Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 7
Jólablað Þjóðviljans 1982 _ stÐA 7 PIAZZA NAVONA höggmyndalistarinnar í Róm, Gianlorenzo Bernini sem fékk það verkefni að koma óbel- ískanum fyrir á torginu ofan á gosbrunninum sem táknar höfuðfljótin fjögur í heiminum: Dóná, Ganges, Níl og Rio de la Plata í Arg- entínu. Höfuðfljótin eru táknuð með 4 mannverum höggnum í travertín-kalkstein er sitja á kletti innanum fjölskrúðugan gróður og fossar tært lindarvatnið undan þeim. Yfir óbelískanum hefur Berniní komið fyrir friðartákni - dúfu úr bronsi með olívugrein í nefinu - en þetta var jafnframt ættarmerki Pamphilj-ættarinnar. Obelískinn er grafinn egypsku myndletri, sem hefur að geyma lof- gerð um Domitíanus keisara, er upphaflega gerði íþróttaleikvanginn á Piazza Navona. Til gamans skal hér birt áletrunin á einni hliðinni: - Horus (vestrið): „Elskaður af hinurn tveimur jörðum (óshólmunum og Nílardaln- um), ástmögur héraðanna. “ - Hinn algóði guð og almáttki, hinn arm- sterki er leggur óvini að velli, hinn hrausti er beitir handafli: í návist hans stendur enginn í fœturna og þjóðin skelfur afótta við hann. Því hann er tvöfaldur guð á krúnu Horusar, hann sem endurreisir helgistaði guðanna og drottn- ar yfir uppreisnargjörnum, handsamar Nú- bíumenn og auðgast af ávöxtum Asíulanda því vald hans flœtnir hirðingjana úr eyði- mörkinni. Hann hefur endurnœrt jörðina af ávöxtum sínum: allt sem sprettur eða er ó- sprottið er gegnsýrt nœringu hans. Hans hát- ign ber nafn sem er stœrra en víðátta himinsins fyrir alltþað sem hatin hefur afrekað ogfrœgð hans nœr lengra en geislar sólarinnar, Herra Tveggja Landa: „Domitíanus keisari“, sem lifir að eilífu. - Áletranirnar á hinum hliðunum eru í svip- uðum stíl og að sumu leyti samhljóða lof- gerðir um Domitíanus keisara, og allar bera þær vott um að hinir rómversku keisarar voru arftakar faraóanna í Egyptalandi á meðan það heyrði undir rómverska keisaradæmið. Það er snilld Berninis að þakka að þetta tákn valdsins og ómyndugleika alþýðunnar breytir í rauninni um hlutverk þar sem það kórónar tilkomumikið leiksvið gosbrunnsins og gefur rými torgsins nýja vídd og viðmiðun og er um leið eins og mastur á miðju skipi. Hér er fögnuður á ferðinni, fögnuður yfir örlæti jarðarinnar eins og það lýsir sér í frjó- magni stórfljótanna. Gianlorenzo Bernini Gianlorenzo Bernini mótaði Róm barokk- tímans meira en aðrir og engan átti hann jafnoka í hugvitsemi, áræði og tilfinningu fyrir hinu leikræna í myndlistinni. Skreyting- ar hans í Péturskirkjunni og fleiri kirkjum, gosbrunnar og aðrar dásemdir fyrir augað, sem hann auðgaði borgina með, bera oft keim af því að vera sviðsmyndir frekar en skúlptúrar og fyrir bragðið bregða þær sterk- um svip á umhverfið. Fyrir nokkrum árum var búið til hugtak í frammúrstefnumyndlist sem var „umhverfislist“ (environmental art). Bernini var umhverfislistamaður par exel- ance, og þótt kannski megi gefa honum rétt út frá hreinum fagurfræðilegum grundvall- arreglum, þegar hann á efri árum dró fyrir gluggann á vagni sínum þar sem hann átti leið um torgið og sagði: Ó, hve ég skammast mín fyrir að hafa unnið svo slaklega!, - þá hefur Höfuðfljótin fjögur. Gosbrunnur eftir Gian- lorenzo Bernini (1598-1680) sem markar miðpunkt torgsins og er einn af fegurstu gos- brunnum Rómaborgar. gosbrunnurinn „Guatro fiumi“ (fljótin fjög- ur) dregið til sín mannfagnað í þrjár aldir og orðið fólki stöðugt augnayndi í dagsins önn og afslöppun. Þriðji gosbrunnurinn í