Þjóðviljinn - 03.12.1982, Síða 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. desember 1982
síðan
Leikið
í Kiel
Elín Guðmundsdóttir
Dagana 7. og 13. nóvember
hélt Elín Guðmundsdóttir
semballeikari tónleika í kirkjum
tveim í Kiel ásamt Christiane
Godt sem einnig lék á sembal.
Þarna voru flutt nokkur verk eftir
Couperin og Bach-feðga þrjá,
svo og Fingrarím eftir Gunnar
Reyni Sveinsson og Convention
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Þetta var í fyrsta sinn sem ís-
lensku verkin voru flutt á þýskri
grund og var ekki annað að heyra
en þau hljómuðu vel meðal verka
hinna þýsku meistara. Að lokn-
um flutningi Fingraríms, sem El-
ín annaðist ein og sló af mikilli
leikni, máttu áheyrendur ekki við
bindast og létu hrifningu sína ó-
spart í ljós, með lófataki en slíkt
er ekki venjulegt í kirkjum þar.
Elín hefur dvalist undanfarið
ár ásamt fjölskyldu sinni í Kiel og
er hún ein þeirra 18 íslendinga
sem nú eru hér ýmist við nám eða
störf; eru flestir þeirra tengdir Ki-
elarháskóla með einhverjum
hætti. Þeir hafa með sér samtök,
íslendingafélag og starfar það
með blóma. Koma allir saman
nokkrum sinnum á starfsárinu og
m.a. er árlega haldið þorrablót.
Formaður Islendingafélagsins í
Kiel er nú Karl Skírnisson.
Listasafns-
kort
Listasafn Islands hefur undan-
farin tuttugu ár gefið árlega út
eftirprentanir af verkum ís-
lenskra myndlistarmanna. Nú
eru nýútkomin sex litprentuð
kort á tvöfaldan karton pappír
með eftirtöldum myndum: Heng-
illinn, 1932 eftir Brynjólf Þórðar-
son, Fiskibátur, 1958 eftir Gunn-
laug Scheving, Gluggar 1975 eftir
Hörð Ágústsson Súlur, 1929,
eftir Jón Þorleifsson, Morgunn í
Stykkishólmi, 1947, eftir Jón
Þorleifsson, og í Vinnustofunni,
1950, eftir Valtý Pétursson.
Einnig hafa verið gefin út þrjú nú
litprentuð póstkort: Og skorið og
skor, 1976 eftir Sigurð Örlygs-
son, Höfuð horfir í Fiðrildi II,
1977 eftir Margréti Elíasdóttur,
og í Þokunni III eftir Þórð Hall.
Kortin eru til sölu í Listasafni ís-
Iands ásamt u.þ.b. 40 eldri
kortum.
Frá ölstofunni á Hótel Sögu. Forráðamenn Gildis h.f. ásamt hótelstjóra Sögu. Talið frá v. Ármann
Guðmundsson, Franyois Fons, Hólmfríður H. Brynjarsdóttir, Konráð Guðmundsson, Ólöf Wessman,
Wilhelm Wessman og Ólafur E. Stefánsson.
Breytingar á rekstri og innra útliti Sögu
Ölstofa á enska vísu
Salarkynni eru hin glæsilegustu á nýju ölstofunni.
Nýstofnað fyrirtæki Gildi hf.
hefur tekið við öllum veitinga-
rekstri Hótel Sögu. Gildi hefur á
leigu alla veitingaaðstöðu Hótel
Sögu þ.e. Stjörnusal. Súlnasal,
Lækjarhvamm, Átthagasal og
önnur salarkynni á sjálfstæðum
grundvelli auk þess að annast aila
herbergisþjónustu hótelsins.
Framkvæmdastjóri Gildis hf.
er Wilhelm Wessman, skrifstofu-
stjóri Ármann Guðmundsson,
stjórnandi matreiðslu Fran-
?ois Fons en auk þeirra eru þær
Hólmfríður Hrönn Brynjarsdótt-
ir og Ólöf Wessman eigendur
fyrirtækisins.
Meðal þeirra nýjunga sem
Gildi hefur bryddað uppá í veit-
ingarekstri Hótel Sögu er inn-
rétting sérstakrar „ölstofu" á
enska vísu í Súlnasal.
Auk allra venjulegra bar-
drykkja verður á ölstoíúnni boðið
uppá sérstakan „Gildismjöð"
sem að sögn forráðamanna gefur
bjórnum á ensku börunum ekk-
ert eftir.
Á barnum verður einnig boðið
upp á ýmsa smárétti sem ekki
hafa verið á boðstólnum á börum
hérlendis.
Innréttingar enska barsins eru
hannaðar af Steinþóri Sigurðar-
syni listmálara.
Næstu vikur ætlar Gildi hf. að
efna til nýstárlegra kynninga á
veisluréttum í Súlnasal.
Verða þá á hlaðborði ótal
gómsætir jólaréttir með allskyns
meðlæti. Gestum mun gefast
tækifæri til að bragða á kræsing-
unum og afla sér nánari upplýs-
inga um tilbúning réttanna hjá
matreiðslusveinum hússins, sem
að sjálfsögðu vera á staðnum.
