Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1983 vegna greiöslna á árinu 1982, verið ákveðinn sem hér segir: I. Til og með 24. janúar 1983: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalnings- blaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtaln- ingsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. II. Til og með 21. febrúar 1983: 1. Afurða- og innstæðumiðar á- samt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1983, sbr. 1.-4. mgr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fast- eignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingur greiddrar leigu fyrir íbúðarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frá- dráttar í reit 70 á skattframtali skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á fullnægjandi hátt á umræddum greiðslumiðum.) Reykjavík 1. janúar 1983 Ríkisskattstjóri Vistheimili Óskað er eftir vistheimili fyrir 14 ára pilt sem verður í Hlíðaskóla, deild fyrir hreyfihamlaða nemendur frá janúar til maí 1983. Upplýsingar í síma 20970 eða 26260 (Hafdís). A Laust starf Starf skráningarfulltrúa hjá Kópavogskaupstað er laust til umsóknar. Starfssvið er m.a.: Útreikningur fasteignastærða eftir teikning- um, fasteignaskráning og lóðaskráning ásamt álagningu fasteignagjalda. Umsókn- um skal skilað til byggingafulltrúans í Kópa- vogi Fannborg 2 fyrir 15. janúar n.k. sem einnig veitir upplýsingar um starfið. Bróðir okkar Sakarías Daníelsson frá Bjargshóli lést 30. desember. Jarðaförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. janúar kl. 10.30. Systkini hins iátna. Móðir okkar Guðríður Sigurbjörnsdóttir er látin Baldur og Kjartan Helgasynir Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðrúnar Olgu Benediktsdóttur verður gerð frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 4. janúar kl. 13:30 Ragnheiður Árnadóttir, Einar Sigurðsson, Guðrún Olga Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Ragheiður Svanbjörg Einarsdóttir og barnabarnabörn. Goðsögn skrásett Ingólfur á Hellu, umhverfi og ævistarf. Páll Líndal skráði. Fjölnir 1982. Æviminningar Ingólfs Jónssonar á Hellu sverja sig í ætt við fleiri minningar stjórnmálamanna sem út hafa komið síðustu áratugi. Þeim er fyrst og fremst ætlað að verða óbrotgjarn minnisvarði um stjórnmálamanninn eða staðfest- ing á goðsögninni um Ingólf á Hellu, en ekki nein bersöglismál eða persónulegt uppgjör. Ævi- minningar Ingólfs eru því sléttar og felldar og fremur leiðinlegar af- lestrar þó að sumt sé fróðlegt sem í þeim stendur. Það er einkum tvennt í æviminn- ingunum sem akkur er að, í fyrsta lagi eru þær innlegg í héraðssögu Rangæinga og í öðru lagi gefa þær skýrari mynd af bændaarmi Sjálf- stæðisflokksins en við höfum áður fengið, en Ingólfur var um áratugi einn helsti leiðtogi hans. Kaflar bókarinnar um ætt, upp- runa og uppvöxt Ingólfs í Bjólu- hverfi eru ekki fyrirferðarmiklir og er þar vel talað um alla menn. Fróðlegt er að lesa um hinar miklu engjar, Safantýrina, og baráttu bænda við vatnsagann þar. Svo virðist vera að pólitískar skoðanir Ingólfs hafi fyrst og fremst mótast af skrifum Fram- sóknarmannanna, Tryggva Þór- hallssonar og Jónasar frá Hriflu, í Tímann sem hann segist hafa verið mjög hrifinn af. Seinna fer hann gagngert norður á Akureyri til að Grensás- deild fær veglega gjöf Nýlega afhenti Lionsklúbburinn Njörður Grensásdeild Borgar- spítalans veglega gjöf sem kemur til með að bæta starfsaðstöðu Grensásdeildar all verulega. Hér er um að ræða viðbótarbúnað við tækjasamstæðu sem Grensásdeild fékk að gjöf á liðnu ári, en sú tækja- samstæða býður uppá tjáningu og umhverfisstjórnun fyrir mjög hreyfihamlaða einstaklinga. Við- bótarbúnaðurinn eykur notagildi þessarar samstæðu á þann hátt, að nú er hægt fyrir mjög hreyfihamlað fólk að stjórna uinhverfi sínu á afar aðgengilegan hátt. Sérstakur mót- takari sem er uppistaðan í gjöf Njarðar. gefur möguleika á að kveikja samtímis á t.d. eldavél, út- varpsviðtæki, sjónvarpi og öllunt þeim búnaði sem knúinn er áfranr með rafmagni. Ekki þarf meira tii að koma slíkum hlutum í gang en blástur í þar tilgerðan hljóðnema eða fótahreyfing svo eitthvað sé nefnt. Búnaðurinn er þannig úr garði gerður að hægt er að stilla hann á þann hátt að viðkomandi sjúklingur gegi haft sem best not af honum. Þá geta málskertir einstaklingar haft mikil not af búnaðinum, myndað orð og setningar sem birt- ast á sjónvarpsskjá. I gjöf Njarðar fylgdi einnig stórt leturborð sem eingöngu er ætlað til notkunar því tölvukerfi sent fyrir er og umhverf- isstjórnunartæki nteð 10 stöðvum. í ávarpi sem Júlíus Sæberg Ólafsson hélt fyrir hönd Njarðar við afhendinguna, sagði hann m.a. að Njörður hefði um árabil staðið