Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 4

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. desember 1982 DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Vaiþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Vfðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinþjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Umbúöir án innihalds • Þótt sumir frammámenn Alþýðuflokksins séu í hópi háværustu manna landsins, þá er eins ,og Alþýðuflokkur- inn vilji gleymast í þeim miklu sviptingum, sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Mörgum finnst ekki taka því að eyða á hann orði, síst eftir þá andlitslyftingu sem flokkurinn fékk við brotthlaup Vilmundar. • t*etta er þó mikill misskilningur, því hvort tveggja er, að innan Alþýðuflokksins finnast enn einlægir jafnaðar- menn sem hvergi eiga betur heima en í samfylkingu vinstri aflanna í landinu. Og svo er hitt að vart hæfir þögnin ein þeim atburði, að nú skuli einn allra ákafasti talsmaður öfgakenndrar hægri stefnu sem á landinu er finnanlegur hafa verið útnefndur efsti maður á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík í komandi þingkosningum. • Eða hvað segja menrt um nýja „viðreisn“ með þá Al- bert Guðmundsson og Jón Hannibalsson að oddvitum? • Við látum þetta nú allt vera méð Sjálfstæðisflokkinn, en okkur er dálítið sárt um Alþýðuflokkinn eins og fjar- skyldan ættingja á glapstigum. • Skyldi það ekki vera misheppnuð stefnumótun hjá forystuliði Alþýðuflokksins, sem veldur þeim átakanlega kyrkingi, sem þar virðist ríkjandi? • í vantraustsumræðunum á dögunum þuldi formaður Alþýðuflokksins upp nokkur atriði, sem áttu að heita stefna flokksins, og aðrir talsmenn flokksins hafa hamrað á nokkrum þessara punkta síðan. Allt er þetta þó mjög í skötulíki og rekur sig flest hvað á annars horn. • Tökum fá dæmi úr ræðu formannsins eða forystugrein- um Alþýðublaðsins: Alþýðuflokkurinn vill að atvinnuvegum verði búin heilbrigð rekstrarskilyrði en atvinnurekendum gert að axla fulla ábyrgð á eigin gerðum í stað þess að styðjast við bakábyrgð ríkisins, - segir þar. • Þetta eru falleg orð, en skyldi innihaldið vera mikið? Eða hvað á að gera til að bæta rekstrarskilyrðin? A að lækka útgjaldaiiðina-máske vextina? Nei, Alþýðuflokk- urinn vill hækka vextina. Er það kaupið, sem á þá að lækka svo rekstrarskilyrðin batni? Alþýðuflokkurinn hef- ur oft lagt það til áður, en segir fátt um þau efni nú. Á með löggjöf að ívilna innlendri framleiðslu, sem á í samkeppni við erlendan varning og bæta þannig rekstrarskilyrðin? Alþýðuflokkurinn neitar öllu slíku af trúarhita. - Sem sagt enginn veit hvað flokkurinn meinar. Og að atvinnu- rekendur eigi að axla fulla ábyrgð eigin gerða. Er þetta nokkuð nema innantóm orð? Hafa forystumenn Alþýðu- flokksins hugleitt vanda útgerðarinnar nú um áramótin? Kemur stjórnvöldum sá vandi ekkert við? Atvinnurek- endur skulu bara axla ábyrgðina! Hvaða áhrif halda menn að slík afstaða hefði á kjör sjómanna og fiskvinnslufólks í lengd og bráð? Við erum ekki í sandkassaleik á róluvelli eins og forystumenn Alþýðuflokksins virðast halda. • Alþýðuflokkurinn vill að allt sparifé beri raunvexti. Þetta viljum við líka, en það er ekki nóg að vilja. Eigi öll innlán að bera raunvexti, þá verða öll útlán að bera