Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Ályktanir flokksráðs um ýmis félags- og menningarmál:
Menninearsjóður
tíl bökmenntaverð.
Fjörugar umræður urðu á
flokksráðsfundi Alþýðubanda-
lagsins um síðustu helgi um
féiags- og menningarmál. Auk
stefnumarkandi ályktunar um
nýja fjölmiðlunartækni hvatti
fundurinn til þess að Menningar-
sjóður stofni til bókmenntaverð-
launa. Þá lýsti fundurinn ánægju
með stofnun félags áhugamanna
um uppeldismál, og stofnun hags-
munafélaga aldraðra. í ályktun
um það mál segir að Alþýðu-
bandalagið telji í senn koma til
álita að mörk eftirlaunaaldurs
verði i sumum starfsgreinum
færð niður og að fólki á eftir-
launaaldri við góða heilsu verði
geflnn kostur á starfi að fullu eða
að hluta, ef það óskar.
í ályktun fundarins um bók-
menntaverðlaun segir:
„Flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins hvetur til þess að
Menningarsjóður stofni til bók-
menntaverðlauna, sem veitt
verði annað hvert ár fyrir það rit-
verk, ætlað almennum lesendum,
sem á undangegnum tveimur
árum hefur að mati stjórnar
Menningarsjóðs verið merkast
framlag til íslenskrar menn-
ingar“.
Aukið fjármagn
til safnastarfsemi
Þá var samþykkt ályktun um
varðveislu þjóðlegra minja, svo-
hljóðandi:
„Alþýðubandalagið vill vinna
að því, að menningarstofnanir
ríkisins fái nægilegt fé og mann-
afla til að geta sinnt skyldum sín-
um af fullri reisn. Á það jafnt við
um þær, sem stuðla að skapandi
listastarfi og hinar, sem gegna
varðveisluhlutverki.
Hraðfara þjóðlífsbreytingar á
þessari öld gera þá nauðsyn æ
brýnni, að lögð sé rækt við þjóð-
leg menningarverðmæti, sem
fyrri tíðar menn hafa látið eftir
. þetta ekki síst við um minjar úr
lífsbaráttu alþýðunnar, sem
löngum hafa glatast öðrum frem-
ur. Minjavemd þjóðarinnar þarf
að taka til gagngerrar endur-
skoðunar, einkum með því að
efla Þjóðminjasafn og byggða-
söfn og l#ggja aukna rækt við
varðveislu minja frá tæknibylt-
ingu þessarar aldar. Samhliða
því þarf að safna heimildum um
vinnubrögð og aðra þjóðhætti,
er tengjast þessúm umbreytinga-
skeiði, auk þess sem áfram er
unnið að rannsóknum á lífshátt-
um fyrri tíðar. í því sambandi ber
að veita varðveislu ljósmynda og
kvikmynda sérstaka athygli.
Minnt skal á, að undanfama ára-
tugi hefur ekki nema 1/4 úr prós-
enti af ríkisútgjöldum mnnið til
þjóðlegra minja af þessu tagi“.
Dagvistun barna
í ályktun um dagvistarmál
segir:
„Flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins telur að næg og góð
dagvistarheimili fyrir öll börn sé
það markmið sem stefnt skuli að.
Dagvistarheimili eru hluti af
þeirri samfélagslegu þjónustu
sem er forsenda aukins jafnréttis
og aðstöðujöfnunar í þjóðfé-
laginu.
Við gerð kjarasamninga í októ-
ber 1980 samþykkti ríkisstjórnin_
að fullnægt yrði þörfinni fyrir
dagvistarþjónustu barna á næstu
10 árum. I framhaldi af því skip-
aði menntamálaráðherra nefnd
til að gera áætlun um uppbygg-
Nýrri
áœtlun um
dagvistar-
byggingar
verðifylgt
affestu
ingu dagvistarheimila og skilaði
nefndin tillögum í apríl s.l.
Flokksráðsfundurinn lýsir ein-
dregnum stuðningi við tillögur
nefndarinnar og skorar á Alþingi
að tryggja að á fjárlögum fyrir
árið 1983 verði veitt framlag til
uppbyggingar dagvistarheimila í
samræmi við tillögur nefndarinn-
ar. Felur fundurinn þingmönnum
flokksins að fylgja þessu máli fast
eftir“.
