Þjóðviljinn - 03.12.1982, Page 20
WÐVIUINN
Föstudagur 3. desember 1982
Alþýðubandalagið
á Vestfjörðum
Forval
hefst
í dag
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins á Vestfjörðum hefur ákveð-
ið að efna til forvals vegna skipunar
framboðslista flokksins í komandi
alþingiskosningum.
Kétt til þátttöku í forvalinu hafa
allir félagsmenn í tlokksfélögum Al-
þýðubandalagsins á Vestfjörðum,
en félögin eru cllefu, og auk þcss
stuðningsmenn flokksins í þeim
byggðarlögum þar sem ekki er
starfandi flokksfélag.
Forvalið fer fram í tveimur um-
ferðurn og hefst sú fyrri í dag, 3.
des. og stendur til 9. des. Síðari
umferðin fer svo væntanlega fram í
janúarnránuði.
í fyrri umferð forvalsins tilnefnir
hver og einn sex einstaklinga, sem
hann telur æskilegt að skipi'efri
sæti listans, þó án röðunar. I síðari
umferð verður svo raðað í þrjú
efstu sætin.
Pátttakendur í forvali Alþýðu-
bandalagsins á Vestfjörðum geta
snúið sér til kjörstjóra í sínu
byggðarlagi, eða þess sem næstur
er. Sjá skrá yfir þá á blaðsíðu 12.
Þeir sem rétt eiga til þátttöku í
forvalinu, en verða ekki heima
forvalsdagana, geta einnig snúið
sér til flokksskrifstofu Alþýðu-
bandalagsins að Grettisgötu 3 í
Reykjavík og tekið þar þátt í for-
valinu vegna framboðslistans á
Vestfjörðm.
Sjá síðu 12
Viðræður borgar og
ríkis um Keldur:
Aðeins iyrir
Sjálistæðis-
menn!
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
höfnuðu í gærkvöldi tilmælum um að
minnihluta borgarstjórnar, 9 af 21,
verði veitt aðild að viðræðunefnd vegna
Keldnamálsins. Sagði Albert Guð-
mundsson Viff umræðurnar að til þess
þyrftu minnihlutamenn að ganga í
Sjálfstæðisflokkinn!
Sigurjón Péturssoif sem flutti tillögu
um skipun sérstakrar viðræöunefndar
borgarstjórnar í stað þeirrar sem lagðist
niður með kosningunum í vor, sagði að
það væru ólýðræðisleg vinnubrögð og
vont að skipa tvo borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins til þessara viðræðna
ásamt borgarverkfræðingi. Með því
væri verið að halda upplýsingum frá
minnihlutanum. Ekkert væri við það að
athuga að borgarstjóri setti embættis-
mcnn sína til vcrka, en honum bæri að
hafa í heiðri lýðræðislega vinnurcglu
um hlutfallskosningar í borgarstjórn
Reykjavíkur. Kristján Benediktsson
tók undir orð Sigurjóns og sagði óeðli-
legt að einn flokkur, einokaði upplýs-
ingar í skjóli mcirihlutavalds. Fráleitt
væri að halda 9 borgarfulltrúum minni-
hlutans frá upplýsingum á þann hátt.
Albert Guðmundsson hafði orð fyrir
Sjálfstæðismönnum ásamt Markúsi
Erni Antonssyni, sem klóraði í bakkann
og sagði aö minnihlutinn fengi að sjá
niðurstöðurnar á sínum tíma. Albert
sagði fráleitt að minnihluti borgar-
stjórnar færi að „ganga inn í flokksstarf-
ið hjá okkur”. Sjálfstæðisflokkurinn
væri að vinna að því aö samningar
næðust um Keldur, „í því formi, sem
Sjálfstæðisflokkurinn vildi leggja málið
fram”. Þetta mál yrði að fara „réttu
leiðina” á vegum „Sjálfstæðisflokksins
og borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins”
og ef minnihlutinn vildi eitthvað af því
vita þá skyidi hann bara ganga í Sjálf-
stæðisflokkinn!
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess
tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum
sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmyndir81257.
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663.
Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll
kvöld.
Aðalsími Kvöldsími
81333 81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Vetrargamanið er byrjað - að minnsta kosti á Melavellinum. (Ljósm. Atli).
í kjölfar
verðbótaskerðingar
Prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins á
Vesturlandi:
Landbúnaðarvörur
hækka um 13-22%
Nýtt verð á landbúnaðarvörum
tók gildi 1. desember og er hækkun-
in frá síðustu verðhækkun, sem var
í september s.l. á bilinu 13-22%.
Hins vegar hækkaði verðlags-
grundvöllur landbúnaðarvaranna
um tæp 11 %, en þar sem niður-
greiðslur úr ríkissjóði hækkuðu
ekki í krónutölu að þessu sinni fer
stærri hluti grundvallarverðsins út
í verðlagið.
Mjólkurlítrinn hækkar nú úr
8.45 krónum í 9.80 krónur sem er
um 16% hækkun. Kílóið af smjöri
hækkaði úr 90.70 krónum í 109.95
krónur. Venjulegur 45% ostur
hækkaði úr 98.25 krónum kílóið í
111.50 krónur eða um 13.5%.