raunvexti líka, því peningar spretta ekki á trjánum. Þess vegna er ekki nóg að vilja raunvexti, heldur verða menn líka að hafa svar viö þeirri spurningu, hvort réttlætanlegt sé við núverandi aðstæður, að hækka enn vaxtabyrði á lánum t.d. til framleiðsluatvinnuveganna og á almennum íbúðalánum. Er það stefna Alþýðuflokksins? - Ef ekki, þá er talið um raunvexti bara orðaglingur. Og svo er það Íengi.ng lánanna. Fátt er nauðsynlegra. Um það eru allir sammála. En hvar á að taka peningana, svo hægt sé að lengja lánin? Alþýðuflokkurinn gat ekki einu sinni stutt tillögu um svolítinn skyldusparnað á allra hæstu tekjur í landinu, svo nota mætti það fé til að lengja lán til þeirra sem byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. • Hvað er slíkur flokkur svo að tala um lánalengingar? Þetta voru bara fá dæmi af tíu eða hundrað um mark- lausar tillögur, sem kallaðar eru stefna Alýðuflokksins. Það er ekki von að byrlega blási hjá slíkum flokki. k. klippt Lágkúra Alþýðublaðsins Verkalýðsleiðtogar Alþýðu- flokksins hirta þá sem verma rit- stjórastóla blaðsins um hríð held- ur betur á miðvikudaginn: „Okkur brá nú um helgina er við lásum leiðara Alþýðu- blaðsins. Þar birtist ómerkilegur samsetningur, reyndar botnlaus rógburður, um þá einstaklinga er skipa forystu Alþýðusambands íslands. Forystu, sem kjörin er af fulltrúum verkafólks á Alþýðu- sambandsþingi. Við frábiðjum okkur þessa lág- kúru og gerum þá kröfu til Alþ- ýðublaðsins, sem er í dag eða ætti að vera eðlilegum vettvangur til umræðu um verkalýðsmál störf og stefnu verkalýðshreyfingar- innar.“ Þau sem standa að þessari sendingu eru verkalýðsleiðtogar Alþýðuflokksins; Kari Steinar, Jón Helgason, Þórunn Valdi- marsdóttir, Guðríður Elíasdóttir og Karvel Pálmason. Víst láir þeim enginn að þreytast á skæt- ingi Alýðublaðsins. En þessi máflutningur er ekki nýr af nálinni í Alþýðublaðinu og má muna sölnaða fífla í kaltúni Jóns Baldvins á blaðinu. Þreytumerki af þessum toga eru mörg í gamla Alþýðuflokknum og ljóst er að flokkurinn mætir óðum skapadægri sínu. Um klofning í Alþýðuflokknum má hafa það í huga, að lengi má kljúfa tannstöngul. Ábyrgðin flust til í hinum fræga miðvikudags- leiðara (O tempora o mores) segir Morgunblaðið á einum stað að ábyrgðin hafi flust til innan Sjálfstæðisflokksins með próf- kjörinu. Þar er líka sagt að eng- inn sé annars bróðir í leik. Þegar véfréttir á borð við þessar eru sagðar, er að sjálfsögðu ætlast til að þær verði túlkaðar. Nú er það svo, að stjómarfor- maður Arvakurs, sem gefur út Morgunblaðið heitir Geir Hall- grímsson og það má nærri geta hvaða þýðingu það hefur í þess- um leik. Morgunblaðið gæti því reynst sigurvegurum prófkjörsins „eng- inn bróðir í leik“, enda sjást þess þegar merki að aðrar kenndir en bræðraþelið ráði för. Herra ritstjóri Einsog oft hefur verið bent á, ræður Morgunblaðið mikiu um mikilvægi mála með því hvernig það setur upp blaðið og raðar niður efni eftir áherslum sem rit- stjórn þóknast. Þegar íesenda- bréf með fýrirspumum berast er þeim eðlilega skellt í lesendadálk þartilgerðan (velvakandi). í gær bregður hins vegar svo við að bréf er birt í opnu blaðsins „Fyrir- spurn til Jóns Magnússonar" stíl- að til hr. ritstjóra. Krefst bréfritarinn Helgi Ólafsson hagfræðingur skýringar á þeim