykjavík fjármagnar starf sitt einungis með félags-
gjöldum og framlögum félagsmanna sinna. Stöndum því í skilum með
félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. *Rd
Markið er allir skuldlausir um áramót. stjorn abk
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Bæjarmálaráð heldur fund í Þinghóli 1. desember nk. kl. 20.30. Funda-
refni: 1) Fjárhagsáætlun kaupstaðarins, 2) Önnur mál.
Félagar í kjördæmisráði eru sérstaklega hvattir til að mæta. - Stjórnin
-----------------------------------------------------------j
Árshátíð Alþýðubandalags
Héraðsbúa
Alþýðubandalag Héraðsbúa heldur árshátíð laugardaginn 4. desember
n.k. í Tungubúð í Hróarstungu. Hefst hún kl. 21.00. Fjölbreytt skemmti-
dagskrá! Gestir samkomunnar verða hjónin Baldur Óskarsson og Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir. Allir velkomnir!
Undirbúningsnefndin
Auglýsið í
Þjóðviljanumj
Kennarastaða
Röntgentæknaskóli íslands vill ráða röntg-
entækni í kennarastöðu við skólann.
Til greina kemur að ráða fleiri röntgentækna í
hlutastörf, enda starfi þeir þá að öðrum hluta
við röntgendeildir spítalanna í Reykjavík.
Laun verða greidd samkvæmt samningi
röntgentækna við ríki og Reykjavíkurborg.
Upplýsingar um störf og starfsvið veitir skóla-
stjóri, Ásmundur Brekkan, yfirlæknir Röntg-
endeildar Borgarspítalans og skulu umsóknir
sendar þangað.
Stjórn Röntgentæknaskóla íslands
29.11. 1982.
Móðir okkar,
Guðbjörg Eiríksdóttir
Brávallagötu 46,
verðurjarðsunginfrá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. des.
kl. 13.30
Hörður Eiríksson
Eiríkur Svavar Eiríksson
Fimmtán
skólastjóra-
þættir
Út er komin hjá Skuggsjá bókin
Faðir minn - Skólastjórinn, sem
Auðunn Bragi Sveinsson skóia-
stjóri hefur safnað efni í. Er um að
ræða ilmmtán þætti um þjóðkunna
og mikils virta skólamenn, sem haft
. hafa ómetanleg áhrif í uppeldis- og
fræðsiumálum þjóðarinnar. Þætt-
irnir eru skráðir af börnum þeirra
og er þessa þætti að flnna í bókinni:
Stefán Hannesson eftir Gunnar
Stefánsson, Benedikt Björnsson
eftir Guðmund Benediktsson, Þor-
steinn M. Jónsson eftir Halldór
Þorsteinsson, Hannes Hannesson
eftir Sigurlínu Hannesdóttur, Frið-
rik Hjartar eftir Ólaf F. Hjartar,
Sveinn Gunnlaugsson eftir Baldur
Sveinsson, Eiður Albertsson eftir
Kristmann Eiðsson, Jón Stefáns-
son eftir Hólmfríði Jónsdóttur,
Steingrímur Davíðsson eftir Bryn-
leif Steingrímsson, Páll Jónsson
eftir Kristin Pálsson, Gísli Gott-
skálksson eftir Sigrúnu Gísladótt-
ur, Guðmundur Gíslason eftir
Guðlaugu Eddu Guðmundsdóttur,
Sigurður Thorlacius eftir Örnólf
Thorlacius, Arngrímur Kristjáns-
son eftir Unni Arngrímsdóttur og
Skúli Þorsteinsson eftir Þorstein
Skúlason.
Siguröur A
Framhald af 6. siðu.
innri hræringum samtala og
viðbragða má það teljast mikil
bjartsýni að velja mann sem hef-
ur engin tök á að nema blæ-
brigðin eða lagfæra tón og áhersl-
ur. Ég held því ótrauður fram að
bandarísk leiklist standi í engu
framar okkar eigin leiklist, nema
síður sé. Þar með er ég ekki að slá
því föstu að við getum ekkert af
bandarískum leikhúsmönnum
lært. Þeir geta til dæmis kennt
okkur ýmislegt um meðferð
söngleikja. Afturámóti vita aliir
sem vita vilja, að bandarísk
leikhús búa að verulegu leyti við
hin frægu frjálsu markaðslögmál,
sem hvorki örva til tilrauna, ný-
breytni né nýsköpunar, þó vitan-
lega séu til hópar sem fara sínar
eigin leiðir og kæra sig kollótta
um ágóða. í þessum efnum er
leiklist í Evrópu á allt öðru plani
og þangað höfum við miklu meira
að sækja. Ég hef hvergi haldið því
fram og mun aldrei fallast á, að
við eigum að búa að því sem við
höfum og þurfum ekkert til ann-
arra að sækja. Öðru nær. Án lif-
andi og látlausra tengsla við um-
heiminn koðnar hér allt niður í
meðalmennsku og sjálfumgleði.
