Þjóðviljinn - 03.12.1982, Side 13
Föstudagur 3. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
GUNNAR M. MAGNÚSS
iRgfaRSRðW
ftöla oö
fletpa folfa
Hver var
Ingimundur
fiðla?
Bókaforlagið VAKA hefur gefið
út bókina Ingimundur fiðla og
fieira fólk eftir Gunnar M. Magn-
úss. Þetta er 55. bók höfundar.
Á bókarkápu segir meðal ann-
ars, að í bókinni sé að finna þjóð-
lcgan fróðleik sem færður hafi vcr-
ið í aðgengilegan búning með
skáldlegu ívafi.
í bókinni er sagt frá Ingimundi
fiðlu, bróður Kjarvals listmálara.
Ingimundur ferðaðist með fiðlu
sína vítt um landið og skemmti
fólki. Annar þátturinn fjallar um
alþýðufræðarann Guðmund
Hjaltason. Sá þriðji er um Guðnýju
S. Magnúsdóttur og skáldið frá
Þröm. Allt var þetta fólk, sem höf-
undurinn tcngdist með einhverjum
hætti á lífshlaupi þcss. Þá er sajgt
frá heimsókn framandi gesta til Is-
afjarðar snemma á öldinni. Síðast
en ekki síst er þáttur, sem nefnist
„Guðaveigar lífga sálaryl....“, en
þar segir frá bannárunum á Is-
landi, bruggi í íeynum og þeirri
nýju stétt manna sem þá varð til,
þefurunum.
skák
Karpov að tafli - 62
Það hefur vakið mikla athygli hversu
auðveldlega Anatoly Karpov sigrar besta
skákmann Ungverja um áratuga skeið, La-
jos Portisch. Portisch komst fyrst í Áskor-
endakeppnina árið 1964 og hefur verið
meðai bátttakenda æ síðan, ef frá er skilin
Áskorendakeppnin 1971 þegar hann
missti af sæti með því að tapa fyrir Jiminez
frá Kúbu i einni af lokaumferðum milli-
svæðamótsins á Mallorca. Fræg er heima-
vinna Portisch og er talið að hann sitji að
jafnaði 8 klst. að tafli á hverjum degi. Ár-
angur þessarar vinnu skilar sér jafnan í
nýjungum í þyrjunar fræðunum og svo
auðvitað afbragðsgóðum árangri við skák-
borðið. Portisch mætti Karpov fyrsta sinn
þegar 9. umferð Kjúklingamótsins i Anton-
io fór fram. Karpov var þá langefstur með 7
v. af 8 mögulegum en Portisch var á hinn
bóginn með 4Vz vinning.
22. Hxf6!?-
(Hvítur varð fyrr eða síðar að fórna skipta-
mun. Hrókurinn á c6 var það aðþrengdur).
þrengdur).
22. ,.-gxf6
23. Rd4-Bxd4
(Riddarinn má ekki undir neinum kringum-
stæðum taka sér bólfestu á f5- reitnum).
24. Hxd4-De5
25. Df3-Kh8??
(hroðalegur leikur. Eins og Robert Byrne
benti á í skákþætti sínum i The New Ýork
Times má svartur vel viö una eftir: 25. -f5!
26. Hd5-Dxb2 27. Bd4-Db1 +! 28. Kh2-f6
29. Hxf5-De4!)
26. Hd5l-
- Karpov gafst upp. Staðan sem kemur
upp eftir: 26. -Dxb2 27. Bd4-Dc1 + 28. Kh2
er vonlaus. Svartur er varnarlaus gegn hót-
uninni 29. Bxf6+.
Minning
Kristinn Árnason
frá Bakkastíg 7
Fœddur 2. 11. 1903. — Dáinn 22. 11. 1982.
Hann fæddist á Bakkastíg 7 þann
2. nóvember 1903. Hann var sonur
hjónanna Árna Árnasonar verka-
manns og konu hans Kristínar Ól-
afsdóttur. Árni var fæddur í
Breiðholti við Reykjavík, sonur
Árna Guðnrundssonar bónda þar
og Kristbjargar konu hans. Kristín
móðir Kristins var dóttir Ólafs
Ólafssonar frá Vatnsenda og Guð-
laugar Guðmundsdóttur konu
hans sem var ættuð úr Dalasýslu.
Þau hjón Árni og Kristín áttu
heima á Bakkastíg 7 um langan
aldur í lágreistu húsi og áttu þar
börnin sín 12. Tvær dætur dóu í
bernsku, en af þeim sem komust
upp voru fjögur eldri en Kristinn
þau Ólafía, Valdimar, Laufey og
Guðrún og fimm yngri þau Stefan-
ía, Margrét, Áslaug, Gunnhildur
og Ólafur. Árni var verkanraður og
stóð framarlega í verkalýðsbarátt-
unni í byrjun aldarinnar. Hann var
einn af stofnendum Dagsbrúnar.
