Þjóðviljinn - 09.12.1982, Qupperneq 11
Jólablað Þjóðviljans 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Presturinn skrökvaði,
sem betur fór
Þegar vestur kom fór ég beint til sr. Rögn-
valds Péturssonar í Winnipeg. Hjá honum
dvaldi ég fyrstu vikuna. Svo fengum við Pétur
okkur herbergi saman. Til að byrja með vann
ég í Winnipeg á vegum sr. Rögnvalds og
þeirra bræðra, sem þá höfðu þar með hönd-
um umfangsmikla byggingarstarfsemi.
Mér leið vel í Winnipeg en kunni þó ekki
við mig þar þegar til lengdar lét. Ég var
sveitamaður, þótti þröngt í borginni og lang-
aði út í sveit. Og sr. Rögnvaldur var mér
hjálplegur eins og áður. Hann réði mig hjá
mági sínum, Hákoni Kristjánssyni frá
Hraunkoti í Aðaldal. Hjá Hákoni var nóg að
gera og gott að vera. En einhverstaðar þarna
vestra átti að vera alnafni minn og frændi,
Stefán Eiríksson, bróðir Jóhönnu heitinnar á
Höskuldsstöðum. Stefán vildi ég endilega
finna og hélt því spurnum fyrir um hann.
En það virtist ætla að vera djúpt á Stefáni.
Loks hitti ég prest nokkurn, sem kannaðist
við Stefán, en sagði mér að hann væri
dauður. Það þótti mér ljótu fréttirnar en varð
víst ekki við gert, úr því sem komið var. Nú
var mér náttúrlega ljóst að Stefán frændi
mundi ekki verða eilífur hér á jörð frekar en
aðrir menn, en einhvernveginn sátu nú samt í
Minninga-
leiftur
mér efasemdir um sannleiksgildi þessarar
dánarfregnar guðsmannsins.
Og þegar ég kom að vestan
um haustið hitti ég á bjórstofu menn frá
Gimli.Enn spurði ég eftir Stefáni. Jú, einn
þeirra kannaðist við hann. Ég spurði hvenær
hann hefði dáið. „Dáið, ég veit ekki til þess
að hann hafi nokkurntíma dáið“, var svarið.
„Hann er eins snarlifandi og nokkur stór-
bóndi getur verið“. Ég gat þess, að prestur-
inn hefði sagt Stefán dauðann. „Það er nú
bara eins og hver önnur bölvuð lýgin úr hon-
um“, svaraði hinn.
Mér þótti þetta nú heldur betri fréttir og
kvöldið eftir dreif ég mig upp í járnbraut og
beint til Stefáns. Hann tók mér eins og hann
ætti í mér hvert bein.
Þarna var ég svo um veturinn og leið vel.
Já, mér hefur reyndar sjaldan liðið betur.
Enginn vandabundinn var þarna hjá gömlu
hjónunum. Annar sonur þeirra féll í stríðinu.
Hinn var bóndi.
Sumarið eftir var ég enn í byggingavinnu í
Winnipeg en hvarf um haustið á ný til Stef-
áns, þar sem ég taldi mitt raunverulega
heimili. Hjá Stefáni starfaði ég að ýmsu.
Meðal annars flutti ég mjólkina á járn-
brautarstöðina. Ók henni þangað á hesta -
sleða.Beitti fyrir hann tveimur gamma
hestum.
s
A vit œvintýranna
Ég sagði þér víst áðan að meginástæðurnar
til Ameríkuferðar minnar hafi verið löngun til
þess að sjá mig um í veröldinni og svo ævin-
týraþrá. Þann tíma, sem ég hafði enn dvalið
í Kanada hafði ég að vísu séð og reynt margt
nýstárlegt en í verulega bragðmiklum ævin-
týrum hafði ég þó ekki enn lent. Kannski
hefði ég lagt í að leita þeirra, ef á hefði þurft
að halda, en tilþess kom nú ekki. Þau bárust
mér brátt að höndum án allra eftirgangs-
muna.
Svo bar sem sé við, að niðri á Gimli rakst
ég eitt sinn á kaupmann nokkurn, landa
minn, Hannes Kristjánsson að nafni. Hann
sagði mér að hjá sér væri staddur skoskur
mágur sinn, sem væri að ráða menn til á-
kveðinna starfa fyrir stjórnina og ég mundi
vera alveg kjörinn til þeirra verka. Ég lét nú í
ljós nokkurn efa um það að ég hentaði vel í
embætti hjá stjórninni, en Hannes var ekki á
þeim buxunum að láta sig með það.
„Og hvað á ég svo að gera?“, spurði ég.
„Þú átt að fara norður að íshafi," sagði
hann.