Margt kom
okkur á óvart
segir Katrín
Jónsdóttir
frá Akureyri
- Vissulega var það áfall fyrir
okkur og raunar fleiri að íhaldið
skyldi ná hreinum meirihluta í
bæjarstjórn Vestmannaeyja í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum og
ég hygg að margir sem að því
studdu séu nú farnir að sjá hve mik-
ið slys það var. Við Alþýðubanda-
lagsmenn erum hinsvegar ekkert
smeykir og erum þegar byrjaðir
vetrarstarfið, sem að sjálfsögðu
mun bera mikinn keim af þing-
kosningum í vor. Við ætlum okkur
þar góða kosningu, enda hygg ég að
margir hafi vaknað af værum
blundi við bæjarstjórnar-„slysið” í
vor, sagði Bjarni Bergsson úr Vest-
mannaeyjum, er hann var tekinn
tali á flokksráðsfundinum um síð-
ustu helgi.
Aðspurður um flokksráðsfund-
inn sagði Bjarni að þetta væri í ann-
að sinn sem hann kæmi á svona
fund hjá flokknum og að sínum
dómi væri fundurinn mjög þýðing-
armikill, sérstaklega fyrir fulltrúa
utan af landi.
- Það er alveg staðreynd að okk-
ur hættir til að einangrast nokkuð
úti á landsbyggðinni, en einmitt
flokksráðsfundur og landsfundur
bæta þar mikið úr. Ég sakna þess
hinsvegar hve almennum umræð-
um á fundinum er skammtaður
naumur tími. Að mínum dómi
hefði verið betra að byrja á nefnd-
arstörfunum en gefa síðan rýmri
tíma til almennra umræðna. Menn
tala líka um að nokkur hreppapó-
litík ríki á svona fundi. Ég tel það í
Katrin Jónsdóttir
raun eðlilegt að svo sé að vissu
marki og tel raunar að það sé óhjá-
kvæmilegt, sagði Bjarni.
- Þar sem kjördæmamálið hefur
verið mjög til umræðu undanfarn-
ar vikur, var Bjarni spurður hvort
fólk í Eyjum léti sig það mál miklu
skipta.
- Vissulega er nokkuð um það
rætt. Mér heyrist að almenningur
sé ekki áhugasamur um að fjölga
þingmönnum, eins og talað er um,
en samt sem áður virðist engin
önnur leið fær til að jafna vægi at-
kvæða, alla vega ekki svona í fljótu
bragði séð. En þetta er greinilega
eitt af þeim málum sem erfitt er að
leysa svo öllum líki, sagði Bjarni
Bergsson að lokum.
- S.dór
Bjami Bergsson, Vestmannaeyjum:
Ædum okkur
góða k<
i :ci 11 u t •
Katrín Jónsdóttir var einn af
fulltrúum Akureyringa á flokks-
ráðsfundi Alþýðubandalagsins, en
Katrín er varabæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins á Akureyri. Hún
hefur ekki fyrr en eftir kosningarn-
ar í vor setið bæjarstjórnarfundi og
við spurðum hana fyrst hvernig
það væri fyrir nýliða að koma inná
slíkar samkomur.
- Það er nú ýmislegt sem kemur
manni á óvart í byrjun, svo sem hve
mikil formfesta og virðuleikablær
er hafður yfir þessum fundum. Þá
kemur það sjálfsagt mörgum ný-
liðum á óvart, hve allt er seinvirkt.
Sumir halda að hægt sé að breyta
öllu í einni svipan og koma málum í
gegn auðveldlega. Maður rekur sig
fljótt á það að slíkt er fjarri lagi.
Fyrir mig var það líka mikil lífs-
reynsla að verða að standa upp á
bæjarstjórnarfundi og halda ræðu,
ég hafði ekki haldið ræður fyrr. Að
vísu hafði ég starfað í Álþýðu-
bandalaginu á Akureyri, en ekki
staðið í því að halda ræður opinber-
Frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins:
Nýbreytni íflokksstarfinu fagnaö
Á ilokksráðsfundi Alþýðu-
bandalagsins um siðustu helgi var
mikið fjallað um flokksstarfíð, en
sem kunnugt er var samþykkt að
taka skipulag og starfshætti
flokksins til gagngcrrar endur-
skoðunar og sérstakri nefnd falið
að gera tillögur þar um til lands-
fundar næsta haust.
