Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 fæðutegunda, maís og bauna, þarf að flytja inn. Lán, sem nú nema um einum miljarð dollara, eru þung byrði vegna hárra vaxta, en hrökkva þó ekki til. Þrátt fyrir vaxandi framleiðslu sér þjóðin fram á gjaldþrot árið 1985. VI. Það voru þeir Jaime Wheelock, ráðherra fyrir landbúnaðarumbæt- urnar og Dionisio Marenco, ráð- herra innanríkisviðskipta, sem veittu okkur yfirsýn yfir efnahags- ástandið með skýrurn hætti á kennslutöflu í skólastofu. Þetta eru tveir ungir menn, sem á fáunt árum hafa aflað sér sérþekkingar, og raunsær starfsmáti þeirra leyfði engin ódýr byltingaslagorð. Þeir vinna báðir eftir áformum Sandín- ista um „blandað hagkerfi", þar sem markmiðið er í framtíðinni að 20% af jarðnæðinu verði nýtt með ríkisbúskap en 50% með samvinnu- búskap og 30% af sjálfseign- arbændum. Jaime Wheelock sýndi okkur tvö samvinnubú. Þar er oftast um að ræða land sem áður var í eigu Somoza-fjölskyldunnar, en nú er ræktað af bændum, sem kynslóð fram af kynslóð hafa verið jarðnæðislausir. Fimm þúsund bændur, sem áður voru landlausir, hafa nú fengið eignarland. Er við lögðum fyrir þetta fólk spurningu um, hverju byltingin hefði breytt um Jiag þess, fengum við svör er sýndu fram á nauðsyn Sandinista- byltingarinnar með ótvíræðari hætti en nokkur flokksstefnuskrá gat gert: „Áður áttum við ekkert en urðum samt að vinna mikið. Nú vinnunt við ennþá ineira á eigin landi, og við vitum hvers vegna“. í koíum þessara bænda hangir víða rnynd af bændaforingjanum Sandino til hliðar við kaþólskar helgimyndir sem oft sýna Maríu guðsmóður. Trúin hefur verið og er enn í dag haldreipi hinna fátæku í Nicaragua jafnt og í Póllandi. í Nicaragua hefur byltingunni tekist að láta nokkrar af þessum vonum rætast. Það hefur ekki dregið úr trúarkraftinum, en kannski hefur hún gert hann hlutlægari og verald- legri innan ramma þeirrar hug- myndafræði, sem byltingin hefur mótað. Þess vegna útiloka kaþól- skan og Sandinisminn ekki hvort annað. Margir prestar gegna ráð- herraembættum og öðrum verald- legum embættum. Hin nýja kristna sjálfsskynjun breiðist í auknum mæli út unr Róm- önsku Ameríku. Ogjafnv. á Kúbu, þar sem talið var að byltingin ■ væri þegar um garð gengin, og Nic- aragua gæti leitað sér fordæmis, er Sandinisminn farinn að hafa áhrif. Og þar sem þessi hreyfing er ekki til komin vegna tilskipunar að of- an, heldur á rætur sínar í söfnuðun- um, lítur hin kaþólska embættis kirkja með sitt píramíðakerfi nið- ur á.hana með vantrú og afneitun. í Nicaragua er það erkibisk- upinn sem hefur sett sig upp á móti þeirri byltingarhreyfingu, sem gripið hefur um sig innan kirkjunnar. Hann hótar nú ex cat- hedra (brottvísun). Nú á að grípa til þess miðaldavopns, sem bann- færingin er, einu sinni enn. Hann notfærir sér sérhvert deiluefni og er nú að hleypa af stað stríði innan kirkjunnar til þess að bæta ofan á þær hrellingar, sem stríðahættan að utan og efnahagsvandinn innan lands eru. Páfinn hefur nú lagt sitt lóð á þessa vogarskál með bréfi sem skrifað er í íhaldssömum anda hins háa embættis og orðið er að deiluefni innanlands. VII. Wojtyla, þú pólski og víðreisti páfi, sem svo greinilega ert hrjáður af hrellingum heimsins! Leyfist mér að þúa þig? Leyfist okkur enn að vona að þú rnunir standa vörð um málstað hinna fátæku eins og þú vissulega hefur gert í Póliandi? Að þú standir þeim nær er líða og þjást, ogað þú um síðir segir hinum mettu, voldugu, þeim sem ganga erinda kúgaranna - þar á meðal ófáum biskupum og kardinálum - stríð á hendur? Getur þú ekki skilið að Sandinisminn og Solidar- nosc eru af sömu rót - jafnvel þótt þeir sem standa í baráttunni ueti ekki skilið það því þeir eru undir- okaðir af hugmyndafræðilega and- stæðum stórveldum? ímyndaðu þér að pólskur verka- lýðsleiðtogi og Sandinisti, Lech Walesa og Ernesto Cardenal, verkantaðurinn og skáldprestur- inn, sætu nteð þér til borðs og legðu fram