ummælum frambjóðand- ans að úrslit prófkjörsins séu sigur fyrir þau viðhorf „að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi að vera breiður, víðsýnn og frjálslyndur flokkur". Hvaða breytingar? Þannig kunna að verða ein- hverjar áherslubreytingar í Morgunblaðinu svona rétt á með- an línur eru að skýrast í kringum forystu flokksins. En auðvitað eru þessar breytingar einsog allar aðrar hjá þessum stóra borgara- flokki ekki annað en tilbrigði við sama stefið: ofurvald borgará- flokksins og Morgunblaðsins í þjóðfélaginu. Og Mogginn mun sjálfsagt reyna að hefna þess í Mogga sem hallaðist í flokki. Eftir sem áður sitj a peningaöfl- in í öndvegi þar á bæjum og skiptir ekki máli hvort karlarnir sem veljast til forystu heita Hallgríms- son, Rockefeller, Bogesen, -eða jafnvel Bör Börson. Margt er líkt með skyldum. Eins má hafa það í huga að breytingarnar eru ekki meiri og fleiri en svo, að í átta efstu sætum á lista íhaldsins eru annað hvort fyrrverandi eða núverandi þing- menn. Býður Hvöt fram í Skútu- staðahreppi? Það var ekki nema von að Bessí Jóhannsdóttir hefði orð á því að gagnvart konum væru úr- slit prófkjörsins tímaskekkja. 111- kvittinn Þingeyingur hvíslaði því að klippara, að Sjálfstæðiskvenn- afélagið Hvöt ætlaði að hefna harmanna í næstu sveitarstjórn- arkosningum með því að bjóða fram í hreppsnefndir. Þannig kæmi það sér vel fyrir formann Hvatar að eiga innhlaup í sumar- höll í Skútustaðahreppi; reyna að komast í hreppsnefndina. - óg. og skorið Peir sjá um það sjálfir Mogginn kvartar undan því að upplausnaröflin hafi lagt sig fram um að sverta Geir Hallgrímsson (O tempora á miðvikudag). Þessu hljótum við að vísa á bug sem hingað til höfum verið heiðruð með nafngiftinni „upp- lausnaröfl". Sjálfstæðismenn hafa verið fullfærir um það sjálfir að níða skóinn niður hver af öðr- um. Og að sverta mannorð hvers annars. Hitt gæti svo verið að Mogginn ætti aldrei þessu vant við upplausnaröfl í eigin flokki? Að minnsta kosti hlýtur það að vera hafið yfir allan vafa að Þjóð- viljinn hefur stutt Geir Hall- grímsson til allra metorða innan Sjálfstæðisflokksins - og sagan hefur ekki numið staðar innan Sjálfstæðisflokksins eða hvað? Ríkisstjórn styrkist í sessi? - Niðurstöður prófkjörsins gefa tilefni til allra handa túlkana og eru nú margar kenningar á lofti. Ein er sú að óbreyttir Sjálfstæðis- menn hafi verið að votta ríkis- stjórninni traust sitt með því að kjósa Albert, sem studdi manna dyggast stjórnarmyndun Gunn- ars, Birgi ísleif, sem hefur haft hægt um sig, Friðrik Sophusson sem Gunnar studdi til varafor- manns og reynt hefur að vera maður sátta í flokknum, Ellert Schram sem stutt hefur afgreiðslu bráðabirgðalaga í ritstjórnar- greinum síðdegisblaðsins og svona áfram. Pálmi Jónsson vinnur einnig sigur í sínu kjördæmi og stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar aðrir vinna einnig glæstan sigur í prófkjörinu í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Jón Ásbergsson for- stjóri og fyrrum leiftursóknar-- maður tapaði illilegá og allt er á sömu bókina lært. Eykon hélt að vísu öðru sæti en má muna glæstari tíð. Til hvers voru refirnir skornir, á sínum tíma, eða væri máske nær að spyrja til hvers hrúturinn var skotinn? -óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.