Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 10
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. nóvember 1982 Bókaflokkur um myndlist: Ragnar lára í og Eiríkur Smith Listasafn ASÍ og Lögbergs hafa byrjað samvinnu sína um útgáfu veglegs bókaflokks um íslenska myndiist með bókum um Ragnar í Smára og Eirík Smith. Öll vinna við bækurnar er unnin hérlendis og er hin vandaðasta. Það þótti við hæfi að helga fyrstu bókina ágætum velgjörðarmanni íslenskra lista, Ragnari Jónssyni. Bókin um hann geymir fjórtán við- töl Ingólfs Margeirssonar við vini og samferðamenn Ragnars - m.a. Halldór Laxness, Bjöm Th. Björns son Thor Vilhjálmsson og Sigur- jón Ólafsson. í bókinni eru 48 lit- prentaðar heilsíðumyndir af mál- verkum úr gjöf Ragnars til Alþýðu- sambands Islands sem varð stofn- inn í Listasafni ASÍ. Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur skrifar inngangsritgerð um Eirík Smith í bókinni sem verk- um hans er helguð. Meginmálið í bókinni er svo frásögn Eiríks sjálfs af ferli sínum, námsárum, afstrakt- byltingunni og svo frá þeim breytingum sem hafa orðið á list hans og sjónarmiðum á seinni árum. Sverrir Kristinsson hjá bókafor- laginu Lögbergi sagði, að áformað væri að halda áfram útgáfunni með a.m.k. tveim bókumáári-um ein- staka listamenn eða ákveðin tíma- bil í íslenskri listsögu. Smásöluverð hvorrar bókar er kr. 889,- Fellx Krnll Skelmisssaga Tómasar Mam Hjá Máli og menningu er komin út skáidsagan Feiix Kruli, Játning- ar glæframanns, eftir þýska Nóbel- skáldið Thomas Mann í þýðingu Kristjáns Árnasonar, sem einnig ritar eftirmála um höfundinn. Felix Krull var síðasta skáldverk Thomasar Mann og kom úr 1954. Á bókarkápu segir m.a.: „Hvergi nýtur sín betur en í þessari bók list hinnar ísmeygilegu launhæðni sem Mann er svo frægur fyrir, því hér er stöðugt leikið á mismun hins ytra og hins innra, þess sem sýnist og þess sem er, og söguhetjan er meistari eða jafnvel persónugervingur þeirrar listar að villa á sér heimildir. Gagnvart henni birtist heimurinn, menn og atvik, í næsta skoplegu ljósi, og söguhetjan sjálf, sem færir játning- ar sínar á blað, fer heldur ekki varhluta af því“. Ragnar í Smára og kona hans, Björg Ellingsen, Eiríkur Smith og Aðalsteinn Ingólfsson skoða bækurnar ásamt fulltrúum prentsmiðju og útgefenda. (Ljósm. eik). Flosi segir frá Út er komin hjá Iðunni bókin í kvosinni, æskuminningar og ber- söglismál. Höfundur er Flosi Ólafs- son og er þetta ljórða bók hans. I þesari bók kemur Flosi víða við. Hann segir frá bernsku- og æskuár- um sínum í miðbæjarkvosinni í Reykjavík, skólagöngu, daglegu lífi og samskiptum við þekkta sam- ferðarmenn og óþekkta. I formála segir höfundur meðal annars: „Þessi bók er hetjusaga úr sálarstríði manns sem er að reyna að sættasig við að vera eins og hann er, en ekki eins og hann á að vera. Hún er eins og höfundurinn og þess vegna lítið á henni að byggja. Vangavelturnar eru mest hunda- lógík, órökstudd og útí bláinn. Galdrafárinu lýst í skáldsögu Út er komin hjá IÐUNNI söguleg skáldsaga eftir Njörð P. Njarðvík. Sagan nefnist Dauðamenn. Saga þessi er byggð á atburðum sem urðu í Skutulsflrði 1656, er tveir feðgar voru brenndir á báli. Var þeim gefið að sök að hafa ofsótt sóknarprest sinn með göldrum. Um þessa atburði ritaði prestur- inn, séra Jón Magnússon, Píslar- sögu sína, frægt rit, þar sem hann leitaðist við að réttlæta gerðir sín- ar. Sú