Þjóðviljinn - 14.12.1982, Page 11
Þriðjudagur 14. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Ltrftanynd af innri hluta Arskógstrandar (Innströnd). Aðalvemdarsvæði Loftmynd af neðsta hluta Hörgárdals. Aðalverndarsvæði (1. flokks) eru afmörkuð með feitum línum. Vel
(1. flokks) eru afmörkuð með feitum línum, önnur verndarsvæði með gróin svæði eru dökk á myndinni en slegin tún eru þó ljós eins og melar og holt. (Landmælingar ísl )
grönnum línum. Sjá einnig skýringar við næstu mynd. (Landmælingar
Isl.).
Möðruvalla, þar sem segja má
að vagga íslenskra náttúrurann-
sókna hafi staðið í lok síðustu
aldar, sérstaklega á grasafræði-
sviðinu, þegar þeir Stefán Stef-
ánsson og Ólafur Davíðsson
störfuðu þar, en Ólafur var
mikilvirkur jurtasafnari, og eru
söfn frá honum í Kaupmanna-
höfn, Reykjavík og víðar. Á
Víkurbakka á Árskógsströnd
hefur starfað náttúrurannsókna-
stöð síðasta áratuginn, þar
sem margháttaðar rannsóknir
og söfnun hefur farið fram bæði
á landi og sjó. Gildi þessara
svæða til rannsókna og fræðslu
er nánast ómetanlegt.
8) Vegna fjölbreytni sinnar í
landslagi og lífríki og legu sinn-
ar milli tveggja fjölmennustu
staðanna í Eyjafirði, hefur
könnunarsvæðið mikið útivist-
argildi.
10 svæði í 1. og 2.
verndarflokki
9) Það sem upp var talið í 1.-8.
grein hér að framan, á meira
eða minna við um allt könnun-
arsvæðið, en auk þess hafa 10
minni svæði verið útvalin til sér-
stakrar verndunar, á grundvelli
þeirra upplýsinga sem aflað var
í könnuninni. Taka þau yfir
flestar verðmætustu náttúru- og
söguminjarnar og eru í 1.-2.
verndarflokki samkvæmt þeirri
skiptingu sem notuð er á vemd-
arkortinu, mynd 118 (í kápu-
vasa). Þessi svæði eru:
1) Hámundarstaðaháls,
2) Helluhöfði, _
3) Þorvaldsáreyrar o.fl.,
4) Þorvaldsdalsmynni,
5) Víkurbakka/Götusvæðið,
6) Arnarnes, 7)Bakkaásar
sunnantil, 8)Reiðholt/Selás ofl.
9) Hörgárdalur neðanverður,
10) Glæsibæjarsvæðið. Þessi
svæði ber sérstaklega að vernda
fyrir hvers konar raski, einkum
þá hluta þeirra sem taldir eru í
hæsta verndarflokknum, og
sum þeirra ætti að friðlýsa
a.m.k. að hluta, t.d. Hörgár-
svæðið. (Myndir 114-118).
Verndargildi miklu meira
en almennt gerist
10. Lokaniðurstaða þessarar
könnunar verður því óhjá-
kvæmilega sú, að Eyjafjörður
og könnunarsvæði sérstaklega,
hafi svo auðugt og fjölbreytt
náttúrufar, að tæplega verði
jafnað við önnur héruð af sam-
svarandi stærð hérlendis. Hvað
lífríkið snertir á þetta ekki síður
við urn sjóinn (Eyjafjörð). Hin-
ir hefðbundnu atvinnuvegir
sem byggjast á auðlindum nátt-
úrunnar, standa með miklum
blóma í Eyjafirði og leggja til
drjúgan hlut af matvælaöflun
þjóðarinnr. Náttúrufræðilegt
gildi könnunarsvæðisins er
ómetanlegt, og þar er margt af
verðmætum söguminjum
(þjóðminjum).
Verndargildi vesturstrandar
Eyjafjarðar verður því að telj-
ast langt yfir því sem almennt
gerist á íslandi og virðist það
einnig eiga við um Eyjafjörð
Loftmynd af Kræklingahlíð.
sem heild, samkvæmt þeim
heimildum sem tiltækar eru.
Hér er því mikið í húfi ef illa
tekst til um landnýtingu eða val
nýrra atvinnugreina. Hafa
verður í huga, að ýmis náttúr-
uskilyrði sem mestu valda um
auðgi og fjölbreytni lífríkisins í
Eyjafirði (t.d. innilukt lega og
staðviðri) geta á hinn bóginn
stuðlað að aukinni hættu á
skaðlegri loftmengun. í Eyja-
firði er því nauðsyn að viðhafa
meiri gát í þessum efnum en
víðast hvar annarsstaðar á
landinu.
í skýrslu Náttúrugripasafnsins,
sem Helgi Hallgrímsson ritstýrir
eru og erðar tillögur um framhalds-
rannsóknir og má þar nefna veður-
athuganir í sambandi við loftmeng-
un og úrgangsdreifingu, ýmsar sjó-
rannsóknir í firðinum, ýtarlegri
könnun á búskap, landnýtingu og
landnýtingarmöguleikum á könn-
unarsvæðinu, og að könnuð verði
félagsleg áhrif hugsanlegrar stór-
iðju við Eyjafjörð á aðrar atvinnu-
greinar sem fyrir eru í Eyjafirði.
„Við leggjum áherslu á, að allar
þær rannsóknir og kannanir, sem
hér voru nefndar verði gerðar áður
en sú ákvörðun að byggjast á
niðurstöðum þeirra ásamt þeim
niðurstöðum sem fengist hafa í nú-
verandi náttúrufarskönnun. Að
lokum verður svo að gera ráð fyrir
ýtarlegum líffræðirannsóknum á
sjó og landi í grennd við verk-
smiðjustaðinn, ef svo fer að stór-
iðja yrði sett niður í Eyjafirði.“
Þetta segja skýrslugerðarmenn,
en eins og fram kom áður hefur
staðarvalsnefnd bent á Dysnes í
Arnarneshreppi sem heppilegan
verksmiðjustað.
- ekh
Loftmynd af Galmaströnd (Arnarneshreppi utanverðum). Aðalverndar-
svæði eru afmörkuð með feitum línum, 2. flokks verndarsvæði með
grönnum. Helstu jarðfræðiminjar (J), lífríkisminjar (L) og söguminjar (S)
eru merktar með tölum sem vísa til minjaskránna.