Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. janúar 1983; ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Umræður um fiskverðsákvörðun_________ Þörf á skynsamlegra styrkjakerfi til þess að greiða niður olíu Sagði Garðar Sigurðsson formaður sjávarútvegsnefndar þingsjá Stcingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra mælti fyrir staðfestingarfrumvarpi á bráða- birgðalögunum um ákvörðun fisk- verðs í neðri deild í sl. viku. Einsog kunnugt er sagði forsætisráðherra í upphafi jólaleyfis þingmanna, að ef til útgáfu bráðabirgðalaga kæmi í leyfínu yrðu þau lögð fyrir neðri deild þegar í byrjun þings á þessu ári. Sú varð og raunin. Frumvarpið er um Olíusjóð fiskiskipa, olíu- gjald og fleira og er flutt í tengslum við ákvörðun fiskverðs 1. janúar 1983. Fiskverðshækkunin fól í sér 14% hækkun frá því verði sem áður gilti. Samhliða ráðstafanir eru um framlengingu olíugjalds, stofnun Olíusjóðs fiskiskipa og fleira. Matthías Á. Mathiesen lýsti yfir andstöðu Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu við bráðabirgða- lögin. Sighvatur Björgvinsson vakti at- hygli á að til nýrrar fiskverðsá- kvörðunar þyrfti að koma eftir tvo mánuði og þeir, sem ætli að stuðla að því að þetta mál hljóti afgreiðslu nú, verði að vera reiðubúnir til þess að standa með ríkisstjórninni í kringum 1. mars. Vilmundur Gylfason sagði, að það ætti að leggja niður Verðlags- ráð sjávarútvegsins. Sagði hann að ákvörðun um fiskverð væri um leið loforð frá stjórnvöldum um gengis- fellingu, sem væri millifærsla íþágu útgerðarfyrirtækj a. Hliðarráðstaf- anir sem gerðar væru með fisk- verðsákvörðun væru millifærslur. Hann væri á móti þessu millifærsl- ukerfi. Hins vegar hefðu samning- ar verið gerðir og þyrfti að staðfesta þá á þinginu. „Hjáseta eins nægir til og ég mun veita hana“, sagði Vilmundur. Karvel Pálmason sagði, að sjáv- arútvegsráðherra hefði ævinlega staðið á móti þeirri sannfæringu sinni og raunverulegum vilja, að fella niður olíugjaldið. f þrígang hefði hann gefið sjómönnum fyrir- heit um slíkt en allt kæmi fyrir ekki. Karvel sagði, að því færi fjarri, að um einhvern samning væri að ræða. Sjómannasamtökin væru á móti þessum ráðstöfunum og hefðu alltaf verið. Þá vék þ-ingmaðurinn að fyrrum flokksbróður sínum Vilmundi Gylfasyni og sagði, að raunveruleg ástæða fyrir afstöðu hans í þessu máli væri sú, að hann sem forystu- sveinn í nýstofnuðum stjórnmála- samtökum þyrfti að vinna tíma þeim samtökum til hugsanlegs framdráttar. Sagði Karvel, að sú hugmynd Vilmundar, að gefa fiskverðið ‘frjálst, væri að fara úr einum frum- skóginum í annan. Benti Karvel á, að hér væri um fyrstu afstöðu hins nýstofnaða Bandalags jafnaðar- manna að ræða. Og hún væri til að styrkja það rotnasta kerfi, sem Vil- mundur, forvígismaður bandalags- ins, teldi að væri fyrir hendi. Sagðist Karvel hafa það á tilfinn- ingunni, að í uppsiglingu væri eitthvert þrengsta flokkskerfi sem til væri í íslenskri pólitík. Tiltölu- lega fáir einstaklingar hópa sig saman í gegnum síma, stofan til samtaka, kjósa sjálfa sig í mið- stjórn, en almennt er mönnum ekki gefinn kostur á slíku, sagði Karvel Pálmason, þingmaður Al- þýðuflokksins. Garðar Sigurðsson sagði, að það væri leitt til þess að vita að skipa- flotinngæti ekki drifið aflvélarsfna með hávaðanum í Karvel Pálma- syni. Það er hægur limur, tungan, en hún skaffar ekki þá fjármuni, sem þarf til að leysa þessi vandamál, sagði Garðar. Þá sagði Garðar, að Vilmundur Gylfason, aðalritari hins nýstofnaða Bandalags jafn- aðarmanna, mætti þakka fyrir að þurfa ekki að endurtaka ómerkar fullyrðingar sínar og stóryrði um málefni, sem henn þekkti ekkert til. Þá vék Garðar að mismunandi olíukostnaði fiskiskipa. Það þyrfti t.d. minni olíu til á hvert tonn sem veiddist á net, en togskipin væru mun orkufrekari. 35% niðurgreiðsla á olíu Þá gerði Garðar Sigurðsson nokkrar athugasemdir við 2. grein laganna, þar sem kveðið er á um 4% útflutningsgjald, sem renni í Olíusjóð fiskiskipa. Gjaldið reiknast af brúttósöluverðmæti fiskiskipa í erlendri höfn. En Olí- usjóður fiskiskipa er starfræktur til að greiða niður verð á gas- og svart- olíu. Mér finnst býsna langt gegnið í niðurgreiðslum að greiða niður 35% af olíu, sagði Garðar. Auk þess fær hver útgerðarmaður utan skipta 7% af aflaverðmæti í olíu- gjald. Þetta 7% gjald nægði á stundum til að borga alla olíuna. Og þegar 35% niðurgreiðslu bætt- ist við, gætu úgerðarmenn átt af- gang og kannski keypt sér bíl. Það Steingrímur. væri