Tal þitt um einangrunar- og út-
kjálkasjónarmið er því vægast
sagt nokkuð langsótt röksemd.
Það sem ég hef gagnrýnt er sú
árátta að kveðja hingað menn
sem hafa ekkert nýtt fram að færa
og eru látnir í verk sem heima-
menn gætu fullt eins vel eða betur
af hendi leyst.
Að svo mæltu þakka ég fyrir
auðsýndan heiður og kveð þig
með virktum.
Sigurður A. Magnússon
Sjö bækur frá Hildi:
Togaramenn
ljúfar ástir
og
lames Bond
Bókaútgáfan Hildur gefur út 7
bækur að þessu sinni, þar af tvær
ísienskar.
Önnur ísienska bókin er Togara-
maðurinn Guðmundur Halldór eftir
Jónas Guðmundsson, rithöfund og
tjöliistamann. Fyrir 20 árum kom
út bókin 60 ár á sjó, eftir Jónas, þar
sem rakin var ævi Guðmundar
Halldórs Guðmundssonar. Bókin
er löngu uppseld, en heflr verið
eftirspurð. Jónas hefir nú yflrfarið
bókina og aukið hana að verulegum
mun, með viðtölum við Guðmund
J. Guðmundsson, son Guðmundar
Halldórs.
Sá þáttur eykur gildi bókarinnar
að verulegum mun, því að hún fyll-
ir myndina og sýnir þá hlið togara-
sjómannsins sem snýr að fjöl-
skyldunni í landi og viðhorfi henn-
ar til hans.
Hin íslenska bókin er íslenskir
sagnaþættir, 1. bindi, samanteknir
af Gunnari Þorleifssyni. Efnið er
tínt saman úr ýmsum áttum, úr
gömlum blöðum og bókum.
Fyrir nokkrum árum gaf Bóka-
útgáfan Hildur út bækur Ian Flem-
mings um njósnarann James Bond,
007. James Bond hefir undanfarna
áratugi orðið táknmynd hetju-
njósnarans. Bókaútgáfan Hildur
gefur nú aftur út fyrstu bókina um
Bond - Royale spiiavítið en hún er
af mörgum talin ein besta bókin um
Bond.
Eftir Victoriu Hoit kemur nú 15.
bókin Örlagaperlurnar.
Eftir I.H. Cavling kemur nú 23.
bók þessa vinsæla danska höfund-
ar, sem látinn er fyrir fáum árum.
Bókin nefnist Ást og öriög á Mali-
orca, og fjallar aðallega um ferða-
skrifstofufólk í starfi og stríði.
Sjötta bókin er svo endurútgáfa
af einni af bókum hinnar vinsælu
norsku skáldkonu Margit Ravn,
Glaðheimar. Þeta er 23. bókin, en
þessar sögur virðast í engu hafa
misst vinsældir sínar frá því að þær
komu út hér á landi fyrir um 30
árum.
Sjöunda bókin er svo endurút-
gáfa af draumaráðningabók,
Draumabók, draumaráðningar
ásamt draummerkingum nafna og
leiðarvísir til að spá í spil og kaffi-
bolla. Er þetta þriðja útgáfa bóka-
rinnar, enda mikill áhugi hjá mörg-
um að reyna að skyggnast í fram-
tíðina gegnum drauma eða spila-
spár.
Barnabók
frá Vésteini
Sólarblíðan, Sesselía og mamman
i krukkunni nefnist ný bók fyrir
börn og unglinga eftir Véstein
Lúðvíksson og er hún nýkomin út
hjá Máli og menningu.
Þetta er sjálfstætt framhald af
bókinni Sólarblíðan eftir sama höf-
und, sem út kom á árinu 1981. Sól-
arblíðan er ákveðin og úrræðagóð
stelpa sem ekki lætur kúga sig. Hún
leggur af stað til að aðstoða vin-
konu sína, Sesselíu, sem á í skelfi-
legum erfiðleikum. Á leiðinni
kynnist hún dularfullum strák, sem
á í fórum sínum töfrastein. Sesselía
fær steininn lánaðan, en hann
reynist háskagripur.
Sólarblíðan, Sesselía og mamman
VésU'inn I.úövíkison
í krukkunni var lesin í útvarpi fyrr í
haust. Malín Örlygsdóttir hefur
teiknað myndir við söguna og gert
kápumynd.
FÉLAGSMÁLAST0FNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Vonarstræti 4 - Sími 25500
Staða
fulltrúa
í fjölskyldudeild til aö annast málefni ung-
linga er laus til umsóknar.
Félagsráðgjafamenntun eða svipuð starfs-
menntun áskilin. Umsóknarfresturtil 20. des.
n.k. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyidu-
deildar í síma 25500.
Blikkiðjan
Atgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468