Þjóðviljinn - 01.02.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Apturfótaleggir þóttu bestir „Skautaferð er alltíð íþrótt, þar sem hægt er að koma henni við, en það er allstaðar þar sem ísalög eru mikil á vetrum. Annars þarf ekki að lýsa henni því hún er alkunn hverju mannsbarni og auk þess ekki fremur innlend en út- lend. Aptur er það þjóðsið- ur að karlmenn einir læra á skautum á íslandi, því í út- löndum fara karlar og kon- ur á skautum, jöfnum höndum. Þó má geta þess að kvennfólk lærir líka á skautum í kaupstöðunum og væri óskandi að sú tízka breiddist út, því kvenn- fólkinu er ekki fremur vanþörf á góðri hreyfingu en kallmönnum. Ung íþrótt Skautaferð er úng skemtun á Islandi, til þess að gjöra, þótt mér sé ekki ljóst, hvenær fariö var aö tlðka hana. 1 sóknarlýsingum er víðast tekið fram að skautaferð sé ekki tiökuö þar, eða þá mjög litið. t lýsingu Hitarnessþinga 1841, er sagt aö þaö sé einsdæmi þar um slóðir, aö tveir menn kunni á skautum á einum bæ. Það eru að eins þrjár sóknalýsingar, þar sem þaö er tekiö fram að margir kunni Sagt frá upphafi skautaíþróttar á íslandi á skautum og eru þaö lýsingarnar á Kviabekkjarsókn, Þóroddstaða- og Ljósavatnssóknum, báðar frá 1839, og Landeyaþingum 1873. 1 Ljósavatnssókn eru skautar nefndir skriðjárn, hvort sem það er sagt i sveitinni, eða það er tyrfni úr prestinum. Ég hefi lika séö gátu um skauta og var þýðingin skriðskjótar. Það er ef- laust skáldaorð, eða hvergi haft I daglegu tali með öðrum orðum. Aptur nefnir séra Jón Ýngvalds- son skriðskauta i einu handriti. Leggjarferðir únglinga Aður en skautaferðic komust á, rendu únglingar sér á leggjum og Sunnlendingar segja mér aö þaö sé daglegt brauö þar enn I dag. A Noröurlandi er leggjaferö aptur fremur sjaldgæf um þessar mundir og ekki man eg eptir þvi að eg hafi séð leggi. Leggirnir voru hrossleggir og þóttu apturfótaleggirnir bezt fallnir til að renna sér á þeim. Þeir urðu að vera þráðbeinir, eins og eölilegt er. Þaö var höggviö af þeim aö aptan og framan, til þess að þeir skyldu ekki rekast i. Ann- ars voru þeir látnir eiga sig, eins og náttúran hafði gjört þá úr garði. Sumir boruðu tvö göt gegnum hvern legg, annaö aö aptan en hitt að framan, drógu svo bönd gegn- um þau og bundu upp um fótinn. Sumir boruðu að eins eitt gat á legginn, framanverðan, og festu i það lykkju, sem svo var smeygt upp á fótinn. Sumir rendu sér apt- ur á leggjunum alveg iausum, og studdu sig þá viö broddstaf. KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR Bertel Þorleifsson, sud med., sem er nákunnugur leggjaferð i Þingvallasveit, segir mér að valla hafi aðrir farið þar á leggj- um en únglingar. Kindarleggir hafi verið tiðastir, en kálfsleggir hafi þótt bezt fallnir til leggja- ferðar. Optast hafi verið farið á Afturfótahrossleggir þóttu best fallnir sem skriðskjótar. Þeir urðu að vera þráðbeinir og oftast vera höggvið framan af þeim og aftan. Það er Sólveig Georgsdóttir safn- vörður sem heldur á þessum hrosslegg sem er til sýnis í Þjóðminjasafni. sími (96) 25800 Kindarieggir voru tíðastir og boruðu sumir tvö göt gegnum hvern legg og drógu svo bönd í gegnum, eins og sést á þessum leggjum sem komu til Þjóðminjasafnsins úr Ásbúðarsafninu hans Andrésar Jónssonar í Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.