Þjóðviljinn - 01.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1983, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Frá fyrstu formlegu bæjarkeppninni milli Akureyrar og Reykjavíkur í ísknattleik á Krókseyri árið 1968. Þannig voru aðstæður á skautasvæðinu þegar byrja átti íslandsmótið. Krókseyri veturinn 1980. at> æfa sjálfa iþróttina. Þaö er alveg ljóst að þegar Reykvik- ingar verða búnir að hafa vél- fryst svell iein tvö ár, þá getum við hætt allri keppni við þá. Við höfum þá ekkert i þá að segja, það liggur alveg ljóst fyrir. Þeg- ar Reykvikingar höfðu sína skautahöll fyrir nokkrum árum, þá var árangurinn ekki lengi aö koma i ljós, þvi fundum við þá greinilega fyrir. En siðan hrundi niður hjá þeim eftir að þeir misstu vélfrysta svellið. — Hvað kostar aö koma upp vélfrystu svelli samkvæmt ykk- ar hugmyndum? — Það var gerö kostnaðar- áætlun fyrir einum tveimur ár- um. Samkvæmt henni kostaöi þá 180 gamlar miljónir að byggja upp vélfryst svell 30x60 m. Þar af var vélakostnaðurinn um helmingur af heildarkostn- aði. Þetta er vissulega dýr framkvæmd, en við höfum bara ekki fengið einn einasta stuðn- ing til eins né neins. i þjálfun til Svíþjóðar — Þið hafið sent félaga utan til þjálfunar? — Já við höfum átt ágætis samstarf við Svia i þeim efnum. I fyrra fóru 4 úr Skautafélaginu utan til Vesterös til þjálfunar og náðu alveg gifurlegri framför. Þá kom hingar sænskur þjálfari og var i 3 mánuði. A þeim tima komumst við aöeins 6 sinnum á is. Það segir meira en flest ann- að um þá aðstöðu sem við búum við. — Nú stundið þið ein- göngu isknattleik. Hvað með að vekja upp áhuga á skauta- hlaupi? — Það höfum við einmitt verið að ræða um, höfum mikinn hug á að útbúa hring á tjörninni. Við keyptum nýlega upp birgðir af -hlaupaskautum handa ungling- um, og nú þegar eigum við i röð- um félagsins tvo mjög efnilega hlaupara. — Hafið þið eitthvað getað keppt i isknattleik i vetur? - Við fórum suður í fyrravetur og kepptum á Melavellinum síðan var haldið sérstakt unglingamót fyrir 16 ára og yngri hér fyrir norðan í febrúar. Aðalleikinn unnum við 13:3. Þar munaði að mínu mati mestu um, hversu skautakunnátta strákanna okkar var miklu meiri en Reykvíking- anna. Það verður hins vegar ekki lengi að snúast við þegar þeir verða búnir að fá vélfryst svell til æfinga á meðan við eyðum öllum okkar tíma í að reyna að búa til svell. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ Minni bensín- eyðsla Örugg rásfesta í snjó Meiri ending Betra grip í bleytu og hálku Goodyear hefur framleitt hjólbarða síðan árið 1898 og er stærsti fram- leiðandi og tæknilega leiðandi á því sviði í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt verið í fyrirrúmi. Það er því ekkert skrum þegar sagt er að þú sért ÖRUGGURÁGOODYEAR. Tölvustýrð jafnvægisstilling " í meira en hálfa öld . Mikil langdrægni — skýrt tal — sendiorka lOO wött — hristí- prófuö — varahlufir og fullkomnustu mælitæki til viögeröa og þjónustu — til afgreiðslu strax. KRISTINN GUNNARSSON & C0. Grandagarði 7, Reykjavík Símar: 26677 og 21811.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.