Þjóðviljinn - 01.02.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
ÚTIVIST
er holl
göngur eru góð
íþrótt.
Gangið með Útivist.
Gangiö í Útivist.
ÚTIVIST
Lækjargata 6 a
Reykjavík, s. 14606.
Símsvari utan
skrifstofutíma.
IVETUR
Snjóþotur 7 gerðir frá kr. 171,-
Barnaskíðasett 460,-
Gönguskór barna 516,-
Gönguskór fullorðinna 595,-
Bakpokar 3 gerðir 133,-
Svefnpokar 3 gerðir 522,-
Snjóbuxur á börn 478,-
Útigallar á börn 600,-
Kuldaúlpur barna 520,-'
Kuldaúlpur kvenna 896,-
Kuldaúlpur karla 788,-
Ennfremur margar gerðir af
kanadískum og dönskum kulda-
skóm á börn og fullorðna.
DOMUS
RQN/j KAUPFELAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
Lapplander eins
og hann lítur út
án yfirbyggingar.
Á meðan allur þorri almenn-
ings lætur sér nægja að bregða
sér á skíði yfir helgar ellegar
fjölskyldur og einstaklingar lúta
Krfum líkamans með því að
•a í lengri eða skemmri göngu-
túra, þá eru þeir til sem leggja á
sig fjallaferðir sem taka allt frá
nokkrum dögum uppí vikur eða
mánuði. Þetta eru í mörgum til-
vikum menn og konur sem
bundist haf samtökum, göngufé-
lög af ýmsum stærðum eða
áhugamannahópar án skipu-
legrar starfsemi. I slíkar ferðir
þarf oft farartæki, sem borgar-
búar hafa litla þörf fyrir en reyn-
Lapplanderjeppinn
ast samt bráðnauösynleg, þegar
komið er upp í fjöll og fímindi;
brekka, sem að sumarlagi er
hreint augnayndi, reynist, þegar
á hólminn er komið, óyfirstígan-
legur farartálmi, eða því sem
næst. I slíkar ferðir þarf jeppa,
búinn drifi á öllum hjólum, 100
hestöfl og þar yfir með drátt-
artaugum og viðlegubúnaði;
m.ö.o. öllu því sem til fjallaferða
Á síðasta sumri fóm tveir
starfsmenn Veltis hf. í kynning-
arferð með farartæki sem að
mati sérfróðra kemst nær allt,
Lapplander Volvo. Og það er út
af fyrir sig dálítið athyglisvert,
að á meðan fjölmargir bolsótast
yfir bifreiðakaupum lands-
manna, sem námu yfir 10 þús.
bifreiðum á árinu 1982, þá hefur
með innflutningi á Lapplander-
jeppunum skapast atvinna og
iðnaður, sem verið hefur í mik-
illi hættu, yfirbyggingar. Hér á
ámm áður skriðu strætisvagnar
um götur með íslenskar yfir-
byggingar, en slíkt hefur smátt
og smatt verið að leggjast af.
Sjúkrabifreiðar vom með ís-
lenskar yfirbyggin( ar og fleiri
tegundir bifreiða, . n æ meira
hefur verið um það uppá síð-
kastið að menn kaupi bifreiðar
með öllum búnaði.
Veltismenn buðu okkur á
Þjóðviljanum að kynnast hinum
nýja Lapplander og dreifðu með
nokkrum fróðleikspunktum um
bílana. Þeir kváðu vera ódýrari
en flestar gerðir jeppa, kosta án
firbyggingar í kringum 170
úsund, en með henni hækkar
verðið um þetta á bilinu 60-150
þús., allt eftir gerð yfirbygging-
arinnar, innréttingu o.s.frv.
Farið var að flytja bílana inn
1961 og af fyrstu 26 eintökunum
em 15 enn í notkun.
Veltir seldi um 100 Lapp-
lander-jeppa á síðasta ári. Rarik
keypti umtalsvert magn, Póstur
og sími og ýmis smærri fyrir-
tæki, þ.á m. Saga-film.
Ekki er meiningin að fara út í
að lýsa kostum og göllum Lapp-
landersins af þeirri einföldu
ástæðu að undirritaðan skortir
til þess þekkingu. Þess í stað er
ætlunin að kynna nokkuð þá
starfsemi samhangandi inn-
flutningi á bifreiðum, þ.e. yfir-
byggingu þeirra.
Yfirbyggingar
Við brunuðum uppí Kópavog
Unnið við yfirbyggingu á Lapp-
lander í bílayfirbyggingum
Ragnars Valssonar í Kópavogi.
- Ljósm. Atii.
og kynntum okkur bflayfirbygg-
ingamar hjá Ragnari Valssyni í
Kópavogi, en á verkstæðinu hjá
honum var allt yfirfullt af Lapp-
landerbílum sem voru í vinnslu.
Ragnar sagði, að fyrst í stað hefði
verið mikið að gera hjá bflasmiðj-
um hér innanlands, bæði var byggt
yfir strætisvagna og síðan sjúkra-
bfla, en nú væru verkefnin á þessu
sviði hverfandi. Ragnar kvaðst
vera með 12-15 manns í vinnu hjá
sér. Það tæki yfirleitt um einn
mánuð að gera fokhelt og mjög
væri mismunandi hvemig íyrirtæki
og einstaklingar létu innrétta bif-
reiðar sínar. Með yfirbyggingu og
innréttingu væri algengt að kostn-
aður væri í kringum 100 þús. krón-
ur.
Ekki meira um það, myndir
Atla ljósmyndara tala sínu máli
um atvinnugrein sem lítið hefur
verið hampað hér á landi.
Kanaríéyjar á
þriðjudogum
gegnum heimsborgina Amsterdam
Kanaríeyjar með viðkomu í Amsterdam. Sláið tvaer flugur í einu höggi; njótið sólarinnar á
Kanaríeyjum og kynnist stórborgarlífi, menningar- og listaborginni Amsterdam.
Brottför alla þriðjudaga.
Verð: Smáhýsi. 4 pers.: 11 dagar/15.599, 18 dagar/16.352, 25 dagar/17.478.
íbúðir. 3 pers.: 11 dagar/15.265, 18 dagar/16.352, 25 dagar/17.478.
Hótel m/fæði, tveir í herb.: 11 dagar/16.936, 18 dagar/19.693, 25 dagar/22.492.
Sérhæfð þjónusta - vingjarnleg þjónusta.
FERÐAMIÐSTÖDIN
ADALSTRÆTI 9
SÍM128133 11255