Kristinn átti lengi heima í húsi for-
eldra sinna á Bakkastígnum og
kvæntist ekki.
Athygli vakti hve myndarleg og
dugleg þessi systkini voru. Má þó
geta nærri að börnin urðu fljótt að
fara að vinna fyrir sér til að þetta
stóra heiinili gæti komist af. Hefur
eflaust þurft dugnað og hyggindi til
að næra þennan vinnandi barna-
hóp þannig að þar yrði hver öðrum
glæsilegri að vöxt og útliti eins og
raunin varð á.
Kristinn varð yfir 190 cm á hæð
og hinn föngulegasti maður þegar
hann var vaxinn. Hann var vand-
aður maður, hreinskilinn og fals-
laus nreð öllu. Umgengni hans var
góð, og á vinnustöðum sínum hélt
hann öllu í frantúrskarandi röð og
reglu.
Skólaganga hans hófst og endaði
íMiðbæjarskólanum. Eflaust hafði
hann góða hæfileika til náms, en
efnahagur og ástæður leyfðu slíkt
ekki. Hann stóð fast við hlið for-
eldra sinna við að vinna fyrir æsku-
heimilinu og var þá lítill tími til
annars en að vinna. Fiskvinna og
önnur verkamannavinna urðu hans
fyrsta hlutskipti á unglingsárununt,
og síðan lá leiðin á sjóinn. Eftir
allmörg ár á sjónum varð hann um
tíma bílstjóri og ók vörubíl.
Ekki veit ég hve lengi hann
fékkst við bílstjórn, en þegar ég
kynntist Kristni var hann vélgæsl-
umaður í frystihúsi. Hann bar þó
við um tíma að stjórna 12 tonna
fiskibát. Nokkur ár var hann austur
á Hvolsvelli við vélgæslu í frysti-
húsi á sjöunda áratugnuni.
Síðustu árin gerðist Kristinn
vinnulúinn. Hann átti þá heima
uppi í Árbæjarhverfi. Þá var búið
að rífa Bakkastíg 7 þar sem öll
myndarlegu systkinin ólust upp í
lágreista húsinu. Kristni var þungt í
skapi þegar borgin keypti húsið og
lét rífa það.
Á Hvolsvelli hafði Kristinn eign-
ast hest og eftir það voru hestar og
sönn vinátta við þá mesta ánægju-
efni hans í lífinu. Urðu margir í
hópi hestamanna hér í borginni
góðir vinir hans. Fyrir rúmu ári
hafði heilsan brugðist honum svo
illilega að hann varð að láta hestinn
sinn og fara á dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna í Hafnarfirði. Hann
andaðist á Landspítalanum 22. nó-
vember síðastliðinn. Fjórar systur
hans eru enn á lífi og fylgja honum
til grafar í dag.
Kristinn átti enga afkomendur,
en eins og nærri iná geta er komin
heil ætt út af Árna og Kristínu for-
eldrum hans sem áttu heima á
Bakkastíg 7.
Þorsteinn Þorsteinsson
Kristinn Árnason, verkantaður,
lést í Landspítalanum 22. nóvemb-
er s.l. Með honum er genginn góð-
ur félagi og vinur. Kristinn fæddist
2. nóvember 1903 að Bakkastíg 7
hér í borg. Foreldrar Kristins voru
hjónin Árni Árnason, verkamaður
og Kristín Ólafsdóttir, senr þá
bjuggu á Bakkastíg 7 og alla tíð
síðan. Þau hjón eignuðust 12 börn.
Kristinn ólst upp í foreldrahúsum
og átti þar heimili langt frant eftir
ævi, enda lengst af kenndur við
Bakkastíginn.
Árni Árnason, faðir Kristins,
var í hópi stofnenda Verkanranna-
félagsins Dagsbrúnar í jan. 1906.
Hann var heiðursfélagi í Dagsbrún
og félagsmaður alla tíð þar til hann
lést 1. febrúar 1959, þá orðinn 95
ára.
Kristinn Árnason byrjaði ungur
að vinna sem verkamaður hér í
Reykjavík og 1922 gerðist hann fé-
lagsmaður í Dagsbrún og hefir ver-
ið það alla tíð síðan. Sjómennsku
stundaði hann um hríð bæði á far-
skipuni og togurum. Einnig var
hann nteð eigin vörubíl. En í mörg
ár var hann vélgæslumaður í frysti-
húsi og í því starfi lærði ég að
þekkja Kristin.
Framan af var það svo að kaup
og kjör vélgæslumanna í frystihús-'
um voru misjöfn og ekki fastbund-
in í samningum. Á fimmta áratugn-
um var farið að huga að heildar-
samningum fyrir vélgæslumennina.