Á fundi verðlagsráðs á miðviku-
dag voru einnig samþykktar tals-
verðar hækkanir á ýmsum vörum
og þjónustu. Sem dæmi má nefna
að öl hækkar um 13%, gos um
11%, fiskur út úr búð um 8%, unn-
ar kjötvörur í samræmi við hækkun
á landbúnaðarvörunum, og auk
þess hækka farmgjöld í innanlands-
flugi um 9%. Þá var samþykkt að
heimila hækkun á útseldri vinnu
um 7.72%, í samræmi við verðbót-
ahækkanir 1. desember.
-v.
Hækkunin á
matvælunum:
Einhliöa ákvöröun
sexmannanefndar
Þurfti ekki að bera undir ríkisstjórn, segir
Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra
„Eftir að verðlagslöggjöfin féll
úr gildi um síðustu áramót þarf
ekki að bera svona hækkanir undir
ríkisstjórnina”, sagði Pálmi Jóns-
son landbúnaðarráðherra
aðspurður hvers vegna ekki hafi
verið lcitað staðfestingar ríkis-
stjórnarinnar áður en nýtt verð á
landbúnaðarvörum tók gildi.
Svavar Gestsson félagsmálaráð-
herra kvaðst hafa orðið undrandi
þegar hann fletti blöðum í gær-
morgun og sá að landbúnaðarvörur
höfðu verið hækkaðar um 13-22%.
Þessar hækkanir hefðu aldrei verið
ræddar í ríkisstjórninni og skerðing
á verðbótum væri nægjanleg þó
ekki væri verið að stórhækka land-
búnaðarvörurnar sama daginn.
„Ríkisstjórnarfundur féll niður á
þriðjudag og þess vegna var ekki
hægt að bera þetta undir ráðherr-
ana”, sagði Pálmi ennfremur.
En hvers vegna voru þá ekki
niðurgreiðslurnar auknar til sam-
ræmis?
„Það er rétt að ef niðurgreiðslur
að þessu sinni hefðu verið auknar
til samræmis þá hefði útsöluverð
landbúnaðarvara hækkað svipað
og grundvallarverðið sjálft, en það
hækkaði um tæp 11%. Það var hins
vegar afstaða bæði fjármálaráð-
herra og viðskiptaráðherra, þegar
ég ræddi við þá utan ríkisstjórnar,
að ekki væri gert ráð fyrir auknum
niðurgreiðslum á fjárlögum og því
væri ekki hægt að hækka niður-
greiðslurnar í samræmi við
breytingar á grundvallarverðinu”.
Pálmi Jónsson landbúnaðarráð-
herra sagði að lokum að launaliður
bóndans og aðrir launaliðir sem inn
í grundvallarverðið koma, hefðu
lotið sömu verðbótaskerðingu og
laun annarra í þjóðfélaginu sam-
kvæmt bráðabirgðalögunum.
—v.
Valdimar og
Inga Jóna
berjast um
2. sætið
Aðeins sex manns hafa tilkynnt
um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Vesturlandi dagana 15.
og 16. janúar n.k. Þetta eru þau
Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð-
herra, Inga Jóna Þórðardóttir,
Akranesi, Kristjana Ágústsdóttir,
Búðardal, Kristófer Þorleifsson,
Ólafsvík, Sturla Böðvarsson,
Stykkishólmi og Valdimar Indriða-
son, Akranesi.
Friðjón er að sjálfsögðu öruggur
með 1. sætið á listanum, en ljóst er
að þau Valdimar og Inga Jóna
munu berjast um 2. sætið. Valdi-
mar er mikill Gunnars/Friðjóns
maður, en Inga Jóna aftur á móti
frá flokkseigendafélaginu, enda
einn af stjórunum á skrifstofu
flokksins í Valhöll. -S.dór
V erkamannabústaðir
í Ártúnsholti:
126 íbúöir
í staö 90
Borgarstjórn staðfesti í gær breyt-
ingu á deiliskipulagi í Artúnsholti
þannig aff stjórn Vcrkamannabústaða
fær nú heimild til aff reisa þar 126 íbúffir
í stað 90.
Upphaflega sótti stjórnin um 120
íbúðir í Ártúnsholti, en fékk s.l. vetur
vilyrði fyrir 90. Við síðustu úthlutun
reyndist mun méiri þörf fyrir minni
fbúðir en stærri og nýlega óskaði stiórn-
in eftir því að minnka íbúðirnar í Ár-
túnsholti og fjölga þeim uppí 140. Sætt-
ist hún síðan á 126, sem meirihluti skip-
ulagsnefndar samþykkti.
Miklar umræður urðu í borgarstjórn-
inni um þessi mál í gær vegna tillögu
Kvennaframboðs gegn fjölguninni.
Snerist umræðan um það hvort 126
íbúðir leystu stærri vanda en þær
sköpuðu og hvort hagkvæmnissjónar-
miðin ein réðu en félagslegi átturinn
væri vanræktur. Tillaga Kvennafram-
boðs fékk aðeins tvö atkvæði þeirra og
eitt frá Bjarna P. Magnúsyni, Alþýðu-
flokki. ,