Þá er einnig hægt að panta sér-
staklega heim fyrir jólin einstaka
rétti eða heilar máltíðir.
Kynningar þessar verða haldn-
ar föstudagana 3., 10 og 17 des-
ember og hefjast kl. 19.00 og
standa til kl. 22.00
Þau voru
rekin
úr skóla
Okkur hinum til hugarhægðar
sem einhvern tímann vorum rek-
in úr skóla, er gaman að vita til
þess að við eigum
„Þjáningabræður/systur“ sem
hafa aldeilis spjarað sig í lífinu
þrátt fyrir torsótta skólagöngu.
Bandaríski leikarinn John
Barrymore fæddur 1882 var rek-
inn úr Georgetown Academy in
Washington þegar hann var 16
ára. Á afmælisdegi borgarinnar
sá einn stjórnarmanna skólans til
Barrymores þar sem hann
skemmti sér á ósiðlegan hátt að
dómi stjórnarmannsins.
Pólski anarkistinn Alexander
Berkman var rekinn úr mennta-
skólanum í Vilnius, Lithuania
vegna ritgerðar sem hann skrifaði
um Guð. Hann var sagður hættu-
legur samnemum sínum vegna
guðleysis og öfgafullra skoðana.
Franska leikkonan Sarah
Bernhardt var í þrígang rekin úr
klausturskóla þegar hún var 16.
ára. Ástæðan var sú að hún gerði
grín af biskupi staðarins, henti
lurk í riddaraliðsmann og með
hermanni hafði hún átt ljúfar
stundir langt fram eftir nóttu.
Listmálarinn kunni Salvador
Dali var líka éitt sinn rekinn úr
skóla. Það var þegar hann stund-
aði nám við listaskólann í San
Fernando í Madrid. Ástæðan var
sú að hann neitaði einum prófess-
ori skólans að gagnrýna mynd-
verk sín.
Líklegt forsetaefni Bandaríkj-
anna, Edward Kennedy var á sín-
um tíma rekinn frá Harvard há-
skóla þegar í ljós kom að hann
hafði látið frænda sinn taka
spænsku prófið sitt í sinn stað.
Jafnvel Trotsky sjálfur var rek-
inn úr miðskóla í Odessa á ung-
lingsárum, þegar hann stóð fyrir
því eitt sinn að láta bekkinn sýna
andúð sína á umsjónarkennaran-
um með því að ýlfra að honum.
Dauða-
valdurinn
Áfengi drepur árlega fleira
fólk en eiturlyf. Athuganir og
rarmsóknir sem gerðar voru í
Englandi og Wales á síðasta ári
sýna að dauðsföll af völdum á-
fengiseitrunar hafa fjórfaldast á
síðustu 10 árum.
En þetta segir því miður ekki
alla söguna. Fjölmargir alkohól-
istar fremja sjálfsmorð og því
flokkast þau dauðsföll ekki undir
áfengiseitrun. Og tíðni sjálfs-
morða hefur stóraukist á síðustu
árum. Enn fleiri dauðsföll væri
hægt að rekja beint til áfengis-
drykkju, sem venjulega eru lát-
in falla undir slys.
Það sem er þó kannski einna
alvarlegast, er hversu sjálfsmorð
ungs fólks hafa aukist gífurlega á
síðustu árum. Stærsti aldurshóp-
urinn sem fremur sjálfsmorð á
Bretlandseyjum þessa dagana, er
fólk á aldrinum 25-34 ára.
Hversu mörg þessara sjálfsmorða
má rekja til atvinnuleysis og ör-
birgðar sem eru afleiðingar efna-
hagsstefnu Thatcherstjórnar-
innarer hins vegar látið ósvarað
í síðasta tölublaði Ecor.omist
þaðan sem fróðleikur þessa
pistils er fenginn.
1971 72 73 74 75 76 77 78 79 80 ö!
Dauðsföll vegna eiturlyfjanotkunar á neðsta línuriti, þá er það alkóhól-
ið á línuritinu í miðið og efst sjálfsmorðin.
Allt er
nú
keypt...
Hauskúpi sænska heimspek-
ingsins Emanuel Svedenborg var
seld á uppboði í Sotheby Parke í
London fyrir 5 árum fyrir rúmar
50 þús. kr. íslenskar á núvirði.
Það var sænskur prófessor félagi í
konunglegu sænsku vísindaaka-
demíunni sem fjárfesti í kúpunni.
Eiginhandrit Sóru Jósephínu
Hale af hinu vinsæla kvæði „Mar-
ía átti lítið Iamb“, var boðið til
sölu á sömu uppboðsstofu fyrir
nokkrum árum. Þar að auki var
boðið í kaupbæti ullarreifi af
lambinu umrædda sem flest börn
hins vestræna heims hafa sjálf-
sagt einhvern tímann sungið um.
Því miður vildi enginn fjárfesta í
þessum kjörgripum.
Fölsku augnhárin reyndust
gullnáma fyrir Sid Luft fyrrver-
andi eiginmann leikkonunnar Ju-
dy Garland. Sid hélt uppboð í Be-
very Hills á nokkrum eigum og
persónulegum munum leikkon-
unnar þ.á m. augnhárunum föl-
sku sem seldust á 2225 kr. ísl.