Þá var mikið rætt um störf æsk-
ulýðsnefndar sem nýlega gekk frá
reglugerð sem miðar m.a. að því
að setja á laggimar hópa í hinum
ýmsu sveitarfélögum, skólum og
vinnustöðum. Reglugerðin var
einróma samþykkt á flokksráðs-
fundinum. Jafnframt lýsti
fundurinn vilja sínum til að stofn-
uð verði formleg æskulýðssamtök
Alþýðubandalagsins upp úr því
skipulagi sem reglugerðin gerir
Stofnun
æskulýðs-
samtaka
framundan
ráð fyrir, enda reynist það eins og
til er ætlast.
Auk þeirra ályktana sem áður
hefur verið getið í Þjóðviljanum
og samþykktar voru eftir um-
ræður í flokksstarfsnefnd má
nefna eftirfarandi.
Sumarbúðir
Alþýðubandalagsins
„Flokksráðsfundur fagnar
þeirri nýjung í flokksstarfmu að
standa fyrir sumarbúðum að
Laugarvatni og telur sjálfsagt að
halda þvílíku starfi áfram.“
Þjóðviljinn
„Flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins lýsir yfir ánægju
með þær breytingar sem undan-
farið hafa orðið á Þjóðviljanum
og telur þær stefna í rétta átt.
Fundurinn hvetur til þess að fé-
lagar um allt land stuðli að meiri
tengslum við blaðið, t.d. með þvf
að senda inn efni, safna auglýs-
ingum og vinna að fjölgun áskrif-
enda.“
Ráðstefna
um landbúnaðarmál
„Flokksráðsfundur samþykkir
að fela miðstjórn að gangast fyrir
ráðstefnu um landbúnaðarmál á
fyrstu vikum næsta árs. Ráðstefn-
an verði opin öllum flokks-
mönnum, en sérstaklega verði til
hennar boðið bændum og bú-
fróðum mönnum.
Ráðstefnan fjalli einkum um
allar mögulegar leiðir í því skyni
að lækka rekstrarkostnað við
framleiðslu landbúnaðarafurða
og kanni með hvaða hætti megi
tryggja aukinn útflutning á land-
búnaðarvörum án þess að í því
felist aukning útflutningsbóta.“
Bjarni Bergsson
lega. Það hef ég hinsvegar orðið að
gera, þegar ég hef tekið sæti á
bæjarstjórnarfundum, nú og svo á
Landsfundi og flokksráðsfundi Al-
þýðubandalagsins. Þetta er vissu-
lega ákveðin lífsreynsla.
En ég hygg að ég geti fullyrt að
mjög margt hafi komið okkur á
óvart, sem tökum í fyrsta sinn þátt í
bæjarmálastarfseminni, ekki bara
á Ákureyri heldur hvar sem er á
landinu.
- Hefur kvennaframboðið á Ak-
ureyri og fulltrúar þess í bæjar-
stjórn komið fram einhverjum
breytingum á Akureyri?
- Nei, það hafa ekki orðið
neinar stórfelldar breytingar enn
sem komið er, en ég gæti trúað að
ýmis málefni sem konur bera frem-
ur fyrir brjósti en karlmenn eigi
eftir að verða meira í sviðsljósinu í
framtíðinni en verið hefur til þessa.
- Eruð þið á Akureyri farin að
undirbúa Alþingiskosningarnar?
. - Beinn undirbúningur er ekki
hafinn, en það hefur verið reynt að
halda uppi líflegu félagsstarfi hjá
okkur. Við höfum verið með fund-
aröð og við höfum góða aðstöðu til
að hafa opið hús hjá okkur og nýt-
um hana vel og því hefur verið vel
tekið. Ákveðið hefur verið að við-
hafa forval í Norðurlandskjördæmi
eystra fyrir Alþingiskosningarnar
ög sennilega byrjar undirbúningur
kosninganna af fullúm krafti að því
loknu.
- S.dór