Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. janúar 1983
Hanaholmen
í Finnlandi:
Byggö
fyrir
stríðs-
skuldir
í viðtali hér á síðunni s.l.
þriðjudag var sagt að menning-
armiðstöðin Hanaholmen í Finn-
landi væri sambærileg við Nor-
ræna húsið hér á landi.
Borgþór Kjærnestd kom að
máli við síðuna og skýrði svo frá
að hér væri um sænsk-finnska
menningarmiðstöð að ræða. Hún
var byggð upp úr 1970, að fyrir-
mælum sænskra stjórnvalda fyrir
það fé sem Finnar skulduðu Sví-
um eftir hildarleik síðari
heimsstyrjaldarinnar. Skuldin
var gefin eftir en í staðinn byggð
menningarmiðstöð til að auka
tengsl landanna á friðartímum.
Sama hátt höfðu Svíar á gagnvart
Norðmönnum vegna stríðs-
skulda.
Hanaholmen er undir sam-
stjórn Svía og Finna, en þar er þó
opið fyrir kynningu á menningu
annarra Norðurlandaþjóða eins
og norræna kvikmyndahátíðin
sem stendur þar yfir þessa dagana
er gott dæmi um.
Skák
Karpov að tafli - 85
Karpov byrjaði vel á Sovétmeistaramótinu.
Hann hafði teflt tvívegis á Sovétmeistara-
móti áður en ekki náð að sigra. Margir
spáðu honum titlinum nú enda hafði
frammistaða hans á árinu verið með ein-
dæmum góð. Taplaus gegn flestum bestu
skákmönnum heims. I 4. urpferð vann
Karpov Beljavskí, nýbakaðan
heimsmeistara unglinga, en skákin var þó
ekkert augnayndi þar sem Beljavski var
lengi vel með hartnær unnið tafl. Síðan
kom janftefli við Tal í 5. umferð og í þeirri
sjöttu mætti Karpov Kortsnoj:
Kortsnoj - Karpov
39. Dcl?
(Kortsnoj var i tímaþröng og hafði því ekki
vit á að gefa peðið til baka. Eftir 39. Rc5
Bxc5, 40. dxc5 Dc4, 41. Ddl Dxc5 42. Bd4
á hvítur alla möguleika á jafntefli.)
39...Bg5!
40. Df1 Df3.
(Hörfi riddarinn kemur 41. - Re3!)
41. h4
- Biðleíkur Kortsnojs. Hann gafst upp án
þess að tefla frekar vegna framhaldsins:
41. Be3!, 42. Dg2 Bxf2, 43. Dxf2 Dxb3 og.
svartur vinnur létt. Eftir 6 umferðir var
Karpov kominn í efsta sætið méð 4'/2
vinning.
„Ekkert er nýtt undir sólinni.u
Fortíðin segir ávallt tii sín, an áfastri þessari teikningu, frá
segirí texta sem við fengum send- kunningja blaðsins á Jótlandi.
Við þurfum ekki að leita nema landsmiðum. Lengi má „Bret-
tæpan áratug aftur í tímann til að ann“ reyna.
rifja upp kaldar kveðjur á ís-
Samviskufangar Amnesty
n
> O EMiJAItÖS J «
► ► > « i «
<
► .zí 1 jKttFl ?. *
► I Iá.7%13* i
i | 1 mh aíiirflir «
i iliÉk. r^§\ 1 «
t <
l «
i «
> «
> «
> > 10 oo v « í
f i iymyy||j. ■ i|y 11 I n
1 * • • m AAJLM.Æá
Fyrstu frí-
merki ársins
i
i
Þá hafa fyrstu frímerki ársins
litið dagsins ljós. Um er að ræða
fjögur blómafrímerki:
Hófsóley, sem er algeng á lág-
lendi, í mýrum, og við tjarnir, þar
sem oft má sjá gular breiður af
þessari fallegu jurt.
Ljósberi, sem er af arfaætt og
algengur um allt landið. Hann
vex aðallega í urðum og melum.
Engjarós, algeng í mýrum og
tjörnum hérlendis. Stór og dumb-
rauð blóm einkenna jurtina.
Engjamunablóm, er sjaldgæf
jurt hérlendis. Finnst þó nokkuð
víða í görðum. Hún blómstrar
ljósbláum blómum.
Þröstur Magnússon teiknaði
frímerkin.
7 Kúrdar í
Sýrlandi
Þeir eru allir meðlimir Kúrd-
íska lýðræðisflokksins (the Kurd-
ish Democratic Party), - og eru
búnir að vera í haldi í níu ár, án
þess að mál þeirra hafi komið
fyrir rétt og/eða þeir hlotið neinn
dóm.
Þessir 7 menn voru í hópi 12
sýrlenskra Kúrda sem voru hand-
teknir í júlí og ágúst 1973. Hand-
takan átti sér stað eftir að þeir
sendu Hafiz al-Assad mótmæla-
skjal vegna áætlunarinnar um ara-
bíska svæðið („Arab Belt Plan“).
Opinberlega var sagt að áætlun
þessi fæli í sér að sett yrðu á stofn
ríkisrekin býli, - en þýddi í reynd
brottflutning þeirra Kúrda sem
bjuggu í norðurhluta Sýrlands,
og aðflutning Araba í þeirra stað.
Árið 1977 höfðu þannig 12000
Kúrdar í Jazira héraði verið rekn-
ir í útlegð. Á árunum 1974 og ’78
tók A.I. að sér mál þessara 12
Kúrda, og voru þeir þá meðal
samviskufanga samtakanna. Ár-
ið 1980 var vitað um að 5 þeirra
höfðu veirð látnir lausir. Þeir 7
sem enn eru í haldi heita: Abdu-
llah Mulla Ali; Hassan Osman
Ibrahim; Muhammad Mulla Fak-
hri og Muhammad Khalid Abdul
Rahman Sharaf, en þeir eru allir
frá bænum Qamishli; Ahmad
Haj Saee’d al-Arbu frá Malak;
Amin Gulin frá Akrim, og Huss-
an Ahmad Musa frá Ali Furu.
Frá því 1973, er þeir voru
handteknir, hafa þeir verið fluttir
margsinnis milli fangelsa í Dam-
askus og Aleppo, og þeir dvelja
ekki saman.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurn-
ir A.I. samtakanna til sýrlenskra
yfirvalda um líðan þessara
manna, þá hafa engin svör
fengist.
Vinsamlegast sendið kurteis-
lega orðað bréf og biðjið um að
þeir verði látnir lausir úr haldi, og
að gefið verði upp hvar þeir eru
niðurkomnir, og hvernig líðan
þeirra er. Skrifið til:
President Haflz al-Assad
Presidential Palace
Damascus
Syrian Arab Republic.
og
Nasir al-Din Nasir
Nasir
Minister of the Interior
Syrian Arab Republic.