Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 9

Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 9
Föstudagur 3. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hjördís Einarsdóttir Fyrsta bók skáldkonu Út er komin hjá Helgafelli ljóða- bókin Ferðin til sólar eftir Hjördísi Einarsdóttur. Hjördís ólst upp í Reykjavík. Á uppvaxtarárum Hjördísar var það æðsta takmark konunnar að eign- ast góðan maka og börn. Einnig vann Hjördís á skrifstofu í 10 ár og rak gistiheimili um skeið. Eftir hálfsárs spítalaleigu og erfiða upp- skurði ákvað hún að hverfa aftur til náttúrunnar og hefur nú búið með manni sínum um nokkurra ára skeið að Hnúki í Klofningshreppi í Dalasýslu. Hjördís er vel hagmælt og hefur fengist töluvert við að yrkja, bæði rímað og órímað, þó að þetta séhennarfyrstaljóðabók. I Ferðinni til sólar eru 27 órímuð ljóð er flest lýsa viðhorfi höfundar til sveitalífsins og sveitinni með ferskum augum borgarbúans. Ferðin til sólar er 41 bls. - Kápu- mynd er eftir Lísbeti Sveinsdóttur, sem er dóttir Hjördísar. Þjóðsögur Einars Einar Guðmundsson kennari er einn hinn afkastamesti síðari tíma ' manna, sem unnið hafa að söfnun sagna og varðveislu þjóðlegs fróð- leiks. í söfnun sinni hefur hann leitað fanga vítt um land, einkum þó um Suðurland og Vestfirði, og orðið vel ágengt. Þjóðsögur og þættir Einars Guðmundssonar er tveggja binda verk og kom fyrra bindið út á sl. ári. Þetta safn hans mun verða mörgum aufúsugestur. Þar er að finna efni við hæfi flestra þeirra, er þjóðlegum fróðleik unna, og ekki spillir það ánægjunni við lesturinn, að Einar Guðmundsson er orðhag- ur vel og hefur gott vald á íslenskri tungu, auk þess sem hann er snjall sögumaður. Einar hefur sjálfur annast þessa útgáfu Þjóðsagna og þátta og fylgir ítarleg nafnaskrá síðara bindi verksins. Þjóðsögur og þættir II er 349 bls. að stærð. Austri dagsins Magnús Kjartansson. Frá degi til dags. Mál og menning 1982 Allir lesendur Þjóðviljans muna vel þá daga þegar Magnús Kjartansson skrifaði næstum á degi hverjum stutta pistla á þriðju síðu eða aðra sem hétu Frá degi til dags. Er þar skemmst frá að segja, að ekki hefur pólitísk ádrepa fundið sér listrænna og háðskara form en í Austrapistl- um þessum. Einhverntíma á Austratímum komum við nokkrir Þjóðvilja- starfsmenn að máli við Magnús og spurðum hann að því, hvort hann væri því ekki samþykkur að við tækjum saman úrval úr þess- um skrifum. Magnúsi leist ekkert á þau áform. Hann taldi víst, að pistlar sem þessir væru þess eðlis, að þeir þyldu ekki tímans tönn. Þeir lifa kannski í dag en deyja á morgun. Nú hefur Mál og menning látið taka saman úrval úr þessum pistl- um og það kemur á daginn að Magnús hafði ekki rétt fyrir sér. Hvort sem það stafar af því að rétt „fjarlægð" í tíma er fundin eða blátt áfram af ágæti stílsins - nema hvorttveggja sé - þá er þetta safn merkilega ferskt og skemmtilegt. Og það kemur á daginn, að það þarf engra skýr- inga við, það þarf ekki að rekja sérstaklega neitt um tilefni þeirra. í því má einnig sjá verð- leika Vésteins Lúðvíkssonar, sem valdi efnið og skrifar ágætan formála. Undirlægjuháttur við erlent vald, lágkúra í pólitík og menn- ingarmálum, tildur og rembingur til að fylla upp í eyður verðleikanna - þetta voru allt tíðir skotspænir Magnúsar og þessi efni halda vel gildi sínu þótt ekki muni allir þau tilefni sem Magnús hafði á hverri stundu og rakin verða til frægðarmanna eins og Vilhjálms Þórs Bjarna Benediktssonar, Gylfa Þ. Gísla- sonar, Thors Thors og Ásgeirs forseta Ásgeirsonar. En tilefnin sjálf duga vitanlega