suðurendanum sýn- ir okkur márann sem glímir við höfrunginn, styttu sem einnig var unnin af einum af að- stoðarmönnum Berninis eftir að Donna Ol- impia hafði lagt blessun sína yfir frumhug- myndina. Márinn rís þar yfir smærri mar- bendlum og sjókindum sem spúa vatni veg- farendum til augnayndis. Heilög Agnes in Agone Kirkja heilagrar Agnesar in Agone drottn- ar yfir öðrum byggingum við torgið. Sagan segir að höfuðarkitekt kirkjunnar, Borrom- ini, hafi verið keppinautar Berninis um hylli páfavaldsins og Bernini hafi með látbragði sem lesa má úr fjórelfubrunninum verið að lýsa vanþóknun sinni á handarverkum Borr- ominis, en fyrir þeirri sögu er ekki fótur því brunnur Berninis var risinn þegar Borromini kom núverandi mynd á kirkju heilagrar Agn- esar. Heilög Agnes var göfug jómfrú er hlaut grimmúðlegan dauðdaga fyrir trú sína er hún var brennd á unga aldri og segir sagan að aftaka hennar hafifariðfram þar sem kirkjan er nú. Aftökur voru reyndar tíðar á torginu á miðöldum, og einnig voru þar uppi gapa- stokkar fyrir sakamenn. Það var Pamphilj-ættin sem átti frum- kvæðið að því að kirkja heilagrar Agnsar var endurbyggð með þeirri reisn sem raun ber vitni á 17. öldinni, og var það Innosentíus tíundi sem réð Francesco Borromini til verks- ins, en hann hafði áður haft umsjón með byggingu Pamphilj-hallarinnar sem stendur sunnan við kirkjupa. Kirkjan var vígð 1672 og er glæsilegur minnisvarði um byggingarlist barroktímans í Róm á þeim umbótatíma kaþ- ólskunnar þegar hún var að snúast til gagn- sóknar gegn lúthersku og annari trúvillu í norðanverðri álfunni. Leikvangur lífsins Piazza Navona hefur í gegnum aldirnar verið leikvangur stórbrotnari mannfagnaðar en jarðbundnir efnishyggjumenn tæknialdar- innar kunna að láta sér til hugar koma. Kjöt- kveðjuhátíðir, skrautsýningar og leiksýning- ar hvers konar hafa í gegnum aldirnar verið settar á svið á þessu torgi og hafa þær á hverj- um tíma endurspeglað ýmsar þær þverstæður sem finna mátti í borginni eilífu, þar sem umhverfið virðist á stundum vera byggt fyrir tröllvaxið fólk af háfleygum draumóra- mönnum á meðan skítug alþýðan hefur heiðrað um sig í skjóli rústanna af hinni glæstu sögu eins og væru það allt saman nátt- úruvætti sem í hæsta lagi hefðu gildi sem skjól gegn vatni og vindi. Á miðöldum, áður en torgið fékk á sig núverandi mynd, tíðkuðu synir rómverskra aðalsmanna að setja upp ruddalega kappleiki í rústum Domitíanusarleikvangsins, þar sem hestum, svínum og nautgripum var att upp á líf og dauða. Síðan tóku við kjötkveðjuhátíðirnar, sem Páll II. páfi kom föstu formi á á 15. öldinni. Þá voru einnig hafðar í frammi kappreiðar, en þar að auki var unglingum, gamalmennum og gyðingum hleypt sérstaklega við aðhlátur og aurkast almennings. Vitni lýsti einu slíku kapphlaupi hinn 16. febrúar 1583: „Á mánu- daginn var átta nöktum gyðingum hleypt og nutu þeir meðbyrs rigningar, roks og kulda; þessi illyrmi voru böðuð í drullu undir aðhlát- ursöskrum áhorfenda.