skýrslu. Um neyð sína og þjáningar beggja þjóðanna, um sigra sína og ósigra, um villur sínar og vanrækslur, urn ófrelsið og ein- semdina sem þeir búa við, um á- hyggjur þeirra af hinu daglega brauði, Itinu daglega maískorni. Gæti þáekki hugsast-jafnvel með lúmskri aðstoð hins heilaga anda - að ljós mundi renna upp fyrir þér, sem dygði til þess að Lech Walesa og Cardenal sæju hvor annan sem bróður og skildu þig sem skýlandi vald? Stórveldin standa nú grá fyrir járnum gagnvart hvort öðru. Þar sem skuggi þeirra fellur veldur hann þrýstingi og kúgun. Horfðu í kringum þig, páfi. Það er ekki bara á Póllandi sem þessi skuggi fellur, heldur einnig á Nicaragua. Ef þú vanrækir að ásaka Bandaríkin á sama hátt og þú hefur einatt ásakað Sovétríkin, verður þú samsekur ef þetta litla og sannanlega fátæka ríki verður ofur- selt stríðinu og byltingin brotin á bak aftur, byltingin sem samkvæmt mínum skilningi á Kristi ætti einnig að vera þín bylting. VIII. Þessari byltingu er nú ógnað. Henni er ógnað að utan, en einnig innan frá vegna' efnahagslegrar neyðar og einnig vegna augljósra mistaka Sandinistanna. Þau mistök hafa verið gripin feginshendi af þeirn sem þá fyrst hafa sýnt áhuga á Sandinistunum þegar þeim hefur fatast sýn. það er ahugi sem blandinn er þeirri þórðargleði er vaknar, þegar hægt verður að benda á skuggahliöar byltingar- innar. Sent betur fer finnum við í Nicar- agua pólitískt ábyrga aðila sem eru ófeimnir við að játa mistök sín, svo óvenjulegt sent það annars er. Þetta á m.a. við um flutninga Miskito-indíánanna frá landamær- ahéruðunum við Hondúras, þar sem til átaka hefur komið. Daniel Ortega, skipuleggjandi þessa af hálfu ríkisstjórnarinnar sagði: „Okkur hafa orðið á ýmis mistök. Við höfðum litla þekkingu eða skilning á trúarlegum hefðum og þjóðlegri menningu indíánanna. Við vissum lítið unt sögu þeirra eða þau kynþáttavandamál, sem þeim höfðu verið sköpuð af Bretum og Norður-Ameríkönum. Somoza- sinnarnir í Honduras og Miami hafa notfært sér þessar aðstæöur. Þeir hafa reynt að vinna miskító- indíánana yfir á sitt band með því aö lofa þeim sjálfstjórn og sjálf- stæðu ríki. Um leið ráðast þeir á þorpin við landamæri Honduras og myrða kennara, lækna og þá sem vinna að herferðinni gegn ólæsi.“ Flestir Miskitó-indíánarnir til- heyra þeirri kirkjudeild mótmæl- endatrúar sem kennd er við Móra- víu. Þeir voru kristnaðir af trú- boðum fyrir síðustu aldamót. Við fórum með herþyrlu frá Managua til indíánabyggðanna og lentum um síðir í nýreistum iníána- búðum. Þar hafa verið reist rúm- góð timburhús samhliða stráþektu bráðabirgðahúsnæði. Við sáum sjúkraskýlið og áberandi stóra skála sem notaðir voru til kennslu. Okkur var sýnt það sem ríkis- stjórnin hafði lagt á sig aö gera á skömmum tíma með sýnilegum erfiðismunum. En engu að síður vekur þetta með manni nokkurn óhug, einsogóhjákvæmilegt hlýtur að vera þar sem fólki er kippt upp ineð rótum og flutt úr stað. Okkur var sagt að land væri betra hér til ræktunar. Okkur var sagt að 85'/« karlmannanna, sem áður fyrr hefðu unnið í námum langt frá heimilum sínum, væru haldnir lungnasjúkdómum. Nú eru þeir undir lækniseftirliti og fá greiddan lífeyri. Héreinsogannars staðar í landinu er nú í fyrsta skipti gripið til gagnáðgerða er duga gegn malaríu. Framkvæma þurfti fleiri en eina bólusetningarherferð til þess að vinna bug á þessari skæðu bakteríu. Þátttaka í slíkum her- ferðum er skylda, nauðsynleg skylda. Það kom í hiut sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum að kalla flutningana á Miskítóindíánunum „þjóðar- morð“. Þessi lygi hittir sjálfa sig heima í landi sem á sinni tiltölulega stuttu sögu getur bæði státað af landráni og þjóðarmorði. Það er ef tii vill hægt aö ásaka Sandinistana fyrir að þeir hafi veriö of kappsfullir og ekki vitað nægi- lega vel hvað þeir voru að gera, en það væru kristilegri viðbrögð ef kirkjur mótmælenda, ekki hvað síst í Vestur-Þýskalandi, þar sem