skammt til langlífis textum, sá stíll sem er maðurinn sjálfur skilur á milli feigs og ófeigs á þessu sviði rit- starfa sem öðrum. Og hver var þessi stíll, þessi merkilega að- ferð, sem gerði andstæðingana sótsvarta af reiði en fékk aðdá- ■ endur Magnúsar til að gleyma því, að kannski var ekkert annað læsilegt í blaðinu (en það var oft- ar á þessum dögum en margir halda nú)? Um það má ýmislegt segja: frá- bært vald á tungunni, sú ísmeygi- lega aðferð að smíða utanum skotspóninn lof sem er í raun og Árni Bergmann skrifar um bókmenntir veru háð, vel virkt minni og þekking á sögu, helgirit, bók- menntir og þjóðsagnir, sem gaf Austra gott efni í nýtt og óvænt samhengi hlutanna. Allt þetta kom oft með mjög eftirminni- legum hætti saman í lokaorðum sem höfðu verið vandlega undir- búin og kipptu lesandanum upp úr sæti sínu með snöggum galdri. Dæmi: Akureyringar hafa átt við veggjalýs að stríða og leitað að- Birgir Engilberts Andvökuskvrslurnar Iðunn 1982 Þessi frumraun Birgis Engil- berts í sagnagerð geymir þrjár sögur eða „skýrslur". Höfundar þeirra eiga það sameiginlegt að hafa allir lent í stórslysum. Líf tveggja er allt í rústir fallið, en hinn þriðji hefur snúið aftur til mannheima með sérkennilega reynslu því hann hefur sjálfan dauðann smakkað. Fyrsta sagan segir af gamal- kunnum draug brennivínsins sem sækir hart að vini sögumanns og snýr happi þeirra beggja (þeir finna spíratrossu á reki) í hið mesta slys. Hin síðasta fitjar upp á nokkuð kaldranalegri endur- skoðun á dauðalýsingum síðustu ára: í skýrslu þess sem aftur sneri er birtan mikla og framliðnir ætt- ingjar í móttökunefnd og göngin lögnu og mart kunnuglegt - en einnig eru þar myndir og uppá- komur af allt öðru og óþægilegra tagi. Líklega er það ætlun höf- stoðar hernámsliðsins á Keflavík- urflugvelli til að útrýma þeim. Austri segir: „Víst er það vel til fundið að beita einni óværunni á aðra. Það er einna líkast því þegar Friðrik huldulæknir sendi tæringuna í krabbameinið á konunni fyrir norðan með þeim afleiðingum að sjúkdómarnir átu hvor annan upp. Vonandi verða málalokin hin sömu í styrjöld varnarliðsins við veggjalýsnar". Takið eftir einu: undir lokin var hernámsliðið orðið „varnar- liðið“ - bæði vegna stuðlasetn- ingar og vegna þess að prýðileg háðhvörf myndast þegar svo virðulegt orð og „opinbert" er komið í nábýli við veggjalýsnar. Annað dæmi: um það leyti sem dómar féllu í olíumálum var Vil- hjálmur Þór sæmdur einni æðstu orðu lýðveldisins. Austri segir frá gangi mála og hnýtir á með þess- um orðurn: „Áður voru ræningjar festir á krossa; nú eru krossar festir á ræningja". undar að gera nokkuð strik í reikninga hinnar auðveldu og þægilegu heimsmyndar spíritism- ans, þjóðtrúar íslendinga, og vissulega er sú hugmynd ómaks- ins verð. Miðsagan er af henni Ingi- björgu sem lenti fyrir slysni heim með ríkum erfingja og varð ólétt eftir hann og giftist honum. í henni sýnast grasséra af miklu fjöri þau „eyðingaröfl í manneskjunni" sem brjótast út í mikilli drykkju konunnar. En sú saga er ekki öll þar sem hún er séð - tortímingaraflið er ekki eins óskýranlegt eins og það sem grasserar í öðrum alkóhólista, Guðmundi í fyrstu sögu bókar- innar. Eins líklegt að afl þetta nærist á nauðsyn Ingibjargar til að hefna sín á sjúklegri eigna- gleði hins afbrýðisama eigin- manns með því að tortíma „eigninni“ m.