Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. janúar 1983 Það gerist ekki á hverjum degi að hingað til lands komi ferðamenn frá Kúbu, en nýlega var hér á ferð sendinefnd kúbanskra lækna, sem er á kynnisferðalagi um Norður- lönd í því skyni að afla sér fræði- legrar þekkingar og koma á vísind- alegu samstarfi á milli norrænna og kúbanskra lækna. Að þessu tilefni hittum við að máli þau Edilberto Gonzalez, sér- fræðing í farsóttarfræði, og Teresu Leiva, sérfræðing í örveirufræði, og spurðum þau nokkurra spurn- inga um heilsugæslu á Kúbu. Þau sögðu okkur að mikið átak hefði verið unnið í heilsugæslu á Kúbu, sérstaklega hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir, upp- fræðslu almennings og menntun sérhæfðs starfsfólks. - Fyrir byltinguna 1959 var sjúkraþjónustan í landinu fyrst og fremst bundin við höfuðborgina. Sjúkrahús voru fá og illa búin og læknisþjónusta var ekki kostuð af ríkinu. Flestir læknar unnu á einka- stofum gegn háu gjaldi sem ekki var miðað við getu almennings. Eftir byltinguna flúðu um 3000 læknar úr landi vegna hvatningar frá áróðursvél heimsvaldasinna í Bandaríkjunum. Verk að vinna Það var því mikið verk að vinna eftir byltinguna. Komið var upp neti heilsugæslustöðva, sjúkra- skýla, sveitasjúkrahúsa og Fyriritvggj andi heilsugæsla míldlvægust segja þau Edilberto Gonzalez og Teresa Leiva læknar frá Kúbu, sem hér voru í heimsókn hérðaðssjúkrahúsa um allt landið, og heilsugæslan flutt út á staði þar sem varla hafði sést læknir áður. Héraðssjúkrahús voru byggð í 14 héruðum landsins, og komið var upp elliheimilum og fæðingar- heimilum. Megináhersla hefur verið lögð á fyrirbyggjandi heilsugæslu á Kúbu eftir byltinguna og tekur hún sér- staklega til ónæmisaðgerða, nær- ingarfræðilegs eftirlits og kennslu í heilsugæslu fyriralmenning. Þá var einnig gerð sérstök áætlun um menntun sérþjálfaðs starfsfólks í heilbrigðismálum. Barnadauði lækkað um 72% - Á þeim 24 árum sem liðin eru frá byltingunni höfum við náð ár- angri, sem hægt er að gefa til kynna 'með örfáum tölum. Mikilvægustu 'tölfræðilegu upplýsingarnar um þróun heilsugæslu koma fram í töl- um um barnadauða. Fyrir bylting- una dóu um 60 af hverjum 1000 nýfæddum börnum á 1. aldursári. Á síðasta ári var þessi tala komin niður í 17,3, og er það lægsta dán- artala barna í allri Rómönsku Am- eríku og hliðstæð við dánartölu barna í mörgum iðnríkjum. Við höfum útrýmt hættulegustu barnasjúkdómunum eins og barna- lömunarveiki, barnaveíki, stíf- krampa og malaríu og tala nýrra berklatilfella er orðin 11,3 á 100.000 íbúa á ári, sem er sú lægsta í allri Ameríku að Bandaríkjunum og Canada meðtöldum. Þessi árangur stafar fyrst og fremst af fyrirbyggjandi starfi heilusgæslustöðvanna, sem nær til allra barna upp að 14 ára aldri. 