Móravíska kirkjudeildin hefur sín- ar höfuðstöðvar, reyndu að aðstoða við þetta erfiöa vandamál og afleiðingar þess. IX. Við heimsóttum unga konu, sem Dómkirkjan í Managua. Á forhlið hennar hefur verið komið fyrir rnynd af þjóðarhctju Nicaragua, Augusto César Sandino, og sýnir hún að kristin trú og bylting fara sanian. jafnt í Nicaragua og Póllandi að mati höfundar. gegndi herstjórnarembætti. Dora Maria Télez hafði tekið þátt í því að hersetja höll Somoza. Við minntumst aðeins lítillega á það. Hetjuskapurinn verður að sjálf- sögðum hlut þegar neyð þjóðar- innar leyfir ekki annað. Hún er nú varaforseti ríkisráðsins og sem slík er það henni nú kappsmál að ríkis- ráðið fái aukið eftirlit með störfum ríkisstjórnarinnar. Hún segir að setja þurfi stjórnarskrá og lög er taki til stjórnmálaflokka og kosn- ingareglugerða, því fyrstu kosning- arnar eigi að halda 1985. Bæði Tomás Borge, Sergio Ramines og Dora Maria Télez fullyrtu að við það yrði staðið. „Auðvitað sigrum við!" sögðu þau öll með óþarflega mikilli sigurvissu í röddinni. Það ríkir skortur á reynslu í lýðræðislegum vinnubrögðum, þekkingu á stjórnarskrárrétti, inn- sýn í nauðsynina á lýðræðislegu eftirliti með valdastofnunum. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir Hollendinga, Þjóðverja og Skand- ínava, sent eru vel að sér í hinum daglegu samskiptareglum lýð- ræðisins að miðla svolítið af reynslu sinni (og hógværum ráðlegg- ingum) til þess að auðvelda þessu litla og byltingarsinnaða landi, sem ennþá hefur ekki lært að um- gangast lýðræðið til hlítar, að semja sér stjórnarskrá sent væri við hæfi? Það yröi ekki kostnaðar- samt, en afskiptaleysið eða oflát- ungshátturinn gagnvart þessu litla ríki getur orðið dýrkeyptur. X. Viðbrigðin við heimkomuna voru eins og vænta mátti mikil, en engu að síður var sú ytri harka ogsá innri barnaskapur sem ein- kenndi þau meiri en við höfðum vænst. Land sem er vel stætt og virðist við fyrstu sýn vera afar vel búið gögnum og gæðum, samfélag sem gefur sig út fyrir aö byggja á sam- hjálp en skortir fyrst og fremst eitt: samstöðu. Mánuðum saman hefur nú verið rætt hér innan lands um svokallaða Erganzungsabgabe, það er, hvort fólk sem hefur góðar og traustar tekjur eigi að láta af hendi 1-2% af launum sínum til þess að skapa atvinnutækifæri fyrir þá sem ekki hafa atvinnu. Fjöldi hinna atvinnu- lausu nálgast nú 2 miljónir. En fólk með góðar og öruggar tekjur - eða stéttarfélög þess - neitar að sýna þetta sjálfsagða fordæmi um sam- stöðu. Þyngstu byrðunum af nú- verandi efnahagskreppu er varpað á verkafólkiö. Sú eigingirni sem nteðal annars lýsir af samtökum embættismannanna, hefur afneit- að samfélagi samhjálparinnar og samstöðunnar og getur vel orðið til þess að leggja grundvöllinn að nýju stéttasamfélagi. Nicaragua hefur þörf fyrir aðstoð. Það þarf að efla landbún- aðinn þannig að hann geti á fáum árum náð að mæta vaxandi hungri í heiminum. Getur fólkið í Bonn skilið að við erum að hjálpa sjálf- um okkur um leið og við lýsum okkur reiðubúin að hjálpa Nicar- agua? Eða verður farið að vilja hins volduga bandalagsríkis og gripið til svipunnar Kúbu, sem hægt er að nota gegn svo mörgu, ekki bara byltingu Sandinistanna, heldur einnig hugsuninni í eigin höfði? Þegar við komum heint átti ands- pyrnan í Póllandi í baráttu við vatnssprautur og táragas hersins. Þetta gamla orð samstaða, sem halda mætti að hefði glatast á síð- ustu öld, rís nú upp endurvakið. Ég hef séð það lifa í Póllandi og Nicar- agua. í forgarði og bakgarði stór- veldgnna vaknar það til lífs á ný. Það ætti einnig að gera sig heima- kært hjá okkur. ólg. snéri ... þetta gamla orð samstaða, sem halda mætti að hefði glatast á síðustu öld, rís nú upp endurvakið. Ég hef séð það lifa í Póllandi og Nicaragua. í forgarði og bakgarði stórveldanna vaknar það til lífs á ný. Það ætti einnig að gera sig heimakært hjá okkur...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.