Þeir mynduðu þá deild í Dagsbrún
og það var Dagsbrún sem gerði
fyrsta heildarsamninginn fyrir
vélgæslumenn í frystihúsum, en
hann varð síðan fyrirmynd að slík-
unt samningum annars staðar á
landinu.
Kristinn Árnason valdist strax í
forystu fyrir vélgæslumennina, þar
fór allt saman:hann var viðurkennd-
ur góður vélgæslumaður, hann
þekkti vel kjör og vinnuskilyrði
hópsins og stéttarleg og félagsleg
afstaða hans gerði hann að kjörn-
um foringja. Þessir fyrstu heildar-
samningar voru mjög erfiðir og
tóku langan tíma. Atvinnurekend-
ur vildu geta áfram samið við ein-
staklingana og vildu lítið af hönd-
um láta. Störf vélgæslumanna í
frystihúsum voru ákaflega við-
kvæm, þeir höfðu í hendi sér með
samtökum að stöðva frystivélarn-
ar, en þá voru mikil verðmæti í
hættu. Kristni og öðrum vélgæslu-
mönnum var full ljóst að varlega
varð að fara með hið flugbeitta
verkfallsvopn.
í þessum fyrstu samningum vél-
gæslunrannanna og oft síðar komu
hæfileikar Kristins vel í ljós. Hann
var ekki margmáll en studdi mál
sitt skýrunt rökum, hann var ein-
beittur og þrautseigur. Kristinn
Árnason átti persónulega stóran
hlut að þessum fyrstu samningum
seni færðu vélgæslumönnunt bætt
kjör og aukið öryggi. Það var
ánægjulegt að starfa með honurn
og nieð okkur tókst góð vinátta er
síðan liélst.
Kristinn Árnason gegndi ýmsum
öðrum trúnaöarstörfum í Dags-
brún, hann átti meðal annars sæti í
trúnaðarráði félagsins um árabil.
Við Dagsbrúnarmenn kveðjunt
nú þennan góða og trausta félaga
og þökkum honuni langa samfylgd.
Eðvarð Sigurðsson.
Alberts saga
Guðmundssonar
Setberg hefur gefið út bókina
„Albert“. Hér segir Albert Guð-
niundsson frá uppvaxtarárum sín-
um og ævintýralegum ferli, en
Gunnar Gunnarsson skrásetti.
Hvert er leyndarmálið á bak við
velgengni Álberts Guðmunds-
sonar og lýðhylli? Albert Guð-
nrundsson, sem bjó í þakherbergi
við Smiðjustíg, var sendill í
Reykjavík og sælgætissali á Mela-
vellinum og sparkaði boltanum
tímunum saman á degi hverjum, er
nú fornraður bankaráðs Utvegs-
bankans, í stjórn Tollvörugeymsl-
unnar, Verslunarráðsins og Haf-
skips, forseti borgarstjórnar og
þingmaður Reykvíkinga. Albert
Guðmundsson, knattspyrnusnill-
ingurinn, sem fór í víking og sneri
síðan heim til íslands og gerðist
umsvifamikill athafnamaður
síðan stjórnmálamaður.
Af ungum manni
og áttavilltum
Dulargáfur
skipstjórans
Út er komin hjá Skuggsjá bókin
Sýnir og sálfarir eftir Guðmund
Jörundsson útgerðarmann og skip-
stjöra. Guðmundur er lanas-
þekktur athafna- og aflamaður.
En Guðmundur Jörundsson er
einnig mörgum kunnur fyrir dul-
argáfur. Og það er sá þáttur úr lífi
hans, sem hann hér segir frá. Þess-
ar dulargáfur telur liann hafa
markað líf hans og mótað á margan
hátt. Hann átti sér draummann,
sem vitjaði hans fyrst 17 ára gamals
og hefur fylgt honum æ síðan. Þessi
drauntmaður hans hefur um margt
haft áhrif á líf hans, vísað honum á
fengsæl fiskimið og skip í sjávar-
háska, veitt honum þá lífsfyllingu
og fögnuð, sem því er samfara að
bjarga lífi nauðstaddra sjóntanna.
Skuggsjá hefur sent á markað
bók eftir ungan Hafnfirðing, Sig-
urð Á. Friðþjófsson. Er það skáld-
raga, sem höfundur hefur gefið
nafnið Heimar. Heimar er á engan
hátt hefðbundin skáldsaga, til þess
eru þræðir sögunnar of margir og
of laustengdir, með snertipunkta í
raunveruleika, þjóðsögu, draumi
og ímyndun.
Sagan segir frá Ágústi. Hann er
af hernámskynslóðinni. Ágúst er
áttavilltur í tilverunni, hann trúði
því sem unglingur, að lífið hefði
upp á allt að bjóða, aðeins þyrfti að
beygja það undir sig og móta að
eigin geðþótta. í sögulok er hann
hinsvegar reynslunni ríkari.
Hatm
Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468