þarft og nauðsynlegt að létta byrðinni af útgerðinni af óhóf- legum olíukostnaði, en það gæti varla verið meiningin að þeir fengju féð til annarra nota. Minnti Garðar á það dæmi, þeg- ar fiskiskip stunduðu síldveiðar inni á Austfjörðum við bryggj- urnar. Það hefði ekki þurft mikla olíu til þessara veiða, þótt út- gerðarmennirnir hefðu engu að síður fengið sín 7% af óskiptum afla. Það væri nauðsynlegt að breyta þessum reglum þannig að skynsamlegri útkoma fengist. Utflutningsgjaldið, 4% af sölu- verðmæti erlendis, yrði lagt i Olíusjóð samkvæmt lögunum. Þetta gjald legðist við önnur sem væru fyrir: 16% í stofnfjársjóð, 5% í tryggingasjóð og 55% útflutnings- gjald áður en 4% bættustu við. Samtals væru þetta 30.5% af afla- verðmæti, áður en það kæmi til Vilmundur. skipta. í ljósi þess hve lausafjár- staða væri slæm og hve sjómenn bæru lítið úr býtum væri hér um stórar upphæðir að ræða. Hefði verið talað um það fyrir nokkrum árum, að ef ekkert útflutningsgjald hefði verið tekið væri hægt að greiða hærra fiskverð. Það þyrfti að finna skynsamlega og sann- gjarna lausn á þessu máli. Sagðist Garðar mundu ræða þetta við sjáv- arútvegsráðherra og þá aðila sem tengdir væru málinu. Sighvatur Björgvinsson þakkaði Garðari athyglisverða ræðu og kvað Alþýðuflokkinn reiðubúinn að halda á málinu og þeim hætti, sem Garðar Sigurðsson, formaður sjávarútvegsnefndar, legði til og leita eftir samráði við fulltrúa sjó- manna um breýtingu á frumvarp- inu í þá veru að meiri friður gæti um það ríkt. -óg Tillaga Helga Seljan og Guðrúnar Helgadóttur Vinna markvisst að úrbótum fyrir öryrkja Lögð hefur verið fram á alþingi tillaga til þingsályktunar frá Flelga Seljan og Guðrúnu Helgadóttur, um sérstaka könnun á högum og allri aðstöðu öryrkja. Skal sérstak- lega kannað hversu bætur almann- atrygginga og önnur aðstoð liins opinbera dugi þessum þjóðfélags- hópi. 1 greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn: „Ekki fer á milli rnála að miklir áfangar og stórir hafa náðst í barátt- unni fyrir réttindamálum fatlaðra, og er frumvarp, sem nú liggur fyrir þingi um heildarlöggjöf, þar hvað mikilvægast þegar lögfest hefur verið. En ástæður þessa tillöguflutnings eru þó auðsæjar þegar grannt er skoðað hversu mismunandi aðstaða er fyrir hendi hjá öryrkj- um, og þó að ný löggjöf muni úr bæta til lengri thna litið er þó ljóst að visst sérátak þarf gagnvart þeim lakast settu. Öryrkjasamtökin hafa oft ályktað um nauðsyn náinnar sérathugunar þessa máls, þar sem Helgi Seljan. hin mikla sérstaða öryrkja hefur verið rækilega undirstrikuð. Vissulega hafa mál þessi verið könnuð af hálfu stjórnvalda, og vafalítið liggur fyrir mikið af upp- lýsingum, m.a. frá ári fatlaðra, sem auðveldað gætu mönnum að kom- ast að nokkurri niðurstöðu. Meginmálið er það, að samteng- ing ellilífeyris og örorkulífeyris veldur því, að hæpið er, vægast sagt, að sérþarfir og séraðstaða þeirra öryrkja, sem við erfiðasta fötlun búa, séu teknar til greina sem skyldi. Aðeins skal það nefnt, að þrátt fyrir það, að ekki búi allir aldraðir við of góð kjör, hefur þó mestur hluti þeirra lífeyrisréttindi sem æ fleiri öðlast og sífellt verða þýðingarmeiri afkomuþáttur og til öflugri stuðnings þeim sem á þurfa að halda. Flestir aldraðir hafa komið sér upp húsnæðisaðstöðu og piargir lagt nokkuð til hliðar til efri ára. Hið sama gildir eða svipað um mikinn hluta öryrkja, einkum þeirra er orðið hafa öryrkjar á efri hluta aldursskeiðs. Engan veginn vilja þó flutningmenn gera of mikið úr kjörum og aðbúnaði þessa fólks, og mjög er þar misskipt gæðum. En rækilega þarf að kanna hvort ekki er allstór, e.t.v. allt of stór, hópur öryrkja sem er án allrar eigin aðstöðu, án allra tekjumöguleika, án allra áunninna lífeyrisréttinda og með örorkubæturnar einar, að vísu með tekjutryggingu og uppbót- um öllum, til allra sinna lífsþarfa, sem eðlilega eru t.d. aðrar og oft meiri og fjölþættari en aldraðs fólks. f samvinnu við samtök öryrkja þarf að kanna þetta mál ýtarlega og vinna markvisst að úrbótum þeim til handa er sannanlega eiga fullan rétt þeirra úrbóta. Um leið þarf í heild að endurskoða réttmæti þess að tengja svo saman sem gert er bætur vegna elli og örorku.“ -óg Guðrún Helgadóttir. ® Bókavörður Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða bóka- vörð í 75% starf. Umsóknir ásamt upplýsingtim um aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. febr. n.k. Yfirbókavörður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.