fyrir fjáröflunarleiðum í desemb- ermánuði og afrakstrinum af þess- ari fjáröflun hefði verið varið til kaupa á dýrum tækjum til handa heilbrigðisþjónustunni í landinu. Sagði Júiíus að Njörður hefði styrkt Háls- nef- og eyrnadeild Borgarspítalans, Blindrafélagið, Hrafnistu og Grensásdeildina. Þess má að Iokum geta að nú í þessum mánuði standa félagar í Nirði fyrir sölu á jólapappír og sem fyrr verður hagnaði af þeirri sölu varið til líknarmála í landinu. - hól Ingólfur á Hellu: Leiðtogi bænda- arms Sjálfstæðisflokksins en mótaður af Framsóknarmönnum Guðjón Friðriksson skrifar um bækur kynna sér kaupfélagsrekstur Vil- hjálms Þórs og verður þar fyrir miklum áhrifum. Síðar í bókinni keinur fram að hann hafði ávallt mætur á þeim Jónasi og Vilhjálmi. Það er því nánast tilviljun að Ing- ólfur lendir inn í Sjálfstæðis- flokknum, en ekki Framsóknar- flokknum sent hann segist hafa hallast mjög að á tímabili. Ingólfur er fulltrúi hinna þjóðernissinnuðu og íhaldssömu bændastéttar sem var að brjótast til sjálfstæðis á fyrri hluta aldarinnar og varð mikils ráðandi í tveimur stærstu flokkum landsins og átti ekki minnstan þátt í samstarfi þess- ara tvepja flokka, t.d. á árunum 1950-1%6. Bændaflokkurinn, sem gerði sig gildandi á fjórða áratugn- um, stóð mitt á milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins, og í honum hefði Ingólfur einnig getað lent. Samvinnumaðurinn Ingólfur á Hellu var því ekki ónýt- ur Sjálfstæðisflokknum og á ekki lítinn þátt í vexti hans um áratuga skeið. Verslunarsaga Rangæinga er rakin í grófum dráttum og ekki síst uppgangurþorpsins á Hellu, og er fengur að því. Ingólfur er hinn harðduglegi og „praktíski" athafn- amaður, fastur við jörðina og held- ur fast utan um fylgi sitt. Hann hef- ur engan áhuga á hugsjónum verkalýðshreyfingarinnar og kaupstaðabúa enda er sú barátta oft í andstöðu við bændur. Ingólfur trúir á jörðina og fjár- magnið, og þegar erlent herveldi tekur landið herskildi á hann ekki eitt styggðaryrði því til handa. Ef einhvern tíma hefur hvarflað að honum efi um réttmæti erlendrar hersetu á íslandi hefur hann kyrfi- lega lokað hann niðri í einhverri sálarskúffunni. Sú skúffa hefur síð- an frosið föst í kalda stríðinu. Þeg- ar sjálfstæðismál okkar eftir styrj- öldina ber á góma á hann ekki ann- að um þau að segja en gamlar „klisj- ur.“ Hann segir að Keflavíkur- samningurinn hafi verið „eðlileg fyrirgreiðsla við Bandaríkjamenn“ og þá hafi kommúnistar „sýnt sitt rétta eðli“ og aðrir verið „ginning- arfífl kommúnista“ o.s.frv. Marshall-aðstoð Bandaríkja- manna, sem ruddi m.a. brautina fyrir komu hersins árið 1951, mærir hann og prísar. Aftur á móti heldur hann fast við þá opinberu skýringu að koma hersins 1951 hafi verið nauðsynleg vegna Kóreustríðsins sem þá geisaði hinum megin á jarðkringlunni. Sitthvað smálegt fróðlegt er í bókinni um stjórnarmyndanir. Það kemur fram að Sveinn Björns- son forseti bað Vilhjálm Þór, stór- vin sinn og samfrímúrara, að mynda meirihlutastjórn árið 1950 sem skipuð væri bæði utanþings- mönnum og þingmönnum og varð þetta til þess að herða á viðræðum milli Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarmanna um stjórnarmyndun því að þeir vildu ekki utanþings- stjórn, minnugir reynslunnar frá 1942. Þá eru líka nýjar upplýsingar um forsetakosningar 1952. Mikill 1 uti bókarinnar fer í að rekja framgang þeirra mála sem Ingólfur beitti sér sérstaklega fyrir, og eru þeir kaflar heldur þurrir af- lestrar þó vafalaust séu þeir fróð- legir og gagnlegir. Eins og fyrr segir er þessi bók skrifuð til að staðfesta goðsögnina um Ingólf á Hellu og eru innskots- kaflar í henni með •lofsamlegum ummælum ýmissa samferðar- manna hans þar sem hann kann ekki við að lofsyngja sig sjálfur. Seinna bindið verður svo um viðreisnarárin. Það er Páll Líndal sem skrásetur bókina og ferst það vel úr hendi. Flensborgarskóli Öldungadeild Endanleg innritun í Oldungadeild fer fram í skólanum 5.-7. janúar kl. 16-18 alla dagana. Gert er ráö fyrir því aö eftirtaldir námsáfangar veröi kenndir: 103 103 102 103 103 203 Bókfærsla 203 Danska 203 Efnafræði 103 Enska 203 Jarðfræði 103 Vélritun 202 íslenska 103 og 203 Stærðfræöi 103 og 203 Saga 112 og 122 Athygli skal vakin á því að nemendum er heimilt að leggja stund á einstakar greinar, jafnvel aðeins eina grein. Franska Hagfræði Heilbrigðisfræði Líffræði Tölvufræði Þýska Skólameistari. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORG- AR DROPLAUGARSTAÐIR HEIMILI ALDRAÐRA SNORRABRAUT 58. Oskum að ráða: Skrifstofumann í 75% starf. Hjúkrunarfræð- inga á næturvaktir. Sjúkraþjálfa í 70% starf. Upplýsingar á staðnum eða í síma 25811.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.