bók er varnarrit og birtir einungis sjónarmið prestsins. í þessari skáldsögu hefur „Njörður P. Njarðvík endurskapað sögu feðganna, sem brenndir voru, í dramatíski og spennandi frásögn“, Uppfull er bókin af lygi, hálflygi, háflsannleik, sannleik, tilfinninga- semi, sjálfsánægju og aulafyndni. í henni er líka hjartahlýja, sólskin, bjartsýni, ást á umhverfinu og því sem gott er og fallegt". segir í kynningu forlags á kápu- baki. Dauðamenn er ellefta frum- samin bók Njarðar P. Njarðvík, en auk þess hefur hann þýtt allmargar bækur. Smásögur Svövu Jakobs dóttur Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bókina Gefið hvort öðru..., sögur eftir Svövu Jakobsdóttur. Þetta er þriðja smásagnasafn Svövu, en fimmtán á eru nú iiðin síðan safnið Veisla undir grjótveg kom út. Auk þess hefur Svava sam- ið eina skáldsögu og nokkur leikrit. Gefið hvort öðru... hefur að geyma níu sögur. -Um sögurnar segir svo í kynningu forlags á kápu- baki: „Sögurnaríþessari bók miðla flestar reynslu og skynjun kvenna. Allar eru þær sagðar af mikilli Heimðdaþættn' Hannesar Péturssonar IÐUNN hefur gcfið úr bókina Mis- skipt er manna láni, fyrsta bindi heimildaþátta eftir Hannes Péturs- son. í bókinni eru fimm þættir og fjalla allir um fólk sem bjó í Skaga- firði lengur eða skemur á síðustu öld og fram á þessa. TveirvarðaBólu-Hjálmar. Segir annar frá Marsibil móður hans, og er þar hulunni svipt af æviferli þess- arar „förukonu" og „kemur þá nokkuð óvænt í ljós: um skeið var hún í tölu auðugustu kvenna lands- ins á þeirri tíð!“. segir í kynningu forlags á kápubaki. Hinn þátturinn greinir frá síðasta hæli Hjálmars, beitarhúsunum þar sem hann tók andvörpin. - Fyrsti þátturinn fjall- kunnáttu og yfir þeim sá heiði og svali blær sem lesendur Svövu þekkja svo vel. Hún er meistari í þeirri list að rjúfa skilvegg raun- veru og fjarstæðu: til vitnis um það er fyrsta saga bókarinnar sem hún dregur nafn af. Aðrar eru með hreinu raunsæismóti, en jafnan er veruleikinn þó stílfærður að mörk- um fáránleikans. HANNES PÉTURSSON MISSKIPT ER MANNA LÁNI HEIMILDAÞÆTTIR I ar um hagorða _ konu og harðskeytta sem flækinst inn í brotamál. Þá er sagt frá Pétri Eyjólfssyni, skipara einum. Loks er svo þáttur af sérkennilegu fólki í Teigkoti í Tungusveit. Mlnnlsverð tlðindi Leiftur frá liðnum árum heitir annað bindi safns sem séra Jón Kr. ísfeld hefur safnað til og komið er út hjá Hörpuútgáfunni. Séra Jón Kr. ísfeld hefur safnað efninu á löngu árabili. í bókinni eru fjölbreyttar frásagnir. Sagt er frá margháttuðum þjóðlegum fróðleik, reimleikum, dulrænum atburðum, skyggnu fólki, skips- ströndum, skaðaveðrum, sérstæð- um hjúskaparmálum o.fl. Lfiifturfra Iiðnum arum Frásagrtir af mtnnrttunum, slyaförum, dtriraenum atburöum og skyggnu Í6IW. SAFffAÐ HEFílR JÓN KR, ÍSFELD Þroskasaga ungrar konu Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur j;efið út skáldsöguna „Sylvía“ eftir Aslaugu Ragnars blaðamann. Er þetta önnur bók höfundar, fyrri bókin, skáldsagan Haustvika, kom út fyrir tveimur árum. f sögunni „Sylvía“ lýsir Áslaug. Ragnars þroska og baráttu ungrar konu, sem öðlast nýjan skilning á lífinu og gerist eigin gæfu smiður. Líkt og í ævintýrum, sem segja frá því hvernig fátæklingi tekst að vinna til einnar óskar á nýjársnótt fær Sylvía kost á einni ósk, en spurningin er hvort það verður henni til gæfu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.