ö.o. sjálfri sér. Ingibjargarsagan er hin veiga- mesta í bókinni. Hún sýnir ótví- ræða kunnáttu í að draga fram Áystu nöf Það er nú svo. Og það var líka rétt hjá Vésteini Lúðvíkssyni að taka það fram í formála sínum, að ritleikni Magnúsar var fylgt eftir af skapi sem var „ævinlega í hróp- andi andstöðu við það tilfinninga- leysi hálfvelgjunnar sem hér hef- ur orðið stjórnmálalenska á síð- ustu árum". Við þetta má svo bæta, að staðan er ekki barasta fólgin í því að maðurinn skrifi fyrir sinn tíma - tíminn skrifar líka fyrir manninn, því miður. ÁB. Birgir Engilberts ömurleika sterkum litum og er skammt í holskeiflur martrað- anna, kunnáttu í meðferð ýkju- stíls sem leggur ekki áherslu á sennileikann, en þeim mun meiri á holdtekningu vissra hneigða sem eru á svamli um samfélagið. í slíkum lýsingum nær Birgir Engil- berts umtalsverðum árangri - eins þótt menn muni að hann þarf að etja kappi við jafn hugmynda- ríkan skrásetjara ásigkomulags fordrukkinna og Steinar Sigur- jónsson. ÁB Ein fœðing af áttatíu Egill Egilsson. inga vísitölufjölskyldunnar, sem ®-gill Egilsson. Pabbadrengir. tekur of stórt stökk í fjölgun. Almenna bókafélagið. Höfundur gerir sér yfirleitt far i982- um að vera heldur þurr á manninn í ar horft er í augu sem sjá heiminn í frásögninni.harkaafsérfreistingar fyrsta sinn, galopin augu „kyrr og Þetta er skýrsla í skáldsöguformi viðkvæmninnar. Kannski gerir dökk og vötn sem vindur hefur eða skáldsaga í skýrsluformi af hann fullmikið af því. En hann ekki náð að ýfa og fiskur hefur þeim tíðindum, þegar ung hjón hér kemur mörgum dæmigerðum aldrei vakað í“. Eða þáílýsingunni í bæ ákveða að byrja á nýju barni uppákomum úr lífi foreldra til skila á því, að minni tvíburinn er í lífs- og eignast tvíbura. Skýrsla um á greinargóðan hátt. Ekki síst inn- háska á jólum og verður að skera meðgöngutímann, um sveiflur í byrðis samskiptum þeirra meðan þennan anga upp. Faðirinn bíður sambúð væntanlegra foreldra, sem þaubíða,ogsvokvíðanumsemótt- úrslitanna á spítalanum og „undr- eru stundum vel með sig yfir að inn af afbrigðilegum þunga vekur. ast að ekki skuli fleiri þjást með en eiga í vændum sjaldgæfa gleði af Best vegnar höfundinum þegar hann sjálfur." tvíburum, en oftar þó áhyggjufull hann víkur frá heldur kaldrana- Það er ýmislegt gott að segja um af heilsufarsháska sem slíkri upp- leguni tóni skýrslunnar og lætur þessa skýrslu af tvíburum og for- ákomu fylgir og svo af væntan- undan fögnuðinum sem fylgir þeim eldrum þeirra - svo langt sem hún legum stórum strikum á búreikn- tíðindum, að barn er oss fætt. Þeg- nær. En það er mála sannast, að lesandinn er ekki viss uni erindi höfundar: ætlar hann að reyna að stækka persónulega reynslu, svo að hún komi sem flestum við? Þegar lesnar eru lýsingar á heimsóknum til lækna gæti komið upp sú spurn- ing, að nú eigi að gagnrýna „hið ómanneskjulega og tæknivædda andrúmsloft heilsustofnana“, eða eitthvað þessháttar - kannski taka það upp, að konur fæði „á eigin forsendum," - en ekki samkvæmt karlaskilmálum. Til eru slíkar bækur: En reyndar sýnist Egill Eg- ilsson ekkert frekar á þeim buxum en öðrum: samskipti foreldranna við „læknamafíuna“ eru takk bæri- leg og ekki meira en það. Lesandinn gæti hinsvegar dregið þá ályktun sjálfur af ýmsu í textan- um, að frásagan minni blátt áfram á það, að börn, að maður tali nú ekki um tvö í einu, eru svo rnerk tíðindi, að allt annað hörfar út í skuggann. Þau gera foreldra í senn opnari fyrir undrum lífsins og sjálf- hverfari: Þegar ljóst er að tvíburar eru á ferð er faðirinn glaður yfir að þeim hjonum hefur hlotist eitthvað sem öðrum hlotnast ekki. En þegar litli tvíburinn er í háska eru þau einu foreldrarnir í heiminum sem hafa átt veikt barn á aðfangadag. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.