„Ég sagði að mér fyndist nú nógu fjandi
BANK:
VICTORIA’
BAFFIN IS.
Dawson
Great Bear
% Lake
’ort Radium
Yellow Knife
Grtai
Slave
PRINCE
OF A
'WALESJ
Uramum Ciiy
HUDSON BAY
Prince Rupert
ChurchiO
Prince Georgc
w SalimaJ Park
im \ Mi Robion
CHARLO/TI
VANQOU’
Scvcn
lsJands
UNITED STATES OF AMERICA
(Ntagara
Natural Gases
Cobalt
Titanuan
Asbestos
MILES
2250
300C
Dairying Fruit, Cereals © Oil © Coal
Truck Farming © Uranium © Iron
Wheat Nickel ® Platinum
Zinc © Gold © Silver
Magncsiurn © Copper © Lead
kalt á Gimli hvað þá norður við íshaf. En
stjórnin vildi fá sem flest af íslendingum í
þessa för, sagði Hannes. Hún stóð því fastar
en fótunum að engir menn hentuðu betur til
þess en íslendingar að fara norður að íshafi.
Kaup var um þessar mundir 1 dollar á dag og
þótti allgott. Én þegar Hannes sagði mér að
stjórnin byði þeim 10 dollara á dag, sem til
þessarar ferðar vildu ráðast og frían fatnað að
auki, þá fór ég nú að leggja við hlustirnar.
„Og komdu nú heim með mér“, sagði
Hannes, „og talaðu við þann skoska".
Ég féllst á það.
Skotinn reyndist fjári skemmtilegur og
reffilegur karl og hinn viðræðubesti. Hann
staðfesti þau ummæli Hannesar, að stjórnina
fýsti mjög að fá íslendinga til þessarar farar
en fengi víst fáa. Ég spurði hverskonar vinna
þetta væri aðallega.
„Flutningar, flutningar á hundasleðum",
svaraði Skotinn.
„Ja, hver andskotinn" varð mér að orði á
góðri og gildri íslensku, rétt eins og ég væri
ennþá staddur heim a í minni kæru Blönduhl-
íð. Ég kvaðst að vfsu þekkja hunda sæmilega
vel en óvanir værum við því á íslandi að beita
þeim fyrir sleða.
Mér duldist ekki að það starf, sem hér var í
boði, hlaut að vera erfitt, ef til vill lífshættu-
legt, öðru vísi varð það varla skýrt, hversu
treglega gekk að fá menn til þess, þrátt fyrir
hið geysiháa kaup. Hinsvegar langaði mig til
að kynnast sem best þessu landi, sem ég var
nú kominn til. Og óefað biðu mín þarna ýmis
konar ævintýri, sem ég var, eða taldi mér
a.m.k. trú um, að ég væri í aðra röndina alltaf
að sækjast eftir. Þarna mundi ég sjálfsagt
umgangast eskimóa og sjálfsagt sæi ég um
alla heima og geima þarna norðurfrá.
Teningnum kastað
Ég bað um umhugsunarfrest. Vildi m.a.
ráðgast vð Stefán.
„Já, andskoti er nú kaupið hátt“, sagði
hann.
„Guð hjálpi þér drengur“, sagði aftur á
móti Pálína kona hans, (hún var frá Þverá í
Blönduhlíð, systir Jóns á Hamri), „þú drepur
þig á þessu“, og fannst á, að gömlu konunni
þótti það fánýtt erindi til Ameríku.
„Ég veit nú bara ekki hvað ég hefði gert
hefði ég verið yngri“, sagði Stefán.
Og með þessi orð gömlu hjónanna í huga,
sem ég vissi nú raunar ekki hvort ég átti
heldur að meta sem uppörvun eða úrtölur,
skundaði ég á fund Skotans og var þá með
sjálfum ipér ákveðinn í að taka tilboðinu.
„Því maður getur þá alltaf hætt“, sagði ég
við hann.
„Nei“, svaraði hann, „þú verður að halda
það út a.m.k. í ár“.
Nú, geti aðrir þraukað þá ætti ég að geta
það líka. Og þar með var teningnum kastað
og lagt upp um næstu helgi.
- Hvað voruð þið margir?
- Mig minnir að við værum 16, a.m.k. til
að byrja með. Auk mín voru í hópnum tveir
íslendingar, Kristján Þorsteinsson og Ólafur
Jónsson. Annars voru þetta allra þjóða kvik-
indi.
Hundarnir þoldu
ekki kuldann
- í sambandi við hvaða framkvæmdir
stóðu svo þessir hundasleðaflutningar?