20.000 læknanemar Þá hefur einnig verið lögð mikil áhersla á mæðrahjálp, og nú fara 99% allra fæðinga fram á fæðingar- heimilum og allar mæður mæta í mæðrafræðslu og skoðun 8-12 sinnum á meðgöngutíma. Þá hefur mikil áhersla verið lögð á eftirlit með drykkjarvatni og heil- brigðiseftirlit í matvælaiðnaði til þess að koma í veg fyrir farsóttir. Við höfum nú byggt yfir 200 sjúkrahús og 400 heilsugæslustöðv- ar, og á sjúkrahúsunum eru rúm fyrir 40.000 sjúklinga. Árið 1959 var aðeins ein lækna- deild við háskólann í Havanna. Nú eru læknar menntaðir í læknahá- skólum í flestum héruðum landsins og alls stunda nú um 20.000 manns nám í læknisfræði auk enn fleir er stunda hjúkrunarfræðinám í tækni- skólum víðsvegar um landið. Við höfum nú 1 lækni á hverja 600 íbúa. Aðstoð Kúbu við þróunar- ríkin Einn stærsti ávöxtur kúbönsku byltingarinnar er hið víðtæka hjálparstarf sem kúbanskir læknar og heilsugæslufólk vinna erlendis. Nú eru fleiri hundruð kúbanskir læknar við störf í yfir 20 löndum í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu. Þar að auki stunda náms- menn frá þessum löndum nám í læknisfræði á Kúbu. Er við spurðum þau Edilberto og Teresu hvaða sjúkdómar væru skæðastir á Kúbu sögðu þau að hjarta- og æðasjúkdómarnir ættu sök á flestum dauðsföllum og krabbamein væri ’ það næst- algengasta. Eini smitsjúkdómur- inn, sem nær því að vera í röð 10 algengustu dauðaorsaka, er að þeirra sögn lungnabólga. Þau Teresa og Edilberto sögðust ekki hafa séð mikið af Reykjavík vegna snjókomu og veðurs, en þetta var í fyrsta skiptið sem Teresa kom til Evrópu. Þau sögðust þó hafa skoðað farsóttar- og örveiru- deildina á Landspítalanum og litist vel á sig. Sögðust þau vona að til frekara samstarfs gæti komið á milli kúbanskra og íslenskra lækna. ólg. Nýr skólastjóri Leiklistar- skólans Samkvæmt einróma meðmælum skólanefndar hefur menntamálaráðherra sett Helgu Hjörvar skólastjóra Leiklistarskóla íslands um fjög- urra ára skeið frá 1. júní 1983 að telja. Tvær umsóknir bárust um stöðuna. Jafnframt hefur Pétri Einars- syni verið veitt lausn frá störf- um skólastjóra við skólann frá sama tíma að telja. Pétur hefur verið skólastjóri Leiklistar- skólans um átta ára skeið, en samkvæmt lögum og reglugerð um skólann getur sami maður ekki verið skólastjóri hans lengur en átta ár samfleytt. Helga Hjörvar Lánveitingar til orkusparandi aðgerða í skipum: „Skrapdaga-skip’ látin ganga fyrir Lánin verða allt að 450 þús. krónur, vísitölubundin en vaxtalaus GK í kjölfar ráðstefnu þeirrar um orkusparnað í fiskveiðum, sem Iðnaðarráðuneytið og Fiskifélag íslands stóðu að í haust, var skipuð nefnd til að vinna að orkusparnaöi í útgerð, og athugunum í því sam- bandi, með hiiðsjón af fé, sem fyrir hendi er af gengismun, til orkusp- arandi aðgerða í útgerð og fisk- vinnslu. Hefur nefndin sent frá sér tillögur og á grundvelii þeirra hefur verið ákveðið að verja nokkru fé til lánveitinga, til aðstoðar útgcrðar- aðilum vegna orkusparandi aðgerða á skipum þeirra. Til aö byrja með veröa þaö éin- göngu þau skip sem falla undir hiö svokallaða „skrapdagakerfi“ sem fá þessi lán, hafi þau eingöngu stundað togveiðar á sl. ári og hyggj- ast breyta yfir í svartolíunotkun. Lánsfjárhæð veröur allt að 450 þúsund krónur í hverju tilviki en aldrei hærri en 80% af heildarkost- naði. Lánin verða vísitölubundin. en vaxtalaus til eins árs meö þremur afborgunum. Umsóknir um lán þessi skulu sendast sjávarútvegsráðuneytinu. S.dór Hvenær byrjaðir þú V . _||xFER0AR # /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.