“ Gyðingaofsóknir voru grimmilegar í Róm í lok miðalda og á endurreistnartímanum. Þá voru aftökur ekki óalgeng skemmtun á Piazza Navona á þessum tíma, en eftir að Pamphilj-ættin hafði nánast lagt torgið undir sig á 17. öldinni tók aðallinn að skemmta sér á torginu: Það var fyllt af vatni og barónar og kardínálar öttu hestvögnum á vaðið og óku um í vatnsflaumnum í algleymi sjálfsánægj- unnar þar til þessi undarlegi leikur var bann- aður 1720 af ótta við kólerusmit! „Giostra" Ævintýralegastar voru þó skrautsýning- arnar sem settar voru á svið á 17. og 18. öldinni og kallaðar voru Giostra. Þetta voru eins konar skrautsýningar, þar sem ekkert Kjötkveðjuhátíðin í Róm - fíflavagninn. Gömul koparstunga. Gianlorenzo Bernini, myndhöggvarinn sem þjónaði átta páfum og mótaði Róm í ríkari mæli en nokkur annar á 17. öldinni. Sjálfs- mynd. var sparað í íburði og hugmyndaflugið fékk lausan tauminn: riddararar riðu í skrautklæðum, gyllt og silfruð skip á hjólum óku um torgið með fólki í skrautklæðum, gyðjum, djöflum og dísum, skrautvagnar í líki dýra og dreka, heiðnir guðir og kristnir dýrlingar, allt marseraði þetta um torgið í skipulögðum fylkingum við hljóðfæraslátt, söng og flugeldablossa. Þá var Bakkus gjarnan dýrkaður á Giostrunni og fóru gull- prýdd skip honum til heiðurs um torgið þar sem numið var staðar við stúkur prinsa og kardínála og leikir leiknir. Þessir undarlegu leikar, sem voru tilkomnir að frumkvæði páf- avaldsins voru fyrst og fremst ætlaðir aðiln- um til skemmtunar, þótt alþýðan fengi stund- um réykinn af réttunum. Til þeirra var kostað óheyrilegum fjármunum, og þar kom að þeir urðu óvinsælir meðal alþýðunnar sem ekki skildi gildi þessarar skemmtunar á meðan börn voru látin svelta. Karnivalið í Róm lagðist að mestu niður eftir að Ítalía hafði verið sameinuð og Vittorio Emanuele II. settist að í borginni sem fyrsti konungur sam- einaðrar Ítalíu árið 1875. Torg er borg Ferðamaður sem kemur á Piazza Navona í dag mun ekki upplifa þau æfintýri, sem hér hefur verið lýst. Engu að síður er torgið æf- intýraheimur fyrir ferðamanninn, þar sem hin eilífa leiksýning lífsins fer fram með meiri tilþrifum en ég hef kynnst á öðrum mannlífs- torgum. Listamenn og loddarar koma þar á síðkvöldum og bjóða fram varning sinn, eld- gleypar og trúðar troða upp, farandleikarar og götusöngvarar sýna kúnstir sínar ogá veit- ingastaðnum Tre scalini fæst besti ísinn í Róm. Þarna má sjá blandast saman vaga- bonda og heimshornaflakkara, heimsbor- gara og gamlar húsmæður, listamenn og heimspekinga að ógleymdum hundunum, sem gjarnan bregða á leik. Kráin þar sem baunadiskurinn kostaði hundrað lírur og Frascati-vínið steig mér til höfuðs forðum daga er ekki lengur. Þar er kominn Bar Na- vona, sem selur dýra kokkteila og grappa. Á daginn bregða börn á leik á torginu, og þá er gott að fá sér að borða á veitingastaðnum „4 fiume“, því ekki spillir það matarlystinni að hafa þetta leiksvið lífsins fyrir augum. Þótt torgið sé fyrst og fremst sótt af inn- fæddum Rómverjum sem elska borg sína, hvort sem þeir eru skítugir og ráðvilltir utan- garðsmenn eða uppstrílaðir heimsborgarar, þá sækir þangað einnig talsvert af ferða- mönnum. Sjálfur hef ég farið með á 4. þús- und íslenska ferðamenn á Piazza Navona á undanförnum þrem árum. Þeir hafa fallið vel inn í hina eilífu leiksýningu lífsins, sem þarna fer fram, en þó er stundum eins og þeir skeri sig úr í einu: fyrir kemur að halda mætti að þeir væru að leika í leikriti Pirandellos, Per- sónur í leit að höfundi eða leikarar í leit að hlutverki eða hvað það nú hét. En galdurinn er sá, að á Piazza Navona gegna allir mikil- vægu hlutverki, sem sagan og umhverfið magna upp í æðri stærðir. Er það ekki einmitt þannig sem borgaralíf á að vera? Heimildir: Howard Hibbard: Bernini, 1974. Indro Montanelli o.fl.: Piazza Navona. Segrio & Glauco Cartocci: Roma di Ieri Giuscppi Baracconi: 1 Rioni di Roma. L.B. Dal Maso: Roma dei Cesari. W. Durant: Rómaveldi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.