- Jú, stjórnin hafði fundið upp á því, að
byggja hafskipabryggju norður við Hudson-
flóa. Þangað þurfti svo að leggja járnbraut til
flutnings á hveitinu frá Vesturfylkjunum, en
það var margfalt styttra en að flytja það til
Montreal. En svo kom bara fljótlega á daginn
að staðsetning þessara mannvirkja var alger-
lega misráðin, því Nelsonfljótið bar fram svo
mikinn aur, að moka þurfti upp höfnina á
hverju ári. Varð því úr, að haldið var 200
mílur norður með ströndinni og höfnin byggð
í mynni Churchillárinnar. Innsigling er þar
mjög þröng en djúp og þegar innfyrir er kom-
ið er sem skipin liggi á stöðuvatni, svo ágæt er
höfnin.
Hlutverk okkar hundakeyrara átti m.a. að
vera það, að flytja um veturinn matvæli o.fl.
úr vöruskemmunum í Port Nelson og norður
yfir flóann. Nú, nú, keyptir voru í skyndi 60
hundar og sendir á undan okkur norður eftir.
Það varð þeirra síðasta ferð, margra hverra.
Þessir Winnipeg-hundar, en þaðan voru þeir
margir, þoldu blátt áfram ekki kuldann og
drápust.
Hver verður nœstur?
Sjálfir lögðum við svo af stað með járn-
braut nokkru á eftir félögum okkar hundun-
um. Það var, vægast sagt, óþverra ferðalag.
Fengurn moldbyl. Endaði með því, að lestin
sat föst vegna fannfergis. Komst hvorki aftur
né fram. Og þarna máttum við dúsa í járn-
brautarlestinni í viku og matarlausir seinustu
dagana.
En ekki nóg með það. Einn maðurinn
veiktist af taugaveiki. Lifði í tvo eða þrjá
daga og dó svo. Fór þá heldur að fara um
mannskapinn, sem von var til. Nóg var nú að
„Nelson-fljótið bar fram svo mikinn aur,
að moka þurfti upp höfnina á hverju ári.
Varð því úr, að haldið var 200 mílur
norður með ströndinni og höfnin byggð
i mynni Churchillárinnar".
vera matarlaus þótt ekki bættist það við að
upp kæmi í þessu innilokaða samfélagi
bráðsmitandi og banvænn sjúkdómur. Eg
held að alveg sé óhætt að segja, að enginn
okkar hafi verið farinn að búast við að kom-
ast lifandi úr þessu ferðalagi. Og mér var
farið að verða nokkuð oft hugsað til orða
Pálínu minnar. Sá ekki betur en þau ætluðu
bókstaflega að rætast þegar í byrjun ferðar-
innar.
Hvað sem öðru leið kom okkur saman um
að ótækt væri að hafa þann dauða í lestinni.
Brutumst við því út, grófum holu í skafl og
stungum honum þar ofaní. Öllum yfirsöng
var sleppt, enda jarðarfararveðrið ekki sem
heppilegast. Norðanbylurinn sá um að kasta
rekunum og moka ofaní gröfina. Eftir andar-
tak var félagi okkar hulinn hreinni og kaldri
mjöll norðurhjarans. En sjálfum var okkur
efst í huga spurningin: Hver verður næstur?
Okkur berst hjálp
En það varð enginn okkar næstur að sinni.
Þegar að því kom, að járnbrautarlestinni
þótti hafa seinkað úr hófi, var sendur snjó-
plógur til móts við okkur. Óg loks náðum við
brautarendanum. En þá voru eftir 60 mílur til
Port Nelson og á annað hundrað mílur til
Churchill. Þessa vegalengd lá nú fyrir að
kjaga í botnlausri ófærð og með þyngsla
byrðar í bak og fyrir. Kom nú í ljós hve
óskynsamlegt var að senda hundana á undan
því ella hefðum við amk. getað flutt farang-
urinn á hundasleðum og hefði það þó verið
allur munur. Ég held að þegar hér var komið
sögu, hafi flestir okkar verið orðnir heldur
framlágir og farnir að sjá eftir þessu flani,
þrátt fyrir loforðið góða um 10 dalina.
Miðja vegu milli brautarendans og Port
Nelson var bjálkakofi, eins konar sæluhús.
Og það reyndist okkur líka sannkallað sælu-
hús, eftir það, sem á undan var gengið, því
þegar þangað kom, voru þar fyrir tveir menn,
næg uphitun og gnægtir brýnustu nauðsynja.
Mikið lifandi skelfing urðum við þá fegnir.
Og hér kveðjum við þá Stefán að sinni þar
sem hann, ásantt félögum sínum, er staddur í
bjálkakofanum góða, norður undir Hudson-
flóa. _ mj,g